Dagur


Dagur - 17.02.1927, Qupperneq 3

Dagur - 17.02.1927, Qupperneq 3
7. tbl. DAQQK 27 upphæð 876,450 kr., en síðan sjóð- urinn tók til starfa 1. okt. 1925 nokkuð yfir eina miljón. Tryggvi Þórhallsson ber fram frv. um afnám kennarastóls í klassiskum fræðum við háskólann. Rvík 14. febr. Frá London: Sáttaútlit í Kínamál- um betra. Héðinn ber fram frumv. um að bæjar- og sveitastjórnum í kauptún- um með yfir 300 íbúa sé skylt að semja atvinnuleysisskýrslur í febr. maí, ágúst og nóvemberbyrjun og senda þær hagstofunni. Rvík 15. febr. Héðinn ber fram frumv. til stjórn- arskipunarlaga um breyt. á stjórnar- skránni. Á alþingi sitji 25 þjóðkjörn- ir þingmenn, kosnir hlutbundnum kosningum um alt land, og sitji í einni málstofu, kosnir til fjögra ára. Tölunni megi þó breyta með lögum. Varamenn jafnmargir sem þing- menn. Kosningarrétt hafi allir karlar og konur 21 árs og eldri. Jörundur ber fram þingsályktun um skipun milliþinganefndar, til þess að íhuga landbúnaðarlöggjöf landsins. Jónas Jónsson flytur frumv. um breytingu á lögum Stýrimannaskól- ans þannig, að siglingatíini nemenda verði einnig 1 ]/2 ár á varðskipuin landsins; tilgangurinn að gera þau jafnframt að skólaskipum. Vinnustöðvun hér vegna kaupdeil- unnar; togararnir byrjaðir að fara til Hafnarfjarðar. Kíghóstinn í rén- un, vægur hér; útbreiðist í Borgar- firði og Árnessýslu, en alstaðar vægur. Inflúensa, er gengur á Aust- urlandi, hefir verið landlæg hér síð- an 1918, eins og í öllum öðrum löndum, segir landlæknir í »Morg- unblaðinu«. -------o------- Fréttir. — Dánardægur. 30. jan. síðastl. lést á sjúkrahúsinu á ísafirði frú Soffía S. Jónsdóttir, kona Páls Markússonar múr- ara. Banamein hennar var krabbi. Jón Guðmundsson verzlunarstjóri á Siglufiði varð bráðkvaddur síðastl. laug- ardag. Hann var rúmlega fimtugur að aldri. 8. þ. m. andaðist meybamið Elísabet Gunnarsdóttir, dóttir Gunnars lögreglu- þjóns og konu hans. Banameinið var lungnabólga. — 15. þ. m. andaðist á sjúkrahúsinu á Akureyri Guðný Þorláksdóttir frá Kambsstöðum í Ljósavatnsskarði. — Erindi síra Jakobs Kristinssonar á föstudagskvöldið, sem getið var um í síðasta blaði, flutti hann fyrir troðfullu húsi áheyi-enda, og var aðsóknin sínu meiri en í fyrra skiftið. Vill almenn- ingur ekki setja sig úr færi með að hlusta á þenna ágætlega tamda ræðu- mann. Nærsveitamenn hafa sótt það fast að fá hann út í sveitir, til þess að flytja þar erindi, og mun hann verða við þeirri bón. — Almenn sorphreinsun hér í bæ hófst á mánudaginn var. Stefán Stein- þórsson á Galtalæk hefir tekið hreins- unina að sér þetta ár. — »Lögrétta« 12. jan. þ. á. skýrir frá einkennilegum málaferlum á þessa leið: »Nýlega gerði Jónas Sveinsson læknir á Hvammstanga kviðslitsskurð á þurfa- manni einum þar nyrðra og jafnframt, eftir samkomulagi við hann, svonefnda Steinachs-aðgerð til yngingar á fólki. Er sú aðgerð hér ýmsum kunn af um- tali og nokkrum deilum, sem um slík mál hafa staðið, en J. S. hefir reynt hana áður að minsta kosti tvisvar. Varð hún árangurslaus eða lítil í annað skift- ið, en hitt skiftið fór svo, að gamall maður, sem hún var gerð á, gifti sig skömmu á eftir. Um þennan þurfamann, sem hér um ræðir, fór þannig, að hann virtist allur yngjast upp, þó kominn væri á áttræðisaldur og allhrumur fyrir uppskurðinn, að sögn, og gerðist allum- svifamikill og nokkuð kvensamur. Þótt- ust þeir, sem höfðu hann á