Dagur - 19.03.1925, Blaðsíða 2

Dagur - 19.03.1925, Blaðsíða 2
40 DAOUR 12. tbl. Nathan & Olsen. Eins og að undanförnu útvegum við: Noregssaltpéfur. Chilesaltpétur. Superfosfat. Kali og annan tilbúinn áburð. Þar eð það er mjög takmarkað, sem hægt er að fá af Noregssaitpétri, er mjög áriðandi að fá pantanir hið allra fyrsta. skipam. — Sjö frv. um breytingar á vegalögunum feldar. Óalóháskóli býður þeim Sigurði Nordal og Jóni Helgasyni magister að flytja fyrirlestra við háskólann næsta vetur, sinn vetrarhelminginn hvorum. Stjórnin heflr skipað Þingvallanefnd, til þess að undirbúa hátfðahöld 1930. 47 þúsund krónur hafa safnast til ættingja sjódruknaðra manna. Franskur togari kom inn til Vestmannaeýja í fyrradag með sex slasaða skipverja. Einn þeirra var dáinn, er læknir kom á skipsfjöl og annar dó litlu slðar. Hinir eru á batavegi. Mennirnir urðu fyrir vfrstrengjum skipsins. Frá ElsasS'Lothringen og Parfs er sfmað að fjandskapurinn milli kaþólsku kirkjunnar og stjórnarinnar magnist. Frá Washington er sfmað að Banda- rfkjamönnum geðjist vel að þvf, að Chamberlain fráhverfíst Genf-samþykt- inni. Halda þeir, að afvopnunaráform- um CoIIidge forseta blasi þá byrlegar. Útflutningur fslenzkra áfurða f fe- brúar nam 5 milljónum og tæpum 200 þús kr. Aðalfundur Búnaðarfél. QarOa- og BessastaOahrepps. Hinn 25. febrúar hélt Búnaðarfélag Garða- Og Bessastaðahrepps aðalfund sinn þ. á. Fyrst skýrði formaður frá starfsémi félagsins sfðastliðið ár. Dags- verkatalan var alls f félaginu yfír árið 2510 eða um 80 dagsverk á hvern félagsmann. Auk þess hafði félagið á árinu stofnað sjóð með 3300 krónum. Er þeim sjóði ætlað að vaxa þar til hann er orðin 25 þúsund krónur, en þá skal verja vöxtunum til styiktar þarfafyrirtækjum f þessum sveitum. Úr sjóðnum er lánað fé til áburðar- kaupa og ný-yrkju. Höfðu á árinu verið lánaðar 16 hundruð krónur til áburðar- kaupa og 400 krónur tit ný-yrkju. Eru lánin til áburðarkaupa veitt til 6 mánaða, en hin til lengri tfma. Lánin eru veitt með 1% lægri vöxtum heldur en bankavextir eru á hverjum tfma. Sjóður þessi var myndaður með frám- lagi rfkisjóðs eftir dagsverkatölu félags- manna nokkur ár og með samskotum meðal félagsmanna. Auk þessa átti félagið 1 sjóði um 400 krónur. Þá hafði félagið gengist fyrir þvf á árinu, að ráða mann með hesta og verkfæri til að plægja og herfa, útvegað félags- mönnum útl. áburð með sem beztum kjörnm og styrkt sauðfjársýningu á féiagssvæðinu með 50 krónum. Þá var ákveðið fyrir næsta ár, að útvega plægingamann, að gangast fýrir káup- um á tilbúnum áburði, að stofná naut- griparæktarfélag á búnaðarfélagssvæð- inu, að kaupa eitthvað af jarðyrkju- verkfærum, ef þörf krefði, að veita ált að 100 krónum til verðláuna á nautgripasýningu og að veita lán úr sjóðnum til áburðarkaupa og ný yrkju. Þá Gekk félagið f félagið >Landnám« með 20 króna árgjaldi. Ýms fleiri mál komu til umræðu. í lok fandárins hélt Sigurður Sigurðsson búnaðarmála- stjóri fyrirlestur um jarðyrkjn og notkun áburðar. 6. marz 1925. Jón H. Þorbergsson. formaður félagains. »A t h u g u 11.