Dagur - 11.06.1925, Blaðsíða 2

Dagur - 11.06.1925, Blaðsíða 2
94 DAQUR 24. tbl. Kaupfélag Eyfirðlnga. Sement fyrirliggjandi. Kaupf. Kyfiiðniga. ^T^'|NLtNLtNL'>ÍL'IÍL^tÍLtNL'INLTÍL'\N>"^"lNLTf'TÍL'tf">íL^ J. Bald., og þó var hann talinn einn af flutning8mönnum þingaál. um atein- oiiueinkaaöluna. Það þótti einkenni- legast, að þeir aem B. L. beindi sfn- um persónulegu skeytum til, hlustuðu brosandi á orðbragð reðumanns, en flokksmenn hans voru ókyrrastir, af því þeir fundu að hann talaði sjálfum sér og þeim til minkunar og angurs, avo að ekki sé fastar að orði kveðið. í steinolfuumrsðunum veittist B. L. einkum að J. J , en gætti þess altaf að ganga út úr þingsalnum og vera íjarstaddur á meðan J. J. svaraði hon- um; þó hafði J. J. f afðara skiftið sent til hans, og gert honum aðvart, þegar hann beindi máli sfnu til hans; annars talaði hann með ró og skilningi um veikleika B. L. og bresti, sem bæru vott um að maðurinn ætti að vera annarstaðar en f þingsalnum. — B. L. þurfti jafnan að láta sessunauta sfna segja sér úr ræðum J. J. á eftir. Hann sagðist ætla að nota þetta tækifæri að nokkiu leyti til þess að hefna fyrir ófarir sfnar fyrir J. J. á Akureyrar- fundinum 1923, en lét þess þó getið að hentara mundi að Ijúka viðskiftunum utanþings, enda er eigi ólfklegt að hann geti átt kost á vettvangi til þesB áður en langt lfður. — í tveimur mestu áhugamálum Akureyringa reyndi B. L. að haga sér að sumu leyti hyggi- lega, án þess þó að séð yrði, hversu fast hugur fylgdi máli, en öðru þeirra var hann þó móthveifur — menta- skólamáli Norðurlands. Lýsti hann yfir þeirri afstöðu sinni en vegna aðhalds að norðan 7ar hann með þvf að skjóta málinu á frest. Hitt málið var Heilsu- hælismái Norðurlands. Þvf fylgdi bann, en þó eigi svo ötuliega að honum tækist að afla þvf fylgis innan sfns flokks. Sést af þvf magnleysi hans og áhrifaleysi, er honum tekit eigi að fá sfna samherja til að fylgja svo góðu máli. Eigi hefir Lfndal tekist að vinna samúð og virðingu samþingsmanna sinna jafnvel eigi sinna flokksbræðra. Framkoma hans er öll svo vanstill- ingarleg og óþingleg. Fáar af ræðum hans hafa verið umræðuefnum viðkom- andi; flestar hafa þær verið tafsaðar fram f hálfgerðum æðisköstum og verið mest megnis fúkyrði. Sumar hafa verið stórhneykslanlegar. Á sfðasta þingi varð forseti að hringja hann niður, til þess að stöðva illyrða- og brfgzl- yrðaflóðið af vörum hans. Hefír það komið á daginn, sem vonlegt er, að yfírborðsbusl f mátum og umsláttur sá, sem B L. er tamast og sem hefir blekt lftt hugsandi kjósendur, aflar honum f hæsta lagi meðaumkunar á þingi. Framkoma B. L er f einu orði sagt ófrjáUmannleg og festulaus. Reik hans um þingsalinn og hvfslingar eða flótti hans úr þtngsalnum undan orð- um þeirra, er hann á f höggi við, verð- ur honum til hnekkis f áliti samþings- mannanna. En sá maður, sem alt af verður vanhluta f orðum og rökum réttir ekki hlut virðingar sinnar. 