Dagur - 28.05.1925, Qupperneq 2
86
DAOUR
22. tbl.
*p
Kaupfélag Eyfirðinga.
Nýkomið:
Regnkápur karlmanna .... Kr. 38.00 stk.
Karlmannafatnaðir.................frá — 67.50 settið.
Karlmannaskór......................- — 18.00 parið.
Nærföt karlmanna...................- — 9.00 settið.
Manchettskyrtur....................- — 10.00 stk.
Flókahattar ;...... - — 3.50 —
Harðir hattar................... — 14.50 —
Enskar húfur..............; . - — 2.50 —
Hálsbindi karlmanna .... - — 1.50 —
Pverslaufurkarlm.viðeinf.ogtvöf.flibba--1.40 —
Flibbarkarlm.einf. ogtvöf.,stífiroglinir- 0.50 —
Kaupfélag Eyfirðinga.
Heiisuf ar
í Akureyrarhéraði
árið 1924,
(úr ársskýrslu héraöslæknls.)
Árið 1924 var veturinn mildur en
vorið kalt og sumarið mjög kalt og
votviðrasamt. Skrautblóm þrifust ekki
í görðum og uppskura jarðarávsxta
var afar lftil. Sj&lfsagt meðfram vegna
veðráttunnar var kvillasamt i meira
lagi. Ein sótt var þó illræmdust allra
og minnistæðust, það var mœnusóUln
eða lömunamikln.
Manndauðl. AUs dóu 108. DSnar-
talan varð i8°/oo (miðuð við fólksfjölda
f ársbyrjun); er það svipað hlutfall og
var 1922, sem var eitt mesta mann-
dauðaár lengi. Helztu dánarorsakir
voru þessar: Berklaveiki 2$ (þar af
lungnatæring 19, heilabólga 2, önnur
berklamein 4); Ellihrumleiki 9; Krabba-
mein 5; Heilablóðfall 4; Druknanir 4.
Fœðingar. 152 börn fæddust lifandi;
2 andvana. Barnkoman er yfirleitt lftil
f þessu héraði (23,5°/oo) f samanburði
við landið alt. (26^4), hinsvegar fæðast
hér mörg óskilgetin börn. (Þetta árið
15)-
Fólksfjöldi var f árslok orðinn 6006.
Fjöigun á árinu 8 (tr það lítil fjölgun
f samanburði við mörg undanfarin ár,
1923 fjöigaði t. d. um 201 )
í Akureyrarkaupstað hefir þó (jölgað
um 35. Þar fæddust á árinu 77 börn,
en dóu alls 50
íbúatalan á Ákureyri var f ársiok
2906.
Steingrfmur læknir Einarsson gegndi
störfum fyrir mig f fjarveru minni
vestan hafs rúman fyrsta ársfjórðunginn.
Jónas iæknir Rafnar aðstoðaði mig við
skurði o. fi. á sjúkrahúsinu. Og hann
fór flestar ferðir út um héraðið eða
IOI. Sjálfur fór eg 34 ferðir.
Það ér orðið algengt að héraðs-
læknisins f Höfðahverfithéraði sé vitjað
frá Hjalteyri og ytri hluta Arnarnes-
hrepps. Það er miklu styttri leið til
hans yfir fjörðinn en inn á Akureyri.
Hinsvegar er vanalega leitað úr Háls-
hreppi f Fnjóskadal til okkar læknanna
á Akureyri. Þannig kemst jöfnuður á
og væri réttast að breyta læknaskip-
unarlögunum samkvæmt þessari hefð.
í sambandi við þessi meiniausu
strandhögg Höfðahverfislæknisins get
eg ekki gengið frám hjá þvf að minn-
ast á annan keppinaut, sem á þessu
ári hefir náð mikliii iýðbylli f þessu
héraði og sfðan víðsvegar um land.
Það er hinn svonefndi Öxnafellslæknir,
huldumaðurinn Friðrik, sem enginn
hefir greinilega séð nema hin skygna
bóndadóttir f Öxnafelli. Sjúklingar
koma til hennar eða skrifa henni um
sjúkdóm sinn eða aenda henni sfm-
skeyti og hún taiar við Friðrik. En
hann lfknar fólkinu á undursamlegan
hátt. Msrgir verða hans varir þegar
lækningin kemur, þannig að straumur
fer um þá allra snöggvast og batnar
stundum um leið, en aðrir finna engan
straum og batnar þó eða batnar ekki.
