Dagur - 16.04.1925, Blaðsíða 3

Dagur - 16.04.1925, Blaðsíða 3
10. tbl. DAOUR 63 Jarðepli fáum við með Goðafossi. Verð iœgra en áður. Kjötbúðin. Nœstkomandi Uugardags og sunnudagskvöld, verða þrír stnáleik- ir, sýndir i Þinghúsi Hrafnagils hrepps. Og byrjar kl. 7 s. d. Dans á eftir. hin frj&lsa samkepni hefði gefist illa sem þjóðmálastefna og hversu heim urinn styndi nú undir oki hennar. Bótaráðið væri ekki byltingar heldur frjáls samvinna einstaklinganna á öllum sviðum. Tók hann sfðan til rækilegrar meðferðar samvinnu þeirra er skoðana- bræður væru f landsmátum, samvinnu f verztun og atvinnumálum. Varð þar einna drýgstur tii andmælanna S<g- uiður frá Veðramóti. Fundu það allir, að hann hafði lesið vel samvinnufræðin, sem mágur hans, hann Mtgnús, sem er ekki dómsmálaráðherra og ekki fjármálaráðherra,* sendir honum efalaust gefins, Frestir aðrir töldu erindi Jóns þarfa hugvekju og þökkuðu ræðumanni fyrir þó smávegis bæri á milli. (Framh) S í m s k e y t i. Rvik 13. april. Meiri hluti allsherjarneíndar neðri deildar leggur til að varalögróglufrum- varp stjórnarinnar verði felt. Á Miðvikudaginn var skilaði neðri deild fjáriögunum til efri deildar með ca. 350 þús. króna tebjuhalla. Stærstu breytingartillögurnar við 3. umræðu voru um 150 þús. krónur til lands- spftala, 56 þús. krónur til viðbótar- byggingar við skólahúsið á Eiðum. Einnig var rfkisstjórninni heimilað að ábyrgjast 150 þús. króna lán til hafn- arbóta á Akureyri, og 100 þús. krónur til fshúsabygginga f kjötútfiutnings- höfnum landsins. Ungmennafélögin senda 10 manna glfmuflokk til Noregs, f Mafmánuði. Togararnir, sem inn hafa komið síðustu daga hafa haft 60—100 tunnur lifrar. Hindenburg verður sameiginlegur frambjóðandi hægri flokkanna f Þýzka- landi við forsetakosningarnar. Tekist hefir að koma á talsfmasam- bandi á milli Turin og Stókkhólms. Póstmálaráðuneytið þýzka gerir tilraunir með að koma á föstu talsfmasambandi milli allra aðal borga á meginlandinu. Herriot fallinn. Senatið samþykti vantraust á hann fyrir nýju skatta- frumvörpin. Amundsen farinn áleiðis til Spitz- bergen og þar með hafin pólförin. Rvfk 14. april. Parfs: Þjóðbankinn hefir gefið út óleyfilega bankaseðla fyrir 2 miljarða franka, að fyrirlagi Herriots. Rfkis- forsetinn skoraði fyrst á vinstrimenn að mynda stjórn, en þeir færðust und- an, Briand reynir að mynda stjórn, en socialistar vilja ekki styðja stjórn hans, ef til vill verður þingið upp- leyst og nýjar kosningar látnar fara fram, en fyrst mynduð bráðabirgða- stjórn til þess að löggilda seðlaút- gáfuna. * Og ekki bæjarfógeti á Akureyri. Ritstj. Ámundsen er komin til Spitzbergen. ísafjörður: Á sameiginlegum FiBki- deildar- og skipstjóraféiagsfund voru samþykt mótmæli gegn hvalveiðafrum- varpinu, sém nú er fyrir efrideild, eftir að það var samþykt f neðrideild. Leikfélagið æfir nú af kappi »E<nu sinni var«, undir forýstu Paulsens. Komið hefir til tals að leikarar úr konunglegu óperunni f Höfn komi hingáð að sumri. Blaðadeilur f