Dagur - 17.03.1927, Blaðsíða 2

Dagur - 17.03.1927, Blaðsíða 2
 ^ðalfundur Kaupfélags Eyfirðinga verður haldinn í »Skjaldborg« á Akureyri föstudag og laugardag 22. og 23. apríl 1927 og hefst fyrri daginn kl. 11 árdegis. Dagskrá: 1. Athuguð kjörbréf fulltrúa. 2. Skýrtfrá starfsemi félagsins árið 1926,framlagðirreikningar fyrir það ár, ásamt athugasemdum endurskoðenda og tillögum til úrskurðar. 3. Ráðstöfun ársarðs og eftirstöðva innlendra vara. 4. Útbúið í Dalvík. 5. Erindi deilda. 6. Framtíðarstarfsemi félagsins. 7. Kosningar: a. 2 menn í stjórn. b. 1 endurskoðandú c. 1 varaendurskoðandi. d. 4 fulltrúar á Sambandsfund. e. 2 varafulltrúar á Sambandsfund. Akureyri 16. marz 1927. F. h. félagsstjórnarinnar. Vilhjálmur Þór. kunnugast. Á vissum svæðum í landinu eru skilin góð og jafnvel ágæt sumstaðar, þar sem einstakir áhugamenn beita sér fyrir inn- heimtunni. En þar fyrir utan eru skilin ill og jafnvel engin, þegar undan eru skildir einstakir, örfáir skilamenn. VIII. Niðurstöður þessa máls eru sem hér segir: 1. Kaupstaðabúar halda úti 14 blöðum, sem bera fyrir brjósti málstað sjávarútvegs og kaup- sýslu: — stórútgerðar, nýbygðar- innar á ströndum landsins — at- vinnubyltingarinnar — fjár- hyggjumenningarinnar annars- vegar, öreiganna á mölinni hins- vegar. 2. Kaupimenn og útgerðarmenn ausa veltufé fyrirtækja sinna, gjafafé frá bönkunum, verzlunar- ágóða sínum í blaðakost, sem virð- ist hafa takmarkalaus vaxtarskil- yrði og sem er sendur gefins um bygðir landsins, til þess að troða skoðuTum. og kenningum íhaldsins og hagsmunamálum þess inn í heilabúið á bændum. 3. Jafnaðarmenn hafa ráð á því í allri sinni fátækt að auka blaða- kost sinn til mikilla muna. 4. En bændur, sem hafa frá öndverðu og til skamms tíma verið öndvegisstéttin í landinu virðast vera á leiðinni til þess að drepa málgögn sín með vanskilum. Mál þetta hefir verið reifað hér allítarlega, því að miklu skiftir, að vandi þess og alvara verði mönnum ljós. Vanskilamennirnir þurfa að fá að vita, að ef niður fellur vörn og sókn fyrir málefni samvinnunnar, sveitanna, land- námsins og ræktunarinnar, þá er það vegna þess að þeir hafa ekki orðið við þörf þessara mála. Og þeir þurfa að fá að vita það áður en það er um seinan. Skal það sannast, að ef til óhamingju, auðnar og þagnar dregur um mál- efni sveitalífsins, sem er að troð- ast undir í ös veiðikappsins, að það verður ekki vegna þess, að brostið hafi vökuraddir þeirra, er á verði standa, heldur vegna þess, að liðið verður ekki vakið af svefni andvaraleysis og tómlætis. IX. Við því má búast að landbún- aðarsnáðinn hjá Fenger og aðrir vinnupiltar innlendra og erlendra fésýslumanna hefji upp gleðiraust sína yfir lofsamlegum árangri af blaðagjöfunum og spellverkum sínum á vettvangi íslenzkrar blaðamensku. Og bændur munu fá lofið og þakkirnar ókeypis. Má líklegt telja, að þeim sumum þyki slíkt viðkomumýkra en að taka við aðfinsluan og áminningum og greiða fé fyrir. En úrlausnir þess- ara mála og viðvik þeirra undir nauðsyn þeirra eigin málsstað- ar verður til marks um þroska þeirra og viðreisnarvonir sveit- anna. Bregðist þeir vel við þeirri nauðsyn, verður haldið fram stefnunni til aukins landnáms, til lífvænlegri aðbúðar fólks í sveit- um í andlegum og hagsmunalegum efnum. Ef þeir halda áfram að sofa, munu þeir síðar vakna, þeg- ar á þeim verður troðið af inn- lendum og erlendum fépúkum. Og í eyrum þeirra munu gjalla dóm- klukkur réttlætisins yflr rústum íslenzkra sveita. Frá Alþingi. Heita má að rignt hafi niður í sölum Alþingis frumvörpum til laga og tillögum til þingsályktun- ar um margvísleg efni og flest smáviægileg. Verður ekki getið hér nema um sumt af því og veld- ur einkum rúmleysi. Er og meira vert að geta nokkru rækilegar þeirra hluta, er meira máli skifta. Breyting á stjóniarskvpunarlög um ríkisins siglir nú á þremur fleytum í þinginu og má þó líklegt telja, að engu af þeim förum verði bjargað til lands. ihalds- stjórnin sætir miklum ákúrurn fyrir það, að tillögur hennar um lenging kjörtímabilsins og breyt- ingu á landskjörinu sé miðað við flokkshagsmum og vill Framsókn- arflokkurinn eigi fallast á þær breytingar. Aftur