Dagur - 26.02.1925, Blaðsíða 2

Dagur - 26.02.1925, Blaðsíða 2
30 DAODR 8. tbl. dótna, aem þeim faefir borið skýlaua akylda tii að gera, og hann getur fært sönnur á þá staðhæfingu. Tökum tvö dæmi um röggsemi yfirvaldá: Útlend- ur yfirtroðslumaður flytur inn verka- menn f ieyfisleysi og hann lætur ekki svo Htið, að gera grein fyrir þeim á skrifstoíu lögreglustjóra, eins og bar að gera lögum samkvæmt. Hann verð- ur og uppvfs að þvf, að hafa um langt skeið snuðað viðskiftamenn sfna um stórupphæðir. Yfirvöldin fara á staðinn og lfta á ýfirtroðslurnar. Svo taka þau ofan og kveðja þennan út- ienda >höfðingja« »með kurt og pf«. Sfðan gerist ekkert, engar refsingar fyrir yfirtroðslur og ágang við þjóð- ina, ekkert nema það, að landshorn- anna á milli berast hin frægu orð : >£g er ekki dómsmáiaráðherra«, eins og tákn hins fslenzka réttarfars. En »höfð- inginn* gefur, að sögn, yfirvöldunum langt nef á bak og hefir það f gam- anræðum við hina innfluttu verkamenn: »Að nú séu allar tegundir af fslenzk- um yfirvöidum búin að heimsækja sig nema kongurinn!« Tökum annað dæmi: Haustið 1923 komst upp bannlagabrot hér nyrðra, sem að vfsu er ekki ný- lunda í þessu landi. Þrfr menn voru kærðir og var Björn Lfndal, þ& ný- kosinn þingmaður, einn af þeim, sem kærðir voru. Mál hans heyrði undir lögreglustjórann í Þingeyjarsýslu, Jú- lfus Havsteen. Bæjarfógetinn á Akur- eyri gerði hreint fyrir sfnum dyrum f málinu. En eftir þvf, sem blaðinu er frekast kunnugt, hefir iögreglustjórinn í Þingeýjarsýslu að_ þessu trassað að taka þetta mál fyrir. Segi hann til, ef hér er rangt frá skýrt. Þurfti lögreglu- her { þessum tilfsllum? Var dómsmála- ráðherrann að bfða eftir lögregluhen til þess að reka erienda yfirgangsmenn af höndum sér, eða ætlar Júifus Hav- steen að fara með her manns að Sval- barði og brenna Björn Lfndal inni?! Það væri gaman að fá þeim spurn- ingum svarað. Þegar farið er að tala um, að það þurfi að stofna her, til að- stoðar lögreglustjórum, svo að rögg- semi þeirra við »eítirlit með lands- lögum« fái notið sfn, þá verða lög- regiustjórarnir löng röð af háðsmerkj- um. íslendingur gerir sfnum íhalda- bræðrum mesta óleik með þessháttar fyrirslætti. Hann hiýtur að vits, að þess er ekki þöif tii þess að tryggja »fullkomnara eftirlit með landslögum«, heldur skortir skyldurækna menn og röggsama f embættum. — íslendingur hefir fremur hitt nagiann á höfuðið þar sem hann segir, að varalögreglan eigi að tryggja >fuilkomnari vörð um það þjóðskipulag, sem hið fslenzka rfki byggist á«. Verður sú hlið máisins athuguð f næsta kafla. >Árdegisbla5 iisfamanna« heitir blað, sem Jóhannes Sveinsson Kjarval listmálari er farinn að gefa út. Kallar hann það öðru nafni »Essensisma« þ. e. kjarnastefna. Blað þetta er svo sér- legt að rithætti og allri gerð, að þvf lfkast er, sem það væri gefið út á annari stjörnu. Á v a r p. NorBIendingfar! »HeilsuhæIisfélag Norðurlands« var stofnað hér á Akureyri sunnudaginn 22. þessa mánaðar. Tilgangur þess er sá, að beitast fyrir því, að reist verði heilsuhæli á Norðurlandi svo fljótt sem framast er unt. Á stofnfundinum gengu þegar í félagið 340 manns. Næstu daga verður hafinn undirbúningur almennrar þátttöku Iandsmanna í félaginu og al- mennrar fjársöfnunar í heilsuhælissjcðinn. Við undirrituð, sem vorum á stofnfundinum kjörin til þess að hafa með höndum stjórn og framkvæmdir félagsins næsta ár, viljum hér með ieyfa okkur að gera, í eftirfarandi Iínum, almenn- ingi grein fyrir málinu. Viijum við þá fyrst drepa nokkuð á fyrirhugaða skipulagshætti félagsins og greina siðan frá þeim ástæðunum, sem krefjast einhuga samtaka manna og skjótra framkvæmda í þessu velferðarmáli þjóðarinnar. A stofnfundinum setti félagið sér eftirfarandi « LÖG HEILSUHÆLISFÉLAGS NORÐURLANDS. 