Dagur - 16.04.1925, Blaðsíða 2

Dagur - 16.04.1925, Blaðsíða 2
62 DAOUR 16 tbl. 4> 4» 4» *?» 4» 4» * Kaupfélag Eyfirðinga. Gaddavír, slétfan vir og virnet fáum við með næstu skipum. Verðið mun lægra en áður. I Xaupfélag £yf 4» 4» 4» í 4» 4» 4» 4» 4» 4» 4» 4» 4 4» 4» 4» 4» Útsvarsskylda. Til frekari áherzla og skýringar grein minni >Demafá lsgaákvæði* f 7. tbl. Tímans þ. á., vil eg bæta við eftirfarandi lfnnm: Menn úr hreppsnefndnm Kjalar- neshr., Mosfellssveitarhr., Ssltjarnar* nesshr., Bessastaðahr., Guðahr., Vatns- leysustrandarhr. og Gerðahrepps, hafa nýlega átt fund með sér f Reykjavfk til að ræða þau ákvæði sveitastjórnar- laganna er snerta álagning útsvara og hafa skrifað allshérjarnefndum þing- deildanna og látið þeim f Ijósi skoð- anir sfnar á málinu. Það er einhuga álit allra þessara manna, að það sé mikils vert fyrir þessar sveitir og fjölda annara sveita og sjávarþorpa vfðsvegar um Iandið og jafnvel alt landið, að fá ákvæðin um útsvarsskyldu utansveitar- og utanbæjar-manna al- gerlega numin úr lögum þegar ekki er um atvinnurekstur að ræða, heldur aðeins verkamenn — daglaunamenn vertfðarmenn, hlutamenn, kaupámenn o. s. frv. — Að sjálfsögðu er gengið út frá þvf að sömu lagaákvæði, um álagning útsvara, verði fyrir öll sveita- og bæja-félög landsins. Nú ber á það að Ifta að fjöldi þeirra manna sem útsvarsskyldir yrðu samkvæmt núgild- andi lögum, eru sjómenn sem vinna að fiskiveiðum utan landhelgi, en þar eiga ailir landsmenn jafnan rélt til véiða. Nú hagar svo til f mjög mörgum Bveitum og smáþorpum, að fjöldi manna, bæði heimilisieður, vinnumenn og lausamenn, fara til vertfðar, og er vertfðin mjög oft þifr mánuðir og þar yfir, ef þessir menn eiga að greiða útsvar, þar sem aflinn er lagður upp, eðá þar, sem þeir eru skráðir á skip, verður reyndin mjög oft sú, að þeir gjalda Ktið og ekkert útsvar þar, sem þeir eiga lögheimili. Verður á þann hátt skertur tekjustofn sveita- og sjáv- arþorpa, sem vfða er ekki annar — bvo teljandi sé — en aukaútsvörin, og getur valdið fjárþroti þeirra. Nú ber sveitunum og sjávarþorpunum, þar sem þessir menn eiga lögheimili, að uppfylla allar skyldar við þessa menn og vegna þeirra, verður þvf ekki neit- að að það er sjálfsagt réttlæti og nauðsyn að þeir hafi einnig skyldur á móti, sem þeir að vfsu hafa, en verð- ur varnað að uppfylla með þesBU lagá- ákvæði um útsvarsskylda utan sfns lögheimilis. Skyldur við mennina og vegna þeirra heima fyrir, eru fyrst og fremst að sjá um konur þeirrá og börn og þá sjáifa, ef heimili þeirra á ein- hvern hátt verður ósjálfbjarga. Efnnig hefir sveitin eða kauptúnið kostnað við skólahald til að uppfræða börn þessara manna og verður að standa skil á sýslusjóðsgjaldi sem lagt er á eftir tekjum og eignam manna og tö!u verkfærra karla f hverri sveit og þorpi. Boginn er þegar fyrir löngu full- spentur hvað útgjöld somra sveita og sjávarþorpa áhrærir, einkum hér f grend við hina stærstu kaupstaði landsins og mega þvf sfzt við þvf að misia af tekjunum. Fátækra framfærslan er sumstaðar orðin 70 — 80 kr. nef- skattur og útsvörin hátt á annað hundrað krónu nefskattur að réttu lagi. Þetta stafar alt af þvf, að bæirnir hafa dregið að sér fólkið. Nú hagar vfða svo til að bændur og aðrir heimilisfeður, verða að leita sér atvinnu utan heimilis og utan sinnar