Dagur - 26.02.1925, Blaðsíða 3

Dagur - 26.02.1925, Blaðsíða 3
8. tbl. DAfSUR 31 Akureyrarbúar! Nœstu daga verðið þið heimsóttir og ykkur gefinn kostur d að ganga i Heilsuhœlisfélag Norðurlands og ákveða árstillög ykkar í sjóðinn. Pið vitið, að i tið nú- lifandi manna hefir aldrei gerst slík þörf á, að þið gerðuð sam- eiginlegt og stórt átak. Þess- háttar þörf er jafnvel fátíð í þjóðarœfinni. S í m s k e y t i. Rvík 23. febr. Leitin að togurunum hefir reynst árangurslaus. Leitað var á 18 þúsund fersjómflna svæði. Ssgt að f ráði sé að Fylla og tveir togarar með henni verði látnir halda leitinni áfram. Á föstudagsnóttina var, var Ville- moes staddur undan Gróttu — á leið til Engiands. — Tók þá skipið niðri að aftan og braut stýrið og skrúfu- spaða. Lagarfoss kom tii hjálpar og kom Villemoes inn til Reykjavíkur. Vafasamt er, að hægt verði að gera við skipið hér. í Neðri deild Alþingis var slegist um tóbakseinkasöluna á laugardaginn var. Björn Lfndal, fjármálaráðherra og jakob Möller vildu afnema hana. Fram- sókn barðist á móti. Umræðum frest- að og teknar aftur upp f gær. Þings- ályktunartill. Bjarna frá Vogi, um að kre'ja Dani um forngripi, var samþykt i Neðri deild. Nefndin, sem hafði geng- isviðaukalögin til meðferðar, lagði til að þau stæðu um stund. Fj&rmálaráð- herra þakkaði nefndinni tillöguna. Aðalfundi Fiskifélags íslands lauk 19. þ. m. Voru þessar till. helztar samþyktar: Að skóra á Alþingi að reisa öflugan landtökuvita á Dyrhólaey; áætlaður kostnaður hans er 170 þús. krónur. Skorað á stjórn félagsins að leita 50 þús. kr. styrks bjá Alþingi til að gera út tvö skip til að leita að fiskimiðum við Grænland á komandi sumri; sé annað skipið botnvörpungur, hitt ifnuveiðaskip. — Fimm manna nefnd kosin til að fhuga skilyrði fyrir rfkisrekstri á sfldaibræðslu og útfiutn- ingi þeirra afurða. — Fundarmenn sammála um, að auka beri landhelgis- gæzluna og að íslendingar sjálfir smfð- uðu strandgæzluskip, sem svipaðast togara, en hraðskreiðara. Norskt kolaskip að nafni »Zeus«, sem lagði af stað frá Englandi 26. f. m. hefir ekki komið fram. Talið af. Rakovsky, sendiherra Rússa f Lond- on, segir 11 milljónir manna f Rúss- landi lfða hungur, vegna þess að bændurnir vilji ékki afhenda stjórn- inni kornið. Vilja heldur brugga úr þvf brennivfn. Stjórnin hefir f hyggju að taka aftur einkasölu á brennivfni. Afvopnunarráðstefna ráðgerð f Was- hington. Rvfk 25. febr. Stórveldin lofá Coolidge að taka þátt f Washington-fundinum, nema Frakkland er enn á báðum áttum. — /\ðalfundur Kaupfélags Eyfirðinga verður haldinn á Akureyri, í Samkomuhúsi bæj- arins, þriðjudaginn og miðvikudaginn 17. og 18. marz n. k. og hefst kl. 11 árdegis fyrri daginn. Fyrir fundinum liggur svohljóðandi DAGSKRÁ: 1. Kjörbréf fulltrúa. 2. Framlagöir reikningar félagsins fyrir Iiðið ár og skýrt frá starf- semi pess. 3. Tekin ákvörðun um skiftingu ársarðsins. 4* Útibú félagsins i Dalvík. 5. Samband ísl. samvinnufélaga; 6. Breytingar á sampyktum félagsins. 7. Erlndi deilda^ 8. Framtíðarstarfsemi félagsins. 9. Onnur mál, sem fram kunna að verða borin. 10. Kosning starfsmanna. Akureyri, 24. febrúar 1925. f. h, félagsstjórnarinnar Vilhjálmur Þór. »Fánamenn«, sem er stærsta félag f Þýzkalandi og hefir 4 milljónir méð- lima hefir á aðalfundi sfnum f Msgde- burg heitið að vernda núverandi stjórn- skipulag Þýzkalands. Austurrfskir full- trúar kveða Austurrki vilja saméinaBt Þýzkalandi. Umræðum um afnám tóbakseinka- sölunnar var f gær freetað enn f Nd., þriðji umræðudagur. Margir þingménn búnir að tala sig dauða. Er búist við að atkvæðagreiðsla fari fram við næatu framhaldsumræðu. Frumvarpið um varalögreglu var tekið af dagskrá f gær en er aftur á dagskrá f dag. Fylia, enskt herskip, tveir fslenzkir og tveir enskir togarar halda áfram leit, að hinum týndu togurum og halda að þessu sinni vestur undir Græn- land. — Skip strandaði < Grindavfk á sunnudagskvöldið. Hefir sennilega verið togari. Virtist þsð vera mannlaust, en hafði öll Ijós uppi, Komst það aftur á flot, en barst enn á flúð og virtist þá fyllast af sjó að framan. Voru þvf gefnar gætur til kl. tvö um nóttins, en ékkert varð að gert. Næsta dag var skipið gersamlega hoifið. Tvo ómerkta