Dagur - 23.05.1925, Blaðsíða 2

Dagur - 23.05.1925, Blaðsíða 2
82 DAOUR 21. tbl. ^#^#^^‘áHH(t#TÍlTjt^HL^tTÍL‘^1 TÍL#TÍLTlLTÍLlíLlP"rfL^ ‘P Kaupfélag Eyfirðinga. Saumur, allar tegundir, mikið ódýrari en þekst hefir áður, nýkominn. Kaupf. Eyfiiðinga. ^^TP^'^líL^TP''tP''éL#'éLTÍLTÍLTÍL1^^'TÍLTHÍLT^TpTÍL^TÍLTP'^ Stjórnmálaástandið í Skagafirði. — Drög. — Þar sem allmikið hefir verið rætt og ritað om samvinnumensku Skag- firðinga og afstöðu þeirra til stjórn- mála og flokka, virðist ekki úr vegi að gera um það nokkrar athugasemdir. Samvinnumenn hafa Skagfirðingar yfirleitt ekki verið fram á sfðustu tfma — andinn að sönnu reiðu búinn en holdið veikt. Það er að vfsu all- margt góðra samvinnumanna og er þeirri stefnu þár eins og annarstaðar stöðugt að aukast fylgi, þó hægra fari en f flestum sveitum öðrum. En þvf miður hefir alment rfkt bér svo mikil þröngsýni og skilningsleysi á þeim máium, að hver sem verið hefir f Kaupfélagi og skift þar upp á nokkrar krónur hefir talið sig samvinnumann. En þó maður vilji leggja mælikvarðann á hæstu greinina, þar sem eru verzl- unarmálin eða kaupfélögin, er eg hræddur um að kirkingur reynist f gróðrinum. Það hefir verið eitt mesta mein Kaupfél. Skagfirðinga, að efna- mennirnir hafa yfirleitt ekki skift nema lftið við það, en aðeins notað það sem skálkaskjól. Viðurkent gagn þess og nauðsyn og að það mætti ekki fyrir nokkurn mun leysast upp. En svo gerir fjöldinn sér að góðu, að skifta við kaupmenn við sömu kjör og kaup félagið veitir. Ea benda mætti þeim góðu mönnum á, að það er ekki kaup- félagið, sem einstaklingur eða fram- kvæmdastj., sem ráða verðlagi og verzlunarkjörum, heldur eru það við- skiftamennirnir sjálfir. Það er óhætt að fullyrða það, eftir beztu heimildum, að ef allir félagsmenn í K. S. hefðu haft sín aðaiviðskifti við Kaupfél. sfðastliðið ár, hefðu þeir sjálfir skapað sér langt um botri verzlunarkjör en nokkur kaupmaður hefir veitt — eða getað veitt. Það eru ekki allar syndir guði að kenna — og ekki heldur kaupmönnunum. Stærstu viðskifti við K. S. hafa skólabúið á Hólum, spftalinn á Sauðárkróki og rfkasti bóndi sýslunnar, Magnús hrepp- stjóri Gfslason á FroBtastöðum, sem hefir þar öli sfn viðskifti og telur sér þau frjáisleg og hagfeid, og ættu aðrir að taka sér hann til eftiibreytni, þvf tæplega munu þeir betri kjörum ná hjá kaupmönnum en hann. Hér er margt af mönnum, sem eru kaupfélagsmenn og álfta sig samvinnu- menn, en hampa samábyrgðinni eins og grflu framan f fólkið, en sé að þeim þrengt og það mál krufið til mergjar, er reglan að skjóta sér bak við þá rökleysu, að þ<5 f framkvæmd- inni verði Iftill eða enginn eðlismunur á takmörkuðu ábyrgðinni, sem þeir hafa viljað fá og þvf fyrirkomulagi sem nú er, þá verði að breyta þvf vegna fólksins. Þeir stinga inn flfsinni til að fá fgerðina — framleiða mein- semdina til að fá uppskurðinn, þvf heilbrigðir þurfa ekki læknis við heldur þeir sem sjúkir eru. Þá væri fróðlegt að athuga dálftið afstöðu Skagfirðinga til stjórnmálaflokk- anna og meginþættina i kosninga- fylgi Magnúsar Guðmundssonar. Það munu allir, sem ekkert þekkja til, telja sjálfsagt að Skagfirðingar séu fléstir fhaldsmenn vegna þeirra (ulitrúa sem þeir hafa sent á þing. En svo er ekki. Þeir eru yfirleitt frjálslyndir og framsæknir menn, en — sem ekki hafa fundið sjálfa sig. Það getur aldrei orðið nema Iftið tfmaatriði, að þeir átti sig á þvf, að þeir eiga ekki og geta aldrei átt samleið með broddum fhaldsins. Það er ekki stjórnmálastefna Magnúsar Guðmundisonar — enda er hún nú raunar engin—sem veitt hefir honum vfgsgengi, heldur liggur kjör- fylgi hans f þrem öðrum meginþáttum. í fyrsta lagi persónulegri kynningu við margá af leiðandi mönnum héraðsins frá þeim tfma, er hann var hér sýslu- maður. Einkum fengu margir tröllatrú á þvf, að bann mundi aldrei verða útausandi á fé. í öðru lagi athugalaus- um og blindum ótta við samband Framsóknarflokksins við jafnaðarmenn — Allir áttu að vera bolsar. — í þriðja lagi þeim misskilningi, að flokkur M. G væri sparraðatflokkur f tjár- málum. Ef um hreinar kosningar væri að ræ*a um íiald og Framsókn drsg eg ekki f efa, að fleiri viidu rétta Fram- sókn >örfandi hönd» og vera »á fram- tfðarvegi.c Menn eins og t.d. Jónas læknir, Pálmi Pétursson, Árni