Dagur - 17.11.1926, Blaðsíða 2

Dagur - 17.11.1926, Blaðsíða 2
100 DAGUR 50. tbi. fc Takmark hinnar almennu fræðslu í landinu er einvörðungu það, að veita ákveðið magn af fræðslu og kunnáttu. Ef þar yrði komið við mæli og vog, myndi slíkt verða látið uti í lfsipund- um og skeppum. Með reglugerð Laugaskóla er tekið nýtt sjónarmið. Honura er ætlað að gripa inn í upp- . eldisviðleitnina á hentugu aldursskeiði æskuiýðsiiis. Markmið hans er ekki einungis það að veita fræðslu heldur og þroskun. Og eigi er honum ætlað að þroska einungis skilning og dóm- greind unglinga, heldur og tilfinningalíf þeirra trúarlíf, hugsjónir og viljastyrk. Prófin verða því aðeins hollur og nauðsynlegur þröskuldur á leið nem- endanna, en ekki -takmark þeirra og skólaslitadagurinn á ekki að verða lokastund í samlífi skólans og nem- enda, þar sem hurð falli á hæla með þögn og hverfular minningar að baki, en enga leið brotna fram undan. Upp- eldisáhrif hinna almennu skóla í landinu eru algerlega háð ágæti og víðsýni skóiastjóra og kennara. Hér er það gert að æðstu skyldu skólans, að styðja alhliða þroskun persónuleikans með lærdómi og ióju, íþróttum og þrifnaði, sérstakri rækt við hugðarefni o. s. frv. Þannig er skólanum ætlað að verða undirbúningur frekari menta og þroskunar. Hann á að verða for- salur í lffsins mikla skóla, sem kennir æskumönnum tök á að beita kröftum sínum sér til líkaras- og sálarbóta, átta sig á sérhneigðum, rækja sjálfsmentun og öðlast aðstöðu til heilla og stórra átaka. Og grunntónninn er þjóðleg heim- ilismenning. Hin alraenna fræðsla í landinu gerir ekki ráð fyrir mismunandi þörfum unglinga á fræðsluskeiði. Hitt eru alkunn reynslusannindi, að þeir taka misjafnt við. Fyrir því er vinnubrögð- um hagað svo búhyggindalega, að troða sama efni í raismunandi stóra poka. Ekki er gert ráð fyrir sjálfstæðu vali eða frumlegri viðleitni nemenda, eftir því sem þeir eru menn til 'af guði gerðir, heldur eru allir hneptir í sama stakk og reknir sama harðspor- ann og áður hafa troðið fyrri nem- endur. skólanna allir. Par sem undan- tekning kann að vera frá þessu, verður hún fyrir umbótaviðleitni þeirra sem framkvæma hinar dauðu og ófrjóvæn- legu reglugerðir skólanna, en ekki fyrir tilverknað þeirra, sem tóku saman reglugerðirnar og settu skólakerfi okkar á laggir. -- Laugaskóli leitast við að brjóta nýja leið í þessu efni. Yngri deild veitir almenna undirbún- ingsfræðslu. í eldri deild er kenslan miðuð við sjálfstæðan einstaklings- þroska nemenda. Auk þess sem fræðsl- unni þar er hagað meira við hæfi vaknaðra raanna og leitandi, er nem- endum gert skylt að velja sér aðal- námsgrein, er þeir leggja á sérstaka stund og sera ætla má að verði byrj- unarspor á þeirri leið, sem hneigðir og hæfileikar myndu velja, ef lífskjör vildu leyfa. Pannig er leitast við að gefa mönnum á æskuskeiði langmið og kenna þeim tök skipulegra vinnu- bragða í þágu frjórra og nytsamlegra viðfangsefna. frumkvaéðið að stofnun Laugaskóla er vaxið af æskuhugsjónum þingeyskra ungmenna. Og skólinn er risinn af grunni fyrir ötullega framgöngu áhuga- manna og ósmáar fórnir sýslubúa. Stofnun hans hefir átt í héraðinu nokkura andspyrnumenn. En mótþró- inn hefir nálega eingöngu stuðst við tímabundnar ástæður. Sauðfjárrækt er fyrir löngu viðurkent nauðsynjamál í Pingeyjarsýslu. Sýslubúar leggja stund á fagurt fjárbragð, ullargæði, breiða bringu, miklar útlögur, sterkan hrygg o. s. frv. Skólinn er fyrsta, almenn viðurkenning þeirra á nauðsyn raann- ræktar. Og munu þeir sýslubúar vera fáir, sem ekki skilja að hún er höfuð- nauðsyn lífsins. Og kynslóðir þær, sem hafa reist skólann, leggja fram- tíðinni til þessa