Dagur - 28.08.1924, Blaðsíða 3

Dagur - 28.08.1924, Blaðsíða 3
131 DAOUR 34. tbl. *• '“u*-iii ~ ~*~i~-■—— ■ ■~-r~(.rT^r*ir~rv*r~im~Oj~^v~w~w1j~in~UTnrvijx>VXJ~wi_rw~<j'»wuTwí^_r>jK->xw_-|1Wj>w>-Hwin_w_w_w_nw|<-*c« IWT Sportsmenn / fara aldrei i skemtifðr, án þess að hafa með sér myndavél. Til ferðar- innar þarf þá meðal annars: Filmur, — filmpakka og plötur,— en beztu kaupin á þessu gera menn hjá mér, sem hefi filmur — af öllum stærðum og þær beztu, sem hægt er að fá.— Guðm. R. Trjámannsson. Ljósmyndari. árið áður og þetta, ásamt þvi mikla vaxtatapi sem félagið verður að þola, hefir orsakað reksturshalla, sem nem- ur 899156 kr. Af þessu tapi eru 286.170 kr. greiddar úr varasjóði, en afgangurinn af tapinu færður á næsta árs reikning. Fjórar af hinum minni verzlunarbúðum félagsins, þær sem ekki bera sig, eru lagðar niður og áformað er, að halda áfram, þar sem nauðsyn krefur. — Stjórn félagsins hefir verið að semja við aðal lána- drottinn þess, um nýtt rekstursfé og um nýtt mat á hluta- bréfum félagsins, sem væri meira f svörun við raunverulegt verðgildi þeirra. Hinsvegar hefir verið talið rétt að blða fullra reikningsskila fyrir yfir- standandi reikningsár og ef útkoman áf þvf reynist betri, álítur félagsstjórn- in, að eigi sé óhugsandi að takast megi að rétta félagið við, ef framtfðin verð- ur eigi þvf skuggalegri. Hluthafarnir verða að gera sér Ijóst, að raunveru- legt verðgildi innieigna þeirra í fél- aginu hiýtur, nú sem stendur, að vera óákveðið. —Reikningar félagsins voru samþyktir og Sthyr stórkaupmaður var endurkosinn formaður.* Ostagerð í 0nundarfirði. Jón A. Guðmundsson ostagerðarmaður hefir í sumar komið upp ostagerðarbúum f Önundarfirði. Eru þau með samvinnu- sniði. Býst Jón við, að til búanna komi í sumar um 45 — 50 þúsund lítrar mjólkur. Komandant Jakob Harlyk og frú hans, sem bafa hafl á hendi forstöðu Hjálpræðishersins hér f bænum, fara alfarin héðan með »íslandi« næst. Fara þau til Vestmannaeyja, til þess að Btofna þar og veita forstöðu deild af Hjálpræðishernum. Þau hjón hafa unnið traust og vinsældir þeirra er þau hafa starfað hér með. Síldveiðin. Síðustu viku kom á land á veiðistöðum hér við Eyjafjörð og Siglufjörð um 10.000 tunnur salt- aðar og kryddaðar. Alls eru þá komnar á land um 84 þús tunnur. Um þetta leyti f fyrra voru komnar á land um 156 þús. tunnur saltaðar og kryddað- ar. Munurinn er þvf mikill. Símskeyti. Rvík 22. Ágúst. Nýbyrjaö er á viðskiftasamningum milii Belgiu og Rússlands. Er til- ætlun Rússa að gera Anlwerpen að aðalmiðstöð verzlunar sinnar við vestur-þjóðirnar. Macdonald hefir skrifað Herriot bréf og iýsir þar yfir að hann áliti Ruhrhéraðstökuna allsendis óleyfi- lega. Skorar hann á Herriot að kalla heim herinn hið bráðajta. Smith Ienti i Frederidsdal kl. 5,10 í gær, Nelson kl. 6,15, Locatelli ó- kominn fram. Fengu flugmennirnir þoku siðasta hluta Ieiðarinnar, ann- ars mjög hagstætt veður. Þessi spöiur er Iengstur i öliu heimsfluginu. Rvik 25. Ágúst. Fregn frá London segir, að Loca- telli sé fundinn af Richmond, en hvar og hvenær er ókunnugt; senni- Iegast í hafinu milli Frederiksdal og Labrador. Ameríkumennirnir ætl- uðu að fijúga frá Ivigtut í dag, ef vel viðraði. Danir ætla að fresta framkvæmd járnbrautarlagningar, sumpart