Dagur - 03.02.1927, Side 1
DAGUR
kemur út á hverjum fimtu-
degi. Kostar kr. 6.00 árg.
Gjalddagi fyrir 1. júlí.
Innlieimtuna annast Árni
Jóhannsson í Kaupfél. Eyf.
X. ár.
A f g r e i ð s lan
er hjá Jóni Þ. Þór,
Norðurgötu 3. Talsími 112.
Uppsögn, bundin við ára-
mót, sé komin til af-
greiðslumanns fyrir 1. des.
Akureyri, 3. febrúar 1927.
5. blað.
Unga ísland.
íii.
Auk þess sem mikill þorri þeirra
unglinga, er vaxa upp í kaupstöð-
um, taka að reykja vindlinga að
héita má á barnsaldri, leiðast margir
þeirra mjög ungir til drykkjuskapar
og stórum fleiri heldur en gerist í
sveitum, einkum fjarsveitum kaup-
staðanna. Veldur það tvent, að það
vín, sem er óleyfilega flutt inn í
landið staðnæmist mest í kaupstöð-
um og sjávarþorpum og er neytt
þar og að ríkisstjórnin hefir sett
upp vínsölubúðir, — einskonar
drykkjuskaparskóla fyrir unglinga
og kvenfólk í kaupstöðum landsins.
Mun þeim, er ungir taka að neyta
víns vera hættara til drykkfeldni.
Verður því tæplega mótmælt, að
drykkjuskapur æskumanna sé all-
mikill í kaupstöðum og sé að fara
í vöxt á síðustu árum. Samkvæmis-
lífið gefur einna glegsta mynd
af ástandinu í þessu efni. í sam-
kvæmum gefa margir sér lausan
tauminn. Eru og tið samkvæmisspjöll
af völdum drykkjuskapar og rysk-
inga. Til þess eru og dæmi að
samkomur verða að höfuðhneykslum
fyrir þessar orsakir. Eða hvað segja
menn um það, er samkvæmisgest-
irnir æla í yfirhafnarvasa náungans!
Ætla mætti að örðugt væri til að
geta, hvað fyrir gæti kohiið, þar
sem slikt verður. Pessi tegund af
spillingu kemur glögglega fram í
nærsveitum kaupstaðanna. Áður
hefir verið minst á það hér í blað-
inu, að drykkfeldir menn spilla
mjög samkvæmum í nærsveitum
Akureyrar. Kveður svo ramt að
því, að tæplega er unt að halda
svo neina samkomu, að ekki verði
á stórspjöll. Pannig berst hin sið-
ferðislega uppeldishætta eins og
sóttnæmi út í umhverfi kaupstað-
anna.
IV.
Aftur skal það fram tekið, að
eigi ber að skilja þessar athuga-
semdir eins og ádeilu á æskulýðinn
sjálfan, heldur ádeilu á foreldranna,
og á forráðamenn þjóðarinnar í
uppeldismálum og stjórnarfari.
Hvers er að vænta um börn, sem
eru alin á brjóstum reykjandi móður,
eða verða oftlega vottar að drykkju-
skap föður eða jafnvel beggja
foreldra ?
Hverjar verða hugarstefnur ungl-
inganna, sem eru látnir alast upp í
háska og óþrifnaði götulífsíns?
Hvers er að vænta um þjóðar-
uppeldið, þar sem sjálf stjórnar-
völdin byrla æskulýðnum eitur í
mynd Ijúffengra drykkja, þar sem
ekkert eftirlit er með sölu tóbaks
til barna og tóbaksneyzlu ungl-
inga, — þar sem mjög mikið af
tekjum ríkissjóðsins éru reistar á
neytslu eiturefna og eru því raun-
verulega hluti af siðferðisþreki
æskulýðsins breyttu í blóðpeninga?*
V.
Pegar mikill hluti af æskulýð
þjóðarinnar leitar sér lífsnautna í
neytslu eiturefna og eftirsókn fánýtra
skemtana þá er þjóðlífið á niðurleið.