« Svo nefnist hann maðurinn, sém ritar f sfðasta tb). Verkamannsins kerskisgrein um Heilsuhælismálið. Greinin er rituð af óvildarhug til rit- stjóra Dágs út af þessu máli. Fáir munu vilja gera slfkt mál, sem Heilsu- hælismálið að persónulegu óvildarmáli. Þó er hér einn, sem er við þvf búinn og einn ritstjóri, sem hefír lagt það eitt til þesBa máls, að birta um það þessa skætingsgrein. Ritstjóri Dags telur sig ekki þurfa að bera skjöld fyrir sig f þessu máli og sfzt fyrir þessu skeýti, þvf að það geigar bjá markinu. Það vill svo vel til, að rit- stjóri Dags þekkir, hver á þetta sora- mark hieppapólitfkurinnsr. Þessvegna yrði vörnin hæg, ef hennar gerðist þörf. Ritstjóri Dags álftur að hreppa- pólitfk eigi ekki að koma til greina og sfzt f þessu máli, sem þarf að ráða til lykta með heill ófæddra kyn- slóða fyrir augum. Þessvegna vill hann ekki svara greininni frekar, en telur miður farið að hún er fram komin og að hún sé höíundinum til lftits sóma. En greinina hefir skrifað Bergsteinn í Kaupangi. Stutt athugasemd. í »greinargerð< Benedikts Blöndals kennara f 6. tbl. Dags þ. á. segir svo, að eg hafi tilkynt honum þáð vorið 1923, að eg léti ekki kenslu hans atskiftalausa framvegis, vegna þess að hún fœn íöfuga átt við aðra kenslu í skólanum.* Þetta er ekki rétt að öðru en þvf, að eg hefi óskað þesB, að hann veitti nemendum sfn- um nokkru meiri fræðslu nm einstök dýr og jurtir en verið hafði áður (sbr. skýrslur skólans) og haldið þvf fram, að skólastjóri hefði (hlutunar- rétt um það, hvað kent væri. Úr þvf að eg tek mér penna f hönd á annað borð, vil eg geta þess, að við prentun á grein minni f Degi mun orðinu »aðeins< ófyrirsynju hafa verið bætt inn í setninguna, »að þeir séu komnir f skólann til þess að verða vaktir<. Geta menn nú borið hugmynd mfna um skoðun hr. B. Bl. saman við greinargerð sjálfs hans og dæmt um það, hvort eg hafi rangfært. Ásmundur Quðmundsson, Aths. Dagur vilt ekki kannait við, að hafa >ó(yrirsynju< bætt orðinu >aðeins< eða yfirleitt neinu orði inn f grein skólastjórans f prentun. Próförk var borin nákvæmlega saman við hand- ritið. Rilstj. * Leturbr. mín. Á. G. Caroline Rest. í 11. tb). Dags er grein um þessa stofnun, Þar sem farið er að ræða um hana opinberlega, vildi eg fá að gera dálitla athugasemd við ýmislegt, sem sagt hefir verið. Þvf er haldið fram, að húsið sé >komið f niðurnfðslu, svo vansæmd sé að< og Steingrfmur læknir telur húsið »til skammar bæ og bygð. < Þessi lýsing gat ekki slður átt við 1918, er við tókum við húsinu; þá mátti heita að hvert einasta berbergi læki og einn af þeim mönnum, sem þá sat f stjórnarnefnd og átti að sjá um að húsið ekki yrði »til skammar bæ og bygð,< var enginn annar en vinur minn, Steingrfmur læknir. Stofnunin hefir verið vanrækt af þeim, sem helzt bar að sjá fyrir hénni. Meðan hún var nær éina gisti- húsið f bænum og alt var nýtt f hús- inu veitti bærinn henni 500 kr. styrk á ári. Þegar alt var farið að ganga af sér og samkepnin farin að aukast vegna nýrra gistihúsa, var stofnunin svift þessum styrk (1919) Ekkert var hugsað um að gera húsið samkepnis- fært; inngangseýri var haldið óbreytt- um, þó öllum væri auðsætt að hann væri ekki viðunanlegur; harðar madress- ur og þunn yfirteppi