vegna peningaleysis, sumpart til að hafa vinnuna þegar atvinnuleysi verður meira. Danastjórn hefir fallist á frumvarp hermálaráðherrans um af- vopnun, frumvarpið verður lagt fyrir rfkisþingið f haust. Nýkominn er hingað nýbygður Kveldúlfstogari, Snorri goöi, keyptur i Noregi; þykir hann bera af öllum togurum hérlendum að frágangi. Fréttastofan. [í dag hafa skeyti frá Fréttastofunni enn brugðist.] A víðavangi. Sátfanefndir. Dagur vill taka undir ummæli »Verkamannsina« um sátta- nefndina hér f bænum. Ritstj. Dags hefir haft reynslu af þremur sátta- nefndum. í þeirri fyrstu var prestur sveitarinnar og maður honum hand- genginn. Sáttastarfsemi þeirra manna var á þá lund, að taka upp harðsnúna málfærslu fyrir hönd annars aðila. Hefi eg aldrei vitað menn miaskilja meira starf sitt eða þá misnota að- stöðu sína á ómannúðlegri hátt. Hæsta sáttanefndin var sáttanefnd Akureyrar. Vfgslubiskupinn er formaður. í þau skifti, sem eg hefi mætt fyrir þeirri háttvirtri nefnd, hefir eigi bólað á neinum tilraunum að sætta málsaðila. Þegar »góðkunningjarnir« Einar á Stokkahlöðum og ritstjóri Dags mættust þar, voru fyrstu orð sáttanefndarinnar: »Há megið þið rítast«. þesskonar sáttatilraun vár vitanlega til þess eins fallin, að auka á ósamlyndi okkar Einars, sem var þó á þeim dögum nógu mikið. Engar sáttaumleitanir fóru fram, heldur aðeins einfaldar spurningar um, hvaða kröfur væru gerðar af atefnandanum og hvort að þeim yrði gengið af stefndum. Að mfnu áliti befir það eigi verið rétt, er sáttanefndin hefir bókað, að sátta hafi verið leitað, í þau þrjú skifti, sem mér er kunnugt um. Ef reynsla ann- ara er svipuð reynslu ritstj. Dags og Verkam. er það vissulega óþörf fyrir- höfn, fyrir formssakir, að fara með misklfðir sfnar fyrir þessa sáttanefnd. Þyrfti því að skipa aðra mjög bráð- lega, sem skildi betur starf sitt, eða vildi leggja meira á sig, til þess að jafna deilur og misklfðir. Að minni reynslu hefir sáttanefndin verið alveg gagnslaus, en ekki hlutdræg og er hið BÍðara þó sérstaklega tekið fram um séra Geir. Þriðja sáttanefndin, sem f sitja Hallgrfmur Hallgrfmsson hreppstjóri f Öngulstaðahreppi ’ og Pétur bóndi á Hranastöðum, vann starf sitt óáðfinganlega, með fullum skiln- ingi á skyldu sinni og sð þvf er virt- ist fullum hug á, að standa vel f stöðu sinni. »Jafni« f 32. tbl. Verkam. er ekki ánægður yfir því, að Dagur hefir ekki getað tekið alveg undir með honum og Alþbl. f árásum á Framsóknar- flokkinn. Framsókn hefir þá aðstöðu, að þræða veg milli tveggja öfga. Flokkurinn má þvf búast við aðkasti beggja megin frá og mun eigi hrökkva saman, þó svo verði. Vitanlega er vegurinn vandþræddur og geta hæg- lega orðið misstigin spor. Með svik- samlegu bakferli við þann lýð, sem »Jafni« þykist vera að fræða, dregur hann burt úr ummælum Dags, sem hann vitnar f, tilvitnunina f togara- vökulögin og rík'slögregluna, Hvort- tveggja hafa þó verið talin umtalsverð mál f blöðum Alþýðufiókksins. En »Jafni« skammast sfn fyrir að minnast á þau f sömu andránni, sem hann er að brigzla fiokknum um, að hann hafi »hlaupið undan merkjum og svikið málstað alþýðunnar.