J. Hafstað, Ávarp. Samkvæmt áliti Steffensens læknis, sem hefir stundað sjúklinginn frú Ouðrúnu Kristjánsdóttur, konu Áskels kennara Snorrasonar, er nefndum sjúklingi hin mesta nauðsyn á að fara utan, til pess að leita sér læknis- hjálpar. Hinsvegar er efnahagsástæðum þeirra hjóna þannig háttað, vegna mjög Iangvarandi og þungrar vanheilsu konunnar, að þeim er um megn að standast af eigin ramleik þann kostnað, sem sigfing frúarinnar hefði { för með sér. Það eru þvi vinsamleg tilmæli okkar til Akureyrarbúa og annara, sem lesa þessar Ifnur, að þeir með almennum samskotum hlaupi undir bagga svo drengilega og svo fljótt, að frúnni verði gert fært, að taka sér far til útlanda með Goðafossi þann 5. júnf næstkomandi. Verður næstu daga gengið með samskotalista um bæinn. Steingrímur Jónsson, bæjarfógeti. Jón Sveinsson, bæjarstjóri. Sigurður Ouðmundsson, skólameistari. Steinþór Ouðmundsson, skólastjóri. Ounnl. Tr. Jónsson, ritstjóri. Halldór Friðjónsson, ritstjóri. Jónas Þorbergsson ritstjóri. Albert á Pá'astöðum, Björrr á Stóru- Seylu, séra Tiyggvi Kvaran, séra Lárus Arnórsson, Jóhann á Ulfsstöðum og Jón hreppstjóri f Bæ o. fl éru altir f eðli sfnu frjálslyndir og framsæknir menn, sem f raun og sannleika eiga hvergi annarsstaðar heima en ( Fram- sókn, þó sumir þeirra hsfi einhverra orsska vegna lent á öndverðum meið. Eg vildi mælast til við þessa menn og marga fleiri, að þeir gengu undir próf og spyrðu sjálfa sig f fullri hreinskilni, svo sem 20 sinnum á dag f bálfan mánuð, undir hvaða flokki þeir ættu fleit sfn hugðarmál — þvf varðar mest til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin. Skagfirðingur. S í m s k e y t i. Rvlk 20. mal, Hafnarverkfall hófst f Kaupmanna- höfn á föstudaginn var. Báist við að það standi ekki lengi. Hindenburg hyltur jafnt af hægri og vinstri. Stjórnin ráðgerir að tollvernda koin og járn. Sosialistar mótfallnir. Upp- reist hefir brotist út gegn Frökkum f Marokko Uppreistarmenn fara hall- oka, hafa þó nýtfzku útbúnað, er þeir hafa unnið af Spánverjum. Búist við að þjóðaratkvæði fari fram f Noregi um bannmálið á næsta ári. R'kisstjórnin hefir leigt vélbátinn Harald til strandvarna á Vestfjörðum f sumar. Er hann 25 smálestir með 60 hestafla vél, skipst jóri Eliíkur Kristófersson. Símað er frá Parfs: Þýzkaland leitar hófanna um, hvort bandamenn vilji samþykkja sameiningu Austurrfkis og Þýzkalands. Alger neitun. Frétt frá Washington hermir, að Amerfknmenn heimti af lánþegum ákveðið fyrirkomulag um aíborgun skulda. Frá Moskva er sfmað: í Kákasus hrýnur hús, 100 menn bfða bana. Stmað er frá Róm: Mussolini legg- ur fram frumvarp er bannar allan leymfélagsskap, til dæmis frfmúrara. Samskotasjóður aðstandenda sjó- mannanna er druknuðu f vétur er orðinn 106 þúsund kr. Á v a r p i ð. »Sjúkur var eg, og þér vitjuðuð mín< Dagur vill vekja sérstaka athygli á Ávarpinu, sem birtist á öðrum stað f blaðinu. Mörgum bæjarbúum mun vera kunnugt um, að það er ekki birt að ástæðulausu. Það mun vera sjald- gæft, því betur, að sjúkdómar þjaki heimilum jafn lengi og þunglega eins og heimili þeirra hjóna, Áskels kennara og konu hans. Það er aðeins vegna stakrar þrautseigju og geðstyrks heim- ilisföðurins, að þau hjón hafa ekki beðiðfullan heimilisósigur. Mjög margra ára þung og margháttuð veikindi konunnar hafa heldur ekki megnað að lama þrek hennar að fullu. Nú telur læknir hennar að hún verði að leita heilsubótar erlendis. Undangengn- ar þjáningar og sjúkrakostnaður hafa sktpað þungar búsiljar, svo að efna- skortur bannar slik úrræði, nema aðrar hendur verði réttar fram til bjálpar. Raunar ætti rfkissjóður að leggja fram fé, þegar sýnt þykir, að sjúklingar geta ekki fengið nauðsyn- lega læknishjálp flandinu sjálfu. Meðan það er ekki, verða náungarnir að gera það. Og sá, sem hefir varist heimilisósigri jafnlengi eins og Áskell kennari, á raunar þegnfélagslega kröfu á hendur þjóðinni um að hún liðsinni honum, þegar viðfangsefnin eru að reynast algert ofurefli. Skylda þjóðar- innar er að vernda heimilin. Falli heimilin ( rústir, fellur þjóðin. Nýkomnir ágætir girðingarstaurar. Kaupfél. Eyfirðinga. * Rúskinshanzki, grár, tapsðist á götum bæjarins síöastl. sunnudag. Finnandi skili i Prentsmiöju Odds Björnssonar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.