Dagur - 30.10.1924, Blaðsíða 1

Dagur - 30.10.1924, Blaðsíða 1
dagur:, Kemur úf á hverjum fimtudeg;r. Kostar kr. 6.00 árg. Qjalddagi fyrir 1. júlí. Innheimtuna annasti Arni Jóhannsson í Kaupféi. Eyf VII. ár. Akureyri, 30. október IÖ24. AFQREIÐSLAN er hjl Jónl |>. I>ár. Norðorgótu 3. Talsimi 112 (Jppsögn, bundin við áramót «é komin til afgrelðslumanns fyrir 1, dei, 44. bl«6. Kvarai) og J'Jordal. I. Nýlega hefir gerst atburður í fs- lenzkutn bókmentaheimi, sem verður að telja mjög leiðan. Svo er mál með vexti aö þeir, sem hafa með höndum úihlutun Nóbelsverðlaun- anna, hafa tekiö Einar H. Kvaran meðal annara tit álita. f fyrra sumar kom hingað til lands frú ein frá Slockhólmi, Tora Oarm að nafni, til pess að kynnast Iandi og þjóð. Hvort för hennar hefir að nokkru staðíð f sambandi við væntanlega veitingu Nóbelsverðlaunanna ereigi kunnugt, en mjög var það á orði haft, að erindi hennar væri eitikum það, að kynnast bókmentum fslend inga og sérstaklega Esnari H. Kvaran. Eins og vænta mátti Ieitaði frú Qirm á fund dr. Sigurðar Nordals, til þess að leita álits hans um nú- tfðarbókmentir þjóðarinnar. f 40. tbl Tfmans þ. á. segir Nordal: ■Vitanlega tók eg frúnni vel, leysti úr spurningum hennar um ýmsa hluti og taldi upp fyrir henni nokkra merkustu liöfunda vora og lýsti þeim eftir beztu vitund. Meðal þeirra var Einar H. Kvaran". f spríl 1924 birti frú Oarm sfðan útdrátt úr saratali sfnu' við dr. Nordal, i sænsku blaði. Vecko Jour- nalen. Þar eru Nordal lögð f munn eftirfarandi ummæli um E H. K: •att det aldrig kan vara iámpligt att giva ett sádant pris till nágon, som inte representerar det básta í landets diktning. Kvaran er visser- ligan en god novellist, men hans arbeten kunna inte sáttas pá ett sá hágt plan, att de med fog bör náaanas f samband med ett Nobelpris". („aö það gæti aldrei talist viðeigandi að veita þau verðlaun neinum þeim, sem eigi gæti talist fulltrúi þess bezta f skáldskap þjóðarinnar. Kvaran er vissulega góður smá- sagnahöfundur, en verkum hans gæti ekki orðið gert svo hátt undir höfði, að þau með réttu meginefna f sambandi við Nóbeisverðlaun"). Næzt gerist það í málinu, að séra Magnús Helgason fer á fund dr. Nordals og óskar eftir þvi að hann andmæli þessum ummælum, ef þau séu eigi rétt eftir höfð. Nordal taldí að ftúin hefði hert nokkuð á ummæfum sínum. »En annars hefði hún með kvenlegum næmleik sínum farið svo nærri skoöun minni á E. H. K., að eg þyrfti ekki að andmæla. Ef eg færi að rita um þetta mál, myndi eg hispurslaust segja álit mitt á skáidsksp E. H. K-, og að öllu samanlögðu yrði það ekki meiri meðroæli en þetta" - segir Nordal sjálfur í áðurnefndu 40. tbl. Tím- ans. — Magnús Helgason, ásamt 17 öðrum embættis ogmentamönn- um í Reykjavík, sendu sfðan and- mæli gegn ummælunum og voru þau birt I Vec'ío Journaien. í þeim andmælum er það tekið fram, að þessir 18 menn telji Kvaran efslaust fremsta skáldsagnahöfund íslands og eru færð nokkur rök fyrir þeirri skoðun. Þessir atburðir voru svo, eins og vænta mátti, mjög umtalaðir í Reykja- vík og vfðar og misjafnt á þá litið. En mjög mun unnendum Kvarans, sem skálds, hafa þótt fyrir þvi, aö Nordal skyldi taka svo skarpa afstöðu gegn þeim hugsanlegu iíkum, að Kvaran hiyti Nobelsverölaun og jafnvel hafa átt örðugt með að skiija þá afstöðu. En þrátt fyrir þá miklu • athygh, sem þetta vakti, hefir það eigi fyr en nú nýlega verið gert að blaðamáii, og liggja til þess þau drög, er nú skal greina: Prófessor Sigutður Nordal hefir sett saman ístenzka lestrarbók, þar sem er úrval úr íslenzkum bók- mentum frá 1400—1900, og látið fylgja merkilega grein um sam- hengiö i fslenzkum bókmentum. Bókarinnar verður nánar getið hér f blaðtnu. Jón Björnsson, bókmenta- týra Morgunblaðsins, skrifaði ritdóm ura bókina, fremur ógætilegan. Auk þess að hæla bókinni stórlega og eindregið, sem vænta