Dagur - 20.11.1924, Blaðsíða 1

Dagur - 20.11.1924, Blaðsíða 1
 DAGUR Kemnr ú( á hverjum flmtudegi. Kostar kr. 6.00 árg. Ojalddagj fyrlr 1. júli. Innhelmtuna annast' Arni Jóhannsson i Kaupfél. Eyf. VII. ár. Akureyrl, 20. nóvember 1024. AFOREIÐSLAN er hji Jónl 1». 5>ór. Norðnrgðtu 3. TalBimi 112 Uppsðgn, bundin vlð áramðt sé komln til aigrelðslumanns fyrir 1. des, 47. blað. Varfœrni í viðskiftum. Viðvörun. i. í lok stríðsins komst dýrtíðin { hámark. Erlendar og innlendar vörur höfðu að þeim tlma farið síhækkandi ,í verði. Því nær allir, sem áttu einhvern hlut að verzlun, græddu fé. Þá hljóp, eins og kunnugt er, mikill vöxtur i kaupsýsiulið land anna og pá hljóp einnig mikill vöxtur í fégræðgi almennings og viðleitni að hagnast á viðskiftum við náungann. Þvf meira, sem verð varanna hækkaði, þvi meira uxu vonir manna eða þá óttium frekari hækkun. Af þessu leiddi mikil kaupfýst og áhættugirni. Menn keptust við að kaupa, áður en verðið hækkaði að nýju, en drógu sölu eftir mætti, til þess að bíða eftir hærra verði. Þessi togstreita tók á sig margvfslegar myndir og hafði ýmisleg úrslit. Snöggar verðbreyt- ingar og hrun fylgdu viða þessum öfgum. Við íslendingar fórum ekki var hluta af þessum öfgum né afleið- ingum þeirra Við hugðumst, eigi síöur en aðrir, að grípa gróðann fljótt og fyrirhafnarlilið. Aukn ng fjárveltunnar i landinu steig okkur mjög til höfuðs og við fengum stórar fjárhæðir milli handa. Æða- kerfi heimsviðskiftanna sló með margauknum hraða og sótthitinn læsti sig um þjóðina. Þessu sjúka ástandi fylgdi mikil óvarkárni í viöskiftum og f fjáreyðslu. Mjög fáir munu hafa gert sér grein fyrir því, að ástandið var óheilbrigt og viðsjárvert, Yfirleitt höguðu menn sér, eins þaö væri handvíst, að næstu ttmar myndu verða enn betri og gróðvænlcgri en þeir yfir- standandi. Þessvegna var miklu af hinum fijóttekna gróða eytt jafn hraðan og gifurlegar fjárhæðir hafðar f mikilli hættu. Svo kom hrunið. Mjög dýrkeypt reynsla kendi okkur, að þetta hafði eigi verið annað en óvenjulega rfsmikil og brothætt alda i viðskifta- Iffi heimsins, knúin af óvenjulegum umbrotum og átökum mannanna. Og eins og aldan var há, varð og brot hennar ægilegt, þegar hún loks steytti á grunni. Það kom yfir okkur eins og aðra og við vorum næstum óvitandi og óviðbúnír. Þá gerðist margt ilt i landinu. Ogætni og afglöp komu ýmsum mjög óvægilega i koll. Árið 1919 komst síldin f afarverð, en sfldarút- gerðarmenn og sítdarkaupmenn vildu spenna bogann nokkru meira, en spenniþolið brast og verðið féll og féll og loks grotnaði sildin niður verðlaus —Um þessar sömu mundir hafði svo nefndur »fiskhringura 8 milljónir af fé íslanksbanka í gapa- legum fisk-»spekulationum,“ sem iíka mishepnuðust, svo 2—3 milijónir af fé bankans tapaðisf. Sláturfélag Suðurlands komst einnig út á þessar villigötur kaupmenskunnar og tapaði gífurlega. Fleira mætti tclja af svipuðu tæi. Kappgirnin leiddi verð- fallið fyr en elia yfir þessa menn. En veröfallið kom að lokum allstaðar niður. Árin 1920 og 1921 féllu framleiðsluvörur bænda stórkostlega f verði. T. d. um efnahagsleg um- skifti bænda á þessum árum má benda á, að í árslok 1920 stóð reikningslegur hagur félagsmanna í Kaupfélagj Eytirðinga 400 pús. kiónum ver, en verið haföi í árslok 1919. Siðan á þessum árum hefir ailur þorri bænda barist haröri biráttu við / skuldirnar og með nokkuð misjöinum árangri. Þar sem róttækar ráðstafanir hafa verið gerðar og þeim fylgt hefir mikið unnist. Þar sem vanafesta og þótti heftr bannað óvenjulegar aðgerðir á óvenjulegum tímum, hefir gengið lakar. II. Viðskiftalifið er ait af svipað öldugangi, þar sem skiftast á öidur og öldudalir. Þvf hærra sem aida tfs, pví meira verður b ot hennar og pví dýpri veröur öldudalurinn, sem á eftir fer. Þessi ljósa reynsla, sem að framan getur, ætti að hafa aukið mönnum varhygð í viöskiftum og fjármeöferö, því þetr geta átt það vist, aö hún heldur áfram að endurtakast. Það má telja, að við íslendingar séum aö hefjast upp á nýrri öídu. Verð á öiium iandsafurðum hefir mjög hækkað á siðasta ári og á surnum vörum er verðið svo hátt, að nærri stappar pví, sem hæst hefir orðið. Hagur landsmanna hlýtur því að rétta talsvert mikið við á þessu ári og til frambúöar, ef gætni er með. En