sveitar eða bæjkr til þess að geta framfleytt heimili sfnu og að þeir leggja til þess lff sitt f hættu, og f átthögunum hafa þeir notið uppeldis og þar eru þeir bundnir heimilisbönd- um og skyldum við þau og sveit sfna og þar una þeir bezt hag sfnum, en með þessum lagaákvæðum gætu þeir orðið rifnir burt með rótum, þannig að ef þeir borga ekkert út- svar þar, sem þeir eiga heima yrði þeim bolað þaðan burtu, mundi það oft geta valdið hlutaðeigendum ó- þægindum og gert þeim etfiðara fyrir um að bjarga sér, af eigin ramleik. Þegar iitið er á nútfmann og þann aldaranda sem rfkir, los og þreyju- leysi fólks við átthaga, Iiggur það f augum uppi að landslög mega aldrei atuðla að vexti þess, meir væri þörf hins gagnstæða. Jafnvel þótt ákvæðið um útsvars- skyldu fyrir 3ja mánaða vinnu (áður 4 mánaða) hafi gilt f lögum hefir þvf ákvæði aldrei verið fylgt fram, nema á sumum stöðum af þvf menn hafa fundið til þess að f reyndinni var það ranglátt. Tökum til dæmis að f kaupstað eða sjávarþorpi safnast margt fólk til heimilis, afli f sjó er aðal lffsbjörgin, nú er ekki til sá mannafli sem þárf til útgerðarinnar f þorpinu og verður að fá menn að. Menn koma að til vertlðar svo hundruðum skiftir og nágranna sveitir tæmast nærri að verkfærum mönnum, byggja þær sveitir þvf afkomu sfná bæði til viðhalds og tekna að mjög miklu leyti á vertfðar- kaupi eða hlut. Með þvf að framfylgja ákvæðinu um að vertfðarmenn borg- uðu útsvar þar sem aflinn er settur á land, yrði að mlklu leyti kipt fót- um undan sjálfstæði þessara sveita. Eins og áður er að vikið virðist alls ekki réttlátt að sveit, bær eða þorp fái tekjur áf vinnu þessara manná, sem þau þarfnast en hafa éngar félags- legar skyldur við, þegar lfka á það er iitið að fiskimiðin eru öllum jafn heimil, en verstaðurinn þurfti meiri mannafia til útvegsins, en heima fyrir var, til afkomu sinnar. Nú má segja áð útræðisstaðurinn hafi lagt f kostnað til að bæta lendingarstaði og sé þvf réttlátt að allir sjómenn borgi útsvar fyrir að njótá betri aðstöðu. En þá ber að líta á það, að sveitirnar hafa á sama tfma lagt f mikinn kostnað við lagning hreppavega, sem bæjar- eða þorpsbúar njóta Kka án þess að borga nokkur gjöld þár fyrir. Með svona löguðu ákvæði og fram- kvæmd þess gæti svo farið að f smá- þorpi, þar sem fleiri hundruð vermenn safnast, að heimilisfastir þorpsbúar losnuðu alveg við öll útsvarsgjöld. Er það réttlátt? Þegar á heildina er litið þá er aldrei »eins dauði annars lff«, heldur eins Kf annars lff. Öll eðliteg mannfélags- þróun stefnir að þvf, áð gera áðstöðu til Kfsframdráttar svipaða fyrir alla og það er eitt atriðið að gjöld komi réttlátlega niður á hvern einstákan eða hverja smáheild þjóðfélagsins. 22. febr. 1925. Jón H. Porbergsson. Bréf úr Skagafirði. Dagur sælll Oft finst mér birta f huga er þú kemur austan, þvf okkur Skagfirðingum veitir ekki af að meira Ijósi sé brugðið yfir þjóðmálin heldur en frá grútartýrum þeim, sem Jón og Magnús tendra og senda »inn á bvert heimili.