björganarhringsbúta hefir rekið. Sennilega vanta nú auk Leifs og Roberts 2 enska og 6 þýzka togara hér við land. A víðavangi. íslenzkur Mussolini? Nýlegir at- burðir benda talsvert f þá átt, að á bak við suma þeirra standi maður, Scm hafi löngun, til þess að gerast fslenzkur Mussolinl og að hann hafi um sig talsverðan liðstyrk, sem sé fús að styðja hann til stjórnlagarofs (Stats kup). Nýlega neitaði fjármála- ráðherra Jón Þorláksson að stofna Landbúnaðarlánadeildina við Lands- bankann, en fyrir þvf voru skýlaus lagafyrirmæli sfðasta þings. Hann taldi að ekki væri unt að leggja f landbúnaðarlán lU milljónar kr. næsta ár. Jafnframt var kunnugt, að verið var að gera innkaup á um 10 nýjum togurum, sem að kaupsverði og rekst- ursfé samanlögðu krefjast h&tt upp f tug milljóna króna veltufjáraukningar handa sjávarútveginum. Átvinnumála- ráðherran var nógu þægur, til þess að verja þetta lagarof Jóns Þorlákssonar opinberlega. En létt á eftir gugnaði Jón Þorláksson við þessa ofbeldistil- raun gegn þingi og þjóð og stofnaði deildina 7 dögum fýrir þing! Hann mun hafa séð, að öll togarakaupin f hans eigin iiði veiktu aðstöðu hans, til þess að kúga bændur. En svo kemur tillagan um Rfkislögregluna. Það væri ekki svo óhentugt fyrir mann, sem virðist búa yfir mikilli löngun, til að taka f sfnar hendur völd þingsins, að hafa herliði á að skipa. Þá gætum við fengið fslenzkan Mussolini og fslenzka »svartliða« og nýja Sturlungaöld f landinu. Björn Lfndal »situr meö það«. Fyrir nokkru lýsti Dagur Björn Lfn- dal alþm. opinberan ósannindamann að ummælum, sem hann lét falia á þing- málafundi hérna < bænum um afstöðu jónasar jónssonar §. landskj. þm. til kettollsmálsins. Björn L'ndal endurtók ósannindin f íslendingi og kvaðst mundu brátt færa sönnur á staðhæfingu sfna. S'ðan fór hann til þings, þar sem ætla mætti að sannanir lægju frammi, ef nokkrar væru. Þegar hann kom suður, birti Jónas Jónsson áskor- un f Tímanum, þar sem hann skoraði á Björn Lfndal að færa sannanir fyrir staðhæfingunni ef hann hefði sagt þetta allsgáður. Síðan hefir Björn Lindal þagaðJ Af þögninni virðist mega ráða að Björn Lindal hafi leyft sér áð skýra bjósendum rangt frá gerðum þingsins, þar sem hann var einn til frásagnar. Að hann hefir gert það allsgáður, er ekki líklegt, en það verður óleyst gáta. Frá Heilsuhælisfélaginu. Á fundi stjórnar og framkvæmdanefndar, sem haldinn var á mánudagskvöldið, voru gerðar þessar ályktanir: 1. Að fela formanni að tala við húsameistara rfk- isins og rfkisstjórnina og reyna til að fá húsameistarann hingáð norður til að undirbúa málið. 2. Að sénda þing- inu erindi, þar sem beiðni um fjárveit- ingu væri rökstudd, en að undiibúa málið mað sfm&keytum til þingsins. 3. Að hefja undirbúning til fjátsöfnunar f landinu, einkum norðan lands, og koma henni fyrir á þann hátt áð gengið yrði heim á hvert heimiii og menn látnir skrifa sig fyrir árstillögum. Er mikil þörf á að þau verði rffleg og viðbragð manna snögt, þvf að á þvf velta að nokkru undirtektir þingsins, þar sem Herbergi lil leigu frá 14. maf næstkomandi, f húsinu >Sólgörðum« f, Brekkugötu. Rúmgóð og sólrfk stofa með miðstöðvarhitun og iftið svefnherbergi. Böðvar Bjarkan. Til leigu. 3gja herbergja íbúð, i húsinu Brekku- götu 2. Halldór Ásgeirsson. Nokkrar ódýrar grammófón- plötur, hefi eg enn óseldar. Jón t»ór, Norðurgötu 3. farið verður fram á fjárveitingu til jafns á móti alménnum fjárframlögum. Formaðurinn hefir skýrt blaðinu frá, að undirtektir forsætisráðherrans og húsameistara rfkisins hafi orðið góðar og megi gera sér vonir um, að húsa- meistarinn komi hingað norður með fyrstu ferð. Frá Alþingi. Ekkert hefir verið gert þar sfðustu daga nema deilá um afnám einkasölu á tóbaki. í gær var frumv. samþ. til 2. umræðu með 15 atkv. gegn 12. Sjálfstæðismenn fylgja íhald- inu nema Magnús Torfason. Árni Jóns- son var fjarverandi og Magnús Guð- mundsson tók það fram að hann greiddi frumv. átkvæði til 2. umræðu. Úrslitin óvfs. Varalögreglan til umræðu f dag. Talið lfklegt að hún verði kveðin niður við 1. umræðu. 1 efri deild hefir enn ekkert gerst sögulegt. Þár kemur brátt tii umreðu frumv. um Landsbankann,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.