Dagur - 29.10.1925, Blaðsíða 3

Dagur - 29.10.1925, Blaðsíða 3
44. fbl. DAÖOB 17! Dómsmálafréttir. Nýlega fell < Heatarétti dómur ( meiðyrðamálinu: Jónas Þorbergsson gegn Þorvaldi Helgasyni o. fl. Voru stefndir, 21 að tölu, dsemdir { 30 kr. sekt hver fyrir sig og til að greiða sameiginlega 250 kr. málskostn- að ( Hœstarétti auk málskostnaðar { undirtétti, sem með dómi undirréttar var ákveðinn 125 krónur. Tildrög þessa máls voru sem hér segir: í kosningabaráttunni haustið 1923 gat Dagur orðróms, er hann kvað ganga um að vinnuveitendur hér i bæ beittu aðstöðu sinni gagnvart verkafólki, til þess að tryggja ákveðn- um manni fylgi við þingkosningar. Hallgrfmur Davfðsson forstjóri Carl Höepfrers verztunar kallaði sig méiddan með ummælum blaðsins. Birti hann, í sambandi við andmælagrein, vottorð undirritað af 22 af verkafólki hans, þar sem lýst var yfir þvf, að undirritað verkafólk hefði ekki orðið fyrir neinum óþægindum eða eftirgangsmunum af hendi vinnuveitanda sfns H. D. En auk þess áréttaði þetta fólk vottorð sitt með yfirlýsingu um, að það íeldl blaðamensku þát er rltstjóri Dags temdl sér, óhclðarlega. Ritstjóri Dags þóttist birta grein s(na um þetta efni til varnar verkafólki yfirleitt, en kallaði þetta fólk einakis eiga ( að befna við sig, þvi hann hafði ekki, sér vitandi, stigið á strá þvf til meins. Hann höfðaði þvf mál á hendur hópnum öllum að undan- teknum einum, sem fluttist úr bænum. Var málið rekið fyrlr aukarétti Eyja- fjarðarsýslu og Akureyrar og flutti Einar Sígfússon það fyrir hönd hinna stefndu. í annan stað höfðaði Hallgrfmur Davfðsson meiðyrðamál gegn ritstjóra Dags út af áður umgetnum ummæl- um blaðsins, svo og annað út af smá- grein, er sfðar birtist f Degi. Fyrnefnt mál varð all flókið og frásagnarvert, þó eigi hafi að þessu verið hirt um áð greina frá rekstri þess. Dómar undirréttarins f þessum málum urðu sem hér segir: í fyrst greinda málinu voru ummælin dæmd dauð og ómerk og stefnandanum dæmdar 125 kr. f málskostnað sem fýr er sagt, en sektarhegning fyrir hin ómerktu um- mæli var iátin fallá niður. í sfðar töldum málum var stefndur dæmdur til að greiða sektir f fyrra málinu 70 kr. en f sfðara 50 og málskoBtnað f fyrra málinu 100 en f sfðara 50 krónur. Ritstjóri Dags vildi ekki una dómi undirréttar f máli sfnu gegn vinnufólki H. D. og áfrfaðí þvf til Hæstaréttar. Flutti Jón Ásbjörnsson málið fyrir ritstj. Dags. Er þar nú nýlega fallinn dómur með þeim úrslitum, er að framan greinir. Verða ef til vill birtir sfðar útdrssttir úr báðum dómunum f málinu og fleira greint fráþesum málaferlum. Heilsuhæli Norðurlands og Skagfirðingar. Það vakti eftirtekt og undrun margra, er sýslunefnd Skagfirðinga daufheyrðist við málaleitun Heilauhælisfélags Norð- urlands um 5000 króna fjárframlag til byggingar Heilsuhæli á Norðurlandi. Bæjarstjórnir og aðrar sýsiunefndir hér norðsn lands þær, er til var leitað, tóku allar vel f málið. Margir hafa viljað lfta svo á, að þessar undirtektir sýslunefndarinnar mætti hafa til marks um undirtektir Skagfirðinga yfirleitt f þessu máli. En þetta er ekki rétt á iitið. Ýmislegt getur valdið þvf, að