Dagur - 28.08.1924, Blaðsíða 2

Dagur - 28.08.1924, Blaðsíða 2
130 DAOUR 34. tbl. brúna er bugða á gljúfrinu norður á við og myndast hvammur. Þar er lágur foss f ánni. Á fossbrúninni er bygð stífla, 5 metra há og 4 metra þykk f grunninn en þynnri eftir þvf sem ofar dregur. Á stlflunni er botn- rás og úthlaupshlið, eins og gerist á sltkum mannvirkjum. Stfflan leiðir rúman helming af vatninu (miðað við minsta vatn) f vatnsþró, sem er 2X3,5 metrar að flatarmáli. Vatnsgeyminum er lokað með járngrind (fssigti). Úr vatnsþrónni fellur vatnið síðan gegnum pfpu ofan f vélahúsið, gegnum túrbfnu, ofan f gegnum góflið og út f ána. Fallafl árinnar gegnum pfpuna snýr túrbínunni en túrbfnan rafmagnsframleiðsluvélinni. Sprengd hefir verið rás gegnum hamarinn fyrir vatnsleiðslupfpuna og sjálft vélahúsið er bygt á þriggja metra háum grunni, hlöðnum frá lsegsta vatnBborði og stendur það í gjá, sem hefir verið sprengd norðan megin f gljúfrið, en áin fellur vestur. í vöxtum árinnar »sýður og svellur* upp að húshliðinni iðan neðan við fossinn og f norðanátt, sem slær frá syðri vegg gljúfursins, ber úðan úr fossinum ýfir húsið. Ofan f húsið er bygður, frá gjábarminum, 10 metra langur stigi. Frá húsinu, sem er 3.5X2,5 m. að innanmáli, er rafmagnið leitt heim að bænum, túml. 2/j km., á 17 staurum. Að lýsa vélum og útbúnaði f húsinu er alveg ástæðulaust. Rafmagnsfræðin er svo flókin, að þeir ófróðu verða engu nær, en hinir fróðu vita miklu meira en hér gétur orðið segt. Hið eina, sem segja má, almenningi til fróðleiks, er, að rafmagnsþræðir eru leiddir um alt húsið í stálpfpuro, að 40 rafmagnslömpum og á 22 stöðum eru tengsli sett fyrir hitunar og suðutæki. Auk þéss eru 2 ljóstæki úti og við vélahúsið er einn lampi inni og annar úti. Ásgeir Bjarnason Þorsteinssonar frá Siglufirði hefir séð um útvegun og niðursetningu á vélum og leiðslum öllum og er það verk, að þvf er virðist, prýðilega af hendi leyst, bæði kunnáttulega og vandvirknisiega. Hér eítir verður eigi brent áburði á- Munkaþverá. Heimilið á nú ráð á yfirfljótanlegu afli til heimilisnota, hvort heldur er til reksturs smávéla, til Ijósa, suðu, eða hitunar. Stefán bóndi er ókvikull maður, greindur vel og athugull. Hann hefir nú unnið á jörð sinni einhverja stórvægilegustu umbót, sem verða má. S ö n g u r. Norska söngkonan Wisa Axelsrn söng hér tvisvar nýlega. Hún er óefað langbezta söngkona, sem sungið hefir hér f bæ. Rödd hennar er hár og þróttmikill Ijóðrænn (lýriskur) sopran, frábærilega bjartur og hreimfagur. Kunnátta hennar er f fullkomnasta lagi, og kom það bezt f Ijós f óperulögunum, einkum Pagens arie av Hugenolten eftir Meyerbeer og Valsarien av La Boheme eftir Puccini. Þau lög eru ekki viðvaninga meðfæri, en hún söng þau svo, að eigi var að finna nokkur missmfði á meðferðinni. En það, sem var bezt við söng Wisu Axelsen, var skilningur hennar á anda Ijóða þeirra og laga, er hún söng, og leiklistargáfa hennar, enda hreif hún flesta áheýrendur algerlega. Ef segja skal, hver lögin hún söng bezt, þá vandast málið, þvf öll voru ljómandi vel' sungin. Emna yndislegust voru lögin eftir Grieg, sérstaklega Móður- sorg (seinna kvöldið), einkum sfðara erindið, þar sem heyra mátti engla- raddirnar f niðurlagi lagsins. Enn- fremur Wiegenlied eftir Brahms (bæði kvöldin)og Du bist die Ruhe eftir Schu- bert (fyrra kvöldið). Snildarlega söng hún sænskuþjóðvfsuna Splnn Spinn. Þess er vert að geta, að hún söng tvö lög með fslenzkum textum: Bí,bíogblaka eftir R. Bay og