Dagur - 04.12.1924, Blaðsíða 2

Dagur - 04.12.1924, Blaðsíða 2
188 DAOUR 49. tbl. HH(H(^iíliíHÍH(Híl^iíHÍHÍHíH^iíl'^i{HÍHÍ^iíli(H(ltíHP'iH Kaupfélag Eyfirðlnga. Sjóvetlinga tökum við framvegis. Verðútlit er gott. — Viljum fá ca. 400—500 pör af stórum sjóvetlingum úr tvinnuðu togbandi. Grenslist eftir verðútliti hjá okkur áður en þið seljið öðrum. % Kaupfelag Eyfirðinga. hann, eftir þvl aem frá er aagt, {eiknarlega eítirtekt. Tilraunir Möll- gaards hafa aðallega verið gerðar á dýrum. A öðrum fundi gerði svo yfir- læknirinn á Bispebjærg sjúkrahúsi, dr. Secher, grein fyrir þeim tilraunum, sem gerðar hefðu verið á mönnum með meðal þetta, en þær eru orðnar talsvert miklar og á ýmsum sjúkrahús- um og heilsuhælum. Niðurstaðan af greinargerð iæknisins er sú, eftir þvf, sem frá er skýrt, að þessari aðferð verðl beltt vlð tœringu á byrjunarstlgi með nœstum ðtvírœðum árangri og að takast megi að lækna alt að helming þeirra, sem meira eru veikir. Vand- kvæðin eru þvf meiri, sem tæring er á hærra stigi vegna þess, að sýkla- eitrunin verður því meiri og hættu- legri, sem sýklarnir eiu fieiri. En á byrjunarstigi er sú hætta talin hverf- andi lftil, eða jafnvel engin. Er jafnvel fuilyrt af dr. Secher, að tekist hafi á þennan hátt að lækna óðatæringu. Enn er að sögn nokkuð á huldu um mátt meðalsins, til þess að verka á hin ýmsu berklamein og vitanlega getur meðalið aðeins stöðvað sjúkdóm inn, þar sem hann er kominn, en ekki gefið mönnum aftur eydda vefi og sundruð líffæri. — Meginatriði málsins virðist vera það, að sé það rétt, að unt sé jafnan að stöðva sjúkdóminn f byrjun, þá hverfa úr sögunni þau hin þyngri tilfelli, sem hættuleg verða. Sé þessi fullyrðing dönsku læknanna rétt, virðist að því stefna, að þessi geigvænlegi sjúkdómur verði gersigrað- ur innan skams. Undangengin reynsla virðist benda f þá átt, að varlegast sé að fara sér hægt f að trúa þeim fregnum, sem bérast um svo undúrsamlega hluti. Sé þessu svo varið, sem af er látið, mun meðalið ryðja sér til rúms með flug- hraða, þvf telja má að heimurinn standi nú á öndinni og meðalið er nú þegar framleitt f allstórum stfl. Það sem á móti mælir er undangengið tál og vonbrigði. Það aem mælir með, eru þau ólfkindi, sem á þvf eru, að hin danska læknastétt og þar á meðal menn eins og Faber, einn merkasti prófessor Dana f læknavfsindum og yfirlæknir rfkisspftalans danska, Secher o. fi. láti ómótmælt bendla nöfn sfn við svona atðrar fullyrðingar, án þess að styðjast við vfsindalegar niðurstöður. Með þvf myndu þeir ekki einungis stofna sinni eigin sæmd f hættn, heldur gera smán allri hinni dönsku þjóð. Mestu skiftir þó, að þeir myndu setja óafmáanlegan blett á læknavfsindin f beild sinni. Rétt er að geta þess hér, að Slgurður Magnússon yfirlæknir á Vffilsstöðum mun að lfkindum hefja tilraunir með meðal þetta upp úr næstu áramótum. F r é 11 i r. Skipafregnir. Esja kom á iaugar- dagskvöldtð á leið vesturum. Meðai farþega