Dagur - 10.02.1927, Síða 3

Dagur - 10.02.1927, Síða 3
6. tw: DAGUK 23 Jl lúðar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hluttekningu við andldt og jarðarför Margrétar I Eggertsdóttur. Aðstandendurnir. Verkamannastígvél, brún, með gummí-botnum, Vatnsleðursstígvél, 3 tegundir, mjög vandaðar. Verð frá kr. 12 50 til 19.50. HVANNBERGSBR Æ ÐUR, Skóverzlun. JMokKur hús til sölu á fegurstu og beztu stöðum í Akureyrarbæ. Upplýsingar gefur Eggert St. Melstað, byggingameistari. Akuneyri, 10. febr. 1927, Sundnefnd: Óskar Sigurgeirsson, Steinþór Guðmundsson. Bæjarstjóri sjálfkjörinn. Stjórnarnefnd Car. Rest: Sigurður Hlíðar, Þorsteinn Þorsteinsson, Due Benediktsson. Skólanefnd, til 2 ára: Brynleifur Tobíasson, Elísabet Eiríksdóttir, Jón Sveinsson, Böðvar Bjarkan. — Fræðslumálastjóri hefir skipað for- mann nefndarinnar, Geir Sæmunds- son. Heilbrigðisnefnd: Ragnar Ólafs- son. Bæjarfógeti og héraðslæknir sjálfkjörnir. Sóttvarnarnefnd: Sigurður Hlíðar, Bæjarfógeti og héraðslæknir sjálf- kjörnir. Verðlagsskrárnefnd: Hallgr. Da- víðsson. Bæjarfógeti og sóknar- prestur sjálfkjörnir. / stjórn sjúkrahússins: Ragnar Ólafsson. Endurskoðandi reikninga sjúkrahússins: Jón E. Sigurðsson. Kjörstjórn við bæjarstjórnarkosn- ingar: Bæjarstjóri, bæjarfógeti, Ingimar Eydal. Kjörskrárnefnd: Jón Sveinsson, Halldór Friðjónsson, Hallgr. Da- víðsson. Niðurjöfnunarnefnd: Hallgrímur Davíðsson, Halldór Friðjónsson, Jón Guðlaugsson, Böðvar Bjarkan. For- maður skattanefndar (Bæjarstjóri) sjálfkjörinn. — Til vara: Jakob Karlsson, Erlingur Friðjónsson, Ein- ar Gunnarsson, Jón Kristjánsson. Bókasafnsnefnd: Steingr. Jóns- son, Steinþór Guðmundsson, Stefán Stefánsson. Þingvallanefnd: Jón Sveinsson, Sigurður Hlíðar, Hallgrímur Da- víðsson. Forseti: Steingrímur Jónsson. Varaforseti: Ingimar Eydal. -----o------ S í m s k e y t i. Rvík 7. febr. Stjórnin mun leggja fyrir Alþing sérleyfisfrumvarp handa Títan til virkjunar Urriðafoss og járnbrauta- lagningar að Þjórsá. Atvinnumála- ráðherra segir í viðtali við Morgun- blaðið, að í samningagrundvellinum sé gert ráð fyrir að áskilið verði að byrjað verði á járnbrautarlagningu austur snennna sumárs 1929 og verkinu lokið 1933; ríkið leggi fram einn þriðja kostnaðar, en þó rnest 2 miljónir af 8, sem ráðgert sé að brautin kosti; ýms skilyrði verði sett af' stjórnarinnar hálfu, svo sem að hún ráði flutningstöxtum, og geti tekið járnbrautina að sér, hvenær sem er. — Iðja verður starfrækt í sambandi við virkjunina; frumvarp- ið sennilega lagt fram í þingbyrjun. Stjórnarfrumvörpin verða senni- lcga 21. Afli góöur víða, er gefur. Mokafii við Akranes. Fylla liafði 6 inflúensusjúklinga; hefir ekki haft samband við land. . Frá London: Haldið að Canton- her áformi að taka Shanghai; Jap- anar hafa nú einnig sent herskip þangað. Sigurður Sigurðsson hefir nú gef- ið út bók um frumhlaup Búnað- arfélagsstjórnar og áburðarmálið. Hæstiréttur staðfesti fógetaúrskurð í innsetningarmálinu. Oddur Hermannsson skrifstofu- stjóri er látinn á heilsuhæli í Dan- mörku, eftir langvinn veikindi. ------o----- F r é 11 i r. — Hjónin á Reykjahólum í Fljótum hafa verið til fangelsisvistar við vatn og brauð fyrir misþyrmingar á 9 ára gömlum dreng, sem komið hafði verið á vist með þeim. Hafði hann verið barinn og sveltur, ofboðið með vinnu og svo illa hirtur og kalinn, að taka varð af honum allar tær. Málið fer til Hæstaréttar. — Tímanlega dags 12. janúar síðast- liðinn lagði 11 ára gömul stúlka frá heimili sínu Tréstöðum á Þelamörk og' var ferðinni heitið ofan til Skjaldar- víkur til að sækja bækur. Þegar stúlkan hafði rekið erindi sitt og var aftur kom- in á heimleið brast á vonzkuhríð. Komst stúlkan yfir Moldhaugnahálsinn, en gat ekki fundið bæinn á Tréstöðum vegna dimmviðris. Tók hún þá það ráð að hvarfla að símanum og fylgja honum eftir unz hún næði til bæja. En er hún hafði gengið lengi þótti henni uggvænt um að húnnæði bæ. Varð henni þá það að ráði að grafa sig