Dagur - 12.03.1925, Blaðsíða 2

Dagur - 12.03.1925, Blaðsíða 2
42 DAQUR 11. tbl. geri sveitabændum og grasbýlismönn- um fært að byggja upp niðurnidd býii og nema ný lönd. Stofna skal landnámBsjóð, er fái tekjur sfnar af skattlagningu á einstaklinga og gróða- félög er hafi yfir 20 þús. kr. skatt- skyldar tekjur eða 30 þús. kr. skatt- skyldar eignir. — Enginn þingfundur var f gær. F r é 11 i r. Frá Heilsuhælisfélaginuí Stjórn og framkvæmdanefnd félagsins héidu sameiginlegan fund með sér á mánu- daginn var. Framkvæmdanefndin skýrði frá störfum sfnum. Hafði hún skift með sér verkum við fjársöfnun og fé- lagaskráningu f bænum. Ennfremur hafði hún undiibúið samskonar fjár- söfnun f sveitum. í bænum höfðu safn- ast um 18.500 kr , þegar með er talin rausnargjöf þeirra hjóna, Jakobs Karis- sonar og konu hans. Þá höfðu Saur- bæjarhreppsbúar brugðið við, stofnað deild með yfir 300 félagsmönnum og safnað um 1600 kr. Alls er félagatal orðið 1500. Fjársöfnun er ekki iokið á þessum umræddu stöðum og er f byrjun annarsstaðar. Formaður skýrði frá þvf, að máiið hefði verið unditbúið f hendur þingsins með rökstuddu er- indi og sfmskeytum og eru undirtektir ýmissa einstakra þingmanna góðar. Þá skýrði hann frá þvf, að stjórnin hefði afráðið að sækja um fjárveitingu til sýalu- og bæjarsjóða hér norðanlands. Var slfkt bréf lagt fram á fundinum og samþykt. »A fundinum mætti stjórn »HeiIsuhælissjóðs Norðurlands«, og lýsti hún yfir, samkvæmt áður gerðu samkomulagi um leið og Heilsuhælis- félagið var stofnað, að Heilsuhælis- sjóður sá, sem safnast hefir undir um- sjón >Sambands norðlenzkra kvenna< skuli hér eftir falla undir umráð Heilsu- hælisfélagsins og útborgast til stjórn- ar félagsins hvenær sem krafist er, þó ekki fyrri en byrjað vetður að reisa hið fyrirhugaða heilsuhæli.« Sámkomuhús ætla að byggja f samlögum templarar og U. M. F. Ak- ureyrar. Það á að standa vestan megin Hafnarstrætis, skamt utan við hús Arthurs Gook. Húsið á að verða 14 X24 álnir að stærð og 3 hæðir. Efsta hæð verður nær öll samkomusalur er þessi tvö félög nota til fundahalda sinna og samkvæma. Á miðhæðinni verður íbúó umsjónarmanns hússins og veitingasala. Á neðstu hæð verður baðhús, sem félögin ætla að opna til almennra nota bæjatbúa og er þess vænst, að menn vilji láta baðast. Þá verður þar og veikstofa fyrir tréskuið- arnámsskeið og annað þessháttár. Loks verður þar fþróttasalur. Bæði félögin áttu nokkurn sjóð. Sjóður U. M. F. A. á með vorinu að verða orðinn 8000 kr. Sjóður templara er 12000. Bæði fétögin safna þvf, sem til vantar, með lánum og fjárframlögum innan sinna vébanda. Á næst sfðasta fundi U. M. F. A. lánuðu félagsmenn 10 þús. kr. og gáfu 2000 til byggingarinnar. Lán- in eiga að endurgreiðast á næstu 10 árum og standa með 5% vöxtum. Húsið á að koBta 47 þúa. kr. 0nnur húsbygging. Oddfellowar og Verzlunarmannafél. Ak. ætla að byggja hús f samlögum á gatnamótum Oddeyrar- og Brekkugötu. Hús þetta verður funda- og samkvæmishús þess- ara félaga. Að öðru leyti er blaðinu ókunnugt um skipulag þess. Fer nú að sneiðaat um tekjur Samkomuhúss bæjarins, Kvöldskemfun ætla stúlkurnar f U. M. F. A. að hálda næstkomandi langardags- og sunnudagskvöld til ágóða fyrir húsbyggingarsjóðinn. Verð- ur þar margt til skemtunar: Gaman- leikurinn »Kammerherrann,« tvfsöngur karla (Gunnar Magg og Siggi Odd ), skrautleikur: »í höll Ægis og Ránar« eftir Jðn Sigurðsson. A þár að verða saman komið skáldskapur og fagur umbúnaður á leiksviði f búningum og skrauti. í leiknum er og dans, söngur og hljóðfærasláttur. Fleira verður þarna til skemtunar. Ný kvikmyndahús? Á bæjar- stjórnarfundi þriðjudaginn 3. þ. m. voru veitt tvö leyfi, til þess að setja upp kvikmyndahús hér f bænum. Önnur leyfisbeiðnin var frá