Dagur - 10.02.1927, Page 1
DAOUR
kemur út á hverjum fimtu-
degi. Kostar kr. 6.00 árg.
Gjalddagi fyrir 1. júlí.
Inuheimtuna annast Jónas
Sveinsson bóksali, Eyrar-
landsveg 3 (Sigurhæðir).
A f g r e i ð s lan
er hjá Jóni Þ. Þ6r,
Norðurgötu 3. Talsími 112.
Uppsögn, bundin við ára-
mót, sé komin til af-
greiðslumanns fyrir 1. des.
X. ár.
Akureyri, 10. febrúar 1927.
6. blað.
Ritfregnir.
Páll Eggert Ólason: Menn og
mentir siðaskiftaaldarinnar á
íslandi. IV. bindi. Rithöfund-
ar. Bókaverzlun Ársæis Árna-
sonar. Rvík 1926.
Með þessu bindi er lokið hinu
mikla og stórnierka ritverki Páls
Eggerts ólasonar um »Menn og
mentir siðaskiftaaldarinnar«. Höf-
undurinn hefir í upphafi sett sér það
tvöfalda markmið: »Að lýsa lands-
sögu og bókmentum þjóðarinnar á
siðaskiftaöld«. Saga landsins verður
þá einkum saga þeirra afreksmanna,
sem ber hæst og mestu valda um
atburði í landinu og örlög þjóðar-
innar á greindum tíma. Eru slíkir
þættir raktir í hinum fyrri bindum,
sem áður hefir verið lýst hér í blað-
inu.
Þetta IV. bindi fjallar um bók-
mentir þjóðarinnar og rithöfunda á
siðaskiftaöld. Liggur að rótum
verksins geysimikil og merkileg
rannsókn höfundar um myrk og
fólgin svið þeirra viðfangsefna. Hef-
ir hann um sunrt notið leiðsagnar
fyrri ritkönnuða, eldri og yngri, sem
hann og greinir frá. En um flest er
þó rannsókn hans sjálfstæð og
fiumger. Verður starf höfundar og
rannsóknir eigi til hlítar nretið af
þeim, er engin skil kunna þessháttar
starfa. Þó má nokkuð marka víð-
förli höfundar af tilvitnunum hans í
rit og handrit erlend sem innlend.
Eru þær furðulega margar. Ritinu
er ætlað að ná tvennskonar tilgangi.
Það á að vera heilsteypt bókmenta-
saga og rithöfundatal aldarinnar en
auk þess farvegur sérrannsókna, er
síðar kynnu að verða gerðar, framar
en orðið er, um ýmsar greinir bók-
mentanna. Er leikmönnum ófært um
að dæma, til hverrar hlítar er náð
þessu tvöfalda markmiði. En svipur
verksins og bygging, nákvæmni höf-
undar, heimildatal o. fl. ber honum
gott vitni.
Merkustu bókmentafrömuðir ald-
arinnar, sem frá er greint í þessu
ritj, eru þeir Arngrímur lærði og
Guðbrandur biskup Þorláksson. Er
ritverkum þeirra og miklu áhrifum
rækilega lýst. Eru og greindir sund-
ur sérþættir bókmentanna og hverj-
um þeirra gerð skil fýrir sig. Lengsti
kaflinn er um skáldin, eða yfir 330
blaðsíður. En bindi þetta er 777 bls.
En aftan við eru skrár á 87 bls.
Rit þetta er hið fullkomnasta að
frágangi. Eru mörg sýnishorn rit-
handa þeirra höfunda, er um getur í
ritinu en myndir af sumum þeim, er
við sögu koma. Nafnaskrár eru full-
komnar svo og ritatal. Þá er og skrá
yfir upphöf kveðskapar. Verður þar
fundinn uppruni margra kveðlinga,
er verið hafa húsgangar í landinu,
þó almenningi hafi verið ókunnugt
um uppruna þeirra. Er og allmikið
aí kveðskap siðaskiftaaldar tekið
upp í ritið.
Áður hefir verið minst á stíl P. E.
Ó. og frásagnarhátt. Stíllinn er lát-
laus og hreinn. Frásagnarhátturinn
þróttmikill og afinarkaður. Er rit-
list höfundar nærð við frumlindir
tungunnar, eins og þær geymast í
fornum ritum, en vaxin við gáfur,
lærdóm og smekkvisi höfundarins.
Ritverk þetta er í alla staði nrerki-
legt og hin ágætasta eign til fræði-
lesturs og skemtunar.
-----o----
Taðan okkar.
Eftir
Pál Zóphónfasson
skólastjóra á Hólum.
Land andstæðanna.
Ekkert land, sem eg þekki til,
bíður íbúum sínum aðrar eins and-
stæður og ættlandið okkar. Það hef-
ir ógnar eld í undirdjúpum, eld, sem
Bjarni vildi að við lærðum af fjör.
Á hinn bóginn hefir það líka lands-
'ins versta • óvin, hafísinn, sem
ástundum umlykur það örmum sín-
um, og sendir kuldastrokurnar inn
yfir landið, svo naprar að þær
smjúga gegnum merg og bein. Af
kuldanum vildi Bjarni að við lærð-
um hörku. Andstæður íslenzku nátt-
úrunnar eru miklar. í háskammdeg-
inu getur verið þíðviðri og blessað
blíðviðri, eins og var nú um jólin, en
svo getur líka verið öskrandi blind-
bylur, svo snjónum kyngi niður, eins
og var í fyrra um sama leyti. And-
stæður vetrarveðráttunnar eru mild-
ar, og af þeim stafar að veturnir
verða misjafnir.
