Dagur - 02.04.1925, Síða 3

Dagur - 02.04.1925, Síða 3
14. tbl. DACJUR 55 íégurðar ein af þeim mýndum, sem menn gleyœa seint og einkum verður hún íslendingum minnisstæð. Fjallafarar. Nýlega lögðu fjórir Reykvfkingar upp úr Eyjafirði suður yfir fjöll fótgangandi og á skfðum. Þeir breptu stórhrfð undir Hofejökli og teptust þar f 40 klst. Annars gekk ferðin vel og þeir komu heilu og höldnu ofan f bygð sunnan lands i föstudaginn var. Tveir af mönnunum voru Norðmenn, er hétu Möller og Bsrnhard Petersen. Hinir voru íslend ingar úr íþróttafélagi Reykjavfkur. En ekki veit blaðið um nöfn þeirra. Bæjarsfjóri Jón Sveinsson kom heim úr siglingunni með D'önu sfðast. Hann hefir dvalið erlendis nokkra mánuði og kynt sér sveitarstjórnar- löggjöf. Sýslufundur Eyjafjaröarsýslu stendur yfir hér f bænum um þessar mundir. Fyrir fundinum liggur fjár- beiðni frá Heilsuhæiisfélaginu og er vikið að henni annarstaðar f blaðinu. Bændanámsskeið hafa verið haid- in hér norðanlands, að tilhlutun Bún- aðarfélags Islands og Ræktunarfél. Norðurlands. Hafa þau verið á Hólum f Hjaltadal, f Svarfaðardal, Grýtubakka, Kaupangri og hið sfðasta verður hald- ið f Húsavfk næstu daga. Fyrirlestra hafa haldið ráðunautarnir Árni Ey- land, Metúsalem Stefánsson og Sig- urður Sigurðsson. Ennfremur Hall- grfmur Þoibergsson fjárræktarfræðing- ur og Ólafur jónsson framkvæmdastj. R. Nl. Fleiri hafa og flutt erindi á námsskeiðunum. í sambandi við fyrir- lestrana hafa veiið haldnir umræðu- fundir. Frá Heilsuhælisfélaginu. Eins og Alþingisfréttir greina frá, er talið vfst, að Aiþiugi veiti hið umbeðna fé til hælisbyggingarinnar, en skifti fjárveit- ingunni niður á tvö ár og er það, eítir atvikum viðunandi, þvf að vænta má að hælisbyggingin standi yfir f tvö ár. Fjárbeiðnir liggja og fyrir sýslunefnd- um og bæjarstjórnum hér norðanlands. Vonandi verða undirtektir þeirra góðar og rausnarsamlega vikist undir þá nauðsynlegu kvöð. Þessháttar fjár- beiðnir verða ekki tfðar en stórkost- lega biýnar. Meðan verið er að hlaða þennan varnármúr gegn yfirgangi tær- ingar og gegn sýkingarhættunni, sem vofir yfir börnum þessara landshluta, ættu engar fjárkvaðir að eiga greið- ari gang að fjáihiiztunum. Á héruðun- um hvflir þessi varnarskylda öltu frem- ur en á þeim einstaklingum, sem þó gefa þúsundir króna til hælisins. — Gert er ráð fyrir að húsameistari sendi brátt álit sitt um stað fyrir hælið og verða þá teknar ákvarðanir og undir- búningur framkvæmda hafin. A víðavangi. Iðnsýningirj á Akureyri- Efns og áður hefir verið auglýst hafa Heimilis- iðnaðarfél. Noiðurlands og Iðnaðar- mannarél. Akureyrar bundist Bamtökum um að gangast fyrir iðnsýningu á Akureyri á næstkomandi sumri. Er ætlast til að sýningin verði f tveim aðaldeildum. í annari verður verksmiðju- framleiðsla og munir unnir af iðnlærðum mönnum en f hinni allskonar heimilis iðnaður. — Tilgangur þessarar sýn- ingar, eins og allra annara, á að verða aðalega tvenskonar. í fyrsta lagi að sýna, hvað þjóðin getur unnið af þeim munum og áhöldum, er hún þarfn- ast til eigin nota. Og f öðru lagi að sýna listhegurð þjóðarinnar. Þvf má vænta, að á sýningunni verða margir munir, gagnlegir munir og iagtlr munir. Þarf að legpja mikla áherzlu á báðar hliðar, hina listrænu og hina hagnýtu og þó eigi minni á hina sfðarnefndu, með þvf að margt af heimiiÍBÍðnaði þjóðarinnar stefnir öllu meira f þá átt að mega teljast listföndur. Þjóðinni er mjög áfátt f gagnlegum verkbrögðum. Hún er stóikostlega háð útlendingum um kaup á búsáhöldum, klæðnaði, húsgögnum og hfbýlaskrauti. Sú hlið á uppeldi þjóðarinnar, að kenna fólkinu verkbiögð og