Dagur - 20.11.1924, Blaðsíða 3

Dagur - 20.11.1924, Blaðsíða 3
47. tbl. DAOUR 181 (iyw>ivwvWi»V<'V»^^VM»WwvMV»ý» Danmörku kallast þeir vinstri- og hægrímannaflokkur, í Englaadi Liberals og Conservatives o. s. frv. Þessi flokkaskiíting á rsetur sínar í sálarlffi manna. Afstaðan er ekki tek- in með tilliti tii dægurmála þeirra, sem eiga sér grunna rót og skamman aldur. Afstaðan til þjóðmálanna er þá tekin fyrir áhrif innra ástands; hún er afleiðing sérstakrar skapgerðar mannanna. Og þeir, sem eru sálarlega skyldir, standa saman. Þennan sálar- lega mun manna í stjórnmálaafskiftum mætti ef tii vill gera skfljanlegan, með þvf að heimfæra þar hina djúptæku samlfkingu Einars H. Kvarans um >vorsálir« og »haustsálir<. Þessi er f raun réttri hin eðlilega flokkaskipun og sú, sem ber vott um mestan þroska: — að afstöðunni til ailra mála ráði ein meginregla, sjálfri sér samkvæm og' sprottin af lffsskoð- un mannsins. Slfkum þroska fylgir alt af meiri viðsýn og skarpskygni á meginatriðum máianna, heldur en ef viðhorf mánnsins til málanna er bund- ið við einkaástæður, hagsmbni og minniháttar atvik. Átökin í þjóðmál- unum verða heilli og sterkari. (Meira). F r é 11 i r. Jarðeldur er nú talinn vera uppi l Vatnsjökli. Berast talsverðar fréttir um að hinir og aðrir hafi séð eidinn bæði frá Mývatnssveit, Vopnafirði og vfðar. En eigi virðist mega ráða af eldíréttum þessum, að mtkii biögð séu að eldinum. Míslingarnir. Eigi hefir þeirra Orðið vart hér i bænum nema i áður um- getnum, tveimur húsum. Attur á móti hafa þeir borist til Mývatnssveitar. Hafði maður úr Skútustöðum gist á Hótel Oddeyri um það bil, sem Ólafs- firðingar voru að afhenda Akureyrar- búum þessa hýru. Síðan hatði maður þessi verið á skemtisamkomu f Mývatns- sveit, rétt áður en hann veiktist. Eru þvf miklar lfkur til, að veikin tari um alla sveitina. Tíðarfarið hefir verið dálftið um- hleypingasamt sfðustu viku. Hafa ver- ið nokkrar úrkourur og kuldakast gerði með snúningi til útsuðurs. Milljónamæringur ? Það þykja heldur en ekki tiðmdi, sem nú berast hingað um, að bóndi einn á Fljóts- dalshéraði hafi fcngið tilkynningu um að hann hafi erft fé, sem akiftir mill- jónum króna, f Amerfku. Segir sagan að bóndinn búist nú til vesturfarar og hafi sér til aðstoðar Magnús Gfsla- son sýslumann á Eskifi'ði. Er rétt að trúa varlega þessum BÖguburði. Ragnar Ólafsson fór með O.önu suður til Reykjavikur fyrir hönd bæj- srstjórnarinnar, til þess að reyna að fá lán til rafveitunnar. Er tilætlunin sú að nota það lán til greiðslu á láni rafveitunnar við Friðriksbergbankann f Kööfn. Þvf við það myndi bærinn græða álitlega fúlgu, vegna gengis- munar. Dánardœgur- Látinn er 7. þ. m. Pétur Halldórsson verzlunarmaður hér f bæ, vel látinn maður. Hann var nokkuð við aldur; hafði hann lengi verið utanbúðarmaður við verzlun Tuliniusar. Þá er og látinn að heimili Bfnu,Eyrarlandsvegi 19 , héribæ, ekkjan Quðrún Stefánsdðtilr frá Kollugerði, öldruð myndarkona. Helgi Kristjánsson heitir maður, sem hefir lengi verið f sjúkrahúsi Ak- ureyrar. Hann hefir nú unnið talsverðan sigur á veiki sinni, svo að hann er nú farinn heim úr sjúkrahúsinu. Er hann nú kominn á það stig, að eigi þarf að óttast sýkingu af hans