Fegurðarkend æskunnar og hug-
sjónalíf er ósamrýmanlegt eitur-
nautnum. Nautnir æskumanna eru
sálræns eðlis. Pær búa í voldugum
draumum og framtíðarfyrirætlunum,
í gleðileikjum og félagsstörfum, í
náttúrufegurð og gróðri jarðar.
Fyrir hirðuleysi og að sumu fyrir
beinan tilverknað forráðamanna
þjóðarinnar og þeirra, sem hafa
með höndum uppeldi æskulýðsins,
eru bæirnir að hálffyllast af reykj-
andi slæpingjum, sem eiga sér ekki
æðra mið en það að verða með
leyfilegum eða óleyfilegum ráðum
þátttakandi í hrjúfustu nautnum,
sem umhverfið hefir að bjóða. Sá
hlutí æskulýðs þjóðarinnar fóstrar
enga innri þrá eftir umbótum á
kjörum hennar og háttum; hann á
enga hugsjón eða langmið að vinna
fyrir og gleðjast við. Hann er gam-
all fyrir aldur fram; hann er dauður
áður en hann byrjar að lifa. Upp
úr slíkum gróðri sprettur íhaldi
landanna liðskosturinn. Er sízt að
furða þó sumum foringjum íhaldsins
sé ekki vel við mentastofnanir, þar
sem verið er að ala upp hugsjóna-
menn.**
Hver sú þjóð sem vanrækir á
einn eða annan hátt uppeldi æsku-
* Þegar Jón Þorláksson gekk á milli bols
og höfuðs á tóbakseinkasölu ríkisins
færði hann það fram sem líkur iyrir
auknum tolltekjum og sem meðmæli
með þeirri ráðabreytni, að tóbaksneytsl-
an í landinu myndi vaxa, er því yrði
otað að unglingum af fleiri höndum.
Hvers er að vænta af óvitum þjóðarinnar,
þegar slíkar röksemdir og siðferðishug-
myndir þróast í »heila heilanna<, sem
er nú falin höfuðumsjá með velferð ís-
Iendinga ?
** Sbr. hatur Jóns Þorlákssonar til Lauga-
skóla.
lýðs síns, er í raun og veru að
höggva sínar eigin rætur. Framtíð
þjóðarinnar er að skapast, þar sem
unggróður hennar vex. Sé æskulíf
hennar snautt að hugsjónum og
ætlunarverkum verða fullorðinsárin
fátæk að athöfnum og dáðum, ellin
köld og minningasnauð.
-----o—--
Skipulag
Kaupfélags Eyfirðinga.
Andsvar gegn ,,Athugasemd“
endurskoðenda Kf. Eyf.
(Niðurlag).
IV.
Upphaf þessara umræðna okkar, hr.
endurskoðendur, var það, að eg, í frá-
sögn um Kaupfélag Eyfirðinga, skýrði
frá tillögu yðar og ályktaði jafnframt,
að með henni væri gerð tilraun að raska
í verulegu atriði starfsgrundvelli félags-
ins þ. e. gangverðsskipulaginu. Vörn
yðar hefir því aðallega hnigið að hinni
formslegu hlið tillögunnar. Þér hafið
leitast við að hnekkja þessari ályktun
minni. Og vörn yðar hefir verið reist
á tveimur staðhæfingum; fyrst þeirri,
að það »sé í samræmi við grundvöll, lög
og anda félagsins«, að selja vörur við
kostnaðarverði og í öðru lagi þeiiTÍ,
að félagið hafi, árið 1922, »sagt skilið«
við Rochdale-grundvöllinn og þar á
meðal við gangverðsskipulagið.
