Dagur - 22.10.1925, Blaðsíða 2

Dagur - 22.10.1925, Blaðsíða 2
DAOUK 43. tbl. 166 gagnsóknaimálum á þeim grundvelli að þau vseru rangt til búin og sum þar að auki óviðkomandi aðalsök. Stefnendurnir f þeim málum höfðu ekki sniðið kröfur ainar að neinu léyti f samsvörun við ákvæði laga um með- ferð slíkra gagnsaka í démsúrslitum. (Sjá 22i. gr. hinna almennu hegning- arlaga). Þeir kölluðu málin gagnsakir og kröfðust þeirrar málsmeðferðar sem gert er um aðalsakir. Fyrir því kallaði ritstjóri Dags að um væri að ræða sjálfstæð meiðyrðamál gegn sér og væri þeim ranglega stefnt fyrir gestarétt Skagafjárðarsýsiu. Þar að auki væru sum atriði málanna alger- lega óviðkomandi aðalsök og þvf ranglega sett f samband við hana. Og enn voru atriði málanna öli hinn mesti hégómi. Munu stefnendurnir hafa um sákaval og allan málatilbúnað hlftt ráðum þess manns, sera Dagur kall- aði »vitsmunaijós Skagfirðinga*. Verjandi málsins krafðist frávfsunar á aðalmálinu að þvf er snerti þrjá nafngréinda menn og færði fram þá ástæðu, að nokkrar mfnútur hefði skort á lögáskilinn stefnufrest. Var sá drátt- ur orsakaður af tiiraunum Sigurgeirs Danfelssonar að draga birtingu stefn- unnar eftir þvf sem hann taldi sér fært, án þess að láta stefnandann vlta um ástœðuna. En þetta vafasama bragð S. D. mun þó ekki koma að klandri, með þvf að mennirnir sem um var að ræða, Iýstu því sjálfir yfir, að þeir væru mættir, þegar máiið var þingfest og tekið til meðferðar rétt- arins, þeir iétu leita um sættir með sér og stefnandanum og þeir fólu Sig. Sig. sýslumanni að fara með málið fyrir sfna hönd. Þeir eru þvf, lögum samkvæmt, ómótmælanlegir aðilar máls- ins og verjandinn hefir um seinan komið auga á þessa átyllu til frávfs- unar. Enn krafðist hann frávfsunar á málinu að þvf er snerti Jón nokk- urn Þorsteinsson og færði sem ástæðu að honum hefði verið ólöglega stefnt, enda hefði hann ebki mætt. Benti ritstj. Dags á að Sigurgeir Danfelsson yrði fyrir aðkasti úr óvæntri átt, þar sem Sigurður sýslumaður væri farinn að drótta þvf að honum, að hann hefði brugist skyldustarfi sfnu. Verði máiinu vfsáð frá af þessum sökum, að þvf er snertir nefndan Jón, er Sigurgeir ber orðinn að vanrækslu f starfi sfnu og mun þá laemast úr þvf geta talist »alsaklaus«. Ekki reyndi verjandi málsins að mótmæla þvf að umstefnd grein væri stórlega ærumeiðandi fyrir ritstjóra Dags. Vörn hans gebk öll, til þess að reyna að réttlæta þetta frumhlaup og tilsletni hinna stefndu á þeim grund- velli, áð ókvæðisorð þeirra félaga hefðu verið réttmæt lýsing á grein Dags um þeirra kæra meðbróður Sig- urgeir Danfelsson. Var á öllum þess- um vaðli verjandans einskonar sam- úðar- og bróðurkærleiks slepja. Verjandinn lagði fram ýmiskonár mjög fráleit gögn f málinu, eins og til dæmis að taka útskriftir úr dóma- bókum Eyjafjarðarsýslu og Akureyrar- kaupstaðar. Voru það dómar f löngu gengnum meiðyrðamálum og með öllu óskyldum og óviðkomandi þeim mál- nm er fýrir lágn. Hugðist verjsndinn að réttlæta frumhlaup sitt og með- stefndra með þvf að benda á, að ein- hverjir hefðu einhverntfma verið taldir meiddir með einhverjum ummælum f Degi! Þá prýddi verjandinn varnarskjal sitt með kviksögu um, að sækjandinn hefði sætt ákúrum fyrir greinina um margnefndan Sigurgeir Danfelsson og fengið skipun frá umráðamönnum blaðsins um að höfða mál þetta. Kunn- ugirvita að enginn ágreiningur hefir orð- ið milli eigenda Dags og ritstjóra blaðs- ins út af þessum átökum við Sauðár- bróksbúa. Ætti Sigurður sýslumaður að gæta varúðar, er hann tekur til umræðu afstöðu annara manna til skylduverka sinna. Hann hefir sjálfur með framkomu sinni f þessu