bjóða lúnum ferðamönnum litla hvfld, en þvf hefir aldrei verið neitt breytt. Reykháfarnir eru of lágir, svo oft fyllist alt af reyk, þilin í ibúðinni óstoppuð, vatn fer f gegnum flesta múra að heita má; svona var nú frágangurinn upphaflega og f þau 7 ár, sem eg hefi verið hér, hefir engin breyting fengist á þessu. Það er þvf f raun og veru merkilegt, að stofnunin skuli þó hafa borið sig, eins og hún hefir gert, þegar hún er f öllu orðin langt á eftir kröfum tfmans. Nú þarf mikil bieyting á að verða og er búið að bfða alt of lengi. Það þarf fé til og ef eg þekki bændur hér rétt, þá munu þeir ekki kæra sig um að láta Akureyrarbæ gefa sér, en flestir þeirra munu sjá hverjar skyldur þeir þó eiga við þessá stofnun. Það þarf ekki að koma húsinu »aftur f sæmilegt lag,< þvf það hefir aldrei verið sæmilega frá þvf gengið, heldur gera það miklu betur úr gárði en það hefir verið, ef það á að vera sam- kepnisfært og boðlegt mönnum og málleysingjum. Olgeir Júlíusson. F r é t f i r. Frá Heilsuhælisfélaginu. Húsa- meistari rfkisins kom með íslandi sfðast og fór aftur með Dfönu f fyrri- nótt. Ásamt stjórn og framkvæmda- nefnd félagsins athugaði hann nokkra staði hér f grendinni, þar sem til mála gæti komið, að reisa fyrirhugað heilsubæli. Mun húsameistari láta uppi álit sitt, eftir að hann hefir unnið úr athugunum sfnum og verður þá tekin endanleg ákvörðun. Félagið hefir hald- ið áfram íjársöfnun og undirbúningi fjársöfnunar. Enn hefir það skrifað landlækni um málið. Verður eigi unt að hefja framkvæmdir fýr en heyrist um góðar undirtektir þingsins og á- kvörðun verður tekin um staðinn. Höfðinglegar gjafir. Þau hjónin Einar Stefánsson skipstjóri og Rósa kona hans gáfu 1000 kr. f Heilsu- bælissjóðinn. Sonur og stjúpsonur þeirra Magnús Aðalsteinsson frá Grund gaf sömuleiðis 1000 kr. Leikfélag Akureyrar afhenti ný- lega gjaldkera Heilsuhælissjóðsins kr. 1 764 49, sem er ágóði af leiksýning- um Dóma, samkvæmt þvf er áður var auglýst. Má þeBsi gjöf teljast mjög rausnarleg þegar á það er litið hvað þelta félag er fátækt og á erfitt uppdráttar. Ekkert félag f bænum mun leggja sig meira fram én Leik- félagið, til að ná tilgangi sfnum. Margt af fólki teggur feikna mikla vinnu fram ókeypis f þágu leiklistar- innar og oft með mjög góðum ár- angri. Það er ástæða til að tjá Leik- (élaginu þökk fyrir óeigingjarnt og mikið starf og um leið fyrir gjöfina f Heilsuhælissjóðinn. Jón Sigurðsson frá Yztafelli kom nýlega úr fyrirlestraferð um Húnavatns- og Skagafjarðarsýalur. Greiddist vel för hans um Skagafjörð en f Húnavatnssýslu hömluðu óveður samkomum að nokkru. Dagur væntir þess að geta sfðar flutt nánari fregn- ir af þessari för Jóns. Díana kom á þriðjudaginn og fór aftur í fyrrinótt áleiðis til Reykja- vfkur. Meðal farþega voru: Húsa- meistari rfkisins, Guðjón Samúelsson, Steingrfmur Matthfasson læknir og frú, Haraldur Björnsson, frú Vilhelm- fna Sigurðardóttir o. fl. Slys. Húsfreyjan f Kaupangi, Ingi- björg Sölvadóttir, fótbrotnaði f gær- kvöldi. Hún var á leið frá Akureyri heim til sfn, er hestur féll með hana, og hlauzt af þyí slys þetta.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.