sýslunefnd eigi örðugt með að verða við fjárkvöðum, er henni berast óvænt og fyrirvaralaust. Auk þess er fjárhagur sýslusjóðs ekki réttur mælikvarði á fjárhag sýslubúa, þvf að margt getur til þess dregið, að útgjöld sýalusjóða verði meiti en tekjur þeirra leyfa. Má og fylliiega gera ráð fyrir þvf, að sýslunefndin sjái sér fært, að verða við þessari fjárbeiðni næsta ár, þó hún þættist þess óviðbúin sfðast. Skagfirðingar hafa goldið mikið af- hroð af völdum berklaveikinnar. Þörf þeirra á berklavörnum er þvf engu minni en þar sem hún geriat mest. Þetta er þeim og ljóst. Enda hafa margir Skagfirðingar og að lfkindum allur þorri þeirra mikinu hug á áð styrkja þetta mál. Og þvf betur eru béraðsbúar vel efnum búnir eftir þvf sem gerist um landsmenn og sumir þeirra stórefnaðir. Er þvf full ástæða til að gera sér von um verulegan fjárstyrk úr Skagafirði, þegar skipulag og almenn hreyfing kemst á fjársöfnun f héraðinu. Nokkuð mun það gera suma Skag- firðinga tvibenta f mátinu að þeir eiga nú sem stendur dágott sjúkrahús og hafa duglegan lækni. Hafa menn þózt verða varir við þá túikun þessa máls f Skagafirði, að béraðsbúar gætu verið sjálfum sér nógir f þessu efni, enda hefðu nú lagt fram stórfé til sjúkra- hússins. Ef sú innilokunarstefna gerir til muna vart við sig og spillir fyrir þvf, að Skagfirðingar vlkist vel undir nauðsyn allra Norðlendinga f Heilsu- hælismálinu, mun það ekki mælast vel fyrir. Það mun ekki þykja drengi- legt að skerast úr slfku máli. Það mun ekki heldur þykja viturlegt. Þessháttar afstaða til málsins væri reist á hveif- ulum stundarástæðum. Þó að þeir njóti nú dugandi læknis er óvfst hversu skipast um það mál næsta mannsald- urinn. Enda mun hvorki lækni þeirra né neinum öðrum koma til hugar að halda þvf fram, að á Sauðárkróki sé sérfræðingur f brjóstsjúkdómum né sjúkrahús, er geti veitt heilsuhælis- skilyrði. Með byggingu heilsuhælis á Norður- landi er verið að vinna ákveðið stór- virki f þágu berklavarna, sem á að standa um ófyrirsjáanlegan tfma. í þvf máli verður ekki spurt um per- sónulegar ástæður, pólitfska afstöðu og þess háttar aukaatriði, heldur að- eins um nauðsyn héraðanna og gétu manna og vilja til þesi að leggja tffl JNIýjar vörurl þlýtt verðl 2f| Hvít léreft einbn frá . , kr. 0.90 pr. rat 1 1 r-t- < o5 1 - 1.90 - — Óbl. - - - . . - 2.25 - — — — einbr. — . . - 1.00 - Hvít flónel — — , . - 1.10 - — Tvisttau — — . . - 1.10 - — - tvíbr. - . . - 2.10 - — Milliskyrkutau einbr. . . - 1.50 - — Lasting svört & misl. Handklæði frá . . Rekkjuvoðir frá Khakiskyrtur karlm. — og m. einbr. & tvíbr. . kr. 0.95 pr. stk. . - 4.00 - - . - 8.90 - - m. fleira. — Eldri birgðir af metravörum seljast nú með 10 til 33% afslætti. BRAUNS VERSLUN. Páll Sigurgeirssoi). iiiiyyið framtfðarkynslóðunum til þetta varnar- tæki f baráttunni við berklaveikina. Nauðsyn Skagfirðinga er ótvfræð, geta þeirra er þvf betur mikil. Og um viljann verður spurt um allan Skaga- fjörð. Og svör þeirra verða f raun og veru ekki svör til þeirra manna, er fyrir hefir verið beitt f málinu, heldur svör tll framtiðarinnar og til þeirra eigin barna fæddra sem