félagi, sem nefnist »Nýja Bft5« og voru undirrit- aðir Jón Þór málari, Aðalsteinn Tryggva- son rafyrki og Jón Sigurðsson mynda- smiður. Hinir leyfisbeiðendur voru Anton Jónsson útgerðarmaður, Einar J. Reynis verzlunarmaður og Páll Skúlason kaupmaður. Báfsfapi. Enn berast fréttir um mannskaða á sjó. Bátur, eign Rolf Jóhansens á Reyðarfirði, fór frá Reyðar- firði fyrra miðvikudag á leið til Horna- fjarðar og hefir ekki komið fram. Er hann talinn af. A bátnum voru, að sögn, 7 manns. Frá Alþingi. Auk þess sem frá er skýrt f afmskeytunum er þetta helzt að frétta. Talið er að fjárhagsnefnd Nd. muni klofna f öllum þessum mál- um: Frumvarpinu um dýrtfðaruppbót, frv. um breytinguna á skattalögunum og frv. um afnám einkasölu á tóbaki. — Stjórnin leggur fram tillögu um byggingu á nýju strandvarnarskipi, sem á að kosta um 700 þús, kr. Verð- ur það lfklega samþykt. — Nefnd sú, sem skipuð var á sfðasta sumri til þess að athuga um byggingu kæli- skips, hefir klofnað og lagt fram álit f tvennu lagi. Meiri hlutinn, E. Nielsen, Carl Proppé og Halldór Þorsteinsson skípstjóri leggja fram stutt álit og ráða frá að nokkuð sé aðhafst. Minni hlutinn, Tryggvi ÞórhallsBon og Jón Arnason leggja fram ftarlegt og mjög rökstutt álit i málinu. Sýna þeir fram á verðmuninn á saltketi og frystu og kældu keti og að slfk tilbreytni myndi verða drjúg lyftistöng fyrir landbún- aðinn. Leggja þeir til að þegar sé hafist handa og að ríkissjóður láni (é til býggingar fshúsa til og frá á út- flutningshöfnum landsins. Skipafregnir. Goðafoss kémur að lfkindum á morgun á leið vestur um. Mætir Suðurlandi á Vestfjörðum. Is- land kemur á laugardagsmorgun á leið frá Rvfk til útlanda. Díana á að koma þann 17. þ. m. á leið vestur um til Rvfkur. A víðavangi. »Caroline Resf«. Forstöðunni við þetta gistihús hefir verið sagt lausri. Húsið er komið f niðurnfðslu svo að vansæmd er að. Síðastliðið sumar skrifaði Steingr. Matthfasson, héraðs- læknir grein f Dag um húsið og kall- aði það vera »Til skammar bæ og bygð«. Akureyrarbær tók við þessari stórmannlegu gjöf af erlendum dýra- vin höfðinglyndum, gegn þvf að reka það þannig, að sómi væri að og f samræmi við tilgang þess. En svóna er nú komið. — Nefnd sú, er hefir umsjá með húsinu, hefir hugsað sér, að koma nú verulegri umbót til leiðar. Er þá tvent, sem hún hygst að gera. í fyrsta lagi að fá nokkurt fé, til þess að lagfæra það, sem gengið er af sér og búa betur um f hesthúsinu, en áð- ur hefir verið. í öðru lagi að koma rekstri hússins þannig fyrir framvegis, að eigi sæki f sama horfið aftur. Hið fyrsta, sem gera þarf, er að fá féð og það verður að fást. Samkvæmt upp- runa hússins ber bænum einkum skylda til að bæta úr göllunum. Ó- neitanlega virðist nokkuð til f þvf, að eigi beri öðrum fremur að sjá hest- um fyrir húsaskjóli en eigendum hestanna. Bezta úrlausn málsins væri sú, að bær og sýsla legðu nú fram f eitt skifti fyrir öll það, sem til þarf svo að húsið komist aftur f sæmilegt lag og að það sé sfðan rekið þannig að það beri sig, þvf húsið á ekki að vera lfknarstofnun, heldur þrifalegt athvarf manna og málleysingja rekið á mannúðlegan hátt. »Rík'lSva!d« heitir ritstjórnargrein f 11. tölubl. íslendings, sem ritstjór- inn hefir ekkl skrifað. Er þvf fremur afsökunarvert að hún er f sumum efnum f algerðu ósamræmi við það, sem ísl. hefir áður haldið fram um rfkÍBlögregluna. Þar er þess getið, að Alþýðuflokksblöðin hafi haldið þvf fram, að varalögreglan ætti að verða vopn f höndum »auðvaldsins« »f hinni óum- flýjanlegu baráltu um* launakjör og stjórnmál«.* Þetta segir íslendingur að sé >einhver sú mesta endemis fjar- stæða, sem nokkru sinni hefir sést á prenti.