En sumir, sem bráðfelgir eru, deyja
þrátt fyrir alt. »Ekki verður feigum
forðað!« Þvf verður að skjóta hér inn
f, að stúlkan f Öxnafelii Margrét, er
af öllum kunnugum sögð bæði greind
og sérlega vönduð og ætti skilið meiri
laun en hún hefir hingað til fengið
hjá þeim, sem hún hefir leitast við
að bjálpa tii að öðlist hjátp.
Fyrir ailskonar ýkjur og umburðar-
þvaður um þessi fyrirbrigði hefir trúin
magnast og fleiri og fleiri leitað sér
Ifknar, svo að nú streyma bréf og sfm-
skeyti til Oxaafells vfðsvegar af öllu
landinu, en nú einna mest af Austur-
landi. Lengi var aðsóknin mest úr
hinni upplýstu Þingeyjarsýslu. Hafa
sumir haldið að bráðum þyrfti ekki
lengur neinna annara lækna við, við
hink svonefndu lærðu læknar gætum
hætt öllu okkar káki og farið að púla
f kúgrasi, en I Oxnafelli yrði lækninga-
miðstöð alls landsins og þegar víðboðið
kemur gætu allir leitað þangað loft-
leiðis og fengið læknisráð sem dygðu.
Þá mælti hinn mikli kappi Tertius;
•Mikinn skandaia hefir þú unnið voru
rfki!« — stendur f gamalli riddara-
sögu, — og sömu orð hefðum við
Akureyrarlæknar tekið okkur f munn
ef Friðrik kollega væri eins skæður
keppinautur eins og hann er sagður.
Þó einkennilegt sé höfum við haft
góða aðsókn eftir sem áður og engu
sfður verið sóttir, ekki einu sinni
þarna framan að úr nágrenni við
Friðrik, heldur enn áður.
Til þess að komait næ-.t sönnu um
kraftaveikin hefi eg reynt að kry'ja
til mergjar ýmsar sögur, sem mér
hafa borist Hafa þær sumar reynst
ýkjur einar með litlum sannleikakjarna
og af þvf tagi, að eðlilegt var að
sjúklingnum batnaði, þvf tfminn læknar
margt og margt batnar jafnt af m x
túrum, sem hómopatalyfjum, »pater-
noster* og bænaþulum eða blávatni
og jafnvel þvagi («br. þegar skottu-
læknir pissaði f glas og kerlingunni
batnaði augnveikin af dropunum). En
sumar cögurnar hafa verið samskonar
sannar kynjasögur og við lesum um f
Bisktpisögum og sem enn gerast f
Lourdes og vfðar, þannig, að tauga-
veiklunarkvillar og selasýki (einkum f
kvenfólk') batnar fyrir trú og fmyndun
stundum snögglega. Slfkt þekbja allir
læknar meira og minna af eigin reynd,
og kemur oft fyrir bæði á sjúkrahús-
um og f heimahúsum (en um það er
ekki eins mikið talað og þegar huldu-
læknir á ( hiut.)
Eg hefi oft dskað að Friðrik gæti
sparað mér ferðir a. m. k fram f
fjörðinn, en sú hefir ebki orðið raun
á Og eg hefi oft óskað um þá sjúkl-
inga, sem eg hefi ekki treyst mér til
að lækná, eins og sjúkl. með slæma
tæringu eða krabbamein (og sem eg
hefi stundum vitað leita til Oxaafells),
að þeim mætti batna vel og eg mætti
sjá verulegt kraftaverk. En þvf miður
hefi eg aldrei orðið sifks var og yfir-
leitt aldrei fengið ástæðu til að taka
ofan hattinn til heiðurs Friðriki.
Eg hefi um hrið gert mér að reglu,
að spy/ja þegar eg var sóttur út um
sveitir eða mfn var vitjað: >Hefir ekki
verið farið f OxnafelW’* Þá hefir svárið
verið ýmist, að vfst hafi verið þangað
leitað, en árangurslaust, eða þá að
fussað befir verið við og þvf tekið
fjarri að vert væri að trúá á sikan
hégóma. Og eg hefi f seinni tfð margár
fregnir af þvf, að einmitt frammi f
firðinum f grend við Öxnafell séu
fleiri og fléiri farnir að snúa bakinu
við Öxnafeilslækningunum, ekki má-
ske sfzt vegna þess, að hljóðbært hefir
orðið að stúlkan sjálf hafi f veikindum
sfnum þurft að snúa sér til læknanna
Jónasar Rafnars og Vald. Strffensens
hér á Akureyri.
