Dagur - 23.05.1925, Blaðsíða 1

Dagur - 23.05.1925, Blaðsíða 1
DAGUR Kemur úl á hverjum flmtudegí. Kostar kr. 6.00 árg. Ojalddagl fyrir 1. júlí. Innhelmtuna annast, Arnl Jóhannsson í Kaupfél. Eyf. VIII. ár. Akureyri, 23. mai 1025. AFOREIÐSLAN er h]l Jónl þ. þór. Norðurgðtu 3. Talsimt 112 Uppsðgn, bundln vlð ðramðt lé komln tll afgrelðilumanm fyrlr 1, dei. 21. blið, 0llum þeim, sem heiðruSu jarðarför Kristjáns Jósefssonar með nærveru sinni eða á annan hátt voltuðu hluttekningu sina, vottum við alúðarfylstu þakkir Aðstandendurnir. Efnishyggja. III. Á siðastliðinni háltri öld hefir orðið gerbreyting í þjóölífi fslend- inga. Á þeim tíma verður mikil framsókn í verklegum efnum, einkum sjivarútvegi. Um leið taka þjóðhætt- irnir breytta stefnu. Þungamiðja framkvæmdalífsins færist til sjávar- ins og þangaö flyzt fólkið úr sveit- unum. Bæir og þorp vaxa hrað- vöxtum. Fimti hver landsmaöur býr nú í höfuðborginni. Þegar litið er á fólkstölu i landi og borg er Reykjavik hlutfallslega stærri en London. Meginatvinnuvegur þjóðarinnar um allar aldir hefir staöið i stað eða jafnvel hnignað á þessum ára- tugum, en nýr atvinnuvegur skapast, sem hefir sópað til sín fólkinu og bygt borgir. Þessi mikla breyting er knúin fram af efnishyggjunni, sem velti sér inn yfir landið á seinustu ára- tugum næstliðinnar aldar og fyrstu tugum núliðandi aldar. Á þessu timabili höfum við uppgötvað að ekkert hefir baggað okkur nema hugleysi og vesældómur og þar af leiðandi fátækt. Nú varð lausnar- orðiö auðsofnun og atvinnubætur. Oullkista sjávarins var brotin upp; auðæfin sótt út á djúpmiðin. Áður óþektar ijárhæðir fara að velta til í höndum manna og manna á milii. Atorkumönnunum fjölgar og fastar er sótt á miðin, borgirnar vaxa úg margbreytileg atvinna. Á fáum árum verðum við menn með mönnum. Við tökum upp hætti nágrannaþjóðanna i fiestu. í smáum stil hljótum við alla annmarka stór- borgalifsins. Við fáum verkamála- déiiur, öreigalýð, ötbirgð og óþrifnað, skemtanafýst, ólifnaö, fjáiplógsmenn og svikara. Vistarbandið er leyst, til þess að hefta ekki sjáifstæði og frelsi ein- stakiingsins. Heimilin í sveitunum leysast sundur, hrörna og falla mörg i rústir. Þjóðin fer á stjá í atvinnu- leit. Ótal vegir opnast gróðavoninni og alstaðar hiliir undir veitandi krónur. Nú leggjast niður kvöldvök- urnar, þar sem hendur unnu gagnleg störf og hugurinn drakk af lindum sagna og Ijóöa. Húslestrarbækurnar og íslendingasögurnar eru iagðar á hilluna en pósturinn rogast heim f hverja sveit með fjölgandi og stækk- andi blöð og bækur. Erlend áhrif berast yfir sveitirnar. Á sjávarströnd- inni er að skapast nýtt fsland. Er- lendar áhrifabylgjur velta þar inn í gegnum breiðu hliðin. Blöðin flytja eggjunarorð til þjóðarinnar að hag- nýta landsgæðin, safna auði, verða sterkogsjálfstæð. Fagnaðatboðskapur Mammons er boðaður þjóöinni. Hvað var að gerast? Það, að upp yfir þjóðina runnu hættulegustu tímar í iífi hennar til þessa dags Auðsöfn- unar- og samkepnisæði þjóðanna nálgast hættulega hátt mark. Áhrifa- straumurinn tekur á sig stærri sveiflur en nokkru sinni fyrog við berumst með i hringiðuna. óviðbúin og óvit- andi kaffærist þjóðin í erlendum áhrifum. Á fáum árum veröur hugar- farsbylting i þjóðinni. Hún breytir um lífsstefnu og um Iifsskoðun. Húslestrar, trúariðkanir, íhygli, róm- antik verður henni hégómi og þykir bera vott um þrekleysi ogaldagamla þjóðarómensku. Oullkálfurinn er fluttur inn i eyðimörkina og þjóðin tekur að dansa. Ánægjavið fábrotið sveitalíf fer þverrandi en iystisemdir og kliður borganna eykst. Róman- tíkin, nægjusemin og trúarlotningin skríður f felur i afdöium landsins en köld hagsmunahyggja slær land- tjöldum umhverfis á öllum ströndum. Spurningum svarað. Herra ritstjóri! í heiðruðu blaði yðar frá 25. apríl beinið þér til mfn nokkrum fyrirspurn- um, er þér óskið svars við. Eg get svarað þeim ölium á þá leið, að eg álít ekki að íslendingar hafi nægilegan skipakost nú og á kom- andi tímum. En þegar um er að ræða aukningu á skipastói landsins, er talið sjálfsagt, að vegna þess að Eimsk'pa- félag íslands á nú meginið af þeira akipastól, sem landið á til vöruflutn- inga, þá eigi öll aukning skipastólsins að verða bjá því, og að það eigi að beita Eér fyrir þvl að safna fé, leggja ojálft fram fé og taka það lán, sem til þess þarf að kaupa skíp, sem hæfir fyrir siglingar vorar. En eg áift ekki að Eimskipafélagið geti farið að hugsa til þesB að útvegi