mannbótastofnun, þar sem unt á að verða, að styðja vöxt heilbrigðra sálna í hraustum líkömum. Auk þeirra skilyrða, sem skólanum eru með reglugerðinni fengin, til þess að vinna mönnum sálubót, býr hann við ástæður, sem eru líklegar til fremd- ar líkamsrækt og íþróttamenningu, þegar almennur skilningur og aðrar ástæður leyfa, að þær verði nýttar til hlítar. Ákvæði þau I reglugerðinni, er gilda um stjórn skólans, eru reist á sögulegum tildrögum hans og fram- tíðarætlun. Skólinn er sjálfseignar- stofnun, en um leið eign héraðsins. Stjórn hans er valin af sýslustjórninni, félögum æskumanna héraðsins og brott- förnum nemendum skólans í Pingeyjar- sýslum. Pannig er rótum hans brugðið í framtíðarörlög héraðsins. Skólinn verður að miklu leyti það, sem hér- aðið verður. Hann verður svipmót af menningu þess. Enn er ótalið merkilegt atriði er skólann varðar og framtíð hans. En það er stofnun og starfsáætlun »Nem- endasambands Laugaskóla«. Pegar á fyrsta ári skólans bundust nemendur hans samtökum, um að »efla gengi Laugaskóla«, »að auka skilning og á- huga á íslenzkri alþýðumenningu« og »að sameina eldri og yngri nemendur og kennara um þessi og önnur áhuga- mál«. Petta samband gefur út Ársrit. Gegnum þessa stofnun og ritið á skólinn að geta haldið nokkrum tengsl- um við nemendur sína, eftir brottför þeirra. Pær verða farvegur áhrifa hans. Sambandið á að verða einskonar skjaldborg skólans og þeirrar hugsjón- ar, sem hann er risin af og sem hann á að þjóna, — mannbótahugsjóninni. Og allsherjarmót Nemendasambandsins verða einskonar eldsókn inn í land æskuhugsjónanna og endurfundir við frumlindir kærra minninga. Enn er ýmislegt ótalið í háttum skólans um skólastjórn, kensluhögun og heimilisbrag, sem er nýtt og frum- legt og horfir til bóta í lýðfræðslu og uppeldisraálum, eins og til dæmis að taka skylda nemenda, karla jafnt og kvenna, að ræsta og prýða híbýli sín. Pessháttar er, eins og starf skólans alt, á frumskeiði, en með þeim brag, að vonir eru miklar um að með stofnun skólans og með reglugerð hans hafi giftusamlega til tekist um val þeirrar stefnu, sem mörkuð hefír verið á fruralegan og eftirtektarverðan hátt. (Meira). Oddeyrarsalan. Hneykslanleg framkoma bæjar- fulltrúa. (Framh.) Vöggur danski. Fyrir nokkrum árum bar svo til, að erlendur ágangsmaður flutti inn í land- ið útlenda verkamenn leyfislaust og tilkynti ekki komu þeirra á skrifstofu lögreglustjóra. Hvorttveggja var ský- laust brot á íslenzkum lögum. For- mælendur íslenzks málstaðar gegn er- lendum ágangi og virðingarleysi fyrir þjóð og landi kærðu yfir framferði hans. Þá hófst hin nafntogaða Krossa- nesreið. Viðkomandi lögreglustjóri og sjálfur atvinnumálaráðherra íslands gerðu ofdirfskumanninum heimsókn, gerðustgestir hans og báðu hanri að gera þetta ekki aftur. Maðurinn lofaði því. Slíkar urðu afleiðingar lagabrotanna í það sinn! Síðan héldu valdsmennirnir heim hálfsligaðir af umhyggju fyrir velferð og lagavernd íslendinga. En hinn erlendi ágangsmaður drap titlinga framan í verkamenn sína, benti á eftir valdsmönnunum og sagði: »Nú eru allar tegundir af íslenzkum yfirvöldum búnar að heimsækja mig nema kong- urinn.« Honum fór eigi ósvipað hinum danska sveinstaula, sem hefir verið hér uppi til samningagerða fyrir hönd Diskonto- og Revisionsbankans og söluráðstafana á eignutn H. S. I. V. H. Vestergaard. Pegar hin harðorða tillaga og brottflutningsáskorun fjöl- menns borgarafundar á Akureyri fékk 17 atkvæðum færri með en móti, klapp- aði hann lof í lófa. En hafði hann ástæðu til að hreyk- jast? Ástæður hans til að vera ánægður yfir aðstöðu sinni verður kunn af eft- irfarandi greinum: 1. Hann hafði selt í mesta pukri og án þess að auglýsa til sölu stór- kostlega miklar eignir gjaldþrotabús. Hann hafði bægt keppinautum frá með brögðum. Mun slíkt vera óvenjuleg meðferð á fé, sem lýtur sömu lögum og fé ómyndugra, þar sem hinir réttu eigendur eru sviftir umráðum og ráð- stöfunarrétti. 