vist, þurfa að fá hækkað meðlag hans af þessum sökum ýmsum, en hreppsnefndin neit- aði að borga. Hinsvegar áleit hún, að rétti maðurinn til þess að bera aukinn kostnað af auknu lífsfjöri mannsins, væri sá, sem gefið hefði honum aftur þetta fjör, óbeðið af »réttum hlutaðeig'- endum«, sem sé læknirinn. Hefir hún því stefnt lækninum til þess að borga með fyrverandi sjúklingi sínum 300 kr. á ári, þann tíma, sem áhrif læknislistar hans eigi ennþá eftir að verka á liann og halda honum lifandi. Málið er enn óútkljáð.« ———o--------- Til Ungmennafél. Saurbæjarhrepps. Flutt á 15 ára afmæli félagsins í júní 1926. Mörgrnn augna yndi Eyj afj arðarbygð I Blómasveig þér bindi brúðasnild og sonatrygð. — Ungra manna létt er lundin; lífgar alt hið blíða vor. Fannir þiðna, grænkar grundin, gróa tímáns kalin spor. Þeir, sem ungir unna ættar sinnar fold: reit sinn klæða kunna, kveikja líf úr snauðri mold. Ekkert mun þeim bjargráð banna, blessun finna, traust og hlíf; þeir í straumi ýmsra anna andríkt þroska sveitalíf. Vormenn lands að vera vinnið heil í kvöld. Yður ávöxt bera ára margra fórnargjöld. Styttið dvöl við dagsins þunga dafni kvöldsins gleðirós, eins og skuggans dreifi drunga dagstjömunnar milda ljós. Vinnið vel og lengi verksvið birtast ný. Stillið viljans strengi, störfum ráði mannúð hlý. Þakkarávarp þér jeg færi þennan bjarta minnisdag. þér æ fylgi, flokkur kæri, frægðarorð og bræðralag. Benedikt Einarsson, Hálsi. I A viðavangí. Áfengisvarnirnar. Varla getur háðulegri heimsku en aðferðir íslendinga í áfengisvörnum. Mikið og gott starf bindindisfröm- uða á landinu hafði borið slíkan ávöxt, að tímabært þótti að reisa á þeim grunni algert aðflutningsbann áfengra drykkja. Framkvæmd lag- anna hefir reynst svo örðug, að þau hafa ekki komið nema að litlum not- um. Vefdur það tvent, að ýmsir af lögreglustjórum landsins hafa verið iögunum andvígir, enda tollgæzla ónóg og að lögin hafa ekki átt nægi- lega sterkan grundvöll í þroska og meðvitund þjóðarinnar. Síðan kem- ur árekstur við Spánverja. Þá er það unnið til að opna vínsölubúðir i bannlandinu! í raun réttri voru með þeirri ráðstöfun bannlögin sjálf bor- in fyrir borð, þó bókstaf þeirra væri haldið, og má kalla að þau séu að- eins dauð pappírslög eins og nú er komið. Stjórnendur Iandsins og svo þeir, sém fyrir beitast áfengisvörn- um, hafa horft og horfa á eftirtalda atburði gerast í áfengisvarnarmál- inu: Með setningu bannlaganna féll niður bindindisstarfsemin í landinu nálega að öllu leyti. Síðan risu upp stúkurnar að nýju, en ekki með sama hugarfari né í þeim landvinn- ingahug og áður fyrri, heldur frem- ur í hugarástandi þess manns, sem fer á fætur, til þess að gera að bil- uðum hlut eða bæta um mishepnað verk. Bindindisfélög sveitanna féllu með öllu niður. Siðan er tekið að selja létt vín í landinu, einkarhentug til þess að unglingarnir og konurnar geti komist upp á að drekka. Hér hefir gerst sá alvarlegi hlutur, að æskan hefir gengið úr málinu. Nokk- ur hluti æskulýðsins er nú með öllu hirðulaus um, á hverju veltur í þessu máli; nokkur hluti hans gengur í drykkjuskaparskóla hjá ríkinu! — Þannig er það á eina hönd látið af- skiftalaust, þótt niður brotni, og á aðra hönd unnið að því að brjóta niður þann grundvöll, sem bannlög- in áttu í meðvitund þjóðarinnar. Ekkert stórmál vinst, ef æskan gengur úr leik, og sízt þau mál, sem eru fyrst og fremst