Dagur - 17.02.1927, Side 1

Dagur - 17.02.1927, Side 1
D A§G U R kemur út á hverjum fimtu- degi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjalddagi fyrir 1. júlí. Innheimtuna annast Jónas Sveinsson bóksali, Eyrar- landsveg 3 (Sigurhæðir). X. ár. i A f g r e i ð s lan er hjá Jóni Þ. Þór, Norðurgötu 3. Talsimi 112. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. des. Akureyri, 17. febrúar 1927. j 7. blað. Jarðarför Friðbjargar Kristjánsdóttur, sem andaðist fimtu- daginn 10. þ. m. á Sjúkrahúsinu á Akureyri, er ákveðin að fari fram að Möðruvöllum í Hörgárdal, föstudaginn 25. þ. m. kl. 12 á hádegi. 15. febrúar 1927. Systkini hinnar látnu. A n d s v ö r Kunningjar mínir tveir sendu mér samtímis, aö kalla mátti, 2 tbl. af »íslendingi«, frá 18. og 30. júní s. 1. i tölubl. þessum eru tvær greinar, er taka allmjög tii mín persónulega. Er önnur þeirra eftir hr. Sigurgeir hreppstj. Daníeisson á Sauðárkróki; hin eftir einhvern, er kallar sig »Skagfirskan bónda«. Hafði eg ætl- að mér að svara þeim báðum nokkr- um orðum, er hlé yrði á heyönnum og hausts. Hefir það dregist fyrir mér lengur en skyldi. t>ó ætti sá dráttur ekki að saka, því að mál- efnið, sem okkur Sigurgeir greinir á uin, er þannig vaxið, að eigi mun það undan hlaupa. — Er það raunar heldur óskemtilegt verk að svara þeim ritsmíðum, þar sem annars vegar er við einsýni að fást, en ó- sannindi hinsvegar. Þó er jafnan skapléttir að því, að hafa svo góðan málstað, að treysta má fullum sigri. I. Sigurgeir og sjórinn. »Eintómar kvarnir ...« J. H. Á þingmálafundi þeim, er haldinn var á Sauðárkróki s. 1. vetur, og oft hefir verið nefndur, hélt hreppstjór- inn þeirra Sauðkrækinga, herra Sig- urgeir Daníelsson kaupmaður, fyrr- um bóndi í Eyjafirði, margar ræður og sumar langar. Ein þeirra, og ekki sú styzta, hneig aðallega að því, hversu miklu meir væri um sjávarút- veg vert, heldur en landbúnað. Taldi hann hina fyrnefndu atvinnu- grein hiklaust 1. og helzta atvinnu- veg þessarar þjóðar«. Tilefnið var það eitt, að einhver ræðumaður (mig minnir séra Arnór) taldi sjáv- arútgerð »annan höfuðatvinnuveg« landsmanna.* Nú leikur það ekki á tveim tungum, að til þess að einhver atvinnugrein geti talist »fyrsti og helzti atvinnuvegur þjóðarinnar«, verður þjóðin að ábatast meira á * Hr. Sigurgeir segir: »Ást*eðan til orða minna á fundinum var sú, að einn eða fleiri af fundarmönnum voru búnir að fara lítilsvirðandi orðum um sjávar- útveginn og telja hann hættulegan fyrir landbúnaðinn, sem í þeirra augum er fyrsti og nytsamasti atvinnuvegur þjóð- arinnar*. Þetta er með öllu rangt. Eða við hverja fundarmenn eiga þessi um- mæli, herra Sigurgejr? þeim atvinnuvegi, bæði efnalega og andlega, heldur en öðrum. Fyrir því var það, að í vor er leið, bað eg Dag fyrir nokkur orð, þar sem eg skor- aði á hr. S. D. að færa rök fyrir þeirri staðhæfingu sinni, að ísl. þjóðin græddi meira á sjávarútgerð heldur en landbúnaði, — ekki ein- ungis fjárhagslega, heldur einnig menningarlega. Svo kom svarið frá hr. S. D. í 27. tbl. »ísl.«, undir fyrirsögninni: »Gísli Magnússon og íhaldið«. Meginhluti þeirrar greinar kemur málinu ekkert við, eins og það ligg- ur fyrir. Þó er þar gerð máttvana tilraun til að sanna, að þjóðin hafi, á einu tilteknu ári, grætt meira fé á sjávarútv. heldur en landbúnaði. Á menningarlegu hliðina forðast hr. Sigurgeir að minnast nokkru orði, og verður því að álíta, að þar hafi hann gefist upp þegar í stað. Hr. S. D. vitnar í hagskýrslurnar frá 1924, og segir, að samkvæmt þeiin hafi, á því ári, verið fluttar út sjávarafurðir fyrir 68 miljónir króna en landbúnaðarafurðir »aðeins fyrir rúmar 12 miljón krónur«. Þetta kall- ar hann »rök«. Þau »rök« segist hann hafa flutt á fundinum góða — sem og er rétt —, en eg hafi slept þeim í »frásögn« minni, sem einnig er rétt. En þetta kalla eg ekki rök, heldur örgustu rökvillu, svo að ekki sé fastar að orði kveðið. Og það var af hlífð við hreppstjórann, að eg mintist ekki á þessa »sönnun« hans fyrir yfirburðum sjávarútvegarins i smágrein minni. Því að eg tel það engum manni