ný og dýr sk>p, fyr en skuld sú, sem stendur eftir af byggingarkostnaði Goðafoss bjá skipa- smfðastöðinni, er greidd að fullu, en skuld þessa hefir skipasmíðastöðin góðlúslega lofað að láta stands, án nokkurrar tryggingar af vorri hendi, gegn þvf að vér greiddum árlega eins mikið af henni og oss væri unt, og heldur ekki fyr en lán það, er félagið varð að taka hjá bankanum l Hollandi til þess að byggjs Gullfoss og gamla Goðafoss fyrir, er greitt að fulln, en það verður árið 1927. Eg álft einnig að á meðan hluthaf- arnir fá ekki sparisjóðsvexti af fé sfnu, er þeir hafa lagt f félagið, þá sé það ekki rétt af þvf, að hleypa sér á ný f stórskuldir á ábyrgð hluthafanna, svo að það verði lakar trygt efnalega. Vér érum allir ásáttir um það, að landið þurfi á meiri skipakosti að halda í framtfðinni, en það verður að auka hann smám saman, eftir þvf sem vér höfum efni á því og er ekki hægt að gera það á fáum árum. Þangað til vér höfum aukið hann nægílega, verðum vér að sætta oss við að útlend skip sigli hingað, en eg get aldrei látið mér koma til hugar að vér getum komist að öliu leyti bjá erlendri sam- kepni, þvi sú slglingaþjóð er ekkl íil i vlðrl veröld, sem ein hejtr allat sigllngar að og irá landinu í sínum höndum. ísland verðnr að eignast fleiri skip, það er sjálfsagður hlutur, en vér verð- um að sætta oss við holia þróun á þessu sviði, sem vér getum ráðið við og að þessi aukning geti orðið smám saman á eðlilegan hátt, er eitthvert stærsta viðfangsefni allra góðra ísiend- inga. Emil Nielsen. Aths. Fyrirspurnir blaðsins voru reistar á ummælum f áliti meiri hluta kæliskips- nefndarinnar undinituðu af herra fram- kvæmdasij E N Ummælin voru á þá leið, að útgerð kæliskips yrði að- eins »rekin með tspi þann tfma, sem ekki á að nota það til ketútflutnings, þareð vér höíum einmlti þessalO mán- uði nœgilegan skipakost.« Hér þótti blaðinu djúpt tekið f árinni, þar sem annars vegar er vitanlegt, að siglingar hingað til lands eru umrædda 10 mán- uði mjög fast sóttar af útlendingum. Dagur óskaði þvf að fá að vita ótvf- rætt álit framkvæmdastjórans um þetta atriði og telur svarið fullnægjandi, Hinsvegar er svarið, eins og allir sjá f ósámræmi við áður tilvitnuð ummæli. Úr þvf að við álltum »ekkl áð íslend- ingar hafi nægilegan skipakost nú og i komandi tfmum« getum við ekki álitið að hann sé nægiiegur 10 mánuði af árinul Dagur er hr. E. N. fyllilega sam- mála um, að eigi sé sanngjarnt eða viturlegt að ætlast til þess að Etm- skipafélagið af eigin ramleik stofni til nýrra skipakaupa, meðan eldri skuldir hvíli á þvf. Dagur mun ekki fylla flokk þeirra, sem kynnu að vilja gerá ó- sanngjarnar kröfur á hendur félaginu. En hann hyggur að félagið geti ekki um það átalið þing eða þjóð. En Dag- ur hefir haldið þvf fram og fært rök að þvf, að eigi verði öðruvfsi en með stdru átaki sigrast á þeirri erlendu samkepni, sem er félaginu hættuleg- ust, en það eru siglingar útlendinga á beztu hafnir landsins og hraðferðir stærstu hafna á milli. Það liggur f augum uppi, að á meðan okkar vand- aðasta skip strfðir við sjó og vinda fyrir hverri vfk og hverjum vogi á hálfu landinu, fleyta erlend Bkípafélög rjóm- ann. Þetta lagast ekki af sjálfu sér. Útlendingar slaka ekki ótilneyddir á þessari samkepni. Engin steikt gæs flýgur upp f munninn á Eimskipafélagi íslands fremur en öðrum. Fjárveitinga- nefnd Neðrideildar flytur tillögu um að hækka styrkinn til félagsins um 15 þús. kr. ftá þvf, sem hann var í fyrra. Bendir þáð á, að eigi hafi félaginu aukist bolmagn á liðnu ári. íslending- ar munu una þvi illa að sjá merki þess, að erlend samkepni sé að koma félaginu á kné. Þegar útlendir áhrifamenn eggja þjóðir sfnar að herða samkepnina um fslenzkar siglingar, þá í mótleikur ís- lendinga að vera sjálfsvörn og aukin átök. Myndu menn þá kunna þvf vel að meiri forustubragur væri á okkar góða framkvæmdastjóra, en fram kem- ur f þesBum skrifum hans. »Holl þró- un« og »aukning sm&m saman á eðli- legan hátt« þýðir kyrstaða og aðgerða- leysi, sem á vissum tfmum getur orð- ið banvænt. Enginn mun krefjast þess að Eimskipafélagið taki sér á herðar allar fj&rhagsbyrðarnar sem af þvf myndu leiða, ef haldið væri til kápps við útlendinga f siglingum á beztu hafnir landsins. En til þess verður ætlaBt að það hafi (orustuna. Mun þá sem fyrri sannast að »ekki mun skut- urinn eftir liggja, ef vel er róið fram f.« Ritstj.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.