Taktu sorg mína eftir séra Bjarna Þorsteinsson, bæði lög og texta ágætlega, Hefi eg fáa ís- lendinga heyrt bera fslenzkuna jafnvel fram f söng og engan útlending nema frú Dóru Sigurðsson, enda tóku áheyr- endur þessum lögum með miklum fögnuði. Molli Tjensvold lék undir á »flygel« og leysti það yfirleitt prýðilega af hendi. Hafi þær báðar þökk fyrir komuna; Wísa Axelsen er lfkleg til að verða til sæmdar þjóð sinni, sem eignast hefir svo marga afburðamenn á sviði lista og bókmenta. Akureyri 10. ágúst 1924. Áskell Snorrason. Litli Kláus og stóri Kláus. Þegar fréttir bárust til Danmerkur um hið vfðtæka innflutningsbann, sem fyrrverandi stjórn setti á um þing- tfmann f vetur, fór danska afturhalds- blaðið B. T. á fund þeirra stórkaup- manna Thor. E. Tuliniusar og Berlémes og átti tal við þá um málið. Báðir luku þeir miklu lofsorði á þessar ráðstafanir frá sjónarmiði fs- lendinga og kom piýðilega saman um, að þær mundu verða landinu til mik- illa hagsbóta og rétta gengi krónunnar á tiltölulega skömmum tfma. Komst Tulinius svo að orði, að það væri »forstaae!igt og rimeligt, að Islænderne nu har besluttet sig til at lukke af for den altfor overhaand- tagende Import*. Og enn fremur sagði hann: »disse rigoristiske For- anstaltninger vil antagelig burtigt skabe Ballance*. Berléme taldi þetta »sikkert et méget klogt og virksomt Skridt, som forbaabentlig hurtigt vil rette paa Tingene*. Tulinius gat ekkert um, hvort sér sjálfum kæmu þessar ráðstafanir betur eða ver, en er leið á samtalið, gerð- ist Beriéme klökkur og mintist á, áð hann ætti margar verzlanir úti á íslandi, og þeim yrði hann nú Ifklegá að loka. »Mit Firma har flere Filialer der oppe. De maajonu sandsynligvis helt nedlægges* sagði bann. Mundi hann þvf sjálfur bfða mikið fjárhags- legt tjón af þessum aðgerðum, svo héillvænlegar sem þær væru fyrir fslenzku þjóðina f heild sinni. Berléme virðist þvf þá hafa talið sig vésæian, lftinn karl — litla Rláus —, sem ætti bara einn hest, þar sem íslenska þjóðin væri stðri Kláus með marga hesta: stjórnina, þingið og íhaldið ait, sem á þingmálafundunum hafði lofað svo fögru um að bæta fjárhag landsins. En Berléme tók fljótt aftur gleði sína. , Hann hressir sig upp og auglýsir bannvöru nýkomna til ídands, meðan hið stranga bann er enn f giidi. Berléme þarf engri búð að loka. Og Berléme er engu látinn tapa. Það er íslenzka þjóðin í heild sem er látin tapa — til þess, að Berléme geti grætt. Beriéme þurfti þvf ekki að telja sig lftinn karl. Hann er sem sé eitt með þvf erlenda, hálfinnlenda og alinnlenda dóti, sem Btendur að Morgunblaðinu og er svo sett f landinu, að það tapar á þvf, sem er heillavænlegt fyrir þjóðina f heild sinni, en græðir á slysum hennar og axarsköftum. Berléme iýsir þessari aðstöðu sinni sjálfur, þegar hann talar við bræður sfna úti f Danmörku. Og hann hefir sýnt tengdir sfnar við Morgunblaðið með því að rétta því 2000 kr. Hann keypti ekki blaðið með þvf fé. Morgunblaðið segir, að það sé alt of lftið. Hann þurfti ekki að kaupa það. Hann átti það áður, þvf að hann og dótið, sem að því stendur, er eitt. Hann rétti blaðinu þessar krónur f svipuðu viðurkenningarskyni og Egill gamli á Bakka, þegar hann rétti 5 króna gullpening að meri, sem hann var búinn að hafa til reiðar og áburðar f 20 ár og sagði: »Hafðu þetta, Kúfa mfn, fyrir langa og dygga þjónustu<. Berléme og Morgunblaðsdótið f einingu er braskarinn litli Kláus. íslerzka þjóðin f heiid sinni hefir gert sig að einfeldningnum stóra