Reykja- vfk um hækkun á útgjöldum fjárlag- anna. Eitt blaðið heldur þvf fram að flokkarnir hafi staðið að hækkuninni, þannig að 114 þús. kr. komi á Sjálf- Btæðismenn, þar af iandspftalaBjóðs- veiting, 104 þús. kr. á íhaldsmenn, þar af 75 þús. kr. til heilsuhælii nyrðra, 80 þús. kr. á Framsóknar- menn, þar af 56 þús. kr. til Eiða- byggingar. Visir kveður þessa hækk- unarliði þannig vaxia, að þinginu verði ekki borin á brýn fjármálaléttúð. Fj&rhagur rfkisins er ekki eins slæmur og margir álitu, allar Ifkur eru til að tekjuafgangur verði 2 milljónir á þessu ári. F r é 11 i r. Hljómleika, með dansi á eftir, ætlar hornaflokkurinn »Hek!a« að hafa f Samkomuhúsi bæjarins næstkomandi laugardagskvöld. — Flokkurinn hefir nú um skeið notið stjórnar Hjaita Espholin og tekið miklum framíörum.— Þetta er f fyrsta skifti sem flokkurinn leitar styiks bejarbúa, á þennan hátt, til þess að halda uppi starfsemi sinni, sem eingöngu miðar til þess að veita þeim góðar og hollar skemtanir. Ættu þvf bæjarbúar að sýna, að þeir virða þessa viðleitni að nokkru, með þvf að fjölmenna á hljómleikana. Jóhannes Jósefssoq. Degi hafa borist úrklippur úr blöðum, þar sem getið er þessa fræga landa okkar. Er þar skýrt frá þvf að hann hafi vakið mikla eftirtekt á leiksviði B F. Keith’a leikhússins f Washington, f leik sem nefnist »Brautryðjandinn« og sýnirþátt úr frumbyggjalffi hvftra manna f Am- erlku og viðureign þeirra við Iadfána. Er mynd af Jóhannesi þar sem hann er að verjast Iadfánum. Hann hefir eins og kunnugt er, soðið upp úr ís- lenzkri glfmu einskonar kerfi af varn- arbrögðum gegn áiásum og vekur snarræði hans og kraftar undrun og aðdáun þeirra er á horfa. í úrklipp- um þessum er þess getið að Jóhannes hafi f hyggju að hverfa heim f átt- hagana Myndi honum verða vel fagnað. Jóhannes hefir haldið ættjarðarást sinni óskertri þrátt fyrir farandlff sitt f annari heimsálfu. Er það fágætt og er Jóhannes aiburðamaður um fleira en fþróttir. Leikfimissýningu hafði Leikfimis- (élag Akureýrar á 2. Páskadag. Fuit hús var áhorfenda, áð maklegleikum, þvl Býningin fór hið bez'a fram. Fé- lagið á erfitt uppdráttar og á skilið að njóta hylli fólks f rfkum mæli. »fsland« kemur hingað annað kvöld, á leið austur um land til útlanda. Goöafoss kom til landsins f gær og verður hér á Akureyri úr næstu helgi. U. M. F. A. ætlar, að vanda, að skemta mönnum á sumardaginn fyrsta. í þetta sinn ætlar það að sýna gam- alkunnan leik »Apaköttinn« og sfðan verður sýnd hin gullfallega skrautsýn- ing Jóns Sigurðssonar »Ægir og Rán « Lúðrasveitin »Hekla,« spilar, að forfallalausu, úti á sumardaginn fyrsta. A víðavangi. Varasjóður Landsverzlunar. Það er orðið frægt að Jón Þorláksson Betti upp áhyggjusvip mikinn út af féleysi til verklegra framkvæmda f landinu, svo sem vega- og brúagerða, bygg- ingar heilsuhæli á Norðurlandi 0. s. ftv. Eq hann benti jafnframt á að féð væri til f varasjóði Landsverzlunar. Væri hún lögð niður, fengist fé til framkvæmdanna. E<nu sinni var talið að rfkið