sjálfsbjargar- athafnir, er vanrækt af öilum skólum landsins. Aftur á móti er óhemju- mikilli orku eytt til ónýtis f bóklegt nám. Einstakir menn og einstök fé- lög verða að sjálfsdáðum og án bund- ins skipulags að annast aðra hliðina á uppeldi þjóðarinnar með námskeið- um og iðnskólum. Og er þeim til- raunum lftill sómi sýndur af þinginu og Btjórn fræðslumálanna. Er þvf meiri ástæða fyrir almenning að sinna þessari ósérplægnu og þjóðhollu starf- semi með mikilli þátttöku f áðurnefndri sýningu. Efnilegir ritarar. Ávextirnir af fræðslu þeirri, sem Magnús Guðmunds- son stofnaði til f Skagafirði, eru nú að verða áþreifanlegir. 1 fcéraðinu eru að vaxa upp ritarar, sem bera þeirri fræðsiustarfsemi verðugt vitni. Á Hólum f Hjaltadal vár fyrir nokkru haldið bændanámsskeið. Meðal þeirra er töluðu þar og fluttu erindi var fyrir- lesari Sambandsins, Jón frá Yztafelli. Á umræðufundum voru kvaddir til ritarar, til þess að bóka útdrátt nokk- urn úr umræðum. Ritararnir votu Jón frá Djúpadal, nákominn ættingi Jóns á Reynistað og Páll nokkur Erlends- son frá Grafarósi. Talsverðar umræð- ur urðu um erindi Jóns frá Yztafelli. Sigurður frá Veðramóti, stjórnarnefnd- armaður kaupfélagsins, bélt þar uppi andófi gegn skoðunum og flutningi Jóns. En ritararnir páruðu f gerða- bókina. Á næsta fundi var svo gerða- bókin lesin upp. Reyndist þá bókunin svo hlutdræg og smánarleg fyrir námsskeiðið, að eigi þótti viðlit að láta hana standa f gerðabókinni. Var þar vendilega þagað yfir ræðum og rökum Jóns, eða þau úr lagi færð en smásmuglega upp týnt og aukið alt úr ræðum andstæðinga hans. Bók- unin hefði verið tilvalin grein f fræðslu- safn Magnúsar Guðmundssonar. En námskeiðið gerði aðrar kröfur til þess- ara ritara en gerðar éru til blaðarit- aranna íhaldsmegin. Fundargerðin var skorin úr bókinni og brend, og á- stœðan fyrir þvi fœrð inn i fundar- bóklna. Sfðan er frægð þessara ritara að berast um landið. Þykja ekki aðrir menn lfklegir, til þess að taka við af þeim Valtý og Kristjáni Albertssyni, fyrir sakir æskilegra hæfileika og námfýsi á »Marðar< rithátt. Sigurgeir Danielsson heitir maður. Hann er búðarholukongur á Sauðár- krók. Hann er talinn vera kominn af góðum bændaættum úr Eyjafirði en mjög úrættaður sjálfur fýrir misheppi- legt val á lffsstarfi. Fréttirhafa borist hingað um það, að ritstjóri Dags hafi, meðal annara, verið umtalsefni þessa manns á málfundi, er fyrir nokkru var haldinn á Króknum. Hafði hann fært það f tal, að ritstjóri Dags ætti völ gnægta af prentsvertu og gerði sér létt fyrir um notkun hennar, þvf hann jysi henni úr lófum sér. Þessum háa herra ætti þvf ekki að bregða kynlega við, þó ritstjóri Dags veiti sér þá ánægju, að merkja hann lftið eitt. Hann mun vera f ætt Sigurgeirs mað- urinn, sem taldi að eigi yrði unnið annað betra verk fyrir okkar hrjáðu fósturjörð, en að senda kúlu gegnum höfuðið á Jónasi frá Hriflu. L<fsferill Sigurgeirs og hani lfka er eftirtektar- verður, þvf hann sýnir, hvernig einstakir menn draga ættir landsins niður á við. Forfeður hans áttu alt sitt »undir sól og regni * Þeir unnu æfistarf sitt og sk luðu átökum sfnum, þar sem landið var að gróa. Sigurgeir eyðir menn- ingararfinum við aurasnap bak við búðarborðið. Skap hans er háð dag- iegri ýfingu við að sjá sjálfstæða bændur ganga fram bjá búðardyrum hans án þess að virða hann viðlits. Sál hans verður grá af búðarryki og sjúk af öfund og illum hugsunum f garð þeirra manna, er verja starfi sfnu til fremdar þeirri menningu, sem hann sjálfur sóar vegna skorts á manndómi. Óþarft mun að geta sér þess til, að hann auðgi þjóðina að nýtilegri verzl- unarreynslu