Dagur - 17.11.1926, Blaðsíða 1

Dagur - 17.11.1926, Blaðsíða 1
DAGUR kemnr úf á hverjnna flmtn* degi. Koitar kr. 6.00 árg. Gjaldrlagi fyrlr 1. júli. (nn- belmtnna annait, Árnl jóhanmion I Kaupfél. Eyf. IX. ár. j Afg r eiðs1an er hjá Jáa! 1». Þðr, Norðurgötu 3. Talsfmi 112. Uppsðgn, bundin við áramót sé komin til afgreiðslumanui fyrir 1. dcs. Akureyri, 17. nóvember 1926, j 50. biað. /"Sllum þeim mörgu, sem auðsýndu okkur samúð við lát og jarðarför Guðrúnar, 0uðlaugsdóttur í Litla Hvammi, og á margvístegan hátt heióruðu minningu hennar, vottum við hér með okkar innilegustu þakkir. ^Kristján Helgason. Aðalsteinn Guðlaugsson. Valdimar Porláksson. J Jarðarför minnar ástkæru eiginkonu, Pálinu^Sigriðar Friðfinns- dóttur, fer fram frá heimili okkar, föstudaginn 26. þ. m. og hefst með húskveðju kl. 11 f, h. Skriðu ió. nóvbr. 1926. Páll Guðmundsson. Ritfregnir. Agúst Bjarnason: Himingeim- urinn. »Þá er eg virði fyrir mér íestingu himinsins.tungliðog stjörnurnar, hver er þá mað- urinn, að þú minnist hans«. Bók þessi er I. bindi af riti, sem höfundurinn nefnir Heimsjá. Á það að verða í fjórum bindum alls og skýra frá skoðunum vísindanna í heiminum, eða, eins og höf. kemst að orði: >lýsa heimsmynd vísind- anna* og segja sögu þeirra frá öndverðu* Rit þetta á að verða alþýðurit; er ekki því að leyna, að í allmikið er ráðist, því vandi er að lýsa fyrir al- þýðu vinnubrögðum vísindanna svo að nokkru gagni sé, en án þess er torvelt að skýra álit þeirra á heiminum. En jafnvíst þessu er og hitt að íslenzkri alþýðu er brýn þörf á að fá nokkra þekkingu á vísindunum, verkefnum þeirra og véum, einkum nú á tímum er ýms- ir hálffróðir menn hér á landi ger- ast til þess að virða þau vettugi og telja visindamennina íhaldssamar smásálir, en halda að fólki skáld- legum getgátum — verksmiðjuvör- um, sem oft eru útgengilegar, en allar óvandaðar eins og glysvarn- ingur prangaranna. Pví munu menn þeir er unna íslenzkri alþýðu óska þess að höfundinum hepnist vel að leysa þessa þraut, en alþýðan kaupi bækurnar og lesi. í fyrsta bindi þessa rits, Himin- geimnum, segir höfundurinn frá skoðunum manna á himni og jörð alt frá elztu tímum er menn héldu, eins og börnin enn í dag, að jörð- in væri í miðum alheimi, en sól og allur himinsins her gengi umhverfis hana. Síðan segir frá því hversu skoðanir manna breytast og þróast, hversu snilli spekinganna sigrar ægilegustu torfærur tíma og rúms. Með stjörnukíkinum nemur manns- andinn ókunnar auðnir geimsins. Með mælingum og reikningi kann- ar hann hið mikla himindjúp, segir fyrir um ófundna hnetti og sýnir fram á, að stjörnurnar séu sólir, miklu stærri og máttugri í eðli en vor sól. Með litsjánni — óbrotnu fjölgunargleri — rannsakar hann efnasamsetning og ástand þessara sólna og sólkerfa, þó að sum þeirra liggi svo langt brott, að Ijósið er 500.000 ára að berast þaðan til jarðar. Hvílik vegalengd! og þó er alt þetta sem dropi í hafi hins enda- lausa geims. Höfundurinn lýsir og skoðunum manna á sólkerfi voru. Hann sýnir, að það er aðeins örlitill hluti af Vetrarbrautinni, hinni silfurhvítu slæðu, sem vér sjáum dregna um þveran himin á heiðskírum nóttum. Hann segir frá Vetrarbrautinni, að hún sé gerð af miljónum sólna og sólkerfa, sem öll slöngvast eftir ákveðnum brautum, hlýða auðsveip lögmáli kraftarins og starfa saman í hinni miklu einingu efnisins. Hann segir enn frá hugmyndum manna um upphaf og endalok sólkerfis vors, að það hafi í öndverðu skap- ast úr mikilli frumþoku, að sólin, eins og jörðin, muni eitt sinn fölskvast og kólna og fimbulvet- urnir færast yfir uns alt brenni í Surtarloga. — Hann sýnir að öll sól- kerfi Vetrarbrautarinnar lúti sömu lögum og vort og að allar Vetrar- brautir séu