völdum. Helgi er listfengur maður f höndunum. Hann skrifar skrautritun svo, að mjög er fágætt. Hafa bæjarbúar séð raikið af skrift hans. Hann auglýsir nú að hann taki að sér vélritun og skraut- ritun. Heilaóskaskeyti, afmælis jóla- og önnur tækifæriskort eru meira virði þannig gerð. Áritun á bækur og margt fleira af þvf tæi er vel vert þeirrar litlu borgunar, er Helgi tekur fyrir verk sfn Enn ber að gæta þess, að skylt er að sinna þeim mön um nokkuð, er þrátt fyrirniðurbrotna starfs- orku leitast við að verjsst þvf, að »verða úti«. Símskeyti. Rvfk 14. nóv. Járnbrautaverkfallinu i Austurríki er lokið. Daglegar ryskingar á strætum Rómaborgar. Útlitið hið alvarlegasta. Þingið hefst innan skams. Æsingar magnast Mussoline talinn reiðubú- inn til að iýsa yfir einvaldssijórn. Saltskipið nSonjs,* 1900 smálestir að stærð, strandaði í innri höfn f Vestmannaeyjum, i austan roki og foráttubrimi. Sleit upþ marga báta, einn sökk. Óvfst um skemdir á skipinu sjátfu. Rvík 15 nóv. Fullnaðarúrslit bresku kosning- anna kunn. ítiaidsfiokkurinn hefir 413 þingmenn, verkamenn 150, frjálslyndir 40, stjórnarskipulags- sinnar 7, utan flokka 5. Pólski rithöfundurinn, Wadislov Reymond hefir fengið bókmenta verðlaun Nobels, fyrir skáldsögu, er hann reit um lif pólskra bænda. Stressmann, utanríkisráðherra Þjóð- verja, hefir f ræðu sagt, að Banda- menn hafi uppfylt Lundúnasamning- inn. Sfmað frá Vopnafirði, að paðan hafi sést glögg leiftur i suðvestri. Taiið benda til að eldur sé uppi. Þrir vinsalar f Reykjavík dæmdir, fyrsti i 1000 króna sekt og 30 daga fangelsi; annar f 1500 króna sekt og 30 daga fangelsi, og sá þriðji f 2000 króna sekt og 45 daga fangelsi- Út af bruna hússins i Hverfisgötu, hafa tveir menn verið dæmdir fyrir áfengisbrugg. Annar i 500 króna sekt og 30 daga fangelsi og hinn f 1000 króna sekt. Axel Tulinius skipaður portu- galskur konsúll i Reykjavik. Rvík 16. Nóv. Verzlunarsamningatilraunirnar milli Þjóðverja og Frakka eru strand- aðir i bili. Þjóðverjar krefjast að 26% útflutningsgjaldið sé af- numið. Télja það ólöglegt síðan Dover samþyktin komst á. Frakkar telja hann löglegan samkvæmt friðarsamningunum. Mótstaðan gegn Mussolineharðnar. Skærur daglega. Mussoline treystir á herinn. Stjórnarfarsbreyting talin likleg á næstunni. Hræðilegir jarö- skjálftar á ítalfui Um 300 þorp gereyðilögð og fjöldi manna hefir látið lífið og limiest. Hræðilegir eldsvoðar f útborgum New York. Upptök eldsins frá saltpétursverksmiðju. 35 verksmiðjur og fjöldi íbúðarhúsa brunnið. ‘2000 fjölskyldur húsnæðislausar. Fjöldi fólks hefir limlest og látið lifið. Kveðinn upp dómur I sjóðþurðar- máli vinverslunarinnar. Báðir hinna ákærðu dæmdir, annar i 900 króna sekt og 40 daga fangelsi, hinn i 900 króna sekt og 30 daga fangelsi. Dómurinn skilyrðisbundinn. Tveir hásetar á íslandi grunaðir um vfn- smyglun; sitja i gæsiuvarðhaldi, en þver neita. Vín fanst ekki, rannsókn heldur áfram. ÖII skipshöfnin á »Kitchener« yfirheyrð, en ekkert nýtt komið fram i málinu. Skip stjórinn enn i gæsluvarðhaldi. Hafn- argarðar í Vestmannaeyjum Iöskuð- ust töluvert i austan storminum. »Sonjafl með gat á botninum. Rvtk 17. Nóv. Ráðstefna hófst í Moskva á Föstu daginn var um verslunarsamninga