2. Hann hafði lofað Ragnari Ólafs- syní því að þegja um kaupin um ó- ákveðinn tíma, með þeim afleiðingum, að koma sjálfur fram sera óheilinda- maður gagnvart öðrum samningsað- ilum. 3. Hann hafði smánað bæjarstjórn- ina og bæjarfélagið með því fyrst að virða ekki bæinn þess að bjóða hon- um að gera tilboð um kaup á eigin grunni. Síðan með því að hafa bæjar- stjórnina að ginningarfífli. Og í þriðja lagi með því að krefjast afsökunar- beiðni af bæjarstjóranum fyrir að hann sneri sér til bankans sjálfs, vitandi það, að hann hafði sjálfur beitt ítrekuðum óheilindum gagnvart bæjarstjóra. 4. Loks höfðu ýmsir af mætustu borgurum bæjarins veitt honum þung- ar átölur á borgarafundi og 91 af atkvæðisbærum mönnum skoruðu á hann að hypja sig brott úr bænum. Ágreiningurinn um tillöguna var ris- inn af mismunandi skoðun manna á brottfararáskorun en ekki af því að eigi þætti hverjum borgara maklegt, að veita honum átölur. Pað mátti því segja um herra Vestergaard eins og sagt var áður um annan mann »að litlu verður Vöggur feginn*. Hann klappaði fagnandi yfir úrslitum síns máls á borgarafundinum. En för hans hingað og framkoma er hvorttveggja ófrægileg. Hann hefir smánað Akureyrarbæ, fyrirgert trausti manna, bakað sér megna óvild og komið fram umbjóðendum sínum og þjóð sinni til minkunar. Margur hefir átt að fagna betra hlutskifti. Aðstaða bæjarstjórnar. Hið fyrsta, sem Ragnar Ólafsson lét til sín heyra um þetta naál, var þung ásökun í garð bæjarstjórnarinnar og bæjarstjórans fyrir andvaraleysi og ó- dugnað um að ná fyrir bæjarins hönd kaupum á Oddeyrinni. Og þeir menn, er svo djarfir gerast, að mæla bót aðförum seljanda og kaupanda, halda á lofti þessari sömu ásökun eins og meginorsök þess, að kaupin tókust eins og raun er á orðin. En þeir rök- vísu menn, Ragnar Ólafsson og hans fylgifiskar, gæta þess ekki að megin- þungi ásökunarinnar kemur niður á Ragnari sjálfum. Ef bæjarstjórnin er vítaverð fyrir það sem hún lét ógert til þess að ná kaupunum, þá er Ragn- ar sem bæjarfulltrúi stórum vítaverðari fyrir það, sem hann lét aðgert til þess að hamla þvi, að bærinn næði kaup- unum. (Framhald á 4. síðu.) Nokkur rit. Nýju skólaljóðin. Nýlega er út komið hefti af »Nýjum skólaljóðum« og hafa þeir Benedikt Björnsson skóla- stjóri og Egill Þórláksson kennari í Húsavík tekið saman úrval ljóða og annast um útgáfu heftis þessa. Er því ætlað að vera fyrra hefti eða fyrsta ef fleiri koma. Verður þá hefti það, er Jónas frá Hriflu gaf út árið 1924, annað í röðinni. Vali og niðurskipun Ijóð- anna er í þessu hefti hagað nokkuð á aðra leið, en í öðru hefti. Höfundum er raðað eftir aldri, hverjum þeirra gerð full skil á samfeldan hátt, létt- ustu kvæðum hvers um sig skipað fyrst, svo að höfundar verði börnum og unglingum síður ofurefli við fyrstu kynningu. Loks er vali hagað nokkuð með það fyrir augum að ljóðin verði notuð í sambandi við aðrar náms- greinir. — Jónas Hallgrímsson skipar öndvegi í þessu safni, enda mun hann lengi verða höfuðskáld íslenzkrar æsku og bernsku. Steingr. Thorsteinsson, Matth. Jochumsson, Porst. Erlingsson og Guðtn. Guðmundsson ganga næstir. Nokkuð er felt úr kvæðum sumstaðar en þó minna en í öðru hefti. Leitast hefir verið við að haga vali og niður- skipun ljóðanna í báðum þessum heft- um í samsvörun við þroskun barna

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.