« Hann er bros- legur þessi óhemju þótti yfir þvf, að Framsókn skuli ekki umtölulaust elta þessi mýraljós jafnaðarmenskunnar hér á landi út f alt, sem fyrir ér. Verður fróðlegt aðsjá, hversu »Jafni« og aðrir foringjar Alþýðufiokksins bregðast við, ef hér í blaðinu kynni að verða áður langt lfður, athugað, lftið eitt, hversu trúir foringjarnir hafa verið sfnum eigin yfirlýsingum og grundvallarskoðunum, þar sem aðstaða gerði kröfu til fórna og til framkvæmda f þarfir hugsjónárinnar, í áttina. Mjög mikið Bkortir á það, að við ísiendingar séum menn, til þess að gerá okkar sérstöku þjóðar- ástæður gildandi f umgengni við út- lendinga. Vegna fámennis og íátæktar böfum við löngum talið okkur skylt, að haga okkur f samræmi við vilja og venjur erlendra manna, þegar um skifti við þá hefir verið að ræða. Tals- vert reynir á þetta f samgöngunum. íslendingum hefir mjög oft mislfkað fæðið á fslenzku skipunum og þótt það um of sniðið að háttum útlecd- inga. ísland hefir mikið af góðri fæðu að bjóða og þvf hefir mönnum orðið torskilið, hver nauðsýn bæri, til að hverfa svo mjög frá íslenzku mataræði. Lfklegasta skýringin hefir verið sú að fslenzkur matur þætti ekki boðiegur öðrum en íslendingum. Þessu hefir verið illa farið á tvennan hátt. Annars- vegar skortur á sanngjörnum metnaði íslendinga, að halda fram háttum þjóðar Binnar. Hinsvegar mjög veru- legt fjárhagslegt þjón við það, að stórar fjárhæðir fyrir matvæli hafa að 7 W , t Námsskeið. Eins og að undanförnu kennum við á komandi vetri allskonar fata- og útsaum. Ennfremur tökum við að okkur að sauma, sníða og máta, fyrir þá, sem þess óska. Væntanlegir nemendureru beðnir að tala viö okkur fyrir septemberlok. Akureyri 27. ágúst 1924. Hafnarsfrœti 66. Dýrleif Pálsdóttir. Kristín QuÐmundsdóttir. Stúlku vantar í vist, i gott hús á Austurlandi. Upplýsingar f »Hotel Oddeyri." óþörfu. verið greiddar út úr landinu. Gestrisnin er lofsverð og er skylt að geta nærri þörfum þeirra gesta, er leita hingað til lands. En alt er f hófi bezt. Eigi vex hróður okkar og mann- gildi, þó við komum fram gagnvart útlendingum, eins og apar og undir- lægjur. — Þvf betur er nú að stefna f áttina til umbóta á þessu sviði. A Goðafossi og Esju eru nú hagnýtt að mestu fslenzk matvæli, en um önnur skip er blaðinu eigi jafnkunnugt. — Nú má sjá á borðum skipánna tólg að miklu leyti f stað svfnafeiti og smérlfkis, kæfu, nautaket, nýtt, saitað og reykt sauðaket, slátur, sviðasultu, fisk o. fi. Skilningurinn á þessu máli er að glæðast og er þakkarverð hver viðleitni f þessa átt. Frá útlöndum. Göng undir Ermarsund. Frakkar og Englendingar hafa f undirbúningi byggingu ájarðgöngum milli landanna undir Ermarsund. Áætlað er að göngin verði 36 enskar mflur á lengd, þár af 24 undir sjó, og muni kosta 29 milljónir sterlingspunda. Telja verk- fræðingar fyrirtækið vel framkvæman- legt, því botn sundsins sé harður og traustur og muni vatn eigi komast gegnum lagið ofan við göngin, sem áætlað er að verði 60 feta þykt. Talið er að verkið muni taka 6 ár og að 20—30 þús. manna muni hljóta þar atvinnu. Ásigllng varð aðfararnótt 7. júní s.l. nálægt Bodö í Noregi milli tveggja norskra farþegaskipa »Haakon jarl« og »Kong Harald.« Svarta-þoka vár á. »Kong Harald« sigldi á »Haakon jarl« og bráut kinnunginn. Féll þar inn kolblár sjór og sökk skipið á 5 mfnútum. Þar fórust 17 manns.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.