1. gr. — Félagið heitir »Heilsuhælisfélag Norðurlands* og er tilgangur þess að vinna að því, með fjársöfnun og á annan hátt, að heilsuhaeli fyrir berklaveika verði reist á Norðurlandi svo fljótt, sem unt er. Þegar þessu takmarki er náð, verður félagið deild í »Berklavarnafélagi Islands«. 2. gr. — Félagsmenn geta allir orðið, kariar og konur, er greiða árstillag til félagsins. Upphæð árstillags ákveður hver félags- maður sjálfur, fyrir eitt ár í senn. Þó minst 2 krónur. Hver, sem ekki greiðir árstillag, skoðast genginn úr félaginu. Þó telst sá æfifélagi, er eitt sinn hefir greitt minst 100 kr. árstillag. 3. gr. — Félagsfundi skal halda á Akureyri, aðalfund einusinni á ári, fyrir miðjan marzmánuð, og aukafundi þegar stjórninni þykir þörf á eða minst 50 félagsmenn krefjast þess skriflega. Stofnfundur er fyrsti aðalfundur félagsins. Stjórnin boðar til funda með auglýsingu í blöðum Akureyrar og hæfilegum fyrirvara. Hver fundarmaður hefir eitt atkvæði og ræður afl atkvæða úrslitum. Þó þarf 2h allra atkvæða fundarmanna til lagabreytinga, enda sé tillögu um lagabreyting getið í fundarboði. Fundarbók, undirrituð af kjömum fundarstjóra og fundarskrifara, er full sönnun fyrir gerðum fundarins. 4. gr. — Stjórnina skipa 3 menn, kosnir á aðalfundi til 1 árs í einu, formaður og tveir meðstjórnendur- Við hlið stjórnarinnar er framkvæmdanefnd. skipuð 7 mönnum, kosnum á aðalfundi til eins árs. Á sama hátt skal kjósa varaformann og einn varamann í stjórn og tvo í framkvæmdarnefnd. Stjórn og framkvæmdanefnd hafa á hendi öll ráð og framkvæmdir félagsins milli funda og skulu allir samningar stjórnarinnar skuldbindandi fyrir félagið. Þó getur stjórnin engar fjárkvaðir Iagt á félagsmenn umfram lofuð árstillög. Að öðru ieyti skiftir stjórn og framkvæmdanefnd sjálf með sér verkum. 5. gr. — Ársreikning félagsins skal fullgera eftir lok hvers almanaksárs. Skal hann endurskoðaður af tveim mönnum, kosnum á aðalfundi árið áður, og síðan úrskurðaður á næsta aðalfundi, 6. gr. — Nú þykir ráðlegt að slíta félaginu og fer þá um félagsslit og ráðstöfun á éignum þess, sem um lagabreytingar. Svo er til ætlast, að sveitir og landshlutar, sem vilja beita sér í þessu máli, stofni félagsdeildir, sem starfi að fjár- söfnun og framkvæmdum á skipulegan hátt, eftir því sem við verður komið og eftir því sem nefndum deildum og stjórn og framkvæmdanefnd félagsins kemur saman um. Sókn manna á fundi félagsins er algerlega frjáls og óbundin. Afl atkvæða ræður úrslitum mála. Aðstaða félagsmanna til þess að hafa áhrif á úrslit mála, er því jöfn að öðru en þeim mismun, sem stafar af mismunandi fjarlægð félagsmanna frá miðstöð félagsins. Orsakirnar til þess, að nú er hafist handa um byggingu Heilsuhælis Norðurlands, eru margvíslegar og knýjandi. Skulu hér taldar hinar helztu: Það er álit lækna, að berklaveikin fari í vöxt hér á Norðurlandi. Aður hefir hún verið þessum landssvæðum ærið þung í skauti, orsakað ægilegt mannfall og margháttað böl eins og víðar á landinu. Þörfin á sterkum vörnum gegn vaxandi ágangi veikinnar verður augljósari með hverju ári, sem líður. Vegna berklavarnalaganna og ókeypis sjúkrahússvistar fyrir berklaveika menn hefir aðsóknin að sjúkrahúsinu á Akur- eyri vaxið svo stórkostlega á síðustu árum, að til vandræða horfir. í sjúkrahúsinu munu nú dvelja um 40 til 50 berklasjúkir menn af um 60, sem húsið rúmar. Húsið er þannig bygt, að það