Dagur - 16.04.1925, Blaðsíða 1

Dagur - 16.04.1925, Blaðsíða 1
 Akureyrl, 16, april 1025. afqreiðslan er hjá Jónl Þ. Þór. Norðcrgötu 3. Tal8Íml 112 Uppsðgn, bundln vlð áramðt té komln tll afgrelðilumanm lyrlr 1. dei. 16, blaö. DAGUR Kemur úl á hverjum flmtudegl. Kostar kr. 6.00 árg. Ojalddagi fyrir 1. júli. innhelmtuna annast, Arni Jóhannsson í Kaupfél. Eyi‘ VIII. ár. Þingskjal. »Ed. 133. Frumvarp til laga um byggingar og landnátns- sjóð. Flutningsmaður: Jónas Jónsson. 1. gr. Stofna skal sjóð, er heitir bygg- ingar- og landnámssjóður. Verksvið hans er að gera sveitabændum og grasbýiamönnum við kauptún fært að endurbyggja niðurnýdd býli og nema ný lönd. Stjórnir Búnaðarfél agsins og Landsbankans ráða fyrir sjóðnum. Eftir að fasteignabankinn er stofnaður, kemur hann i þessu efni i stað Landsbankans. 2. gr. Tekjur fær byggingar- og land- námssjóður árlega með skatti, sem jafnað er niður eftir efnum og ástæð- um á alla þá einstaklinga i landinu og gróðafélög, sem hafa meira en 20 þús. kr. skattskyldar tekjur eða 30 þús. kr. í skattskyldum eignum, samkvæmt eignar- og tekjuskattslög- um þeim, er gilda á hverjum tima. Á þessar eignir og tekjur alstaðar i Iandinu skal jafna árlega 500 þús. kr. Jafnskjótt og skattanefnd hvers hrepps eða kauptúns hefir ár hvert lokið skattskýrslu sinni, skulu skýrslur um eignir þeirra manna og gróða- félaga, sem undangengið ár hafa haft tekjur skattskyldar 20 þús. eða meira og eignir 30 þús. eða meira, sendar skattanefnd Reykjavikur. Hún jafnar niður hálfri miljón á um- ræddar eignir og tekjur allra þessara skattborgara, eftir sömu reglu og útsvörum. Skjóta má úrskurði skatta- nefndar Reykjavikur til yfirskatta- nefndar Reykjavfkur, og fellir hún fullnaðarúrskurð i öllum málum um gjaldskyldu til byggingar- og land- námssjóðsins. Uminnheimtu á tekj- um sjóðsins fer eftir sömu reglum og innheimtu á tekju- og eignaskatti í landssjóð. 3. gr. Stjórn Búnaðarféiags fslands ræður fyrir lánveitingum úr byggingar- og landnámssjóði, en reikningsfærsla, út- borgun og innborgun sjóðsins skal framkvæmd í Landsbankanum, þar til fasteignabankinn tekur til starfa. 4. gr. Lán úr byggingar- og landnáms- sjóði skal veita til að endurbyggja gamla sveitabæi á varanlegan hátt, til landnáms f sveitum, bæði nauðsyn- Iegrar húsagerðar, túnræktar, engja- ræktar og garðræktar. Ennfremur má eftir sömu skilyrðum veita lán til húsagerðar og nýræktar við kaup- tún og kaupstaði, ef sannað þykir, að landneminn geti að hálfu leyti eða meira framfleytt sifjaliði sínu með arði hins ræktaða Iands. 5. gr. Lán úr byggingar- og landnáms- sjóði skal veita til 55 ára. Fyrstu 5 árin eru lánin bæði atborgunar- og vaxtalaus. Slðan er höfuðstóllinn endurborgaður með jöfnum afborg- unum á 50 árum, en engir vextir greiddir. Auk þess skal greitt af byggingum, sem reistar eru með stuðningi sjóðsins, Wh af verði eignarinnar eftir fasteignamati i fyrn- ingarsjóð. Hann skal vera sérstök deild við byggingar- og landnáms- sjóð. Hverri fasteign fylgir sem sér- eign framlög hennar í fyrningarsjóð, með vöxtum og vaxtavöxtum. Stjórn byggingar- og landnámssjóðs veitir úr fyrningarsjóói styrk til viðhalds byggingutn, sem reistar eru fyrir fé sjóðsins, eftir þvf sem nánar er fyrir mælt i reglugerð. 6. gr. Um lánveitingar úr byggingar- og landnámssjóði skal bygt á þessum fjórum meginreglum: 1, Að byggingin sé varanleg og að stærð og dýrleika samsvarandi gildi lands þess, er henni fylgir til ræktunar. 2 Að sérfróðir aðstoðarmenn Bún- aðarfélags íslands hafi fallist á teikningar af húsum þeim, er byggja skal, og fallist á ráða- gerð lánbeiðanda viðvfkjandi ræktun þeirri, er framkvæma skal. 3. Að Ián til byggingar fari ekki fram úr sannvirði hins óhjá- kvæmilega aðflutta byggingar- efnis, eins og meðalverð þess er f kaupstöðum landsins það ár, og helmings af útlögðu kaupi steinsmiða og trésmiða, er að dómi stjórnar Búnaðarfélags ís- lands þurfa við hverja ákveðna byggingu eftir stærð hennar. Dagkaup smiða skal metið eftir meðalkaupgjaldi slfkra manna það ár f þvi héraði, sem bygt er. 4. Að lán til ræktunar fari ekki fram úr helmingi af óbjákvæmi- legum kostnaði, þar ftalið land- brot, girðing, framræsla, fræ og áburður fyrstu tvö árin. Um lán til áveitu skal fylgt hliðstæðum reglum. Um nánari fyrirmæli viðvikjandi lánveitingum úr sjóðnum skal farið eftir reglugerð, sem stjórn Búnaðar- félags fslands semur, en atvinnu- málaráðherra staðfestir. 