voru Sigurður Sigurðsson frá Vigur, ásamt fjölskyldu. Sigurður er skipaður sýslumaður f Skagafjarðar- sýslu. Var hann að fiytja sig f em-. bættið. Árni Jónsson frá Múla á leið til Reykjavfkur, tii þess að taka við ritstjórn blaðs, sem >Vörður* nefnist og nýlega hefir verið lýst yfir, að væri málgagn íhaldsfiokksins. Frá Húsavfk kom Bjarni Benediktsson kaupmaður ásamt frú og frú Þóra Guðnadóttir kona Fáls Krisjánssonar kaupmanns f Húsavfk. Diana kom á sunnudaginn. Meðal farþega voru Júlíus Havsteen sýslumaður og frú, Davfð Stefánsson skáld frá Fagra- skógi, Sigurlaug M. Jónasdóttir frá Uppsölum o. fl. Brunar. Heybrunar urðu f Húna- vatnssýslu fyrir nokkru sfðan. Brann hey á Þingeyrum og vfðar. Eigi hefir blaðið getað fengið Ijósar fregnir af þessum brunum. Nýlega brann og nokkur hluti af bænum Hreiðarsstaða- koti f Svarfaðardal. Brann frambærinn ásamt nokkru af búshlutum, fatnaði og matvælum. Enn brunnu þar verk- færi bóndans, sem er smiður. Á þriðju- dagskvöldið f fyrri viku brann á Sval- barði skemma, þar sem geymdir voru búshlutir, matvæli og 12 hænsni. Varð engu bjargað. Botnía kom f morgun. Meðal far- þega voru Freymóður Jóhannsson málari, séra Herm. Hjartarson prestur f Laufási og Steingr, Jónsson. bæjarfógeti. Báfstapi. Þegar Esja var á Kópa- skeri seinast, fórst véibátur, er þorps- búar höfðu við uppskipunina. Barst hann upp á sker og brotnaði, svo að hann sökk. Tíöarfariö. Eftir um 6 vikna kafla af hlákum og hlýviðii brá aftur til þrálátrar norð austan áttar með hryðj- um og steytingi en eigi miklum frost- um. Nokkur snjór er nú kominn, en þó mun eigi enn vera tekið fyrir sauðjörð. Bókasafnið. Bókavörður biður þess getið, að þangað til öðruvfsi verði ákveðið, verði safnið opið alla virka daga, sem hér segir: Til útlána á mánudögum, miðvikudögum og föstu- dögum kl. 5 — 7 og til lestrar á þriðju- dögum, fimtudögum og laugardögum kl. 4 — 7 e. h. »Langnesingur * Dagurvil! minna Langnesinginn, sem sendi honum grein til birtingar, á, að blaðið hefir áður lýst yfir þvf, að það birtir engar grein- ar, hversu sem þær eru vaxnar, ef það veit ekki, eftir hvern þær eru. Caroline Resf Oigeir júiíusson, sem veitir gistihúsinu forstöðu, hefir, að gefnu tilefoi, beðið blaðið að geta þess, að allir á sfnu heimili hafi áður fengið mislinga. Sé því mislinganna vegna hættulaust fyrir ferðamenn að gista f Caroline Rest. Mislingamir. Þeir breiðast út hér I bænum hægt og hægt. Héðan af verður ekki vegna smithættu óhætt fyrir sveitamenn að koma inn f nokk- urt hús á Akureyri. Veikin hefir breiðst út á marga bæi f Mývatnssveit. Símskeyti. Rvfk 26. Nóv. Skaðabótaupphæðin fyrir Stack- morðið er greidd. Stjórnarskifti f Egiftalandi. Nýja stjórnin er vinveitt Bretum sem bfða átekta þó þeir séu fastákveðnir að halda yfirráðum í Sudan. Brezk herskip eru á leið- inni til Egiftalands. Kveldúlfur kaupir nýjan togara i Hull. Samkvæmt útreikningum hag- stofunnar hefir dýrtíðin