Dagur - 17.07.1924, Blaðsíða 3

Dagur - 17.07.1924, Blaðsíða 3
28. tbl. DAQUR 100 eftirgreindan b&tt. B&naðarféUg ís- lands og Rf. Nd, hafa útnefnt sinn manninn hvort, þá Jakob bónda Lfn- dal á Lækjamóti og Jósef Björnsson kennara á Hólum, til þess að skoða vðndlega og gera áætlun um hvar og hvernig megi gera búnaðarumbætur á jörðum < Svínavatnshreppi, svo sem áveitur, stærri og minni, framræslu túna og engja, nýræktun o. s. frv. Hafa þessir skoðunarmenn unnið starf sitt vel og vandlega, gert kort yfir framræsluáætlanir á sumum jörðunum til leiðbeiningar eftirkomendum, sem kynnu að verða þess megnugir, að framkvæma áætlaðar jarðabætur Sum- ar jarðabæturnar svo cem minni áveit- urnar o. fl. hafa þegar komist f fram- kvæmd. Þykir nýmæli þetta merkilegt og lfklegt til bóta og framkvæmdin hafa tekist vel. Þykja meiri lfkur til að nákvæm skoðun komi að meira iiði en ferðaráp og fljótlegt yfírlit ráðunautanna,- Kynbæfur sauöfjár. Kominn er upp dálftill ágreiningur miili ráðunabts Búnaðarfélags íslands f búfjárræktun- armálum herra Teódórs Arnbjarnar- sonar og Jóns H. Þorbergssonar bónda á Bessastöðum um kynbætur sauðfjár. Jón var lengi ráðunautur Búnaðarfé- lagsins f sauðfjárræktunarmálinn, ferð- aðist um alt land og hefír sfðan reist bú á Bessastöðum gert talsvert um- fangsmiklar tilraunir með kynbætur sauðfjár, •' einkum með kynblöndun, þannig að flytja til suðurlands hrúta af þingeysku (é og fé af Jökuldalsætt. Núverandi ráðunautur Búnaðarfélagsins lftur svo á, samkvæmt umiögn Freys, að slfkt sé óráðlegra til kynbóta, heldur en að hreinrækta féð. Samkvæmt til- lögum hans styrkir Búnaðarfélagið Helga Haraldsson á Hrafnkeisstöðum f Hrunamannahreppi »til þess að teyna að halda þar við hreinræktuðu þing- eysku fé«. Reynsla i þvf efni er enn ekki fengin svo á henni verði bygt. Álit Jóns H. Þorbergssonar er það, að vel megi takast að bæta (járkynið sunnan lands með kynblöndun og hefir fyrir þvf allmikla reynslu sfna og annara. Hann hefir nú f sfðustu heftum Freys birt álit og umsagnir frá eigi færri en io bændum sunnan og austan lands, sem hafa frá meiri og minni góðri rsynslu að skýra f kynblöndunartilraunum. Sjálfur á Jón nú betra fé en bændur f hans ná- grenni og Sigurjón Pétursson telur að frá Bessastöðum hafí Álafoss fengið bezta ull á Suðurlandi. Er einsætt &ð gera hverskonar tilraunir f þessu efni hvf reynslan sker að lokum úr á réttan hátt. »KjÖtíollurint)«. »íslendingur« þakk- ar íhaldsstjórninni úrslitin í kjöttolls- málinu af þvf að hún var komin til valda þegar þinginu og sendimönnum þess tókst að leiða málið til lykta. íhaldsstjórnin gerði ekki annað en að senda skeyti þau, sem þingið #am- þykti, og lesa upp skeyti þau er komu. Eitt gerði þó íhaldsstjórnin sem vert er að minnast og þakka, að hún tók ráðin af meirihlutanum, sfnum eigin flokki, þegar hann vildi láta alla samuinga fara f strand og sendi skeyti til Norðmanna f samhljóðan við það skeyti, er Framsóknarflokkurinn vildi láta senda, en sem fett var f þinginu. Störf þingsins f þessu máli fóru leyni- lega fram, en nú er þetta þjóðkunn- ugt og getur eigi sakað þó þjóðin fái að vita um þau vinnubrögð, er að lokum fengu svo góðan enda og eink- um er rfk ástæða til, að láta þau sannindi koma fram opinberlega, þeg- ar íhaldsblöðin fara að lyppa ósann- indalopann og blekkinganna f þessu máli sem mörgum öðrum. Sóknin f málinu undanfarin ár, einkum sókn Tfmans, átti rfkastan þátt f að draga til þessara úrslita. Að þakka Jóni Magnússyni þau er jafnmikil fjarstæða og að þakka honum úrslitin f Sam- bandsmálinu eftir nærri aldarbaráttu. í þeim átti hann þó fremur verulegan og þakkarverðan þátt. En f kjöttolls- máiinu var hann bæði tómlátur og úr- ræðalaus. Frá Búnaöarfél. íslands. Féiagið hefír sent blaðinu plögg þau er nú skal greina: »i. Reglugerð um stjórn ræktunar- mála og styrk úr rfkissjóði til jarðyrkju (ásamt eyðublaði). 