mátti, varð og af ritdóminum ráðið, að Nordal heföi uppgötvað samhengtð í isienzk um bókmentum. Þetta var illa gert og ómaklega, pvi eigi veröur af grein Nordals ráðið, að hann líti svo á sjálfur. (Sbr. bls. X i ritgerð- inni: »Samhengið f isíenzkum bók- mentum.") t>á rís upp ritstjóri Lög- réttu, Þorsteinn Qíslason, til mót mæla, en svo undarlega fórst honum, að hann kennir Nordal um það, sem grunnfærni og hóflausu smjaöri og fiaðri Jóns Björnssonar er um að kenna. Hefir Þorsteinn Iitið gott um bókina að segja, en nægan forða af hnjóðsyrðum ígarð hennar og prófessor Nordals. Og um leiö og Þ. O minnist á ummæli lestrar- bókarinnar um E H. K., og sem hann vítir mjög, minnist hann og á áðurnefnt mál, sem hann kallar ■baktjaldamakkið við hina sænsku ritfrú, til þess að spilia fyrir Einari Ættingjum og vinum tilkynnisf, að okkar ástkæri sonur, Bolli Jónssor), andaðist aðfaranótt 24. p. m. Jarðatförin fer fram Laugardagínn 1. Nóvember n. k. og hefst með húskevðju á heimili okkar kl. 1 e. h. Akureyri 27. október 1924. Pórunn Friðjónsdóttir. Jón J. Jónataiisson. H. Kvaran erlendis« — Þá segir Nordal sögu málsins, eins og pað horfir við frá hans bæjardyrum skoðað og birtist sú grein f 40 tbl. Tímans, etns og áður ergetið. Hafa nú verið raktir hér, eftir þörfum, atburðir þessa máls. Sögur úr sveitinni. Kristín Sigfúsdóttir. Sögur þessar eru sex talsins og heita: Æskudraumar, Digra Gudda, Pélur frœndi, Gunna frá DJ, Gömlu hjðnin og Birta. Sögurnar eru dálítið sviplfáar, vegna þess, að þær fjalla allar um nokkuð svipað eíni. Þær eru um átökin milli drauma Hfsina og véruleika þess. Þær eru um lifsbaráttu æskuástanna gegnum hregg og storma lffsins; um ósigra þeirra og sigra. Að þessu leyti mætti teija sögurnar dálítið ein- hæfar, en tven9 er þó að gæta. Skáldið er sveitakona, sem með óvenjulegri glöggskygni skilur lffið þar og bar- áttuna til rótar og dvelur við þau viðfangsefni, sem mikilvægust eru f llfi manna og henni bezt kunn. — í öðru iagi eru æfiaögurnar jafn margar og mennirnir og jafnóllkar og menn- irnir. Sömu atvik og aðstöður leiða til óifkra úrslita, eftir því sem þræðir skapgerðanna rekjast. Þess vegna eiu Hérmeð tilkynnist, að Pálmi Jónsson á Vegamótum, lézt þann 25. þ. m. Jarðarförin er ákveðin þriðjudaginn 4. nóv. frá kirkjunni kl. 1 e. h. Guðrún Jónsdóttir. Hannes Sveinsson. harmleikir lffsins óendanlega marg- brigðilegir og sigurstundirnar einnig misjafptega stórar og fagrar. Þvf er það, að Krlstfn bregður upp .margbreyttum myndum úr lffs- baráttu sveitafólksins fslenzka. Vafa- laust roá segja, að meira hefði orðið úr ýmsum viðfangsefnum hennar f hðndum meira skálds. Viða eru tals- verð lausatök á efninu. En tvent er til f meðferð skálda á yrkisefnum. Annað er það að segja satt um lffið, skilja það vel og lýsa þvf rétt, Hitt er að skapa nýja htuti, ef til vill stórfenglegri og átakanlegri en um leið svo oft reiíaða öfgum og ósann- indum. Kristfn er, að þvf er virðist, sannleikanum svo trú, sem verða má og um leið er hún trú fslenzkri sveitaal- þýðu. Hverju brotlegu barni væri óhætt að leggja höfuð sitt f skaut hennar. Hún myndi ekki misbjóða tilfinningum þess eða sannindum lffsins með hégómtegu fálmi eftir frumleik og sterku valdi yfir hugum lesendanna. Hér hefir verið, að þvf er eg hygg, gripið á höfuðkosti þessara skáldsagna. Þær eru meira en í meðallagi góðar eftir þvf sem við íalendingar höfum nú um skeið átt að venjast um skáldsagnagerð, af þvf að þær eru sannislenzkar iýsingar á Kfinu, lát- lausar og hreinar. Er þeim mjög á aðra lund háttað en öfgaþvættingi sumra okkar skálda, sem vegna þræls- legrar dýrkunar á aðdáun lesendanna kunna sér eigi læti f frumleiksfálmi um málfar eða myndagerð Eða þá hinum, sem teyga lífið og eitur þess á knæpum suður f löndum og þykjast

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.