Dagur - 04.11.1926, Page 1

Dagur - 04.11.1926, Page 1
DAGUR kemur úf á hverjum fimtu- degi. Kostar kr. 6.0U árg. Gjalddagi fyrlr 1. júli. Inn- heimtuna annait, Árnl jóhannison i Kanpfél, Eyf. Afg r eiðs1an er hjá Jónf i>, i>6r, Norðurgðtu 3. Taliimi 112. Uppsðgn, bundin við iramót aé komiu til afgreiðslumanni fyrir 1. des. IX. ár. 7 Akureyri, 4. nóvember 1926. 48, blað. IHérmeð tilkynnist vinum og vandamönnum, að tengdamóðir mín ástkær, húsfrú Guðný Jónsdóttir, hér í bæ, andaðist að heimili sínu 29. okt. s. 1. — Jarðarförin fer fram, að öllu forfallalausu, þriðjudaginn 9. nóv. og hefst með húskveðju frá heimili hinnar látnu kl. 1 e. h. Fyrir hönd allra ættingja fjær og nær. Akureyri 3. nóv. 1926. Carl F. Schiöth. Þ>að tilkynnist hér með vinum og vandamönnum, að okkar hjartkæra eiginkona, systir og ættsystir, Guðrún Guðiaugsdóttir, andaðist að heimili sínu Litlahvammi 27. október s. 1. Jarðarför hennar er ákveðið að fari fram, miðvikudaginn 10. nóv. n. k. og hefst með húskveðju kl. 11 f. m. frá heimili hinnar látnu. Kristján Helgason. Aðalsteinn Guðlaugsson. Váldemar Porláksson. í d a g —!* 6. október 1926. f dag er aldarafmæli guðborins listamanns. í dag minnist eg, af hjarta, eins hins tryggasta og hrein- skilnasta vinar, sem lífið hefir gefið mér. í dag er aldarafmæli Benedikts Sveinbjarnarsonar Gröndals. Eg fer heim að húsinu hans gamla — sem nú er í eyði —. í dag er það ekki í eyði. Eg ber að dyrum og innan skamms eru allar sorgir og áhyggjur foknar út í veður og vind; eg sit inni í skrifstofu Gröndals og hlæ hjartaniega að einhverju óviðjafnanlegu, sem hann hefir sagt um leið og eg kom inn úr dyrunum. Svo leggjum við af stað, saman, út í víðar veraldir. Minningar eru misjafnlega skýrar og varanlegar; hans eru síungar, óafmáanlegar. Væri eg íslenzkur bókaútgefandi skyldi eg gefa út Gröndals-perlur á þessu hausti, svo að hverju heimili á landinu gæfist kostur á að eiga hlutdeild í hinu fegursta og stærsta, sem aldar-afmælisbarnið gaf í ljóði. Svo bæði fullorðnir og börn gætu lesið og lært Tunguna, Nótt, Huggun, Æskuna (bæði kvæðin), Hret, Logn, Ljóðheim, Halastjörn- una, Venus og Freyju. Hvar á að nema staðar? Pótt eitt sé nefnt er annað eftir. »Hér bjuggu faðir og móðir og mey og mín er þessi fold, hvort eg lifi eða dey«. Vissulega er ísiand þitt og þú þess, Gröndal. En eitt er efst á blaði í dag, annað á morgun. Hið sígilda þolir storm og yfirborðsöld- ur — þolir breytingar og bið. Svo vanþakklát veröur íslenzk þjóð naumast að hún gleymi þeim, sem kvað: »Sæl ertu, tunga, í svanna munni sungin við íslands jökul- strönd«. — Peim, sem með Prometheus og Berlzoni lagði grundvöll undir Hafís Matthíasar Jochumssonar, orti Sunnanförina og Balthazar, skrifaði Heljarslóðaror- ustu og söng »Hvar ljóma skýin með hitninfegri sjón«, þegar fólkið streymdi til Ameríku, — gieymi Gröndal, sem gaf henni meira af gleði en nokkurt annað skáid. * Grein þessi barst blaðinu seinna en ætlað var, Nei — Gröndai gleymist ekki fremur en Jónsmessuhátíð og norð- urljós; hann er sjálfur »undurljósið«, eins og hann kallar halastjörnuna, Er ekki fagurt og átakanlegt, að honum finst hún vera samborin systir sín. Svo ólíkur var hann öðrum, sem hún venjulegum stjörn- um — svo ólíkur og ógleymanlegur. Hulda. Kjördagar. Reynsla manna fyrsta vetrardag síð- astliðinn um gervalt Norður- og Aust- urland ætti að gera þeim ijósa þðrf breytinga á skipun kjördaga. Nálega þremur vikum áður en landsmenn skyldu ganga að kjörborðum, var vetur að fullu genginn í garð, að vísu óvenjulega harkalega enda með þeim ummerkjum, að kaffenni hafði dyngt niður víða um sveitir landsins, svo að illfært var fullröskum mönnum, en ó- fært konum og þeim er teknir eru að eldast og lýjast. Par á ofan bættist, að veður var hið versta kjördagsrnorgun- inn, dimmviðri og stormviðri og horfði fremur til mannskaðaveðurs en til upp- birtu. Veðurvonska