Dagur - 25.09.1924, Blaðsíða 3

Dagur - 25.09.1924, Blaðsíða 3
39. tbl. DAQUK 149 greinartnun þessara tvenskonar stefna á þann hátt, að kalla aðra vaknlngar- Btefnu, en hina frœðsluztefnu, Skilningur blaðsins á þessum hugtökmn er sá, að með hinni fyrnefndu sé meira talað til bjartans en heilans, en með hinni sfðarnefndu meira til heilans en bjart- ans: Báðar geta stefnurnar miðað til þess að »þroaka og bæts* nemendur, báðar geta þær startað samhliða, þó heildarstarfíð beri fremur blæ annarar en hinnar, .eftir þvf hvor ræður méiru. Vitanlega má um það deila, hversu skilgreining þessi sé heppileg. Dagur telur lfklegt, að þar sem greind og góðvilji væru að verki, þá sé hægt að skilja þetta og að eigi sé ástæða til að skilja þetta svo, að þar sem önnur stefnan bafist við, sé hinni bygt út. Reynslan f Eiðaskóla sfðustu árin bendir óneitanlega f þá átt, að vegna ágrelningslns hafi þessar tvær mis- munandi skólastefnur komið fram sem >and3tæður,« sem hafi orsakaða á- rekstur og hálfgerða upplausn, að minsta kosti f bráð. Átyliu fyrir þess- um ranga skilningi, er þvf fremur að finna f atburðum þessum, heldur en f grein Dágs. Við fhugun sést, að þessi strangi skilningur skólastjórans á ummælum Dags um stefnur þessar hefir aftur orðið orsök til þess, að honum finst blaðið hafa gert sér rangt til, er það telji að hann »hallist að fræðslustefnu fremur en vakningar. « Dagur hyggur að mismunandi skilningur blaðsins og skólastjórans á notkun og réttmæti þessara hugtaka valdi þessu. Viljandi hefir blaðið eigi gert skólastjóranum rangt til og biður afsökunar, ef svo hefir þó tekist til f einhverju. Það, sem Degi þykir vænst um f grein skólastjórans er þar, sem hon- um virðist, að hsnn og blaðið séu Bammála þ. e. að Eiðaskóli »hafi átt að marka nýja stefnu f iýðíræðslu, vera brautryðjandi o. s. frv.« Blaðið getur verið honum algerlega saromála um, að engin erlend skólastefna eigi með öllu við bér á landi. Skólastefnur ýmissa landa eru vaxoar upp úr mis- munandi landsháttum, þjóðfélagsástæð- um og þjóðaskapgerð. Er þvf lfklegt, að okkar lýðfræðsla þurfi að mótast af þessum sérstöku hlutum f okkar fari. Hér telur Dagur að gripið sé á kjarna þessa máls og að við þettá meginatriði eigi væntanlegar, áfrsm- haldandi umræður að dvelja. Geta þær þá, eins og sagt var f upphafi aths., vafalaust orðið gagnlegar. Ritstj. Skip og pósfar næsfu viku koma og fara þessir: Ausíanpðstur fer á föstudagsmorguninn 26. kl. 9. Pðst- báturinn sömuleiðis. Jórunnarstaða- og Myrkárpðstar koma á laugardag- inn 27. Pðstbáturinn kemur á mánu- daginn 29. Austanpóstuf og Esja að austan koma á þriðjudaginn 30. Esja fer veBtur um aama dag eða þann næsta. Bókasafnið verður opnað til út- lána I. október n. k. og verður opið úr þvf á venjulegum timum. Símskeyti. Rvfk 20. Sept. Prófum i eldsvoðamálinu lokið. Talið víst að ekki hafi verið kveikt i. Tvær fjölskyldur mistu aleigu sína þar. * Friðrik Hallgrítnsson' sækir um annað prestsembætti í Reykjavík eftir áskorun. Aðrir umsækjendur ókomnir. Guðni Hjörleifsson skipaöur hér- aðslæknir í Hróarstunguhéraði. Rvfk 22. Sept. Bretar senda bráðlega fulltrúa til Berlínar, til að gera verzlunarsamn- ing við Þjóðverja, Talið víst að vörur falli stórkost- Iega i verði, ef sérfræðingatiilögurnar samþykkjast. Undirnefnd á alþjóða- fundinum íeggur tii að afvopnunar- ráðstefna