7. gr. Að veði fyrir endurgreiðslu á lánum byggingar- og landnámssjóðs og iðgjöldum i fyrningarsjóð, hefir stjórn sjóðsins ábúðar- og afnota- rétt þeirra bygginga og lands, sem lán hefir verið veitt til og ekki er endurgreitt að fullu og öllu. Útbygg- ing er þvi aðeins lögleg, að lántak- andi hafi vanrækt að greiða afborgun eða fyrningargjöld í tvö ár. Þar, sem slík útbygging fer fram, skal viðtakandi skyldur að kaupa, eftir fasteignamati, séreign fráfaranda f býli hans. Náist ekki samkomulag um, hvað telja skuli séreign fráfar- anda, eða um greiðsluskilmála, skulu fráfarandi og viðtakandi nefna sinn manninn hvor í gerðardóm, en Búnaðarfélag hlands oddamanninn. Úrskurður þess gerðardóms er full- naðardómur. 8. gr. Nú verða ábúendaskifti eða eig- endaskifti með sölu eða eriðum að fasteign, sem stendur í skuld við byggingar- og landnámssjóð, og er þá enginn ábúðar- eða kaupsamn- ingur um eignina gildur, nema hann hafi verið samþyktur af stjórn Búnaðarfélags Islands, sem tryggi það, að söluverð jarðarinnar eða Ieiga af eigninni, ef um leiguábúð er að ræða, verði aldrei hærri en sem svarar innlánsvöxtum Lands- bankans, af andvirði séreignar lands- eða húseiganda, miðað við siðasta fasteignamat. Frá séceign land- eða húseiganda skal, er um jarðarafgjald og söluverð er að ræða, jafnan dreginn sá hluti af verði fasteignar, sem skuld er á við byggingar- og Iandnámssjóð. Þar, sem þræta kemur upp milli eiganda fasteignar, sem lán hefir þegið við byggingar- og landnámssjóð, og stjórnar sjóðsins um verðmæti séreignar hans i sam- bandi við leigu, sölu eða erfðir, skal þriggja manna gerðardómur fella fullnaðarúrskurð. Tilnefna máls- aðiljar hvor sinn mann i dóminn, en atvinnumálaráðherra hinn þriðja. Kostnað við gerðardóma samkvæmt lögum þessum bera málsaðiljar til helminga. 9. gr. Lög þessi öðlast gildi 1. júli 1925. Jafnframt eru þá úr gildi numin öll eldri lög og fyrirmæli, sem koma i bága við þessi lög. (Framh.) Þegnskaparvinna. Þingeyingar reistu skólann sinn að nokkru með þegnskaparvinnu. Fram- kvæmdanefnd Heilsuhælisfélagsins gerir sér vonir um, að (yrirhugað heilsuhæli verði að einhverju leyti reist á sama hátt. Hún hefir sent bréf þessa er- indis til nokkurra félaga hér nyrðra og skulu tekin hér upp helztu atriði bréfs þessa: »Framkvæmdanefnd félagsins hefir ákveðið að leita til nokkurra félaga og einstakra manna ( nágrenni við fyrirhugað hæli um frjáls og ókeypis vinnuframlög. Mörgum manni verður léttara fyrir um að leggja fram vinnu sfna en peninga. Aftur á móti yrðu hælinu slfk vinnuframlög peningafgildi og mættu þau, lágt metin, reiknast sem tekjsr f Heilsuhælissjóðinn. Auk þess myndi slfk frjáls sjálboðavinna gefa hælinu fágætan svip og bera vott um mikla fórnfýsi og mikinn þegnskap manna. Par sem þegnarntr sjálfir teggja hlklaust hðnd á verk, án þess að spyrja um borgun, standast engar tálmanir. Það má gera ráð fyrir, að þörf verði vinnuframlaga nú þegar á þessu vori, t. d. við undirbúning á lóð fyrir hælisbygginguna eða aðflutning á bygg- ingarefni. Þess vegna látum við ekki dragast að leita undirtekta manna. Sfðar verður þörf margháttaðrar vinnu við bygginguna sjálfa og væntum við að áhugamenn þessa máls leiti slíkra vinnuframlaga og leggi sjálfir fram vinnu f þarfir þess eftir ástæðum og getu sinni. Fyrstu framkvæmdir f þessa átt yrðu að beinast að þvf, að safna loforðum um þegnskaparvinnu, er til mætti grfpa f nánustu framtfð, ef þörf krelði. — Fyrir því leyfum við okkur að snúa okkur til yðar heiðraða fé- lags með þá málaleitun, að það gang* ist fyrir söfnun hverikonar vinnulof- orða f þágu Heilsuhælismálsins innan og utan sinna vébanda. Vonum við að fá brátt að heyra um góðar undir- tektir. Einkum er þöif skjótra aðgerða að því er snertir væntanleg vinnufram- lög nú á þessu vori.«

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.