og ófærð bannaði því miklum þorra kjósenda gersam- lega að neyta réttar síns. Samkvæmt fylstu uppiýsingum, sem Dagur hefir getað aflað sér um kjör- sóknina, sóttu til kjörstaða á Norður- og Austurlandi um 4350 manns, eða jafnmargir og í Reykjavík einni. Má þá telja að vel ári fyrir Reykja- víkurvaldinu, þegar höfuðborgin vegur salt á kjörþingum móti öllu svœðinu frá Hrútafjarðará og til Lónsheiðar, Gæti svo fallið, að allur Norðlendinga- fjórðungur yrði ekki hálfdrættingur á móti Reykjavík. Allir sjá, að þegar veður og aðrar ástæður banna kjörsókn, kemur ekki í ljós hinn sanni þjóðarvilji. Og þar sem almennar kosningar er i öllum Iýð- frjálsum löndum viðurkend aðferð, til þess að leita þess vilja, er einsætt að hlíta þeirri skipun um val kjördaga og annað það, er að kosningum lýtur, sem tryggir hverjum manni, svo sem framast má verða, aðstöðu til kjðr- sóknar. Báðir hinir lögskipuðu, íslenzku kjör- dagar eru óskynsamlega valdir. Liggja til þess ljós rök frá síðustu tveimur kosningum. Lægi nær að ætla, að þeitp málu m væri skipað af erlendu valdi, gersamlega ókunnugu lýð og lands- háttum á íslandi, heldur en af iög- gjafarþingi íslendinga sjálfra. Er því líkast sem löggjöfunum sé varnað að beita frumreglum skynsamlegra virmu- bragða við suma lagasmíð. Parf um þau lög, er grípa til almennings á svipaðan hátt og lög uni kosningar, fyrst að gæta þess, að þau brjóti ekki bág við atvinnubrögð og árstíðir. En það gera kosningalögin að því er snertir val kjördaganna. Fyrsta dag vetrar geta illviðri og ófærð bannað mönnum gersamlega sókn á kjörstaði. Liggja fyrir um það frá síðasta kjördegi rök, sem ekki verður hrundið. Gæti jafnvel svo fallið, að snöggur manndrápsbylur fýrirfæri fjölda manna. Gegnir það engu viti, að láta almennan rétt og skyldu manna, til þess að greiða atkvæði, vera bund- ið svo miklu erfiði og áhættu. Fyrsta júlí eru oft að hefjast hinar mestu sumarannir. Pegar vel lætur í ári stendur um þær mundir sláttur fyrir dyrum en rúningur fjár, rekstur til afrétta, þvottur ullar og kaupstaða- ferðir kallar alt að um þær mundir. Liggja fyrir um þetta rök reynslunnar frá síðasta sumri. Héraðs og þjóðhátíðasamkomur hafa á Norður- og Austurlandi jafnan verið haldnar á tímabilinu frá 17. tii 21. júní. Hefir val þeirra daga verið bygt á kunnleik almennings um sína eigin hagi. Slíkur kunnleikur virðist hafa horfið úr höfðum þeirra þin^manna, sem völdu kjördagana, þegar þeir fóru að snúast í söium Alþingis. Hvortveggja kjördagurinn er óhæfi- legur og ættu báðir að falia úr gildi, en í stað þeirra ætti að velja einn dag á tímabilinu frá 17. til 21. júní. Pá ættu að fara fram kosningar í sveitum. En ef kaupstöðum og sjávarþorpum er hentari kjördagur að haustinu, er það eitt ráð fyrir hendi að láta at- vinnubrögð og landshætti ráða, og velja kjördag fyrir sveitabúa á sumr- um, en kaupstaða- og sjávarþorpsbúa á hausti. Kjörkassana mætti senda jafn- hraðan til yfirkjörstjórnar á svipaðan hátt og nú er gert um landskjörskassa og geyma unz kosning hefði farið fram ura alt land. Er til fordænp fyrir slíku frá Norðurlöndum. S’ðustu kosningar í Svíþjóð stóðu yfir í mánuð. Var kjördæmunum gefið vald, til þess að haga vali kjördaga nokkuð eftir hent- ugleikum. Fyrsta vetrardag síðastl. fóru frara kosningar í þremitr kjördæmum sam- tímis landskjörinu. Ekki eru sjáanleg skynsatnleg rök fyrir því, hversvegna kjósendur eru látnir fara tvær ferðir til kjörstaðar þar sem ein mætti duga. Virðist mega haga kosningum á þá leið, að kjördæmakosningar fari fram 4. hvert ár eins og nú gerist en 8. hvert ár færi fram kjördæmakosningar og landskjör samtímis. Enn gæti kotnið til álita að skifta kjördæmum í fleiri og smærri kjörsvæði, en nú tíðkast, eins og áður hefir verið hreyft á Alþingi. Pingmönnum um Norður- og Áust- urland verður ekki, er þeir koma næst

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.