2. Handbók fyrir trúnaðarmenn Bún- aðarfélagsins. 3. Skýrsluform fyrir aliar jarðabæt- ur, er ræðir um f II. kafla jarð- ræktarlaganna (eyðublað II, a, b, c, d). 4. Skýrsluform fyrir jarðabætur er unnar verða á þjóðjörðum upp f landskuldagreiðslu (eyðublað III). Mælingar jarðabóta, samkvæmt hinni nýju reglugerð, koma fyrst til fram- kvæmda vorið I925. í ár verður mælt eftir hinum eldri reglum og er ætlast til að hinir sömu mælingamenn geri það og að undanförnu. — Reglur þessar og skýrslur standa allar f sam- bandi við framkvæmd jarðræktarlag- anna frá 1923. Með þeim hefst nýtt skipulag á búnaðarmálum vorum, sem varðar alla jarðyrkjumenn.« — Þetta hefír blaðið verið beðið að birta, al- menningi til leiðbeiningar. B. L. og Sig. Nordal. Á leiðar- þinginu skýrði Björn Lfndal frá and- róðri sfnum gegn því að háskólanum og þjóðinni yrðu trygðir kraftar og starf Sigurðar Nordals prófessors, og var hreykinn af. Sum þau rök er hann færði fram voru frambærileg, eins og t. d. þau, að ilt hefði verið að þurfa að gera upp á milii Nordals og sumra annara prófessora. Úr þeim rökum dró þó það, að orsökin var hér sérstak- lega fram komin. Onnur rök Lfndals voru ærið hæpin etns og til dæmis að taka þau, að eigi væri ástæða til launaviðbótar eða ritstyrks handa þesBum manni, af þvf að hsnn væri einn af fáum vfsindamönnum okkar, sem allir vildu lésa eftir og hlusta á. Þess vegna yrði hagnaður á bókagerð hans og fyrirlestrar hans væru mjög sóttir. Samkvæmt þessu á einn af okkar beztu vfsindamönnum að lifa á fyrirlestrasnatti og bóksölu. Slfkur er mentamálaskilningur sfldargrósserans á Svalbarði. Sá, sem þetta ritar, getur borið um það af eigin sjón og raun, að Nordal býr næsta órfkmannlega að húsakynnum. Orsökin er sennilega sú, að hann slær um of slöku við fyrir- Iestragerð og bóksölu. Öðru máli er að gegna um B. L. Hann hefir býgt ákáflegs stórt hús á jörð sinni, langt- um stærra en samsvarar jörðinni. En hann rekur verzlun með sfld og bygg- ingin er að lfkindum við það miðuð. Samanburður á mönnunum verður þessi: Annar er vfsindamaður sem allir vilja hlusta á og lesa eftir og er nú sem stendur háskóla okkar og þjóð- legu vfsindum nauðsynlegur maður. Hinn er stórspekúlant, sem kemst ef til vill f efni og ef til vill ekki, Þjóð- in getur engu treyst um það, hvert lið henni kann að verða að atvinnu- rekstri hans. Á hinn bóginn vilja fáir hlusta á hann, éða lesa það sem hann skrifar, sér til fróðleiks. Samt er þvf svo háttað að andleg örlög þjóðar- innar geta ráðist f höll sfidargróss- erans. Gefjun. Áðalfundur >Verksmiðju- félagsins á Akureyri* var háður 14. júnf s. 1. Arsarður á stsrfrækslu verk- smiðjunnar hefir á sfðastliðnu starfsári orðið kr. 6z 122.61 og frá fyrra ári varfærtáreikningsfðasta árs 37.888.17. Aðalfundurinn hafði þvf samtals yfír kr. 100010.78 at rekstursarði að ráða til ráðstöfunar. Fénu var ráðstaf- að þannig: Afskrifað af vélum og öðrum eignum verksm. kr. 9 236 43 Lagt í varasjóð — 2.452.00 — f slysatryggingasjóð — 4 000.00 — f byggingasjóð — 6 000.00 — f endurnýjunarsjóð —12 000 00 Ágóðaþókn. starfsfóksins — 9 300.00 Arður til hluthafa 10% — 12.260.00 