er á engan hátt til þess fallið, að vera berklasjúkrahús. Pað getur alls ekki, þrátt tyrir ósleitilegt starf læknisins og hjúkrunarliðsins, fullnægt þeim kröfum, sem gera verður um sjúkravist berklaveikra manna, né veitt þau skilyrði, sem heilsuhæli veita. Sjúkravistin er því ekki ein- ungis ófullnægjandi hinum berklaveiku sjúklingum, heldur er hún gersamlega óviðunandi öðrum sjúklingum vegna ótta við smithættu. Eins og allir munu sjá, stefnir þetta til ófarnaðar í sjúkramálum þjóðarinnar og krefst skjótra aðgerða. Eins og nú er háttað brestur mjög mikið á, að allir þeir, sem þarfnast heilsuhælisvistar geti fengið hana á Vífilsslöðum. Og næstum allir sjúklingarnir, sem þangað leita þurfa að bíða lengri og skemri tíma, jafnvel mánuðum saman,, eftir því að rúm Iosni í hælinu, Þessi bið getur þráfaldlega orsakað, að veikin ágerist örar, en elia myndi og komist á svo hátt stig, að hún verði ekki læknuð með hælisvist. Nú er að heíjast allsherjarsókn í landinu gegn berklaveikinni. Með þessari félagsstofnun göngum við inn í liðssveitir landsins í baráttunni. Við viijum fara að dæmi »HeiIsuhælisfélags íslands* og snúa okkur beint að því verkefni, sem næst liggur og brýnust þörf er á, að hrundið verði í framkvæmd. Við teljum, að með því færumst við í fang stærsta verkefni, sem líkur eru til að unt sé að vinna í berklavörnum hér á landi á næstu árum. Að því verkefni loknu, höldum við áfram baráttunni í hinum almennu samtökum í landinu. Heilsuhælissjóður Norðurlands er orðinn um 100 þús. króna, þegar talin eru loforð, sem búist er við að greidd verði, þegar hafist verður handa um framkvæmdir. Við gerum okkur vonir um að með nýju átaki verði hægt að hleypa miklum vexti í sjóðinn. Við teljum að upphæð sjóðsins réttlæti fyllilega, að hann sé nú tekin til beinna nota samkvæmt tilgangi hans. Við teljum það alveg óverjandi, úr því sem komið er, að láta sér lynda, að sjóðurinn liggi á vöxtum, meðan berklaveikin herjar með auknum ákafa og leggur heimilin í rústir. Meðan aurunum fjölgar í sjóðnum fjölgar jafnframt hættulega smituðum börnum í landinu. Á hverju ári, sem iíður, eru með ágangi veikinnar lögð drög að mörgum gersamlegum ósigrum f lífi einstaklinga og heilía heimila. Við teljum, að allar þessar ástæður séu svo veigamiklar að þær muni orka því að fylkja almenningi undir merki þessa bjargráðamáls. Sjúkramálin gera, fremur en flest önnur mál, kröfu til allra landsmanna um, að standa saman til varnar lífi og heilbrigði í landinu og til að stemma þá bölstrauma, sem að öðrum kosti falla óbrotnir inn í framtíð þjóðarinnar. Ekkert sjúkraböl gerir þó eindregnari kröfu um sameiginlegar varnir en berklaveikin, vegna hinnar næmu og víðtæku smithættu sem börnunum er búin. »F*egar hús nágrannans brennur þá er okkar hætt«. I dag hefir ógæfan heimsótt nágranna þinn og lagt heimili hans í rústir. Hvenær kemur röðin að þér?! Af framangreindum ástæðum leyfum við okkur að skora á aila þá, sem lesa þessar lfnur, að taka höndum saman til þess að hrinda þessu máli fram með fjársöfnun eða á annan hátt, sem til Iiðsemdar horfir. Menn eru beðnir að snúa sér til formanns félagsins með öll bréf og erindi viðkomandi málinu. Akureyri, 24. febr. 1925. Sljórn félagsins: Ragnar Ólafsson form., Böðvar Bjarkan féhirðir, Kristbjörg Jónatansdóttir ritari. Framkvæmdanefnd félagsins: Anna Magnúsdóttir, Hallgrlmur Davíðsson, Jónas Rafnar, Jónas Þorbergsson, Kristján Karlsson, Sveinbjörn Jönsson, Vilhjálmur Þór. 011 blöð landsins eru vinsamlegast beðin, að birta ávarp þetta.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.