Dagur - 17.11.1926, Side 4
192
DAOUR
50. lb«.
(Framhald frá 2. síðu.)
Samt sem áður verður því tæplega
neitað, að bæjarstjórnin hefir verið
tómlát um þetta stóra mál. Hún lætur
það líða um dal og hól, þar til í ó-
efni er koraið. Orðasveimur um að
kaup muni vera að gerast »á bak við
tjöldin* kemur fyrst verulegum skrið
á aðgerðir hennar. En um seinan. Pví
mun ekki verða neitað, að ef stórir
hlutir eiga að gerast, þurfi fremjendur
þeirra að vera öllu aðsúgsmeiri en
bæjarstjórn Akureyrar hefir verið í
þessu máli. En hún hefir nokkrar
afsakanir. Hún hafði ástæðu til að
ætla, að um sölu Oddeyrarinnar yrði
hlítt venjulegum aðferðum, að eignin
yrði auglýst, að feginsamlega yrði
tekið við tilboðum og að bænum
sjáifum yrði sýnd sú kurteisi, að bjóða
honum kaup á sínum eigin grunni, í
stað þess að bægja honum með brögð-
um frá að gera tilboð, eins og raun
varð á. Verður nú bæjarstjórnin að
sitja við slíkt, sem orðið er. En vel
mætti hún láta þessa atburði verða
sér að kenningu um, að hún þurfi
framvegis að verða árrisulli í þeim
málum, sem miklu skiftir um, að eigi
dragist úr höndum hennar,
Ragnar boejarfulltrúi.
Þess munu engin dæmi, að slík
andúðaralda hafi risið gegn neinum
manni hér í Akureyrarbæ eins og nú
er risin gegn Ragnari Ólafssyni út af
Oddeyrarkaupunum. Ándúðin hefir lýst
sér á eftirgreindan hátt: Samverka-
menn hans í bæjarstjórninni hafa lýst
»megnri óánægju« sinni og undrun yfir
aðgerðum hans. Fjölmennur borgara-
fundur hefir lýst »megnri gremju* yfir
framkomu hans. Og í umtali manna
á meðal kveður það sífelt við, að
óhönduglega hafi til tekist um ádeilur
og umræður á borgarafundinum, þar
sem þær hafi snúist nær eingöngu
gegn hinum danska píslarvotti en eigi
gegn þeim manni, sem hlyti að bera
aðalsök í máiinu, Ragnari bæjarfulltrúa
Ólafssyni.
Og sök Ragnars er í fáum orðum
þessi: Hann hefir gerst keppinautur
bæjarins í miklu hagsmunamáli hans
og gengið gegn þeirri viðurkendu
stefnu í pólitík allra bæja og borga,
að þær eignist grunn sinn og strand-
réttindi.
Hann hefir, sökum ágirndar, metið
meira eigin hag en trúnað þann, er
borgararnir hafa sýnt honura með því
að fela honum bæjarfulitrúastörf.
Þeir menn, sem hafa tilhneigingu til
þess að bera blak af Ragnari Ólafs-
syni í þessu máli, benda á yfirlýsingar
hans á borgarafundinum, þar sem hann
lýsti yfir því, að hann væri fús til
þess að selja bænum það af Oddeyr-
inni, „sem hann hefði með að gera“
með aðgengilegum kjörum. Og þeir
benda ennfremur á, að ádeilur þær,
sem R. Ól. verður nú fyrir, muni
spilla fyrir því, að bærinn nái þessum
»aðgengilegu kjörum« I
Við þetta er þrent að athuga: í
fyrsta lagi á Ragnar Ólafsson að skera
úr því hvað bærinn »hafi með að
gera« af þessum verðmætu eignum.
Og er öllum Ijóst, að samkvæmt áliti
R. Ól. á Tanginn að vera undanskil-
inn. Hversvegna? Vegna þess að hann
er verðmætastur og mest hagnaðarvon
að þeim kaupum. Með öðrum orðum:
R. Ó1 og aðrir einstakir borgarar
mega eignast verðmæta grunna og
strandréttindi sér til fjárgróða, en
bæjarfélagið má ekki eignast neitt, sem
hagnaðarvon er að. Þetta kemur vel
heim við skoðanir þorrans af þéim
kaupmönnum, sem reka verzlun þjóð-
arinnar. Nægir að benda á kolaverzl-
unina á stríðsárunum, Ríkið og bæjar-
félögin eiga, samkvæmt skoðunum
þessara manna, að taka á sig alla
áhættuna en eftirláta þeim allan hagn-
aðinn!
í öðru lagi verður það á valdi R.
Ól. sjálfs, að ákveða, hvað séu »aö-
gengileg kjör*.
í þriðja lagi er það hneykslanleg
tilgáta gagnvart R. Ól. sjálfum, að
hanrr muni taka að reka hefndarpólitík
gagnvart bænum fyrir það, að borg-
ararnir dirfast að víta hann fyrir
hneykslanlega framkomu hans sem
bæjarfulltrúa. Það er mikil svívirðing,
að slík tilgáta skuli sjást í blaði því,
sem hefir tekið að sér að verja hann,
þó af veikum mætti sé. Mönnum
verður á að spyrja: Á að fara að
reiða kreptan hnefa fjárvaldsins að
mönnum, til þess að þagga aðfinslur
og kefja skoðanir?! Hvort sem R.
