Dagur - 23.12.1924, Blaðsíða 1

Dagur - 23.12.1924, Blaðsíða 1
Akureyrl, 23. desember 1024. aforeiðslan er hjá Jónl l>. l>ór. Norðcrgðlu 3. Talsíml 112 Uppsögn, hundln vlð áramöt «4 komln tll afgrelðilnmanni lyrlr 1, dei, 53. bhfc'4 íiöfnuðunuin í Vallapresfakalli kunnum við alúðarfylztu pakkir, bæði fyrir sýndan samfögnuð á 25 ára hjúskaparafmæli okkar 30. júnf síðastliðinn, svo og jpær hinar veglegu gjafir, er okkur síðar voru færðar til minja um farsæla samvistir í skjóli svo margra vina og velunnenda. Völlum f Svarfaöardal 23. desember 1924 Stefán Kristjánsson. Solveig Pétursdóttir. DAGUR Kemnr úl á hverjum flmtudegí. Kostar kr. 6.00 árg. Ojalddag; fyrlr 1. júli. Innhelmtuna annast, Arnf Jóhannsson i Kaupfél. Eyf. VII. ir. J Jóla-fórnir. I. Vegirnir og einkum járnbrautirnar mega teijast æðakerfi landanna. Um- ferðarstraumurinn frá öllum greinum peirra kerfa fellur saman i eina megin-lifæð. Þar er hvUdarlaust á- framhald járnbrautarlestanna með dýra farma fólks og fiutninga. Ein þesskonar iífæð liggur gegn- um ægilegt hrjósturlendi norðan megin stórvatnanna í Ontario i Kan- ada, — berar klettabungur á 600 milna svæði. Auga ferðamannsins þreytist af, að horfa yfir þessi grjót- flæmi. Þess sjást og merki, að lifið hefir beðið þar ósigur. Auön og dauði ráða þar rikjum siðan tungur eldsins sleiktu upp gróðurteiga iands- ins. Sólarbruni hinna heiöu, kyrru sumardaga hefir gert gróðurleifarnar að lostætum eldsmat. Ölkofri hefir vfðar gætt elds en á íslandi. Hálf- brunnir trjástofnar standa þar hörð- um rótum i djúpum sprungum klett- anna og biða fullrar eyðingar. Við og við sjást stakir og eyöi- legir kofar við veginn. í þeim kof- um búa brautarverðirnir, peir sem gæta járnbrautanna, að þær séu í góðu ástandi og ekkert geti valdið slysum. Undir þessum mönnum, meðal annara, á ferðamaðurinn líf sitt og limi. Hópar þessara manna sjást að vinnu við brautina. Þeir rétta úr bakinu, meöan iestin þýtur fram hjá. Nemi Iestin staðar, til að taka vatn eða kol og gefist ferða- manninum færi á að athuga þessa menn, þá verður honum starsýnt á þá og hann gleymir þeim seint. Margir þeirra eru Rússar og Pól- verjar. Það er eins og skipbrotsmenn Iifsins séu þarna saman komnir. Það er eins og þessir menn hafi unnið i hlekkjum og þreyta og kúgun margra kynslóöa sé sezt aðí andlits dráttunum. Þeir stara á ferðamann- inn tinnusvörtum, soltnum augum, eins og þeir vitji spyrja, hvort hann hafi ekki komið við á einhverjum kærum stað; hvort hann hafi ekki fréttir að fiytja af einhverju, sem aldrei getur úr minni liöið. Dreifðir yfir 600 milna svæði eiga þessir menn i baráttu við ægilegan vetrarkulda og ofurmagn sumarhitans á beru grjótinu. Vinna þeirra er hin þyngsta siitvinna, átök og mokstur. Á veturna eru þeir venjulega tveir og tveir f hverjum kofa. Það er hljótt um hið þunga skyldustarf þessara manna. En þeir halda lifæð landsins sláandi. Aldrei hefir nokkur konuhönd strokið úr þreytufelling- unum í lífi þeirra þarna í auðninni, aldrei tekið til í hibýlum þeirra. Og aldrei hafa ómað þar barnahlátrar; aldrei hefir lítii hönd klappað þar >um fölnaðan vanga." Tómleiki og þreyta leiða þá hægt og hægt til grafar. En á meðan þeir fá orkað vinna þeir skyldustarf sitt og forða sér og ef til víli fjarlægum ástvinum frá skorti. II, Borgirnar duna af jóiaviöbúnaði. Járnbrautarlestirnar koma inn á brautarstöðvarnar þungar og þramm- andi og varpa öndinni mæðilega um leiö og þær nema staöar. Þær eru komnar vestan og austan frá hafi, á harðahlaupum yfir fjöll og gegnum auðnir, yfir frjósöm akur- lönd og gegnum skóga. Fólkið á járhbrautarstöðvunum treðst og ryðst, þúsundir manna. Jólagestirnir eru að kotr..,, ústvi'úi og kunningjar úr fjarlægð. Þeir koma með jólagjafir og jólagjafirnar biöa þeirra. Heima fyrir er alt hreint og skygnt og fágað, þar sem efnin eru nóg. Borg- irnar duna. Umferðin er ægileg á strætunum. Kliður hlátra og háværra radda stigur til himnaeins og sam- feldur söngur fagnandi hjartna. Jóla- helgin færist nær. Dökkbrynjaðar hersveitir næturskugganna ryðjast fram úr austri. Tíminn styttist og annrikið vex, umferðin magnast og dynurinn eykst. Loks slær öllu i þögn. Heiðskir