« Að sunnan fara sbötuhjúin Mörður og Isa en íslendingur að norðan og þykir oft dimt þó öll séu tendruð þeirra andlegu Ijós. Fátt mun standa bændum meira fyrir þrifum en sundurlyndið. Það er rót margs ills. Á sundurlyndi bænda byggist yfirdrottnun kaupstaðarmenn- ingarinnar. Við Skagfirðingar eigum þar mikla sök að hafa sent á þing þá menn, sem berjast með hnúfum og hnefam gegn bændaflokknum f þinginu og styðja stjórn, sem vill hækka skatta á fátækum, með nefsköttum ofan á nefskatta, en lækka á efnamönnunum og hamla þvf, að rfkissjóður fái þær tekjur, er honum ber að fá af togara- gróðanum, — sem vill stofna hér til vopnaburðar og hernaðar og sem vill lauma f vása kaupmanna um 2 — 300 þús. kr. árlega, eins Og eflaust yrði ef tóbakseinkasalan yrði lögð niður. Annárs munu Skagfirðingar vera tregir til að trúa þvf, að Magnús Guðmunds- son láti beygjast til fulls f þvf stefnu- máli sfnu Hér hefir verið talsvert fjör f hér- aðinu undanfarið. Á Hólum var bænda- námsskeið dágana i,—6 marz s.l. Þangáð komu þrír sendimenn Búnaðar- fél. íslands og einn frá Ræktunarfélagi Norðurlands til þess að fræða fólkið. Slfkar samkomur eru hollar bændum til vakningar og kynningar og alt af þykir okkur Skagfirðingum fögnuður að stefna »heim áð Hólum.< Með heimafólki voru þarna saman komin 2 — 3 hundruð manns marga daga og nætur. >Bændakór Skagfirðinga« söng þar öllum til mikils unáðar og mun bændakórinn ekki standa að baki þeim söngflokkum sumum, er betri bafá aðstöðu til æfinga. Að námsskeiðinu loknu var haldin skemtisamkoma. Voru þar ræðuhöld, söngur, álfadaas, leik- fimisæfingar Hólasvéina og dans. Fór samkoman ágætlega fram. Margt var til umræðu á námsskeiðinu auk bún- aðarmálanna. Tiyggvi prestur Kvaran flutti erindi um héraðsskóla. Var gerður mikill rómur að þvf m&li, en margir voru ósamm&la klerki um ýms atriði f ftæðslum&lahugleiðingum hans. — Jón Siguiðsson frá Yzfafelli sagði sögu alþýðuskólamáls Þingeýinga og lagði það til að ungmennaféiögin í Skaga- firði tækju m&lið að sér. Væri það sj&ifsagt vænlegast fyrir mílið. Sj&lf- gefið virðist að hafa skólann við laug- arnar á Reykjsrhóli f miðju héraði. Erindi það, er Jón Sígurðsson flutti á námsskeiðinu vakti mikið umtal og umræður. Hann hefir farið hér um fjörðinn og flutt erindi f hverjum hreppi um samvinnumál og spunnust út af þvf frj&lsar umræður á hverjum fundi. Á Sauð&rkróki var fundur mikill á undan námsskeiðinu, Stóðu þar á öndverðum meiði við Jón kaupmenn á Króknum og kaupfélagsstjórnarmenn- irnir Jónas læknir og Sigurður á Veðramóti. Fór það mjög að vonum, þvf f fyrra báru kaupfélagsstjórnendur þessir fram tillögu um að kaupfélagið gengi úr Sambandinu, ef ákvæðin um samábyrgðina fengjust ekki numin úr samvinnulögunum. Er auðséð að sam- vinnustefna þeirra er af nokkuð öðru tagi en Jóns, og mættu þeir teljast óeirðar- eða byltingamenn innan sam- vinnustefnunnar, er svo vilja umsteypa núverandi samvinnuskipulagi. Á fundi þessum var mikill liðsdráttur gegn Jóni. Gengu þar harðast fram af hálfu kaupmanna Sigurgeir Danfelsson og séra H&Ifdán. Ræðuefni Sigurgeirs og flutningur vár þannig vaxið, að Jón taldi ekki svarandi. En heyrst hefir að Kristján Gfslason háfi boðið séra Hálf- dáni heim til sfn að fundi loknum óg þótti það nýlunda. Svo hafa sagt menn, er viðstaddir voru, að framkoma Jóns hafi verið mjög prúðmannleg og einörð og hafi hann borið hærra hlut úr þeim ójöfnu viðskiftum, enda haft betri málstað að vetja. Á Hólum urðu heitar umræður um erindi Jóns. Hann sýndi fram á hversu MT Sjálfs er hðndin hollust!

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.