ó- fœddra. Aðstaða Skagfirðinga til að nota heilsuhæli I Eyjafirði verður tiltölulega mjög hæg. Sjóferðir milli hafnanna eru jafnan stuttar. Og áður en langt um lfður, komast Skagfirðingar < stór- lega bætt vegar og sfmasaorband við Eyjafjörð. Verða þá héruð þessi ná- tengdari og eiga kost meiri samvinnu en nú gerist. Koma allar ástæður málsins og öll lfkindi þar niður, að Skagfirðingum sé nauðsynlegt og skylt að vfkjast stórmannlega við brýnni þörf Norðurlands um fjárframlög til heilsuhælisbyggingar. Akureyrarbúar og Eyfirðingar munu nú þegar hafa greitt og bundist skuldbindingum um fjárframlög til málsins, er nema meiru en 100 þúsundum króna. Þó er enn ærin fjárþörf. Á svörum Skagfirðinga veltur það, hvort væntanlegt heilsu- hælí getur með réttu talist heilsuhæli Norðarlands og verður það. F r é 11 i r. Hlufavelta og skemtun verður höfð I Gsgnfræðaskólanum næsta sunnu- dag. — Davíð skáld Stefánsson og Vernharður Þorstetnsson, kennati, flytja erindt. Á hlutaveltunni verður gnægð góðra muna t. d. fataefni úr Gefjun, skuggamyndavél, rafsuðuplata o. fl.— Dans á eftir f lelkfimihúsinu. Kvöldskóli. Einar Olgeirsson hefir gengist fyrir stofnun kvöldskóla hér f bænum.f vetur. Leggur bærinn skólan- um til ókeypis húsnæði f barnaskóla- húsinu og styrkir hann auk þess með 300 kr. samkvæmt ályktun sfðasta bæjarstjórnarfundar. Leiöréttingar. í greininni: »Fund- ur f Borgsttnesi* f sfðasta blaði féll orðið >rnálstað« úr milli orðanna »slæmum aigri*. Og f sfðustu lfnu sömu málsgreinar misprentaðist »að- komnu mönnum* fyrir »sðkomnu íhalds- mönnum.« Bofnía kom á laugardaginn frá Rvfk og fór aftur sama dag sömu leið til baka. Með skipinu kom og fór Magnús Sigurðsson bankastjóri. Frá Kaupmannaböfn komu ungfrúrnar Mar- grét Ragúels og Ida Guðbjörnsdóttir. »Víðvarp« er það nú nefnt, er sent er þráðlaust skeyti, ræður, söngur, hljóðfærasláttur o. fl. út frá sendistöð til margra móttökustöðva vfða vega. Arthur Gook trúboði, sem f fyrra fékk heimild þingsins til að setja upp vfðvárpsstöð hér á Akureýri kom utan- lands frá með Botnfu á laugardaginn. Hefir hann verið að undiibúa það mál. Á hann von á að tækin komi f næsta mánuði og menn til að setja stöðina upp. Verður stöðin væntanlega tilbúin og tekin til starfa fyrir næstu jól. Mun blaðið sfðar greina nánar frá þessu nýmæli. Mœlingar Árna Pálssonar. Árni verktræðingur Pálsson Einarssonar Hæstaréttardómara hefir starfað að mæiingum hér á Akureyri og f grend- inni sfðastliðið sumar. Hdf hann hæðar- mælingar á bæjarlándinu og starfaði sfðan f sambandi við skipulagsnefndina hér f bænum. Sfðan gerði haan hæðar- mælingar á heilsuhælisstaðnum, mældi fyrir vegi að bælinu og mældi fyrir rafveitu við Grfsá og Reyká. Þá mældi hann fyrir bflvegi yfir Vaðlaheiði frá Eyrarlandsfit að Fnjóskárbrú. Á sá vegur að liggja neðan túna á Varð- gjám en ofan við Veigaitaði og norð- ur á Steinsskarð og þar yfir. Vega- lengd þessi er 23 km. og mun vera um 8 km. lengri en vegur sá, er nú er farinn. — Enn mældi Árni fyrir áframhaldi vegar f Hörgárdal frá Steðjabökkum og að Bægisá*

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.