0rn. S í m s k e y t i. Rvlk 9. júní. Fiammarfon skáld og stjörnufræð- ingur látinn. Algarsson bættur við pólflugið. Bardagarnir í Marokko harðna stöð- ugt. Búist við að Frakkar, Amerfkanar og Norðmenn hefji leit að Amundsen hver f sfnu lagi. Viðsjár með Kfnverjum. Bólar þar vfða á útlendingahatri. Sendiherrar erlendra rfkja biðja um herskip og mannafla þangað. Sfðustu fregnir herma að komin séu þrjú bresk herskip til Shanghai. Stjórnin mótmælir. Búist við engu minni óeirðum en boxara- uppreistinni frægu. Atvinnudeilunum f Kaupmannahöfn lokið. Útflutningur fslenskra afurða f Maf talinn kr: 3 730.522. Alls frá áramót- um kr: 22 080 340. New York: Afskapa hitar f Banda- rfkjunum; 200 dánir. Genf: Á alvopnunarfundi var sam- þykt að banna notkun eiturgastegunda f styrjöldum. Seyðisfirði: Fjölmennir landsmála- fundir hafa verið haldnir á Seyðisfirði, Eskifirði og Egilsstöðum; fjármálaráð herra þar viðstaddur og flutti fjár- málaerindi á fundunum. Rvfk: 400 manna fóraá listasýning- una fyrsta daginn; 5 málverk keypt. Bergenska gufusk pi élagið ætlar að nota nýtt 1600 tonna fárþegaskip f hraðferðum hingað. Sundkensla hér f bæ byrjaði f gær. Sundkennarinn er sá sami og áður, Ólafur Magnússon frá Bitru. Árni Pálsson, verkfræðingur, dvelur hér f bænum um þessar mqndir. Vöruflufningabifreið A. 4, hefir verið i stand sett og gerð sem ný. Fæst keypt fyrir lágt verð, ef samið er strax við V i 1 h j á 1 m P ö r. Hrossasýning;, fyrir ytri hluta Eyjafjarðarsýsiú verður haldin við Reistarárrétt fimtudaginn 2. júlí n. L og byrjar kl. 12 á hádegi. Pelr sem sýna ætla hross á sýningu pessari verða að tilkynna undirrituðum í síðasta lagi kl. 8 síðd. hinn 1. júlí og greiða pá jafnframt sýningargjald fyrir hrossin, sem hér segir: Fyrir stóðhesta 4 vetra og eldri kr. 4,00 — do. 3 — og eldri — 2,00 — hryssur 4 — og eldri — 1,00 Verðlaun verða veitt eftir pvi sem dómnefnd ákveður. Arnarnesi 10. júnl 1925. Guðmundur Magnússon. Haf ið þér athugað að við seljum stúfa á 13 kr. kílóið. Iíaupfél. Eyfii ðinga. Sláttuvél með skeflum og brýnsluvél er til sölu með tœkifœrisverði í KAUPFÉLiAGI EYFIRÐING/L. F r é 11 i r. Leikfé'ag Akureyrar héit «ðai- fund 2. þ. m. Þrátt fyrir sfvsxrndi örðueleíka, hefir félagið aldrei starfað jafn mikið sem á sfðastl. leikári. Er það mikil furðs, hvað félagið hefir getað haldið uppi góðri leikstarfsemi án fjárstyiks frá Btjórnarvöldum, sem alstaðar annarstaðar er veittur, þar sem le'kfélög eru. Leiksýningar og stariremi félagsins á sfðustu árum er mikið að þakka herra Haraldi Björns- syni, sem þvf miður mun á föruca úr bænum fljótlega, er burtför hans félaginu óbætanlegt tjón. Á fundinum voru kosin f stjórn : Hall- grfmur Valdemarsson, frú Þóra Hav- Bteen og Freymóður Jóhannsson, en til vara Steinþór Guðmundsson klæð« skeri. Hallgrfmur Vald. baðst undan kosningu að þesBU sinni, en félags- menn sáu sér ekki fært að taka beiðni hans til greina. Hefir H. V. verið i stjórn félagsins frá þvf að það var stofnað og vonaudi f»r félagið hann til að halda áfram þvf starfi sfnu, þvf það má hans sfzt missa, þar sem hann hefir reynst einna drýgstur atarfsmaður þess og haft mikinn ábuga á þvf að halda uppi leiksýningum hér um langt skeið. Á fundinum upplýsti stjórn félags- ins, að hún hefði sótt fyrir þess hönd um fjárstyrk til sfðasta þings. Þeirri málaleitun hefði verið vel tekið f Efri deild og samþykti hún að veita félaginu 800 kr. styrk, en styrkveiting þessi féll f Neðri deild með eins at- kvæðis mun. Þingmaður bæjarins lagði þesBu máli ekkert liðsyrði. Letkfélagsmaður. Tíöin er einmunagóð þeasa dagana, sunnan hlývindi og skúrir. Horfur með grassprettu hinar beztu. Bændur hér f nærsveitum eru að láta hreinsa tún sín og hafa ekki undan sprettunni. Ár og lækir eru f miklum vexti. Frammi f Saurbæjarhreppi hafa skriður fallið á nokkrum stöðum og gert spjöll bæði á túnum og engjum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.