Eg hefi fengið bréf og margar fyrir-
spurnir vfðsvegar að um undraiæknir-
inn okkar eyfirska. Einkum hefi eg
verið spurður um samvinnu okkar, þvf
sögur hafa gengið austanlands og
vestan, að huldulæknirinn væri svo að
segja aðstoðalæknir minn og að mikið
af því eða alt sem vel tækist á sjúkra-
húsinu væri honum að þakka. Það
væri nú djarft af mér, að þvertaka
fyrir að r.okkuð væri satt f þessu,
þvf ef satt er að framliðnir menn geti
notað miðla og borðfætur til að opin-
bera sig f gegnum, þá væri eins trú-
legt að Oxaafeilslæknirinn færi f mig,
ekki eins og fjandinn f svfnin, heldur
eins og heilagur andinn sjálfur þegar
mest lægi á. En undarlegt er að eg
sknii ekki hafaorðið þess var, enginn
stráumur hefir gagntekið mig eða
dáleiðslutiifinning og mér finst alt hafa
gengið fyrir mér eins og endranær.
En ef svo skyldi vera, að sjúklingar
þeir, sem eg hefi gert hættulega skurði
á og vel hcfir tekist með, skyldu eiga
huldulækninum að þakka iff og heilsu,
þá kemur mér undarlega fyrir, að hann
skuii ekki hafá verndað lff sinna sam-
sveitunga frammi f Grundarþingum
betur en raun hefir orðið á þetta um-
liðna ár. Þvf svo einkenniiega rauna-
lega hefir brugðið við, þetta ár, sem
hann hefir svo ötullega fengist við að
lækna náunga sfna, að þá hafa langí-
um flelri dáið í Grundarþlngum en
nokkru slnnl, síðan 1908.
Þetta minnir á söguna af lækninum
sem spurði oft sjúkiinga sfna þannig:
>Hvernig varð yður af meðulunum sem
eg sendi?* og þeir sögðu þávanalega:
»Mér versnaði stórum.< Þá sagði
læknirinn: »Já, vérsnaði. Já, það veit
ég og það veit egU Svipaða sögu
get eg sagt af einum sjúklingi sem
leitaði til spftalans til ljóalækninga en
þorði ekki annað en að leita til Öxaa-
fellslæknisins um leið til að vera vissari
um bata. Það brá svo við að honum
hrfðversnaði á eftir, sem annars er
sjaldgæft f Ijósunum. Eftir nokkurn
tfma batnaði þó aftur og áleit eg engan
vafa á að það hefði verið Ijósunúm
einum að þakka. En máske munu aðtir
segja að þar hafi Friðrik bætt úr skákl
Svo mikið get eg ennfremur sagt,
að eg veit ekki flugufót fyrir þeirri
sögu, sem tögð hefir verið um sjúkl-
ing er eg átti að hafa ákveðið að
taka fót af, þareð drep var f fætinum
og holdfúi með mikilli fýlu. Þegar eg
leysti af fætinum og ætlaði að fara
að skera fylgdi sögunni, að fóturinn
hefði verið orðinn heili og enginn
ódaunn lengur. Og þetta átti að vera
Friðrik að þakka, sem komið hefði og
bundið um fótinn um nóttina og grætt
bann algerlega. Eg kann svo ekki
þessa sögu lengri, en vildi óska að
þeir vildu enn þraulreyna krafta Frið-
riks, sem fyrir vonbrigðum verða bjá
okkur veslings lærðu læknunum. Og
glaður skal eg verða þegar eg stend
frammi fyrir kraftaverkinu og verð að
segji lfkt og Bjarni Tb. þegar hann
heyrði Gunnarshóima: »Eg held mér
sé nú bezt að hætta að yrkja!<
Loks vil eg bæta þvf við, að mér
finst þetta andlega faraldur, hulda-
lækningaátrúnaðurinn vera tfmanna tákn.
í nokkur ár hefir verið unnið að þvf
af kappi, áð fyila fólkið með andatrú,
með þeirri fullyrðingu að þar sé um
raunvfsindi að ræða. En grunnhyggna
fólkið er f meirihluta ætfð. Og svo
koma þessi stórmerki til sögunnar og
þau hljóta öil að vera vissuleg sann-
indi. Fréttir fljúga fram og aftur þar
til þeir skárri fara einnlg að trúa.
Andlega smitunin þarf ekki nærri eins
langan undirbúningstíma eins og misl-
ingar. Og dæmi veit eg til þess að
svo smitaðir eru jafnvel góðir menn
orðnir af Oxaafellstrúnni, að þeir lfkt
og sjúkiingurinn, sem eg áður mintist
á, treysta þvf ekki eingöngu að sækja
okkur Jónas Rafnar, heldur senda fyrst
eða um ieið f Öxnafell. »Löstur er
synd, sem orðin er að drottnandi vana<
lærðum við f kverinu.