aukist um 16 procent síðan í fyrra. Útfiutn- ingur íslenzkra afuröa frá i ársbyrj- un til nóvemberbyrjunar 65 milljónir 840 þúsund kr. Verkamaður I Reykja- vik, Oísli Jónsson, hefir horfið. Bj«rni Guðmann Sigurðsson, vinnumaður f Brautarholti druknaði, ofhlóð hann smábát svo hann fylti og sökk á leið út i mótorbát á vikinni undan Hofi. Rvlk 28 Nóv. Þingmenn, sem andstæðir eru Mussolini, hafa tekið þátt í þing- störfum og reyndu að steypa hon- um á laugardaginn. Hann fékk traustsyfirlýsingu yfirgnæfandi meiri- hluta. Alþjóðabandalagið getur ekki haft afskifti af brezk-egyfaku málunum eins og sakir standa. í Reykjavfk er tollskoðuninni lok- ið í Islandi. Ein búö fékk lakkskó, sem er brot á innflutningsreglugerð, óvist hvort sendandi á sök eða við- takandi. Rvík 29. Nóv. Urgur í Frökkum vegna æsinga- undirróðurs kommúnista í frönsku nýlendunum Algier og Tunis, al- varleg uppþot hafa átt sér stað þar. Landstjórarnir kallaðir til Paris. Franska stjórnin álftur útlitið alvar- legt. Símskeyti frá R'ga segja Trotsky rekinn úr hermálafulltrúaembættinu og aðrar stöður hans af honum teknar. Ouðmundur Thoroddsen settur prófessor i stað Ouðmundar heitins Magnússonar. Rvík 1. Des. Miklar æsingar í Algier og Tunis. Landstjórarnir kallaðir til Parfsar. Franska stjórnin telur ástandið al- varlegt Ráðstjórnina í Rússlandi hafa lofað að hætta undirróðri i frönsk- um iðndum, ef franska sljórnin við- urkendi hana. Fregnirnar um afsetningu Trozkys óstaðfestar. Bardagar milli Sudanhermanna og Englendinga Englendingar reyna að bæfa uppreistina niður með harðri hendi. Mikið mannfall af beggja hálfu. Englendingar þykjast hafa komist að samsæri til að myrða yfir- hershöfðingjann í Egiftaiandi og forsætisráðherrann, sem er vinveittur Bretum. Hafa þeir handtekið fjölda manna og aukiö varðiiðið í Kairo. Fullveldishátiðahöldum í Rvík frestað til 7. þ. m. vegna andláts Guðm. Magnússonar. Stúdentar gefa þó út blað í dag til ágóöa fyrir Stúdentagarðinn. Rvlk 2. des. Brezka stjórnin tilkynnír að upp- reistin f Sudan sé bæld niður og sjálfstæði Egyptalands verði ekki takmarkað af þessum orsökum. Þýzkir fréttaritarar f Kairo segja að hatrið tii Englendinga vsxi óð- fluga. Primo Rivera segir af sér. Samkvæmt nýustu skýrslum um heildsöluverð hækkar verð á vörum um heim alian. Steinolfusamningum við Ðritish Petrolum Company hefir stjórnar- ráðið sagt upp. Samningurinn gildir til ársloka 1925. 3. des. 1924. Egyptska stjórnin gengur að öll- um settum og ósettum skilyrðum Englendinga. Símað frá Reval i Estlandi, að ægileg stjórnarbyltingartilraun sé hafin nýlega þar í landi. Kommún- istar réðust á stjórnarbyggingar, sfmastöð og járnbrautarstöð. Her- mannaliði hefir verið safnað og bar- ist meö vé'byssum og handsprengj- um. Byltingin kæfö er siðast fréttist. Komst upp að ætlunin var að stofn- setja þar ráðstjórn eftir rússneskri fyrirmynd.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.