í fönn og bíða morguns, því dimt var orðið af nótt. En er birti fór hún aftur á flakk og sá þá bæ skamt frá sér. Var það Pétursborg í Glæsibæjarhreppi. Fólk var í svefni er hún kom á bæinn, en brá við og veitti stúlkunni hjúkrun. Var hún lítið eitt kalin á fótum en að öðru leyti ósködduð. Fulla 14 tíma var stúlkan á þessu ferðalagi. Mun það fátítt, að svö ung börn sýni af sér þvílíkt þrek og still- ingu. Degi er ókunnugt um nafn stúlk- unnar, en vildi óska að honum yrði sent það og svo nöfn foreldra hennar. — Aðalfundur »'Ötgáfufélags Dags« var haldinn í »Skjaldborg« á föstudag- inn var. Voru þar saman komnir margir af eigendum blaðsins og höfðu fjörugar umræður. í stjórnina voru kosnir Ingi- mar Eydal kennari, Árni Jóhannsson verzlunannaður og Einar Ámason al- þingismaður. — Síra Jakob Kristinsson kom hingað til bæjarins ásamt frú ' sinni með ís- landi. Dvelja þau hjón um mánaðartíma hér fyrir norðan. í för með þeim var Jón Árnason prentari, og mun hann hafa hér sömu dvöl. — »Island« kom á laugardaginn og' fór aftur á sunnudagsmorgun vestur um til Rvíkur og kom þangað á mánudags- kvöld. Margir tóku sér far með skipinu, þar á meðal Jón bæjarstjóri, ritstjóri Dags ásamt tengdamóður sinni, frú Björgu Björnsdóttur og þingmenn hér um slóðir. Viðgerðaverkstæði hefi eg undirritaður opnað fyrir reiðhjól, grammófóna og barnavagna i Hafnar- strœti 66 (gamla póslhúsinu). Magnús V. Guðmundsson. — Erindi um komu mannkynsfræðara flutti síra Jakob Kristinsson í stóra sal samkomuhússins í gærkvöldi. Venjulega reynist salurinn óþarflega stór til fyrir- lestrahalds, en í þetta skifti varð hús- rúmið heldur lítið. Ræðumaðurinn talaði í hálfa aðra klst. Allan þann tíma sat á- heyrendafjöldinn grafkyr og I djúpri þögn. Er slík aðsókn og áheyrn vel við hæfi þess, er afburðaræðumaður talar um mesta stórmál veraldarinnar og sem ætti að vera hjartfólgnast mál alls mannkynsins. Á föstudagskvöldið flytur J. K. annað erindi um sama efni; verður það áfram- hald af hinu fyrra. — Jarðarför húsfrú Ragnhildar Ein- arsdóttur á IIj artarstöðum á Fljóts- dalshéraði fer fram á morgun (föstu- dag'inn 11. þ. m.) að Eiðum. -----o---- Vormót Laugaskóla. Laugaskóli á tvo hatursmenn á lÖg'- gjafarþing'i þjóðarinnar. Þeir menn eru forsætisráðherrann, Jón Þorláksson og þingmaður Akureyrar. Þessir menn setja sig aldrei úr færi að óvirða og bakbíta þessa héraðsstofnun Þingey- inga. Orsökin er sú að skólastjórinn kom við Ihaldskaunin á þeim báðum á opinberu málþingi á Breiðumýri. Van- máttur þeirra snerist í hatur og of- sóknartilraunir gegn stofnuninni, sem hann veitir forstöðu! Ber að virða slíkt eftir »efnum og ástæðum« þessara manna. Og ekki mun það saka, meðan skjólviðir spretta upp innan héraðs öllu megin vi'ð skólann. Þessi stofnun, sem er um margt frumleg í starfsemi sinni og fyrirætlunum á sér og frumlegan uppruna. Hún er fyrst og fremst afrek æskunnar í sýslunni. Og andlegir að- standendur skólans láta sér ekki falla liendur í skaut þótt húsið sé risið af grunni. Umhverfi skólans þarfnast mik- illa aðgerða um græðslu, ræktun, bygg- ing sundstæðis og fleira. Nú hafa unn- endur skólans tekið upp þann hátt, að koma saman á vormót, til þess að vinna skóla sínum þessháttar fórnarstörf. Sendir þá .hvert ungmennafélag sýsl- unnar ákveðna tölu manna á vettvang. Er og hverjum manni frjálst að taka þátt í þegnskaparvinnunni. Er hafin bygging á stórri sundtjöm sunnan við skólavegginn. Á veturna er þar skauta- ís fyrir æskulýð skólans og er tjörnin upplýst með ljóshafi frá allri suðurhlið hússins. Síðar verður gi-æddur skógur umhverfis tjörnina og húsið, gerðir blómareitir, gangstígir lagðir, tún rækt- uð o. s. frv. Meðan skólinn á slíka að- standendur verður honum ekki mein að, þótt kulda kenni frá þeim mönnum, sem óttast ung'gróður í þjóðlífinu, af því að æskuliugsjónir þeirra sjálfra eru lagst- ar í kör fyrir alduir fram. •o

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.