Ól. sjálfur, eða aðrir fyrir hans hönd,
vilja beita slíku, þá skal athygli þeirra
vakin á því, að við búum ekki í
Bandaríkjunum, þar sem skoðanir og
saravizkur manna eru hneptar i fjötra
fjárvaldsins. R. Ólafsson er að vísu
voldugur gagnvart þessum bæ, líklega
voldugri en Rockfeller var gagnvart
Bankaríkjunum á dögum Roosvelts.
En hann og fylgifiskar hans þurfa að
fá að vita, að hvenær sem þeir vilja
gerast svo djarfir, að hefta skoðana-
frelsi manna í þessum bæ, verða þeir
vægðarlaust hrópaðir niður.
Þeir menn, sem hafa tekið sér þá
kyndugu afstöðu í málinu, að deila á
bæjarstjórnina fyrir það, sem hún kann
að hafa látið ógert, til þess að tryggja
hagsmuni bæjarins en hvítþvo R. Ól.
fyrir það, sem hann lét aðgert til
þess að hnekkja hagsmunum bæjarins,
afsaka R. Ól. með því, að hann hafi
álitið, að bærinn ætti ekki að gerast
kaupandi. En er það fullgild afsökun
fyrir bæjarfulltrúa, að hann sé svo
þröngsýnn og þekkingarlaus um meg-
instefnur í borgaralegum og þjóðhags-
legum efnum ?
Að áliti Dags hefir R. Ól. gengið
hér á glapstigu vegna lífsskoðunar
sinnar um rétt hins sterkasta, til þess
að öðlast vald yfir málefnum og fjár-
munum mannanna og sökum þeirrar
fégirndar, er slík lífsskoðun fóstrar.
Heiður hans er ekki skertur, en hann
hefir glapist til að bregðast mjög átak-
anlega trúnaði borgaranna, sem bæjar-
fulltrúi.
Og vegna Oddeyrarkaupanna verður
hann að líkindum fleiri eða færri
tugura þúsunda kr. ríkari en hann var
áður, en hann verður jafnframt fá-
tækari að almennu trausti og almennri
virðingu.
Prjónavélar.
Q>' ^Yfir 50 ára' reynsla hefir sýnt og sannað að »Brit(annia‘
prjónavélarnar frá Dresdner Strickmaschinenfabrik eru öllum prjóna-
vélum sterkari og endingabetri. Síðustu gerðirnar eru með viðauka
og öllum nýtísku útbúnaði.
Flatprjónavélar með viðauka, 80 nálar á hlið, kosta kr. 425.00*
Flatprjónavélar með viðauka, 87 nálar á^hlið, kosta kr. 460,00.
Hringprjónavélar, 84 nála, með öllu tilheyrandi kosta|kr. 127,00
Allar stærðir og gerðir fáalnegar, nálar og aðrir varahlutir út-
vegaðir með mjög stuttum fyrirvara. Sendiö pantanir yðar sem fyrst
til Sambandskaupfélaganna. I heildsölu hjá
Sambandi ísl. samvinnufélaga.
B A Ð L Y F.
Eins og að undanförnu útvegum vér beintfrá verksmiðjunum
McDougalls
baðlyf
Coopers
Barratts
Hreins
með beztu kjörum, sem hægt er að bjóða.
Samband ísl. samvinnufélaga.
Hreins-Kreolir)
er bezt. Og auk pess er pað innlend framleiösluvara.
Sauðfjáreigendur! Kaupið þvi
Hreins-Kreolin.
Nýtt! Nýtt!
, S YZ,VZÁf skilvindan
er nýjasta og ódýrasta skilvindan, sem fáanleg|er.
Sylvia“ no. 0 ^skiiur 40 ltr* á klukkustund og kostar kr. 66.00
Sylvia" — 7 — 60— - —»— — — _ 80.00
Sylvia* — 8 — 90 — - —»— — — — 90.00
Sylvia" - 9 — 130 — - —— — — 115.00
Sylvia* - 9l/a — 170 - - —»—- — — — 125.00
Skilvinda pessi er smíðuð af hinni heimsfrægu skilvinduverksmiðju
Aktiebolaget Separator, Stocholm (sömu verksmiöju, sem býr til
Alfa-Laval skilvindurnar). Er pað full trygging fyrir pví, að ekki
er hægt að fiamleiða betri eða fullkomnari skilvindur fyrir ofan-
greint verð. Varahlutir fyrirliggjandi í Reykjavík.
»Sylvia« fæst hjá öllum sambandskaupfélögum og í heildsölu hjá
Sambandi ísl. samvinnufélaga.
Ritstjóri: Jónas Þorbergsson.
Frentsmiðja Odds Björnssonar.