Kláusi. Og nú er sá hvlldardagur í fslenzkri pólitfk, að stóri Kláus lánar litla Kláusi alla hestana sfna. Litli Kláus — Berléme & Co. — kann að nota sér lánshestana. Hann situr keikur f söðli, þveitir stjórninni, rekur hinar íhaldsdrógarnar og tuskar þær svo til, að þessar lötu og stöðu húðarbykkjur bregða á skokk og iátast vera fjörhestar. Það á þetta litla við þær að heyra truttað á sig á dönsku, er Berléme hottar: »Hyp, alle mine Hestel Hyp alle mine Hestel* nSkutulb. Úfílutnlngur Iifandi fjár. Kf. Þing. birtir auglýsingu um hann á öðrum stað f blaðinu. Eftir þvf sem fregnir hafa borist blaðinu eru horfur með þennan útflutning betri en f fyrra og þótti þó gefast vel þá. Menn ættu þvf að kynna sér þessar horfur, áður en þeir hlaupa eftir auglýsingum kaup- manna um »hátt< verð á fé á fæti f haust, F réttir. Sveinbj. Sveinbjörnsson tónskáid. Bæjarstjórn Reykjavíkur hefir samþykt að undanþiggja hann opinbérum gjöld- um til bæjarins, þegar hann dvelur þar, — í viðurkenningar og virðingar- skyni. Fœreyskir rœningjar. »Hænir< á Seyðisfirði hefir fylgst með og skýrt frá ránum og yfirgangi færeyskra sjó- manna á Norð-austur og Austurlandi. Þeir hafa gengið þar að fuglabjörgpm með skothríð og eigi þyrmt friðhelg- um landsnytjum Íslendíuga. Þessar aðfarir mælast mjög illa fyrir, einnig f Færeyjum. Merkis og sæmdarmað- urinn Jóhannes Patursson hefir skrifað um þetta mjög röksamlega grein f »Tíngakrossur» 18, júnf s. 1., en Hænir hefir tekið greinina upp á færeysku. J P. heimtar að þetta mál verði tekið til umræðu og aðgerða á Lögþingi Færeyinga í suraar. Grein hans er rojög vinsamleg f garð ísiend- inga og skrifuð af góðum skilningi á nauðsyn vinsamlegra skifta þessarar frændþjóða. Gullfoss fór á laugardaginn var. Meðal farþega voru Heinrick Erkes, háskólabókavörður frá Köln, ungfrú María Jónsdóttir frá Flugumýri, gjald- keri Sambandsins, Gunnlaugur Claes- sen læknir og frú, frú Irsa Stefánsson, Valdemar Þórðarson starfsmaður við Kf. Reykjavíkur o. fl. Fœr Kvarán Nóbelsverðlauij? í fyrra var Einar H, Kvaran skáld einn af þeim mönnum, er tilnefndir voru, sem lfklegir menn, til þess að koma til greina við úthlutun Nobelsverð- launanna. í það sinn hlaut hann þau þó ekki. Nú hefir hann aftur verið tilnefndur. Pólitfken n. júlf s. 1. flytur mynd af Kvaran og mjög lofsamlega grein um hann. Lætur blaðið þess getið, að alment muni vera litið svo á hér á landi, að Kvaran sé verðug- astur þess heiðurs allra núiifandi skálda hér á landi. Blaðið ler nokkr- um orðum um skáldverk Kvarans og getur þess að lokum, að það mundi gleðja Dani ef skáldið yrði fyrir þeim heiðri og landið, sem hefði á miðöld- unum unnið bókmentalegt afrek, sem alt af verði talið stórkostlegt og einstætt að gerð. Sameinuðu verzianirnar. Póiítfk- en 29. júnf þ. á. skýrir svo frá: »Hlutafélagið Hinar sameinuðu fs- lenzku verzlanir hélt aðaifund sinn í gær undir forstöðu yfirréttarmálaflutn- ingsmanns Paul Thomsen. Formaður íélagsstjórnarinnar, Hans H. Sthyr stóikaupmaður gaf skýrslu um starf- semi íélagsins. Kom þar f ijós, að reksturshalli féiagsins sfðastliðið ár hafði gert félaginu mjög miklu erfið- ara fyrir á þessu ári, þar sem hvorki nógu snemma né heldur nógsamlega hafði verið unt að birgja verzlunar- búðir félagsins á ísiandi með vörur. Þar að auki höfðu fiskiveiðarnar verið tregar, svo að kaupgeta fólksins var ^yrir þá sök lömuð. Umsetningin hefir verið um 2V2 milljón kr. minni

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.