Dagur - 01.07.1926, Blaðsíða 1

Dagur - 01.07.1926, Blaðsíða 1
DAGUR kemnr úf á bverjnm ffmtu- degi. Kostar kr. 6.00 árg. Ojalddagi fyrlr 1. júli. fnn- helmtuna annaet, Árni Jóbannsson ! Kaupfél. Eyf. Af g r e i ðs Ia n er bjá Jónl Þ. Þ4r, Norðurgötn 3. Talsfmi 112. Uppsögn, bundin við áramót sé komin til afgreiðslumanns fyrir 1. dei. ^ IX. ár. Akureyrl, 1. júli 1026. | 27. blaöj Kjósið D-listann! Styðjið Kiistjánsson! Kjörseðill við hlutbundna kosningu til Alþingis 1. júli 1926. A-listi B-listi C-listi X D-listi E-iisti;i Jón Baldvinsson. Jónína Jónatansdóttir Erlingur Friðjónsson. Rebekka Jónsdóttir. Ríkharður Jónsson. Pétur G. Guðmundsson. Bríet Bjarnhéðinsdóttir. Guðrún Lárusdóttir. Halldóra Bjarnadóttir. Aðalbjörg Sigurðardóttir. Jón Þorláksson. Pórarinn Jónsson. Guðrún J. Briem. Jónatan J. Líndal. Sigurgeir Gíslason. Jón Jónsson. Magnús Kristjánsson. Jón Jónsson. Kristinn Guðlaugsson. Porsteinn Briem. Páll Hermannsson. Tryggvi Pórhallsson. Sigurður Eggerz. Sigurður E. Hlíðar. Magnús Friðriksson. Magnús Gíslason. Einar Einarsson. Jakob Möller. Þannig á kjörseðillinn að líta út, þegar búið er að kjósa D-listann. Dagur hefndarinnar. Kjósendur Mignúsar Ktistjánsson- ar hér á Akureyri minnast þess í dag, hverjum brögöum var beitt af hilfu andstæðinga hans, til þess að fella hann frá kosningu haustiö 1923. Áuk iátlausra ályga og ófræg- inga um þau verzlunarfyrirtski, er hann, fyrir hönd rikisins, veitti forstöðu, var á slðustu stundu dreift út á bak og í laumi dylgjum um, að Magnús neytti aðstöðu sinnar sem trúnaöarmaður rikisins, til þess að auðgast á óheiðarlegan hátt. Þessar sömu dylgjur flutti Björn Líndal siðan inn á þing árið 1925. Pað er hverjum manni vitanlegt, að kaupmenn landsins lögðu megin- áherzlu á það, haustið 1923, að fella Magnús Kristjánsson og létu ekkert til sparaö, hvorki fémuni né fólsku Sendisnatar kaupmanna voru frá- bærlega sporliðugir og tindilfættir við að bera róg, bakmælgi og blekkingar í húsin, þar sem slfku var við kornið. Ræðumenn kaup manna á kjósendafundum létu drýg- indalega yfir skjölum, er þeir veif- uðu framan ífundarmenn og kváðu þau geyma óhrekjandi tölusannanir fyrir staðhæfingum sinum um verð á steinotinu- Kváðust þeir reiðu- búnir til þess »að afhenda fundar- stjóra" umrædd skjöl, en innihald þeirra væri að öðru leyti launungar- mál- Slikar sönnunaraðferðir verkuðu nógsamlega á mikinn þorra af kosningaliði kaupmanna, enda er sigur þeirra jafnan þá bezt trygður, ef völ er margra kjósenda, sem hafa mjög opin eyru fyrir illmælgi og hlaupa upp við stundaræsingar.— Mikið orð fór af því að kaupmenn stofnuðutil áheita, ef það tækist að fella Magnús Kristjánsson. Ekki var þó talið, að þeir hétu á Strandar- kirkju eða aðrar guðsþakkastofnanir, heldur á fátæka og fáráöa kjósendur! Og kaupmönnum tókst, að fella Magnús Kristjánsson með sínum alþektu vinnubrögðum og gieði þeirra var mikil. Berléme hinn danski kvað hafa sent samfagnaðarskeyti heim Ul selstöðuverzlunarinnar hér f bænum I tilefni af þvf, að það tókst að fetla þingskörung og örugg- an liðsmann i þjóðþrifamálum, en kjósa i stað hans ónytjung í þjóð- málum og auðsveipan þjón þjónsins i selinu. Andúð kaupmanna gegn Magnúsi Kristjánssyni á sér tvennskonar or- sakir. Sú er hin fyrri, að hann gekk úr fylkingu þeirra á striðsárunum, rak verzlun sína með heill viðskifta- mannanna fyrir augum og lýsti hvað eftir annað yfir megnri óbeit sinni áokri kaupmanna, þegar þeir, i blóra við öfgar verðbyltinganna, flýttu sér að maka krókinn sem mest á kostnaö almennings i Itnd- inu. Á þeim árum kom berlega i Ijós að M Kr. var annan veg farið en öllum þorra kaupmanna, sem líta svo á, að atvinnuvegurinn sé til orðinn fyrst og fremst, til þess að veita vissum mönnum lífsupp- eldi. M. Kr. litur svo á, að verzlunin eigi að verða rekin með hag al- mennings fyrir augum. Þess vegna hefir hann gerst liðsmaður Fram sóknar, sem styður samvinnu i verzlun og einkasölu á vissum vörutegundum. — Sú er hin önnur orsök óvildarinnar, að M. Kr. hefir veitt forstöðu verzlunarfyrirtækjum rikisins. En þau fyrirtæki hafa verið kaupmönnum yfirleitt mikill þyrnir f augum, af þvi að þau hafa þrengt nokkuð hið viða svið, þar sem kaupmennirnir þykjast vera bornir til einskonar einkaréttar, til þess að tina saman f sina vasa gróðann af verzlun landsmanna. Faðir tóbakseinkasölunnar, Magn. Guðmundsson atvinnumálaráðherra, var á þinginu 1925 kúgaður, til þess að ráða niðurlögum sfns eigin óskabarns. M Kr., sem hafði veitt M. Guðm. öruggasta fylgd f þvf máli, undi ekki við þau úrslit. Fyrir þvi stofnaði hann, ásamt fleiri áhuga- mönnum, »Tóbaksverzlun íslands,* til þess að svifta hina veiðibráðu stórkaupmenn nokkru af þeim gróða- vonum, sem knúðu þá til látlausra ofsókna á hendur einkasölunni. Þannig er mjög mikið af innkaup- um á tóbaksvörum enn þá á einni hendi svo að tóbakseinkasala veröur tiltækilegri en ella, þegar lands-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.