verði haldin 15. júni næst- komandi. Þangað bjóðist öllum ríkjum heimsins, hvort heldur þau eru í alþjóðasambandinu eða ekki. Rvfk 23. Sept. Friðþjófur Nansen hefir dvalið í Berlín undanfarið til að undirbúa upptöku Þjóðverja í alþjóðasamband- ið. Sagt er að Tyrkir beiðist einnig upptöku. Verzlunarvelta Þjóðverja hefir stórbatnað síðustu mánuði. í stað U/2 miljards tekjuhalla fyrra árshelmingi er 140 miljóna tekjuaf- gangur í ágústmánuði. Upp hefir komist að húsbruninn við Hverfisgötu stafi af ikviknun frá áfengisbruggunaráhaldi í húsinu. Guðmundur nokkur Guðmundsson var að brugga áfengi. Eldurinn komst í spfritusinn óg kveikti í húsinu. Bruggáhöldin fundust. Rvík 24. Sept. Alþjóðaráðið i Genf hélt í gær fund um inntöku Þjóðverja i Sam- bandið og um neitun Þjóðverja á upptökum styrjaldarinnar. — Kvis- ast hefir að Nanserj hafi Iofað Þjóð- verjum að Frakkar skuli flýta mjög burtför hersins úr Ruhr, ef Þjóð- verjar sæki um upptöku í Þjóða- bandalagið tafarlaust. Bandamönn- um er þetta mikið áhugamái. Sigurður Kristjánsson bóksali var sjötugur i gaer. Hann gaf þá sjúkra- sjóði prentara 1000 krónur. Fréttastofan. Verzlun Kristjáns Sigurðssonar, Akureyri. Kaupir: Gærur, Haustull, Haröar gœrur, Vorull, Rjúpur, Prjónles — einkum sjóvetlinga. — Selur: Kornvörur ög: aörar nauðsynjavörur. Fataefni, ýmiskonar, frá 12 kr. metr. Cheviot, blð, frá 7,85-14,85. Svart klæði - 990. Kjólatau, ýmsar sortir, frá 3.75 - 6.90, Káputau. á 7,90 metr. Tvistdúkar, frá 165 metr. Stúfasirzi Efni í yfirsængörver, frá 1.90 metr. Lakalérft, frá 3 95-4.50 metr. Hvlt léreft, frá 135 Rúmteppi — Handklæði. Höfuðföt — Vetrarhúfur. Járnvörur og smíðatól. Lampaglös og lampadót. Járn- eða ofnakitti, þéttir ofna og eldavéla. Nýtt ket í heilum kroppum fæst daglega í sláturhúsi okkar, meðan á sláturtíðinni stendur. Verðið er fyrstumsinn kr. 1.50 kílóið í úrvalsketi. Afverði ketsins getur orðið endurgreitt alt að 15 aurum á hverju kílói, eftir því, hvernig gengur með sölu á keti á erlendum markaði. Kaupfélag Eyfirðinga. 4* 4» »Reform« hálstau. Meö því að nota „Reform" hálstau, spara menn bæði þvott og strauningu. Fæst i 0 0 0 Stormjakkar 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 á kr. 22, 26, 35, fást í 0 0 0 0 0 Brauns Verzlun. 0 0 Páll Sigurgeirsson. (§/ 0 Brauns verz^un* 4» Leiörétting. í auglýsingunni um knattspyrnnmót, ( 37. tbl. Dags, átti að standa Suður-, en ekki Norður- Þingeyjarsýsla. Kjötverð í Reykjavlk er á bezta dilkaketi kr. 1.70. Tíðarfarið hefir verið hið versta eins og áður. En í gær birti upp og gerði sólskin og þótti mönnum það nýlunda hér um alóðir. Kol. »Magnhild« heitir skip, sem komið er með kol til kaupfélaganna. Kolin eru fyrsta ðokks ofnkol og seljast nokkru ódýrara en kol hafa verið seld hér I bænum undanfarið. Ættu (élagsmenn f báðum félögunum að geta orðið samtaka um að komast hjá þvl að greiða kolakaupmönnum bæjarins óþarfan skatt f þessari verzl- unargrein. Gœruverkunin. Verksmiðja Sam- bandsins til gæruverkunar hefir verið f smfðum hér á Akureyri f sumar. Er hún nú næstum fullgerð og tekur til starfa f byrjun Bláturtíðar. L i n 01 e um fæsf hjá Tómasi Björnssyni; Unsflingsstúlka óskast i vetr- arvist. Sœmiindur Pálsson klæðskeri. Gúmmtsfigvél, hnéhá og öklahá, reimuð fást í Kaupfélagi Eyfirðinga.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.