Eg þykist hafa, í undanförnum grein-
arköflum hnekt þessum staðhæfingum
yðar með sögulegum rökum, sem ekki
verði hrundið. Eg hefi sannað áð félagið
hvílir á gangvei’ðsgrundvelli og að það
hefir ekki hvikað frá þeim grundvelli
nema um einstakar vörutegundir og um
stundarsakir, þegar knýjandi ástæður
hafa verið fyrir hendi. Eg hefi enn-
fremur sannað, að félagið heldur skipu-
lagi sínu óbreyttu, eins og það var
bygt árið 1906 að undanteknu því eina
atriði, er það, árið 1922, breytti skuld-
ti-yggingarákvæðum sínum. Eg þykist
viss um, að þér getið ekki fundið hald-
bæra vörn í máli yðar mn þessi efni.
Þér getið að vísu haldið áfram að mót-
mæla á þann hátt að ganga fram hjá
rökum og berja höfðinu við steininn. En
eg vil ekki, að óreyndu, ætla yður slíkt,
með því að það væri mjög ósamboðið
endurskoðendum, sem þurfa að vera
manna fundvísastir á rök og sannindi.
Þá er á hitt að líta, að þótt niður falli
vörn fyrir hina fomslegu hlið tillögu
yðar, gæti efni hennar verið þannig
vaxið, að það ekki einungis réttlætti
heldur gæfi beina ástæðu, til þess að
upp yrði tekin sú breytta skipun og
grundvelli félagsins raskað til þeirrar
hlítar, sem hún fer fram á. 1 tillögu yð-
ar gæti verið fólgin sú raunverulega
umbót á starfsháttum félagsins, að
fastheldni við skipulag þess réttlætti
ekki mótstöðu gegn henni. Mætti nú
vænta, að vörn yðar beinist hér eftir
aðallega að því, að sýna fram á þetta.
Þótt hinar sögulegu staðreyndir, sem
hafa verið ykkur að mestu eins og lok-
um bók, hafi nú við þessar umræður
brotið hverja brú að baki yðar, svo að
þér getið eigi fundið tillögu yðar stað í
skipulagi félagsins og starfsháttum alt
til þessa dags, þá ber að rannsaka hitt,
hvort í tillögunni felist umbætur, sem
liafi verulega þýðingu fyrir framtíð fé-
lagsins.
Eins og áður var tekið fram, varð
nauðalítið um vörn yðar fyrir tillög-
unni, er hún sætti andmælum á aðal-
fundi. Þótti öllum einsætt, að þér væruð
ekki við því búnir, að færa fram veruleg
rök fyrir tillögunni. Nú hafið þér síðan
haft ærinn tíma, til þess að hugsa ráð
yðar og finna varnir. Umræður þessar
eru og hið hentugasta tækifæri til þess
að bera þær fram. Rök, sem fest eru á
pappírinn, fara ekki á milli mála og
verða eigi afflutt. Auk þess má ætla að
þau nái' til fleiri félagsmanna, heldur
en ræður yðar á fulltrúasamkomum fé-
lagsins. Þér hafið látið þetta tækifæri
að mestu ónotað. Þér hafið í »Leiðrétt-
ingu« yðar og svo í »Athugasemd« fært
fram aðeins eina ástæðu. Hún er sú, að
tillagan sé spor í áttina, til þess að liönd
selji hendi og miði til þess, að koma í
veg fyrir skuldaverzlun.
Eg' skal nú líta á þessa einu ástæðu.
Áður tilfærð ummæli úr »Athugasemd«
yðar: »-----Það af kornvöru með
kostnaðarverði, er þeir greiða í pening-
um við móttöku«, benda ljóslega á, að
þér gerið ekki ráð fyrir að félagsmenn
myndu alment greiða komvöru »í pen-
ingum við móttöku«, heldur einhver
hluti þeirra. Og þá yrði það vitanlega
einkum sá hluti félagsmannanna, sem
væri rúmt um hendur og hefðu peninga-
ráð. En þeim mönnum hættir yfirleitt
sízt, til þess að skulda um áramót. Hin-
um hættir fremur til þess, sem eru í
peningavandræðum. Tillag'a yðar myndi
því ekki koma til leiðar slíkri breytingu,
sem þér ætlist til. Hún myndi ekki
draga úr skuldaverzlun, þar sem mest
væri þörfin, heldur þar sem hún væri