uppeldismál, eins og áfengisvarnirnar. Er einsætt, að ný sókn verður að hefjast frá grunni. Æskan verður aftur að ganga í málið. Þessvegna ber að kannast við ósigurinn, loka vínsölu- búðum í landinu, jafnvel þó til þess þurfi að fórna því, sem eftir er af bannlögunum, leyfa takmarkaðar vínpantanir og verja stórfé, til þess að reisa nýja sókn æskulýðsins í landinu, — sókn til nýrra landvinn- inga á vettvangi málsins. Æskan og landstjórnin. Á yngri árum sínum hélt Guð- mundur á Sandi fram hlut æskunn- ar. Hann sagði, sem satt var, að flestar stjórnir brygðust málstað hennar og gengju mjög frá loforðum sínum. Æskan væri vandlætingasöm og heil. Þessvegna bæri hverri heil- brigðri æsku að vera jafnaðarlega á móti stjórninni. Þetta sannast á nú- verandi landstjórn. Forsætisráðherr- ann hatar Laugaskóla, sem er um þessar mundir hjartfólgnast málefni æskulýðsins í Þingeyjarsýslum. En hvorumegin er nú Guðmundur? Verður það nokkuð ráðið af ummæ!- um, sem eftir honum eru höfð frá síðasta landskjöri. Er talið að hann hafi kjördagsmorguninn andvarpað mæðilega og óskað, að hann ætti 300 konur og 600 frillur, til þess að fara ineð á kjörstað og ganga í lið með landstjórninni! Gönuhlaup B. Á. Þar sem Brynjólfur Árnason í 6. tbl. »íslendings« þ. á. hringlar kvörnuin sínum yfir Oddeyrarmál- inu segir hann meðal annars, að »vandlætingaeldur« ritstjóra Dags hafi skyndilega sloknað eftir að Kaupfélag Eyfirðinga keypti af R. Ó. íshúsið á Tanganum ásamt með- fylgjandi Ióð og bryggju. Ritstjóra Dags hafi víst ekki fundist ástæða til, að bænum yrði boðinn forkaups- réttur og ekki hafi hann stutt tillögu Halldórs Friðjónssonar bæjarfull- trúa um eignarnám á Tanganum. Hér skjátlast þessum nýja vikapilti íhaldsins, því um það bil, er samn- ingar munu hafa verið að gerast milli K. E. A. og R. Ó. flutti ritstjóri Dags fyrstur manna kröfuna um ejgnarnám á Tanganum. (Sjá grein- ina: »Lögnám á Oddeyrartanga« í Degi 9. des. f. á.) Hversvegna segir B. Á. hér ósatt um afstöðu ritstj. Dags? Er hann svo óvandaður í meðferð heimilda eða ver þessi póli- tíski umrenningur of Iitlum tíma til lesturs? íhaldsþröngsýni. í einskonar yfirlitsgrein eftir Árna Pálsson bókavörð, er birtist í minn- ingarriti Landssínrans getur höf- undur tveggja atburða, er hann tel- ur hafa verið merkasta og orkað mestu um viðreisn landsins. Atburð- ir þeir eru, er þjóðin eignaðist tog- ara og þegar heildsöluverzlunin reis upp í Reykjavík. En þessum rithöf- undi íhaldsins sést yfir þann atburð, er íslenzkir .bændur risu af knjám frá frá búðarborði danskra selstöðu- verzlana um og efir 1880. Selstöðu- verzlun Dana hér á landi var arftaki hinnar illræmdu einokunar og sniðin eftir henni að allri háttseini, eftir því sem lög og ástæður leyfðu. Er verzlunarkjörum þeim, er landsinenn áttu þá við að búa, fróðlega lýst í grein Jóns Sigurðssonar forseta »Um verzlun og verzlunarsamtök«, er birtist í »Nýjum félagsritum« 1872, bls. 88. Það voru bændur iandsins, sem brutu verzlunarhlekk- ina af þjóðinni og komu til leiðar öllum meginumbótum í verzlunar- háttum, bæði um réttlátari skifti, vandaðri innfluttar vörur og bætta verkun innlendra framleiðsluvara. Þetta starf bændanna orkaði stór- kostlegum áhrifum á allan hag þjóð- arinnar í hagsmunalegum og and- legum efnum. Munurinn á landi því sem var og því sem nú er í verzlun-

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.