eða vinni sinni stétt neitt til fremdar. Hann er einn þeirra manna, er ætfjörðin gæti mist cér að skaðlausu. Eins og gómar hans dofna við að þukla um aurana, sem bann »leggur á« óvalinn búðarvarning, eins dofnar sálin og verður ósnortin af ósérplægnum þegnskaparhugsunum. Og árangurinn af lffinu verður enginn nema fánýtilegur lffsframdráttur og öfund til þeirra manna, sem hafa eignast einhvetja hugsjón f Iffinu og unnið þjóðnýtara æfistarf heldur en hann sjálfur. SkólamálaJillögur Bjarna frá Vogi. Bjarni frá Vogi flytur nú árlega frumvaip sitt um samfeldan lærðan skóla f Reykjavfk. Eftir þvf á að heimta latneskan stfl til inntöku f i. bekk og gera latfnunni jafnhátt undir höfði og fsleczku. Um leið á að slfta sambandinu við Gsgnfræðaskólann á Akureyri. Hér kemur margt til álita. Gagngerður skoðanamunur er á þvf, hversu rétthá latfnan eigi að vera 1 skólum okkar. Sömuleiðis er skoðana- munur um það, hvort lærðir skólar /§) í§) f§) /§) /§) í§) /§) /§) í§) /§) í§) í§) f§) í§5 (®) í§) í§) f§5 í§) í§5 mt. Stærsta úrval || — af metravörum er i — (§* rgj Brauns Verzlun: j@j (®/ (§/ _ @/ _ _ (©/ _ (§/ _ (§/ _ m (§/ Sængurfataefni afar falleg (gj morgunkjólatau margar teg. (gj og ótalmargt fleira. (QJ BRAUNS j| VER2LUN. @ (§/ (§/ Hv. Léreft frá bl. do - flónel — tvisttau — Hörléreft tvfbr Stout 180 cm. br Gard'nutau Káputau tvlbr. kr. 1,20 1.00 1 > 3 5 1,30 4 85 4 50 1 50 975 Páll Sigurgeirssoi). skuli vera einn eða fleiri f landinu eins og nú háttar til. Méiri hluti Norð- lendinga mun telja það vera stórvægi- legt réttindamál og nauðsyo, að fá endurreistan mentaskóla norðan lands. Hvernig sem skoðanir manna kunna að skiftast um það mál, hljóta allir að vera á einu máli um það, að frv. Bjarna sé hið versta geræði og tilræði við réttindi Norðlendinga. Jafnvel þó talið væri rétt að sambandið milli skólanna yrði rofið, þyrftu ýms mlkll- vœg skllyrðl að vera fytir hendl, áður til slfks kæmi. En þau skilyrði skortir algerlega. Þvf er frv. Bjarna vanhugsað geræði og ofbeldistilraun við Norðlendinga. Þeir ættu þvf áð geta orðið samtaka um að mótmæla þvf. Talið er að stjórnin hafi keypt af sér vantraust f Krossanesmálinu gegn þvf að heita Bjarna stuðningi að svo vondu máli. Sannast þar að »ein sýndin býður annari heim.« Skagfirzk samvinnumensKa. Ó- víða f heiminum munu finnast sam- vinnumenn þvflfkir, sem til eru f Skaga- firði. Að vfsu er þar til margt góðra samvinnumanna. En þar er Ifka til merkilegt afbrigði. Það eru þeir, sem eru aldir upp f »Marðar«-skóla þeirra M. G og Sigurðar frá Kálfafelli en prófaðir við búðarborðið hjá Kristjáni Gfslasyni og á fleiri þvfifkum stöðum. Óvfða mun (yrirlesari Sambandsins hafa mætt harðari mótspyrnu en bjá sumum úr stjórnarnefnd kaupfélagsins f Skagafirði. Kunnugt er, að f stjórn- inni hafa verið menn, sem hafa róið að þvf, að koma félaginu úr Samband- inu. Þá er og orðin fræg pöntunar- starfssemi sumra sjórnarnefndarmann- anna. Ráku þeir hana f kapp við sitt eigið félag! Þessháttar samvinnumenska finst ekki á hverju strái. Það er ljóst, að þar sem slfkir félagsmálaúrkynjungar eru kosnir f stjórn samvinnumála, á hinn sanni andi samvinnunnar örðugt uppdráttar og er ofurliði borinn. Sú bót er f máli fyrir Skagfirðinga, að þeir eiga á að skipa góðum og gætn- um kaupfélagsBtjóra og föstum fyrir, þar sem séra Sigfús er. Meðan hans nýtur við mun nokkur hluti skagfirzkra samvinnumanna verjast þvf að færast f kaf f óheilinda- og blekkingaflóði Sigurðar frá Kálfafelli og annara þesa- háttár falskennenda. Heilsuhælissióðurinn barf að vaxa.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.