myndi tapa á Landsverzlun- inni. Nú eru þær raddir þagnaðar. Nú á það að verða dauðasök hennar, að hún hefir iagt fyrir nokkurt fé f trygg- ingarsjóð. Garðyrkjufé'ag íslands. Félagið er nú 40 ára. Það hefir þegar fyrir nokkru sent út Ársrit sitt fyrir yfir- standandi ár. í ritinu er eins og jafn- an áður mikill og þarflegur fróðleikur. Stærstu ritgerðirnar eru »Um nokkra jurtasjúkdóma og óþrif« eflir Einar Helgason og »U<n notkun búpenings — og tilbúins — áburðar við kart- öfluiækt* eltir Klemens Kr. Kristjáns- son. Einar Helgason er mjög farsæll og áhugasamur garðyrkjamaður enda 8tórfróður og reyndur f starfinu. Hann mun þvf, meðan hans nýtur við, auðga þjóðina að nýtilegri þekkingu um þessi efni. »8ér grefur gröf þó grafi*. Þeir, sem temja sér á mátfundum að hafa fjarverandi menn á milli tanna sér, mega búast við að fá slettur, þar sem baktöluðum mönnum verður hægra fyrir um vörnina. Sigurgeir Danfelsson á Sauðárkróki gerði á fundi ilikvitnis- legt gys að tilraunum samvinnumanna að fylkja alþýðu landsins til mannúð- legrar samvinnu og til samtaka f lands- málum. Og hann tók fyrir einstaka menn. Þá var einsætt að gera sam- anburð á viðleitni samvinnumanna og atvinnu sj&lfs hans. Fyrstu drög til þess samanburðar voru gerð f smá- UPPBOÐ verður haldið að Hvammi i Arnar- neshreppi, hinn 0. maf n. k. og hefst kl. 12. — Verður þar selt ef viðunandi boð fæst: Um 30 ær, 1 hrútur tvævetur og 1 kýr snemmbær að 3ja kálfi, einnig áhöld og innan- húsmunir. — Skilmálar birtir á staðnum. Arnaldur Guttormsson. Til sölu er: 6 hndr. 47 al. (að fornu mati) úr jörðinni, Hvammkot f Arnarneshreppi, f næstkomandi fardögum og laus til ábúðar. Semja ber við undirritaðan. Hvammi 7. apdl 1925, Arnaldur Outtormsson. HERBEROI fyrir einhleypa til leigu frá 14. maf n. k., með forstofu inngangi. Upp- lýsingar f sfma 45. Fjármark undirritaðs er: sneiðrifað fr. biti fr. hægra stýft vinstra. Brennimark Ásl. Skeri í Grýtubakkahreppi. Ásmundur Steingrfmssont grein f 14 tbl. þ. á. Þar sem grein þessi hefir orðið böggull fyrir brjóst- inu á íslendingi, er lfklegt að Sigur- geir sjálfur taki til máls. Er það ósk Dags að svo verði. Þá er fengin á- stæða til að ræða nokkuð ftarlega mjög mikilsvarðandi efni, þar sem Sígurgeiri verður gefin kostur á að standast samanburð á þjóðfélagslegri gagnsemi starfs hans og hans lfka annarsvegar en starfsemi samvinnu- manna hiasvegar. Verður þá fróðlegt að sjá að hve miklu leyti gys hans er býgt á manndómi og þjóðnýtilegu starfi. Þvf fer mjög fjarri að Dagur hafi, eins og fsl. gefur f skyn dróttað neinu óheiðarlegu að nefndum Sigur- geir Danfelssyni. EkK’l entl. Ekki hefir Lfndal enn gert tilraun að sanna ósannindaþvaður sitt um Jónas Jónsson alþm. út af kettollsmálinu og ekki hefir Júl. Hav- steen sýslumaður gert grein fyrir þvf hversvegna hann hefir ekki gengið fram f ákveðnu lögreglumáli eins og honum bar að gera. Ekki enn. Veltið steíni í Heilsuhælisgrunninn!

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.