sæmandi, og allra sízt rosknum alvörumanni, að telja það fullnaðarsönnun fyrir því, að sjáv- arútv. sé þjóðinni hagsmunadrýgri heldur en landbúnaðurinn, þó að úf- flutningsskýrslur sýni hærri krónu- tölu fyrir afurðir sjávar en sveita. Ef hr. Sigurgeir vill gera alvar- legan og ærlegan samanburð á at- vinnuvegunum — og á eg þar að- eins við fjárhagslegu hliðina, því að á hina er víst ekki til neins að minn- ast við hann— verður hann fleira að gera en að þylja útflutningsskýrslur. Hann verður: 1. Að reikna út fyrir hversu mik- ið fé, að krónutali, keypt er frá út- löndum árs árlega í þarfir hvers at- vinnuvegarins fyrir sig. 2. Að reikna út hversu mikils virði það er, sem notað er í landinu sjálfu af sjávarafurðum annars vegar og hins vegar af landbúnaðarafurðum alls konar (ket og slátur af öllum búfjárteg., mjólk, skinn, ull o. s. frv. garðamatur o. s. frv.). 3. Að fá skýrslu um það, hversu miklu fé peningastofnanir landsins tapa af völdum hvers atvinnuvegar- ins um sig — og síðast en ekki sízt, 4. að meta til fjár þau mannslif, er glatast fyrir örlög fram við strendur landsins, — alt að meðal- tali á ári 10—20 árin síðustu. Reikni nú hr. Sigurgeir þetta alt samvizkusamlega út eftir ábyggileg- um heimildum, og geti hánn þá enn sýnt með hinni endanlegu niður- stöðu, að Ægir reynist okkur is- lendingum drjúgari til fanga en móðir Jörð — það myndi eg kalla rök. Og þau rök skyldi eg verða manna fyrstur og fúsastur til að við- utkenna. En að einblína á útflutn- ingsskýrslur í þessu sambandi — það er öfyrirgefanleg einfeldni og einsýni af sæmilega náttúrugreind- um manni. — Sigurgeir er með dylgjur uin það, að sannleikurinn muni ef til vill hafa »helzt til takmarkað rúm« í hinu »pólitíska flokkskrami« mínu. Þessi óákveðnu ummæli bera laukrétt mark þess kjaptakindareðlis, sem eg einmitt hélt, að væri S. D. sérstak- lega fjarlægt. Hví þá ekki að koma með ákveðið dæmi um einhverjar pólitískar lygar hjá mér? Eða hvað er maðurinn að fara? Vænti eg þess, að herra Sigurgeir skýri frá því, við hvað hann á með þessum kafloðnu uinmælum. — Undir lok greinar sinnar biður S. D. lesendurna að gæta þess vel, »að landbúnaður vor hefir verið rekinn af ísl. þjóðinni í fremur vanmáttugu formi allar þær aldir, sein liðnar eru frá byggingu þessa lands ...« Rétt er nú það. Sigurgeir er sjálf- sagt maður sögufróður, og kann vafalaust betri skil á fortíð þjóðar- innar heldur en eg. En þó ætla eg fyrst unr sinn að leyfa mér að efast það TILKYNNIST hér með vinum og vandamönnum að jarð- arför Elísabetar litiu okkar fer fram föstudaginn 18.þ.m.kl.1 e.h. Solveig Guómundsd. Gunnar Jónsson. — Kolaskip kaupfélaganna kom hing- að fyrir síðustu helgi. Koliu seld á 50 kr. á bryggju. um það, að þessi staðhæfing hans sé staðreynd. Eða hvaða atvinnugrein er það, með leyfi að spyrja, sem haldið hefir lífi í þjóðinni »allar þær aldir, sem liðnar eru frá byggingu þessa lands?« Mundi það ekki vera landbúnaðurinn? Og mundi sú at- vinnugr. geta talist að vera rekin í »fremur vanmáttugu formi«, sem borgið hefir þjóðinni heilli á húfi, bæði efnalega og andlega, út úr öll- um þeim hörmungum, er yfir hana hafa dunið, bæði af manna völdum og mislyndrar náttúru. Nei, hr. Sig- urgeir. Landbúnaðurinn hefir ekki verið rekinn í »fremur vanmáttugu formi«. Hann hefir, þvert á móti, verið rekinn í samræmi við kröfur og þarfir þjóðarinnar á liðnum öld- um. Hitt er sönnu nær, að nú er hann rekinn í »vanmáttugu formi«. Þarf þar, ef giftusamlega á að ráð- ast, skjótari ráða og betri skilnings en eg get vænst eftir hjá flokks- bræðrum höf. Hr. Sigurgeir segir, að það sé fjarri sér, að »hafa tilhneigingu til að kasta skugga á landbúnaðinn og nytsemi hans«. Ef til vill er þetta rétt, og vildi eg feginn inega trúa því. En þó má fullyrða, að fram- koma hans á opinberum fundum bendi stundum á annað. Er þess ekki langt að minnast, að á Sauðár- króksfundinum 29. júní s. 1., fékk hann ráðningu nokkura hjá einum flokksbræðra sinna, síra Arnóri í Hvammi, fyrir illkvitnisleg, órök;-

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.