máli gert sig, að þvf er það snertir, ófcEran i embcetti sinu og orsakað aukakostnað við skipun dómara úr öðru héraði, til þess að fara með mál, sem hötðað er gegn honum. Ættu slfk vfti að geta orðið þessu yfirvaldi holl Iffsreýnsla, en til vatnaðar öðrum dómendum landsins. Sigurður sýslumaður var kurteis f umgengni við stefnandann f báðum þessum réttarböldum. En f málsskjöl- um var hann stórorður og óvarkár. Krafðist ritstjóri Dsgs þess, að hann yrði sektaður fyrir ósæmiiegan rithátt. í sfðasta réttarhaldinu varð hann fyrir áminningu dómarans um að gæta hófs f bókun og néitaði dómarinn að bóka orð, er hann taldi ekki sæmilegt. Getur hver, sem vill hugleiða það, metið hver hnekkir það muni hafa verið yfirvaldino, sem stóð þarna frammi fyrir umbjóðendutn sfnum, er böfðu veitt honum vald og traust f málinu, og auk þess frammi fyrir um 300 af sýslubúum, sem munu hafa vænst þess að sjá, þar sem hann var, fyrirmynd f þvf, er að lögvisi lýtur og flutning mála. Sigurður sýslumaður er ungæðisleg- ur, enda er hann ungur. Á hann von- andi framför f vændum með auknum aldri og reynslu. Hann leggur stund á það f málfærslu að beíta hreysti- yrðum og valdsmannlegum hreyfingum um fram það, sem ástæða virðist vera til. Mun þessi málarekstur hafa snúið þessum kýmilegu annmörkum talsvert til betra vegar. Ritstjóri Dags hefir með þessum máiarekstri veitt Skag- firðingum tækifæri til þess að þekkja yfirvald sitt betur en áður. Munu þeir verða honum þakklátir fyrir vikið. Er nú komið að lokum þeisarar frá- sagnar um þennan þátt viðskifta rit- stjóra Dags við Sauðárkróksbúa. Dóm- ur verður kveðinn upp fyrir geatarétti Skagafjarðarsýslu* á Blönduósi, sam- kvæmt þar til fengnu ieyfi aðila máls- ins. Verða úrslitin birt á sfnum tfma. Þessi málaferli hafa verið ritstjóra Dags að ýmsu leyti ánægjuleg. Auk þess að reka réttar sfni gegn þeim mönnum, er slettu sér fram f viðskifti hans og andstæðings hans á Sauðár- króki hefir hann kynst mörgum ágæt- um mönnum f Skagafirði, gist á heim- ilum þeirra, mætt sæmd og vinsemd frá þeirra hendi, sem hann er þeim stórlega þakklátur fyrir. Þykist hann * Ekki Húnavatnssýslu, eins og sagt var í frásögn af fyrri Sauðárkróksförinni, nú skilja Skagfirðinga betur en áður, kosti þeirra og annmarka. Vonar hann að geta hagnýtt sér þá auknu þekk- ingu f áframhaldandi umræðum um pólitfska afstöðu Skagfirðinga og æski- legar umbætur á þvf sviði. Gullnáman í Miðdal. Þessi frásögn um hana er f þýzka stórblaðinu »Leipziger Neuestu Nach- richten* 14. júlf: »Gullœðarnar i björgum fslands. Hingað til hafa menn bneigst til að hálda, að fréttirnar um gullfundi á íslandi hafi verið mjög ýktar. En eftir sfðustu uppl. sérfróðra manná, lftur út fyrir, að mjög mikið af gulli sé f raun og veru fólgið í jörðinni aðeins fáar mflur frá Reykjavfk. E<ns og kunnugt er, hefir verið stofnað félag með þýzku fé að nokkru leyti til að hagnýta gulilandið, og félag þetta gerðí sfðasta sumar út leiðangur til Islands undir forustu þýzka jarð- fræðíngsins Keilbachs prófessors. Nið- urstaða rannsóknanna hefir nú verið lögð fram. Samkvæmt henni er þarna gull f basáltlagi, og gullæðarnar, sem hingað til hafa fundist, eru rúm röst á lengd og að meðaltali hér um bil stika á þýkt. Þó eru allir lérfræðing- arnir, sem tekið hafa þátt f rannsókn- unum, á einu máli um, að æðarnar nái lengra og verði þvf breiðari, sem lengra er grafið. Prófessor Keilbsch reiknast, að 80.000 smálesir af gull- kvarzi séu f námunni, en ánnar sérfræðingur gerir ríð fyrir helmingi meira. Kvarzið er sumt snjóhvftt, en sumt gráblátt. Mikill hluti þess hefir molnað f sand af jarðþunganum, og