Yfirfært til næsta árs —44762.35 Samtals 100 010 78 Sjóðir verksmiðjunnar eru orðnir þessir: Varasjóður kr. 64.883,00 Slysatryggingasjóður — 20.000 00 Bygflingasjóður um — 40.000 00 Endurnýjunarsjóður um — 13.00000 Samtals um 137 883 00 Tilg&ngur slysatryggingasjóðsinB er að bæta fyrir eigna- og atvinnutjón það, er starfsfólqið kann að verða fyrir af slýsum. Tilgangur bygginga- sjóðains sá, að fénu verði sfðarmeir varið til bygginga á íbúðarhúsum h&nda starfsfólkinu. — Stjórn og varastjórn voru endurkosnar. Stjórnina skipa Ragnar Ólafsson kaupm., Pétur Pétursson kaupm. og Sigtryggur Jóns- son, timburmeistari. Varastjórn: Magn- ús Sigurðason kaupm. á Grund, Stefán Jónsson, bóndi, Munkaþverá, og O. C. Thorarensen lyfsali. Endurskoðendur Kari Nikulásson kaupm. og Haraldur Björnsson verzlunarmaður. — Af þessu yfirliti sést að reksturinn hefír gengið mjög vel undanfarið ár og að efna- hagsástæður fyrirtækisins eru að verða góðar. Er það vel farið að fyrirtæki þetta komist á fastan fót og ættu landsmenn að sýna þvf trygð og stuðning. Aftur á móti er þess að vænta, að þegar fyrirtækið hefir trygt sig raun- verulega, hafi það jafnan hugfast við rekstursaðferðir sfnar, að höfuðávinn- ingurinn við slfk fyrirtæki f landinu Exporf kaffi Eldgamla Isafold frá Ludvig David, kostar 2.75. >i Verzlun P. Pjeturssonar. er sá, að það framleiði ódýrar og vandaðar vörur fyrir landsménn, en láti ekki gróðahyggjuna spilla þeim ávinningi, þó það sé hlutafélag. Pað, sem við þörfnumst, etu ódýr föl og gðð, en ekki nokkurra króna hagnaður á hverl hlutabréf. Hafi félagið þetta jafnan hugfast mun þvf vel farnast. F réttir. Magnús J. Kristjánsson forstjóri Landsveizlunarinnar kom hingað á »Goðafossi« og dvelur hér nokkra daga. Hann er í eftirlitsferð umhverfis land. Grænland. Sigurður Sigurðsson, búnaðarmálastjóri flutti fyrirlestur um Grænland á laugardagskvöldið var í Samkomuhúsi bæjarins og, fekk all- góða aðsókn 40 — 50 skuggarayndir voru sýndar f sambandi við fyrirlest- urinn. Sigurður hefir síðastl. vetur flutt fyrirlestur þennan í Reykjavík og hafa blöð þar skýrt frá efni hans, en Dagur endurtekið frásögn þeirra. Er því eigi ástæða til að endurtaka þá frásögn. Sigurður S. Skagfeldt söngvari hefir sungið nokkrum sinnum hér á Akureyri og víðar á landinu og hefir hlotið mikla aðsókn hér og mikla að- dáun vegna mikillar og fagurrar radd- ar sinnar. Takmark hans var að verða operusöngvari, Nú nýlega bárust séra Geir Sæmundssyni bæði skeyti og bréf frá Skagfeldt sem flytja þá frétt, að hann hefir fengið aðgang að óperu- skólanam við kgl. leikhúsið í Khöfn. Fjórtán tenor-söngvarar keptu og voru tveir teknir. Sig. Skagfeldt var annar þeirra, Gleður þetta alla velunnara Skagfeldts og er sómi fyrir íslendingái Druknún. Róbert Bjarnason (skipa- smiðs Einarssonar) druknaði á þriðju- daginn, féll fram af bryggjunni á Þórs- nesi. Líkið náðist samdægurs, Róbert var dugnaðarforkur, en hafði verið bilaður að heilsu síðustu ár. Síldveiðin er að byrja. »Austri« hefir fengið 600 mál og vélskipið »Stella« um 130 mál. Síldin »stendur djúpt* sem sjómenn kalla og veiðist enn aðallega vestur við Skaga, en talið er að hún muni vera á leið austur með landinu. Fiðluleikari, Eymundur Einarsson, kom með Goðafossi sfðast, hingað til bæjarins. Hann hefir stundað nám I fiðluleik, nokkur undanfarin ár, f út- löndum, en kom f vor heim til ís- lands. Eymundur hefír spilað fyrir sunnan við góðan orðstfr, og spilar hér f kvöld.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.