Þá getur veðrið verið breytilegt á
vorin. Frostin geta tekið nýgræðing-
inn heljartökum og kyrkt úr honum
alt líf, svo þar verði kalskellur, sem
áður voru græn tún. En á vorin get-
ur veðrið líka verið svo hlýtt og
milt, að »maður lieyri og sjái grasið
vaxa«, finni hvernig lífsþrótturinn
magnast og dafnast í allri náttúr-
unni, og verði sjálfur þrunginn af
auknum lífsþrótti og nýju lífsfjöri.
Vel má vera, að andstæður tilver-
unnar komi aldrei skírara fram en í
vornáttúrunni og vorveðráttunni hér
á landi.
Sveitamennirnir þekkja líka and-
stæður sumarsins. Þeir þekkja góðu
þurkasumrin, þegar alt leikur í
lyndi, og þeir þekkja úrhellisrign-
inguna, »þegar aldrei tekur af
steini«, »ekki er hundi útsigandi« og
»alt ætlar á flot«. Munurinn er mik-
ill og augljós, og hann er auðfund-
inn af þeim, sem við heyskapinn
fást, því fyrirhöfnin við öflun heyj-
anna verður geysimisjöfn.
Sumarið í sumar var eitt af þess-
um sumrum, sem með ekkert var
meðalsumar. Sprettan varð betri en
í meðallagi. Grasiö þaut upp á
skömmum tíma, og mátti því ætla að
hey yrðu heldur létt. Þegar sláttur-
inn kom fór að rigna, og úr því
rigndi hvern einasta dag, nema 5
daga í ágúst og 4 daga í sláttarlok-
in. Þessi dæmafái óþurkur varð til
’þess, að hey manna stórhröktust.
Sérstaklega hröktust töðurnar, og
taðan í sumar varð andstæða góðu,
óhröktu, ylmandi töðunnar, sem við
þekkjunr frá góðu þurkasunrrunum.
Misnmnur töðunnar.
Margt getur valdið því, að taðan
okkar verði misjöfn. Sem það helzta
má nefna:
Að taðan verður misjöfn að gæð-
um, eftir því í hvernig rækt túnin
eru. Af túnunr í góðri rækt fæst
betri taða en af túnum í lélegri rækt.
Þetta, ásamt því að taðan verður
meiri, og spretta vissari, er orsök
þess, að nrenn eiga að leggja sig
fram til að bæta rækt túnanna.
Að það veldur miklu um gæði
töðunnar, hvaða jurtir mynda gróð-
ur túnsins. Við þak- og græðislétt-
unaraðferðir túnanna hefir sá, er
sléttar, lítið vald á því, hvaða jurtir
myndi gróður túnanna, en með því
að sá í slétta flagið, hvort sem það
er í túni eða utan túns, má ráða því,
hvaða jurtir myndi gróðurinn. Þess-
vegna þurfa sáðslétturnar að út-
breiðast og verða öruggar. En það
verða þær vart fyrri en við gerum
það, sem Magnús sýslumaður Ket-
ilsson sagði að við yrðum að gera,
til þess að túnin stækkuðu fljótt og
yrðu góð, en það var að afla sjálfir
þess grasfræs, sem við þyrftum til
að sá í slétturnar.
Að taðan verður betri af þurlend-
um en raklendum túnum. Þetta er
ein af þeim ástæðum, sem gera að
við eigum að ræsa túnin okkar fram,
og sjá um að nýræktin sé vel fram-
ræst.
Að tíðin og tíðarfarið meðan
giasið er að spretta hefir áhrif á
töðugæðin, og að hún verður því
betri sem grasið hefir verið lengur
að vaxa og haft meiri sól á vaxtar-
tímanum.
Það hefir mikil álirif á töðugæðin,
á hvaða þroskastigi jurtin er, þegar
slegið er. Prósentvís er næringin
mest í jurtinni' eða nýgræðingnum,
en magn næringarefnanna í jurtinni
verður mest þegar jurtin er komin í
blóma, en þó ekki farin að fella fræ.
Þessvegna fæst inest næring í töð-
una með því að slá þegar tiltölulega
flestar jurtir eru búnar að setja blóm,
cn þó engar farnar að fella fræ.
Loks hefir þurkunin og hirðing
öll, frá því grasið er slegið ög þar
til það er gefið að vetrinum, mikil
áhrif á gæði töðunnar, og má þá í
stuttu máli segjá, að taðan verður
því betri, því skeinra sem líður frá
því hún er slegin og þangað til hún
er þur, því minna sem hún á þeim
tíma hefir blotnað, því minna sem
hefir hitnað í henni og því tninna
loft sem nær að verka á hana. Um
þetta alt og hvert einstakt mætti
segja mikið, en það verður ekki gert
hér frekar að sinni.
Sumar þessar orsakir, setn eg nú
hefi bent á, að séu til þess að taðan
getur verið misjöfn, vil eg kalla
staðbundnar. Þær eru bundnar við
ákveðna staði, og gera að töðurnar
verða misjafnar af túnum innan
sömu sveitar, og sé um dálitið stórt
og breytilegt tún að ræða, verður
taðan líka breytileg af sama túninu,
eftir því hvar af því er. (Rækt, gras-
lag, rakastig.)
Nokkrar aðrar orsakir til mis-
munar á gæðum töðunnar vil eg
kalla persónulegar. Þar kemur eink-
um til greina misnuinandi dugnaður
og mismunandi útsjón, svo mönnum
notast misvel að sama þurknum.
Einn sér að það er að gera þurk og
þorir að dreifa, annar sér það síðar
og missir einn snúning af heyinu og
sá þriðji sér það als ekki og dreifir