Rússa og Þjóðverja. »Earl Kitchener" dæmdur í 30 þús. króna sekt. Skipstjórinn í þriggja mánaða einfalt fangelsi. Skipstjórinn hefir skotið málinu til Hæstaréttar. Rvik 18. nóv. Áfengið hefir fundist f íslandinu; fyrst 100 litrar f kassa f gær, hitt i dag. Skipbrotsmennirnir af Terneskjær eru á leið til Reykjavikur. Skipið er sagt næstum þvi á kafi f sjó. Oeir reynir að ná Sonju á flot með næsta stórstraumsflóði. Botnvörpungarnir afla vel Sterl- ingspundið er nú kr. 2840. Rvtk 19. nóv. Enski botnvörpungurinn Waldorff hefir verið dæmdur f 4000 króna sekt fyrir ólöglegan veiðarfæraum- búnað. Hásetarnir á íslandinu, er settir voru í gæzluvarðhald, hafa játað sig eigendur áfengisins, sem fanst i skipinu. — Sögusagnir ganga um, að komist hafi upp tollsvik, þegar vöruskoðun fór fram f fslandinu, vegna smyglunarinnar. Óvist hvort satt er. — Einn vinsali enn dæmdur i Rvik i 1000 kr. sekt. Bretar tilkynna að þeir þoli engan undirróður af hálfu Rússa í brezkum löndum. Fréttastofan. A víðavangi. »Brögð eru að þá barnið finnur*. íslendingur 7. nóv. siðastl. birtir svo- hljóðandi smágrein: »Nýjan mælikvarða hafa Reykvfkingar fengið fyrir því, hvernig skopleikendur Leikfélagsins leysa hlutverk sfn af hendi, og það er — hvort og hvernig Jón Magnússon, forsætisráðherrá, hlær. (Sjá Morgun- blaðið 26. f. m.) Skyldu þá sorgar- leikendurnir ekki verða metnir eftir þvf, hve mörg tár streyma niður eftir kinnunum á honum? Það er hand- hægt fyrir listdómarann að þurfa ekki annað en snúa sér að svölunum og einblfna á andlit Jóns.« Flugumenska. Ekkert, sem gerst hefir í fslenzkum stjórnmálum slðustu árin, ber, á sér slfkan flugumensku- brag sem blaðútgáfa Magnúsar Guð- mundssonar. Falsháttur og yfirdreps- skapur hefir atað næstum hverja sfðu þess blaðs frá byrjun. Blaðið þóttist eiga að vinna endurbófastarf f fslenzkri pólitfk, einkum bændanna. Endurbóta- starfið var f þvf fólgið, að hálffylla flest btöðin með lognu nfði á einn mann, að vefja úlfhéðni að höfði bænda, til þess að giepja þeim sýn um hreinar stefnur, að grugga hvert mál og fiska f gruggugu vatni, að taka með annari hendinni það, sem gefið var með hinni, að látast bera fyrir brjósti hag bænda, en vera á laun að ofurselja þá burgeisa- og braskaravaldi Reykjavfkur. Alt þetta var glöggskygnum mönnum Ijóst, en nú hefir það sannast. Leiguþjónninn hröklaðiat frá »Merði« og mun eigi hafa þózt fara með nægilegri sæmd frá þeasu starfi, þvf nú hefir hann hafið uppljóstranirnar Kemur þá f ljós hverjir eru eiginiegir feður og rithöí- undar blaðsins. Hann neitar að hafa verið stjórnmálaritstjóri blaðsins og játar um leið, að hann hafi verið breiddur eins og leppur ofan á laun- skrif Magnúsar Guðmundssonar og annara þeirra manna, er blaðið hafa ritað Um leið og Kristján Albertsson tók við ritstjórninni, iýsir hann yfir þvf, að hann ætli einnig að vera lepp- ur og að blaðið sé gefið út af mið- stjórn íaaldsflokksins, Jóni Þorláks- syni, Magnúsi Guðmundssyni, Ólafi Thors, Jóni Ólafssyni útgerðarm. og Guðjóni Guðlaugssyni. Þessir eru þá pólitiskir sálusorgarar bænda. Verður þá eigi lengur dulin flugumenskan, sem staðið hefir á bak við þetta blað.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.