verður þá vinslan auðveldari. Sýnishorn úr námunum hafa verið greind f þýzkum efnarannsóknarstofum, og við það hefir komið f Ijós, að úr hinu bezta eru 315 gr. í smálestinni, en 45 úr hinu lakasta. Hér er þvf f rauninni uin mjög rfkulegan gullfund að ræða, og það er talið vfst, að hagnýtingin muni borga sig vel, þar sem aðrar gullnámur hafa reynst arð- berandi, ef 10—15 gr- >f gulli fengust úr smálestinni. í haust vonast menn til að geta byrjað námurekstur- inn. Nýtfzku-vélar verða fengnar til námunnar og vinnu sfðan haldið áfram yfir veturinn.« (Alþbl.) í Skeiðaréttum. Hroðaieg&r sðg- ur ganga af framferði fólks úr Reykja- vfk f Skeiðaréttum nú f haust. Reykja- vfkurbúar þyrpast jafnan f réttirnar sér til skémtunar og hefir það viljað brenna við þar eins og vfðar f réttum að menn hafa tekið sér giaðningu, sem kallað er. En nú f haust varð svo mikið ölæði Reykjavfkurbúa f réttun- um, áflog og margháttaður ruddasksp- ur, að sveltafólki, er kom f réttirnar, varð þar ekki vært. Eru allir sammála um að vfta þetta Og telja það Reykja- vfkurbúum mjög til skammar. j Björg Jónsdóttir I frá Árblkka á Skagastrðnd andaOist nýlega i sjúkrahúsi i Rcykjavik úr krabbameini 81 árs að aldri. Hún var ein af hinum mörgu Háagerðis- systkinum, hin einstakasta friðleiks kona og ágætiskona i hvívetna. Fundur í Borgarnesi. Á för sinni um landið sfðastliðið sumar hóf Jónas Jónssón 5. landskjör- inn fundahöld sfn f Borgarnesi. Þá var svo háttað ástæðum f íhalds- flokknum, að enginn ráðherranna gat sótt fundinn og enginn annar af helztu hólmgöngumönnum flokksins sótti fund- inn heldur. Jónai Jónsson gerði sýslu- manninum á staðnum boð um að koma ef hann vildi tala um bolsévisma og mundi það vera nær að mæta á þeim vettvangi en uppi f Norðtungu til þess að brjóta þau mál til mergjar. En sýslumaður kom ekki á fundinn. í sölubúðum f Borgarnesi var fest upp afsökun frá miðstjórn íhaldsflokksins á þvf, að flokkurinn hefði engum manni á að skipa til að mæta J. J. á þess- um fundi. Mótstaða varð þvf nær eng- in af hálfu íhaldsins. Ingólfur læknir Gfslason maldaði eitthvað f móinn og fara ekki sögur af framgöngu hans. En íhaldsflokkurinn hét á hefndir, er betur bléii. Efndu ráðherrarnir til fundarhalds f Borgarnesi (yrir nokkru sfðan. Var undirbúningi hagað sem hér segir: Ráðherrarnir Jón Magnús- son og Jón Þorláksson leigðu skipið Suðurland milli áætlunarferða. Gaf það þeim tækifæri til að ráða um hverjir tækju sér far. Fóru ráðherrarnir tveir, en Magnús Guðmundsson er erlendis. Enn fór af hálfu íhaldsins Magnús Jónsson dósent og Kristján Alberts- son ritstjóri. Af hálfu Framsóknar var boðið að mæta Jónasi Jónssyni og Tryggva Þórhallssyni. Enn hugðust að mæta af hálfu flokksins Jón Árnason og Magnús Kristjánison, en Jón Þor- láksson tilkynti þeim áður þeir stigi á skipsfjöl, að þeim yrði bannað að taka til máls á fundinum. Settupt þeir þvf aftur. Enn fóru á fundinn Sigurð- ur Eggerz og Jón Baldvinsson. Er á fundinn kom, setti Jón Þor- láksson þau fundarsköp, að þeir ráð- herrarnir mættu tala ótékmarkaðan tfma, en þeir Jónas og Trýggvi að- eins f lh klukkustund hvor og svo aðrir fundarmenn. Vitanlega urðu átök- in á fundinum nær eingöngu á milli Framióknar- og íhaidsflokkanna eins og tildrög fundarins gera Ijóst. Með fundarsköpum þessum var þvf gengið svo langt, að fá eða engin dæmi munu vera slfks ofrfkis og kúgunartilrauna á fundum eins og Jón Þorl. leitaðist við að beita á fundi þessum. Annars- vegar voru fjórir menn og tveir þeirra með ótakmarkað málfrelsi. Hinsvegar tveir, báðir með takmarkað milfrelsi.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.