ber Tr. Þór- hallsson fram í Nd. frv. um þing- hald annað hvort ár og er það sú eina breyting, sem Framsókn get- ur fallist á, að svo stöddu og þó ekki einhuga. Reikunarmennirnir (Jak. M. og B. Sv.) munu vera mótfallnir tillögum íhaldsins öll- um, svo og Jafnaðarmenn. En þeir síðasttöldu stýra þriðju fleytunni, þar sem á er mjög róttæk breyting á stjórnarskránni og munu þær tillögur fá nálega engan byr í öðr- um flokkum. Þannig er hver hönd- in upp á móti annari í þessu mik- ilvæga máli og má telja líklegt, að þjóðin fái ýmugust á slíkum hrá- skinnsleik með stjórnarskrána. Tillaga um þinghald annaðhvort ár er fram komin af sparnaðar- ástæðum. En mjög er hætt við að sá sparnaður yrði einkum á papp- írnum og jafnvel of dýru verði keyptur, þar sem hann kynni að leggja meira vald en æskilegt yæri í hendur stjórnarinnar, en hamla afskiftum þingsins um skör fram. Væri sínu nær, að finna sparnað- arráð í breyttum og bættum vinnubrögðum þingsins og kemur þá fyrst til greina tililaga Halldórs Stefánssonar um að fjárlögin séu afgreidd í sameinuðu þingi. En meðferð fjárlaganna hefir tafið þingið mest. Raunar virðist ekki ástæða til að ætla, að önnur mál en fjármál ættu þá fremur erindi í tvær málstofur og rnætti þá eins hverfa að því ráði að hafa mál- stofu eina og myndi það að líkind- um flýta þingstörfum að veruleg- um mun. Yfir höfuð má telja að þörf á stjórnarskrárbreytingu sé hvorki nægilega brýn eða augljós, til þess að viðunanleg úrlausn fáist á því máli og væri þinginu sæmra, að láta það mál liggja í þagnargildi enn um sinn, heldur en að leika teningskast með slíkan hlut, eða jafnvel hafa að veiðibrellum undir kosningar. Reikningslán Landsbankans er það mál, sem vekur einna mlesta athygli. Saga þess máls er á þessa leið: íhaldsstjórnin eða fjármálar Gluggagler nýkomið. Tómas Björnsson. ráðherra fór bónai-veg að fjár- hagsnefnd Nd. um að taka upp og flytja breytingu á Landsbanka- lögunum þess efnis, að ríkisstjórn- inni heimilaðist að ábyrgjast lán fyrir Landsbankann eftir þörfum. í fljótu bragði virtist tillagan sauðmeinlaus og eigi annað en lög- íesting á því, er tíðkast hafði á- tölulaust og bráðabirgðaskipun sett um í fjáraukalögum fyrir nokkrum árum. Klemenz Jónsson gerðist bónþægur um að flytja málið fyrir stjórnina. Við rannsókn á málinu kom í ljós, að lánsheimild þessi var fyrst og fremst miðuð við ákveðna lán- töku, þar sem fyrirhugað var, að Landsbankinn tæki reikningslán í National City Bank í New York, að upphæð 2 miljónir dollara eða um 9 miljónir króna. Lánskjörin eru viðunanleg, % vextir og /2 % til milligöngumanna. Eigi er skylt að nota alla upphæðina á ár- inu. Við athugun mátti sjá að eigi gátu ástæður Landsbankans gert lántöku þessa svo brýna sem ætla mátti af ákafa fjármálaráðherr- ans að fá málinu hraðað gegn um þingið. Aftur var það gefið upp, að íslandsbanki ætti þegar að fá 1 miljón af láninu, til þess að greiða aðkallandi skuld í Englandi. Þótti sumum þá ekki ugglaust að lán þetta myndi einkum tekið, til þess að fleyta íslandsbanka áfram yfir boðana, en taka ábyrgðina yfir á bak þjóðarinnar undir meinleys- islegu yfirvarpi lánsheimildar Landsbankans ogheimildar stjórn- arinnar, til þess að ábyrgjast ó- takmörkuð lán fyrir ríkisbank- ann. Líta margir svo á, að þótt stundarnauðsyn geri slíkar ráð- stafanir brýnar, þá muni þær að- eins skjóta á frest þungum áföll- um þjóðarinnar í f járhagslegum efnum en muni orka því einu að gera þau áföll enn stórkostlegri. Hvað sem reynist í þessu efni, mun mál þetta ganga fram en þó með nokkrum takmörkunum frá því, sem stjórnin lagði til. Jónas Jónsson og Tryggvi Þór- hallsson gerðu sér manna mest far um að tryggja það, að varúð yrði beitt og fullri rannsókn um lán- töku þessa. Tókst þeim að fá því áorkað að heimildin var bundin við þetta Ián eingöngu. Ennfrem- ur hefir fjárhagsnefndin bókað í gerðabækur sínar greinargerð fyrir sínum góðu vonum um, að lánið verði notað varlega og þar fram eftir götunum! Er slíkt lioll afþreyging þeim mönnum, sem stritast nú við að bjarga þessari skuldahrjáðu þjóð út úr öng- þveitinu. ----o———

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.