nú eru nokkrar horfur á, að skóli reynsiunnar hafí cigi veitt mönnum nægilegt uppeidi. Talið er að vöruúttekt bænda hafi aukist stórkostiega jafnsnemma og horf- urnar á verði framleiðsluvara þeirra vænkuðust. Framkvæmdastjóri Kaup- félags Eyfirðinga hefir tjáð blaðinu, að vöruúttektin hafi aukist meira en góðu hófi gegnir og að áhrifa góðærisins muni af þeim orsökum gæta minna, en ella myndi. Bændum er að vísu mikil vorkun. Þeir hafa á sfðustu árum barist ósieitilega við skuldirnar og að sjálfsögðu látið sig skorta ýmislegt, sem þeir hefðu þurft og viljað geta veitt sér. Því er þaö eigi furöulegt, þó að þeir nú, er um rýmkast hendur þeirra, viiji að einhverju bæta úr skorti á lifsþægindum sfnum. En tvö atriði koma mjög tii greina í þessu máli og sem menn verða vel að athuga. í fyrsta lagi má gera ráð fyrir að verð á erlend- um vörum falli nokkuð, áður en langt liður Mun þvf valda annars vegar almenn verölækkun i heimin- um og hinsvegar gengishækkun is- lenzku krónunnar. Reynist þetta rétt, er það sýnilega mjög óhagkvæmt, að gera mikil kaup á erlendum varn ingi, meðan svo slendur, sem nú er, Áður var sýnt fram á það hér f blaöinu, að þegar gengi íslenzku krónunnar hækkar, fá bændur færri krónur milli handa fyrir framleiðslu- vörurnar, og yrði því erfiðara að greiöa eldri skuldir sínar. Pað er þvi tvðföld ástœða til þess að forðast vðru- kaup af fremsta megni. í öðru lagi eru gömlu skuldirnar, sem urðu til f hruninu mikla 1920 og 1921. Þær halda áfram að gteypa f rentum allmikinn hluta af tekjum manna og þvf erfiðara verður að greiða þær, sem gengi krónunnar hækkar meira, eins og áður var sýnt. En þessar gömlu skuldir eru þyngsta áhyggjuefnið Á meðan ekki verður unninn á þeim fuilur sigur, halda þær áfram að naga ræturnar undan efnahag manna. Þær eru eins og veila i grunninum, sem geta valdið aivarlegri biiun, bæði efnahagslegri og siðferðislegri. Hvorki þjóðin né einstaklingar hennar geta um frjálst höfuð strokið eða horft. með íullri djöifung fram á teið, fyr'en siðasti eyrir skuldanna er greiddur. Steingrímur Jónsson bæjarfógeti og sýaiumaður fór fyrir skömmn suður til Reykjavlkur, til þess að sitja þar á tundi sýslumanua. Er hans von aftur með Botnlu þann 4. n. m. Reynslan er ólýgnust. Nokkrir byggiagameistarar hafa sagt álit sitt um Svendborg-eldavélar og ofna og verða þau vottorð birt smátt og smátt. — Eg hefi reynt >Svendborg<-eldfæri, bæði eldavélar og ofna, af ýmsum stærðum, yfir 20 ára tímabil og er reynsla min sú, að þau taka fram öllum öðrum eldfærum sem hér hafa verið notuð, bæði að traust- leik og sérstaklega f því að þau gefa meiri hita en nokkur önnur eldfæri, sem eg þekki, með jafnri eldiviðareyðslu. Akureyri 2. nóvb. 1924. Jðnas Qunnarssón. Einkasölu á Svendborg-eldfærum, hefir á Norð- urlandi, Jón Stefánsson Akureyri. Allir sem hafa reynt þau, Ijúka lofsorði á þan. Á sveitaheimili með 8—10 manns er »Scandia«-eldavélin (með 2 stórnm suðuhólfum og bökunar- ofni) sérstaklega hentug. Verðið er nú, vegna gengishækkunar íslenzku krónunnar, aðeins 175 kr. Jón Stefánsson. Sfrandg. 35. — Akureyri. R i t f r e g n i r. Örn Arnarson: tllgresi. Rvík 1924. Þetta er dálftil Ijóðabók, 82 bls. á stærð. Flest kvæðin eru mjög stutt. Sum þeirra mega teljast afbragðs vel gerð og helzt ekkert þeirra lélegt. Er sllkt fágætt uur ljóðabækur. Meg- inhluti kvæðanna er af sérkennilegri gerð, sem svipar tii Heine-kvæða og eru of fátfð f fslenzkri ljóðagerð. Það er veruleg nautn að fá þessi smá- gerðu listaverk, þar sem miklu efni ér haglega fyrir komið f 3 eða 4 vfs- ur. SHk smákvæði verða eins og góð- látir, fylgisamir vinir. Þau geymast vel í minni og koma fram f hugann eins og bergmál margvlslegrar lffs- reynslu. Höfundur þessara kvæða er óveojulega vel faliinn til þesskonar listaverkagerðar. Sum kvæðin eru angursöm og ber bókin yfirleitt mjög þann blæ. En þó munu vekja meiri eftirtekt hin mörgu hnitnu kvæði. Enda mega sum þeirra teljast frábærlega góð. Skulu þessi nefnd: Hoensnl (bls. 13), Bókin (14), Sðlbletlir (iq), Syndajátning (45) Tjald- 'búðin (53), Náttúruraddir (56) 0. fl. Attast eru nokkrar þýðingar og svipar þeim ærið tii höfundar bókarinnar. Hér er kvæðið Hænsni: I

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.