Dagur - 19.01.1927, Page 4
12
DAGUB
3. tbl.
Þeir, sem hugsa sér að panta hjá oss
GRASFRÆ
Jörðin Helgársel
í Öngulsstaðahreppi er til sölu og ábúðar á næstkomandi vori.
Upplýsingar um jörðina gefa Árni Jóhannsson í Kaupfélagi Eyfirðinga og
undirritaður og ber mönnum að gefa sig fram fyrir miðjan marzmánuð næstk.
Helgárseli 18. jan. 1927
Eiríkur Elíasson.
og
tilbúinn ábui ð
til næsta árs, eru hérmeð vinsamlega beðnir að
senda pantanir sínar hið allra fyrsta.
Samb. ish samvinnufél.
„Geysi r“
söng á sunnudagskvöldið var, fyrsta
sinni á þessum vetri, við ágæta aðsókn.
Flokkurinn er nokkru liðfleiri en síð-
astliðið ár. Helst virðist flokkinn skorta
einurð og traust á sjálfum sér og reynd-
ist hann þá bezt, er mestar kröfur voru
til hans gerðar og helzt var kallað til
krafta hans. Bezt voru sungin lögin:
»Um sumardag«, »Nú er ferðbúið fley«
»Ólafur Ti-yggvason« og »Systkinin«.
Reyndi þar mest á sóloistan Gunnar
Magnússon. Er rödd hans bæði mikil og
frábærlega blæfögur. »Skarphéðinn«
var upphafslag flokksins og var það
hvergi nærri nógu gustmikið og mun
lakar sungið en síðastliðið ár, enda
hafði flokkurinn þá ekki sótt í sig veðr-
ið, en það gerði hann talsvert, er á leið.
Geysir ætti að koma oftar fram en hann
gerir. Söngur hans verður jafnan með
því bezta, sem hér er völ á til skemtun-
ar og undi fólkið sér vel að þessu sinni,
þrátt fyrir það að sumt hefði efalaust
mátt betur fara af því, sem flokkurinn
hafði að bjóða. Á það hefir verið bent,
þar sem íslendingar hafa sungið erlend-
is, að þeir virtust hneigðir til að velja
sér þunglyndisleg lög og sorgblandin.
Þessa gætti talsvert í söng »Geysis«.
Þess er að vísu ærin þörf að snerta til-
finningar manna á þann hátt, sem gert
verður með söng. En hins er þó eigi síð-
ur þörf, að hressa við sanna lífsgleði
fólksins.
— Póstferðimar um Eyjafjörð og
næstu firði annast skipið »Unnur« árið
1927, eins og fyr var auglýst. Ferðirnar
verða mikið auknar og gengur skipið
stöðuglega um svæðið milli Sauðárkróks
og Húsavíkur, en um sumarmánuðina
alt frá Selvík á Skaga og til Þórshafn-
ar.
— Látin er nýlega á Syðra-Lauga-
landi í Eyjafirði Guðný Lúðvíksdóttir
Knudsens prests á Breiðabólstað í Vest-
urhópi, ung stúlka. Banamein hennar
var brjósttæring.
óhætt er að fullyrða, að hvað
gæðl snertir, tekur
P ette
súkkujaði
fram öllum öðrum tegundum,
sem seldar eru hér á landi.
Pette-sukKuhdi
er einnig vafalaust Ódýrast
eftir gæöum.
Fæst altaf i
Kaupfélagi Eyfirðinga.
Agenter ansættes mot höi
Provision for Salg av Obl. & Oe-
vinstbevis. Skriv straks efter vore
Agenturbetingelser. —
Bankirfirman LUNDBERO & Co.
STOCKHOLM C.
MUNDLOS - saumavélar
eru beztar.
— Kappskákir hafa farið fram ný-
lega milli Akureyringa og taflfélaga í
næstu þorpum. Á þriðja í jólum tefldu
Akureyringar við Siglfirðinga og fóru
halloka, höfðu 4% vinning á móti 6V2.
Um síðustu helgi tefldu þeir við Hús-
víkinga og eru tvær skákir ódæmdar
þegar þetta er ritað, en gert ráð fyrir
að jafntefli verði í þessari kappskák.
Af Akureyringum tefla aðeins 2. og 3.
flokks menn. Samt virðast þessar skák-
ir benda á, að framfarir séu minni hér
en í nágrenninu.
Ritstjóri: Jónas Þorbergsson.
Prentsmiðja Odds Björnssonar.
SLÖKK VILIÐ /tKUREYRAR.
Slökkviliðsstjóri: Eggert St. Melstað, Oddagötu.
Varaslökkviliðsstjóri: Gunnar Guðlaugsson Lundargötu 10.
Flokksstjóri í innbænum: Jóri Norðfjörð Lækjargötu 2.
Flokksforingjar Gísli Magnússon Strandgötu 15. — Aðalsteinn
Jónatansson, Hafnarstræti 107B. — Frðrik Hjaltalín Grundarg. 6.
— Jón Einarsson, Hafnarstr. 45. — Stefán Ulafsson, Hafnarstr. 88.
Brunakallarar: I útbænum: Rudolf Bruun Hríseyjargötu 5.
Höskuidur Steindórsson Oddagötu
—»— í innbænum: Alfreð Jónsson Aðalstr. 22.
Edvard Sigurgeirsson Spítalav. 15.
Menn eru ámintir um að tilkynna símastöðinni og slökkviliðinu
það strax ef elds verður vart.
Slökkviliösstjórinn á Akureyri, 14. Jan. 1927.
Eggert St Melsteð.
(Sími 115).
Jörðin Leyningur
í Eyjafirði, er laus til ábúðar, frá næstu fardögum (1927). Jörðin gefur
af sér 180 hesta af töðu, 250 hesta úthey. Mótekja, mikið og gótt beiti-
land, góð afrétt. Silungsveiði í tveimur vötnum. Peir sem óskuðu eftir
að fá jörðina bygða, geri svo vel að tilkynna það undirrituðum fyrir 20.
febrúar næstkomandi.
Teigi 17. janúar 1927.
Brynjólfur Pálmason.
Prjónavélar.
Yfir 50 ára reynsla hefir sýnt og sannað aö >Brittannia,
prjónavélarnar frá Dresdner Strickmaschinenfabrik eru öllum prjóna*
vélum sterkari og endingabetri. Siðustu gerðirnar eru með viðauka
og öilum nýtísku útbúnaði.
Flatprjónavélar með viðauka, 80 nálar á hlið, kosta kr. 425,00.
Flatprjónavélar með viðauka, 87 nálar á hlið, kosta kr. 460,00.
Hringprjónavélar, 84 nálar, með öllu tilheyrandi kosta kr. 127,00
Allar stærðir og gerðir fáalnegar, nálar og aðrir varahlutir út-
vegaðir með mjög stuttum fyrirvara. Sendið pantanir yðar sem fyrst
til Sambandskaupfélaganna. I heildsölu hjá
Sambandi ísl. samvinnufélaga.
B A Ð L Y F.
Eins og að undanförnu útvegum vér beintfrá verksmiðjunum
McDougalls
Coopers
Barratts
Hreins
baðlyf
með beztu kjörum sem hægt er að bjóða
Samband ísl. samvinnufélaga.