háðar einum örlögum, að krafturinn sé alstaðar eins og efnið æ hið sama. Stórfengleg og fögur er tilgáta vísindanna um hringrás sólkerfanna í Vetrarbrautinni. í hverri Vetrar- braut miðri stendur eilífur Surtar- logi. Pangað sogast hin kólnuðu sólkerfi, rekast á, bráðna sem vax, gufa upp og stíga sem efnisþokur út að endimörkum Vetrarbrautanna. Og úr efniseiminum fæðast sólkerfin að nýju, renna nýjar brautir, eldast og kólna og bráðna loks að nýju á hinum eilífa afii. Margar miljónir alda er æfi sól- kerfanna. Hvílíkur tími! Og þó er hann aðeins dropi í hafi eilífðar- innar. — Alt er örlögum háð; alt þróast og alt hnignar og alt endur- skapast úr hnignuninni fyrir ógur- legar byltingar. Eins og áður er sagt segir höf. að nokkru sögu stjörnufræðinnar og sú saga er næsta merkileg. Hún er saga spekinganna, sem höfnuðu auði og völdum fyrir leitina að sannleikanum. Oftast mættu þeir tómlæti og laun þeirra voru þyrni- krans — örbirgð, spott og jafnvel líflát. Allur sannleikur er torfundinn og kostar mikla baráttu; baráttu við tregðuna. Hinn sljóvgaða víg- þreytta vilja, sem heldur sér við rudda vegi og troðin forðabúr. Oullið er þrælsmerki mannsins; sannleiksþráin aðalsmerki hans. Pað bezta, sem heimurinn á, hafa spek- ingarnir gefið honum af fátækt sinni, en hver skyldi hugsa um togaraútgerð, sem kannar himinsins haf. — Bókin er 190 blaðsiður í 8 blaða broti. Efninu er skipað niður í 20 kafla auk mðurlags um Einstein; eru 48 myndir í bókinni og flestar góðar. Ekki skal eg leggja dóm á það, hve vel höfundi takist að ná til- gangi sínum, þeim, að skýra að fullu skoðanir vísindanna á alheimi, en hitt þori eg að fullyróa, . að mikill fróðleikur sé í bókinni og að sá maður sé andlega dauður, sem hún fái ekki vakið til umhugsunar um mikilleik tilverunnar — og hverf- ulleik mannlífsins, því ræð eg mönnum til að lesa hana sem vand- legast og sem oftast. Pað er mannbætandi, að leiða augum hinn fríða himin á heiðri nóttu og vita að hver blikandi stjarna, sem tindrar í tóminu sé sól, voldugri en vor. Hve lítil verður þá ekki jörðin og mennirnir! Og þó er hver sveit, hvert heimili og hver maður heimur fyrir sig. En hnettir hins stjörnumfríða geims svífa hver sína braut í samræmi og tignum friði. — Mennirnir rekast einatt á og bítast sem vargar um bráð. — Að síðustu þykir mér hlýða að geta þess, að bókin er gefin út af Bókaverzlun Porst. M. Jónssonar. Er hún 2. bók í safni því, af al- þýðlegum fræðiritum, er hann nefnir Okkar innilegt hjarfans þakk- læti vottum við ölium, þeim fjær og nær, sem auQsýndu okkur hjálp og hluttekningu við fráfall og jarð- arför ástkærrar dóttur okkar Jónu SigriDar. Æsustaðagerði 13. nóv. 1926. Ingibjörg Jónsdóttir. Jón Jóhannsson. Lýðmentun. Mjög er það þakkarvert, að takast á hendur slíka útgáfu þegar svo er komið, að þorri manna, ' mentamenn sem aðrir, sækjast mest eftir enskum reyfarasögum í danskri þýðingu. Er það ætlandi, að fróð- leiksgjörn alþýða launi þessa við- leitni að verðugu. Útgáfan er mjög snotur og bækurnar, þær sem út eru komnar, hinar eigulegustu. Pálmi Hannesson. Arsrit Laugaskóla. (Framh.) Stofnun Laugaskóla er upphaf að nýjum þætti í fræðslumálasögu landsins. Með reglugerð hans er tilraun gerð að marka á frurnlegan hátt leið í þjóð- legri alþýðufræðslu hér á landi. Gætir í reglugerðinni svo margra nýrra og áður óþektra hluta, að þeir geta eigi orðið raktir á fullnægjandi hátt í þessari grein. Hverjum manni, sem vill kynnast stefnu skólans og starfi til nokkurrar hlítar og hefir áhuga á alþýðufræðslumálum, er nauðsynlegt að eignast ársritið, sem er ódýr og eiguleg bók. Verður hér á eftir drepið á örfá meginatriði.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.