vetrarnótt meginiandsins hvíiir hijóð og kyr yfir borgum og eyðimerkur- hreysum. Ösin er horfin af strætum borganna. En póstarnir skunda um allar götur kiyfjaðir bréfum og jóla- spjöidum, smágjöfum og glaðning- um. Inni I húsunum er jólunum fagn- að í mat og drykk. Borðin eru hlaðin krásum og drykkírnir freyöa. Menn skiftast á gjöfum og jólaósk- um. Það er kveikt á jólatrjánum, stjörnurnar sindra í liminu og grein- arnar svigna undir gjöíunum. Eftir- vænting barnanna og hrifning vex. Hlátrarnir óma, það birtir i augun- um. Nú nálgast hin þráða stund, sem lætur rætast svo margar vonir og svo gamlar i barnsæfinni. Jólin eru dýrleg stund f iifi þeirra, sem enn eiga gleði hjarta síns. Það kem- ur sjaldan fyrir, að menn eru særðir næstum því til ólifis á sjáifum jól- unum. Og hvað sem öðru liöur, leitast allir við að hrinda opnura öllum hliðum, svo að birtan geti streymt yfir lif barnanna öllum meg- in frá, svo hlátrar þeirra ómi, svo að þau fegri lifið. Þau eru vonir mannanna. Borgirnar hljóðna. Menn fagna sig þreytta. Engiil svefnsins fer yfir og innsiglar augu mannanna, þau sem eru björt og brosmild og einn- ig hin, sem kunna að vera döpur og társtokkin. Munu þeir vera marg- ír, sem í vinasamfagnaðinum við Ijósadýrð, auð, allsnægtir og fegurð hafa hugsað til brautarvaröanna í eyðimörkinni miklu? í kof- unum þar er jólanóttin eins tómleg og allar aðrar nætur. Þeir hafa hald- ið Itfæð landsins sláandi, svo jóla- vonir þjóöarinnar fái ræzt. Sjálfir eiga þeir engar jólavonir. Þeir eiga aöeins i vændum þráða hvíld eítir slitvinnu dagsins. Utan dyra bfður skyldan, sem leiðir þá til verks snemma næsta morgun, rneðan aðr- ir sofa og hvílast eftir jólanæturfagn- aðinn. Þessir þögulu, stritandi menn og aðrir þeirra líkar bera svo mikið af þunga manniífsins. Fyrir þvi er oft bjart og fagurt f mannheimum, að þessir menn halda áfram að strita möglunariaust, og að bjarma vetp- ur þaðan, sem trúmenskan reisir Ieiðarmörkin á vegum kynslóðanna. III. Miðnæturstundin er hljóð og kyr. Stjörnurnar blika svo bjart og svo djúpt í hveli himinsins. Ef til vill getum við i skini stjarnanna séð hrikalega skugga úti fyrir kofunum i eyðimörkinni. Ef til vill verður þessum mönnum svo minningasamt þessa jólanótt, að þeir fái ekki hald- ið kyrru fyrir. Ef til vill ganga þeir upp á einhverja klettabunguna og stara austur yfir auðnirnar þreyttum, þurrum augum. Vafalaust eiga þeir kærar stöðvar á jörðunni og svo margt, sem aldrei fær úr minni liöiö, jólafögnuð æsk- unnar, ástvini f óvissu fjarlægðar- innar, hugstæöan skilnaðarharm eða Jarðarför JúlíusarTrýggva sonar okkar, er ákveðin að Múnka- þverá mánudaginn 5. janúar 1925 kl. 12 á hádegi. Kambi 22. des. 1924. Sigrún Sigtrygfgsdóttir. Valdeniar Þorkelsson. grafir. Vafalaust eiga sumir þeirra Hka konur, sem hafa trúað nóttunni fyrir tárum sínum og sent guð; bænir um vernd tii handa ástvinun- um í auðninni. Vafalaust eiga þeir börn, sem oft gráta, en sem reynt er að gleðja um þessi jól, þrátt fyrir það, að pabbi hefir orðið að fiýja land, til þess að vinna bug á sár- ustu örbirgðinni. Við gætum að Hk- indum séð þessa skugga hvarfla um eins og svipi, en við getum Hklega aldrei skiiiö þrá þeirra og söknuð, þegar þeir vegna ástvina sinna og alls mannkyns færa sfnar jólafórnir. Þeir strita meðan aðrir hvílast, þeir vaka meðan aðrir sofa, þeir harma og sakna meðan aðrir gleðjast. Þetta eru jóiafómirnar þeirra. Og jóia- gleðin vex i hibýlum okkar. Borg- irnar duna og ymja. Barnahiátrarnir óma. Um alla jörö leggur ylinn frá handtökum þeirra yfiriætislausu raanna, sem standa trúir á varð- stöðvum skyidunnar og færa sínar jólafórnír. Qleðileg: jóll Hadda-Padda verður sýnd hér I Bíó á annan, þriðja og fjórða f jólum og f sfðasta sinni á Nýjársdagskvöld. Leikurinn er eftir Gnðm. Kamban eins og kunnugt er. Helztu persónur eru Ciara Pontoppidan, Svend Mehling, Alice Fredricksen, Guðrún Indriða- dóttir og Ingeborg Sigurjónsion, ekkja Jóhanns skálds. Alt lesmál myndar- innar er á fslenzku. Sýning myndar- innar byrjar kl. 8 öll kvöldin. Þessi mynd er ein af þeim fáu, sem gerast á ísiandi,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.