« En einmitt þessu sama hefir íslendingur haldið fram. Og það er heldur ekki langt sfðan. í 8. tbl. ísl. þ. á., stendur að með þessari rfkis- lögreglu eigi að tryggja mönnum »fullkomnari vörð um það þjóðskipu- lag, sem hið íslenz'ra rfki byggist á.« En nú snýst hin »óumflýjanlega bar- átta« um »stjórnmál« einmitt um það, hvort breyta skuli þjóðskipulaginu Og það á að koma f veg fyrir slfkar breytingar með rfkislögreglu eftir þvf, sem ísl. segir. Alþýðuflokksmenn vilja breyta, hinir ætla að hamla breyting- um með valdi. Hvað er þetta annað en að með rfkislögreglunni eigi »að gefa »auðvaldinu« vopn f hendur gegn alþýðu landsins, f hinni óumflýjanlegu baráttu um . . . stjórnmál««, en sem íslendingur segir að »sé sú mesta endemis-fjarstæða, sem nokkru sinni hefir sést á prenti«. Og f sama blaði tekur ísl. skarið af og segir: »Og þeir * Leturbreytt hér. — Ritstj. mennirnir, sem nú hamast mest á móti þessu frumvarpi og eru að reyna að gera það ægilegt f augum almenn- ings, eru mennirnir, sem með atbæfi sfnu hafa knúð frumvarpið fram — kommunistarnir eða ójafnaðarmennlrnlr fslenzku.« Hér segir íslendingur f 8. tbl., að rfkislögreglan eigi beinlfnis að verða vopn gegn gerbreytingamönnum >f hinni óumflýjanlegu baráttu um . . . stjórnmáU, en f n. tbl. segir hann að þetta sé »einhver sú mesta endemis fjarstæða, sem nokkru sinní hefir Bést á prenti*. í sama blaði er svo verið að benda á mótsagnir hjá Tímanum og Degi f þessu máli. Fyrir sitt leyti getur Dagur svarað þvf, að hann hefir jafnan verið með þvf, að lögregluvaldi væri röggsamlega beitt hér á landi. Má benda á ýmislegt f Degi þar að lútandi, til dæmis um aukna lögreglu á Siglufirði. En hann verður aldrei fylgjandi stóru rfkislög- reglnbákni, og sfzt þegar tilganginum er lýst á þá leið, sem ísl. hefir gert, en sem blaðið hefir nú sjálft dæmt »mestu endemis-vitleysu*. En meðal annára orða: Hvað er að matka af þvf, sem stendur f slíku blaðif Rökvísl og náttúrufræði. Þegar þeir leggja saman ritstj. Mbl. og ísl. má búast við að veigur verði f fræðsl- unni. í 8. tbl. vftir ísl. mjög þá hótun verkalýðsfélaganna, að þaumunu setja upp liðsveitir gegn væntanlegri rfkis- lögreglu, ef hún nái fram að ganga og segir sfðan: »Þessi hótun komm- únista forsprakkanna ætti að tryggja varalögreglufrumvarpinu greiðan gSng f gegnum þingið, þvf hún sýnir betur en nokkuð annað nauðsynina, sem er á þesskonar lögreglu.* í rauninni eru rökin þessi: Ekkert sýnir betur nauð- synina á þvf að stofna til mannvfga heldur en það, hvað auðvelt það ætlar að reynast I í Mbl. 12. febr. sfðastl. stendur um eyjuna Mauritius f Indlands- hafi þessi klausa: »En svo er háttað með eýju þessa, að hún var svo til óbygð af ferf. kvikindum, er menn bar þangað fyrst að landi; nema hinn vængjalausi dúdúfugl var þar, er menn hafa hvergi annarsstaðar fyrirhitt f heiminum.« í færri orðum: Eina fer- fætta kvikindið, sem bygði eyju þessa, þegar menn komu þangað, var fuglinn dúdú. Má þetta teljast góð heimild fyrir náttúrufræðinga framtfðarinnar; enda er Valtýr sonur eins bezta nátt- úrufræðings, sem þetta land hefir alið. Olnbogabarnið. Landbúnaðurinn má teljast olnbogabarn fslenzkra banka og rfkisstjórnar. Lftum á nokkur rök. í árslok 1919 er, samkvæmt reikningí íslandsbanka, útistandandi af fé bank- ans f fasteignaveðlánum rúmlega 700 þús, kr. Þar af vitanlega aðeins sumt f landbúnaðarlánum. En útistandandi vfxlaskuldir hjá bankanum og útibúum hans voru nær 32 milljónir króna og vafalaust langsamlega mest eða nær alt f sjávarútvegi og verzlun. Þá stóð blástur f segl braskaranna og bankarnir voru ósinkir á lánin. »Fisk- hringurinn« fékk 8 milljónir, til þess að kaupa fisk smáútgerðarmanna til stórgróðaspekulationa nokkurra manna f Rvfk, en sem mishepnuðust svo, að

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.