Dagur - 17.03.1927, Blaðsíða 1

Dagur - 17.03.1927, Blaðsíða 1
DAOUR hemur út á hverjum fimtu- degi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjalddagi fyrir 1. júlí. Innheimtuna annast Jónas Sveinsson bóksali, Eyrar- landsveg 3 (Sigurhæðir). aaur A f g r e i ð s lan er hjá Jóni Þ. Þór, Norðurgötu 3. Talsími 112. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. des. X. ár. I»,:" Akureyri, 17. marz 1927. |n. blað. t Sveinbj. Sveinbjörnsson tónskdld. Þann 28. f. m. hneig hann út af við hljóðfærið sitt o.g var þegar örendur. Var það fagur dauðdagi og hamingjusamlegur þessum tón- snillingi. Sveinbjörnsson var fæddur 24. júní 1847 og var því nálega átt- ræður að aidri. Hann var íæddur á Nesi við Seltjörn og voru for- eldrar hans Þórður Sveinbjörns- son háyfirdómari og seinni kona hans Kristín. Hann útskrifaðist af Prestaskólanum 1868. Dvaldi síð- an lengst af í Skotlandi og kvænt- ist konu af skozkum ættum. Víðar haí'ði hann aðsetur: í Kanada í Reykjavík og síðast í Kaupmanna- höfri. Alþingi veitti honum sæmi- leg heiðurslaun síðustu árin. Sveinbjörnsson var mesta tón- skáld, sem ísland hefir alið. — Hann var prófessor að nafnbót við Kaupmannahafnarháskóla. Olav Forberg, landssímastjóri. Hann andaðist að heimili sínu í Rvík kl. 4 að morgni 10. þ. m. eftir langvarandi þjáningar af krabbameini. Forberg var fæddur í Noregi 22. nóv. 1871, en kom hingað til lands 1905, til þess að rannsaka og ákveða leið fyrir landssímann og standa fyrir byggingu hans. Veitti hann síðan þessari ujmfangsmikliu og vaxandi stofnun forstöðu til dauðadags. Var hér í blaðinu 14. okt. síðastliðinn minst á hið mikla og ágæta starf, er þessi merkilegi maður inti af höndum fyrir menn- ingu landsins. Nægir að vísa til þess. Forberg var frábær starfsmað- ur og harðger. Sárþjáður tókhann þátt í og átti heillavænlegan hlut að símasamningnum nýja. Hann hafði fótavist og gekk á vettvang skyldu sinnar alt fram undir and- látið. Er að slíkum mönnuim sem honum mikil eftirsjá. Jarðarför Forbergs fer fram í dag. í tilefni af því verður öllum símastöðvum í landinu lokað frá kl. 4.30—4.35 e. h. Vanskilin við blöðin. v. í stað áðurgreindra þjóðmála- blaða tóku nú, með atvinnubylt- ingunni, að koma út stéttamál- gögn og atvinnuvegamálgögn. Skal hér fyrst minst á blöð swm- ke'pnismanna-. Útgerðarmenn og kaupanenn hafa undanfarið margra ára skeið setið með fullar hendur veltufjár landsins. Verður þeim mönnum, er hafa mikið fé handa á milli, lausari eyririnn, en hmum, sem eiga jafnan örðugt um fjárveltu. Auk þess hafa bank- arnir verið einkar viðviksþægir þessum mönnum. Skuldauppgjafir bankanna til þeirra munu nú nema alt að tuttugu milljónum króna. Svo hefir reynst, að mörg- um þessara manna hefir aldrei vegnað betur en eftir að þeir hafa verið búnir að sóa og tapa geysi- legum upphæðum af annara fé. Þá hefir verið fyrir hendi það ein- falda ráð að fara til peningabúð- anna og bjóða þehn tvo kosti: Annaðtveggja að gefa upp megin- hluta skuldanna eða fá ekkert. Og bankarnir hafa gefið upp skuldir, lánað fé að nýju í þeirri veiku von að bjarga að lokum einhverju af fé sínu. Og hinir stóru ölmusu- þiggjendur hafa síðan vaðið að nýju í fé bankanna. Slíkum mönn- um er hægt um vik, að fleygja nokkrum þúsundum króna í blaða- kost'. Þar að auki hafa þessar stéttir manna, útgerðarmenn og kaupmenn, sérlega hæga aðstöðu um að afla fjárframlaga til blað- anna. Þeir búa í nábýli hverjir við aðra og eiga hægt mn samfundi og 'samvinnu. útgerðarmaðurinn hef- ir aðstöðu, til þess að hafa slíkan og annan kostnað bak við eyrað, er hann semur við verkafólk sitt. Kaupmaðurinn ver nokkru af verzlunargróðanum, sem hann lætur almenning greiða í álagn- ingu á vörur, til þess að halda úti blöðum og flytja fólkinu skoðanir um blessun samkepninnar, forsjón íhaldsins o. s. frv. Þannig er landslýðurinn látinn leggja fram fé, sem svo aftur er notað til þess að vefja úlfhéðni að höfði manna og villa mönnum sýn um háska þann, sem alþjóð er búinn af fé- sýslumenningunni og ofurkappi nýbygðarinnar við sjóinn. Þessar skoðanir eru víða óvinsælar hjá bændum landsins. Blöð, sem gerðu hvorttveggja, að troða upp á menn óvinsællum skoðunum og fölskum flutningi mikilsverðustu mála og heimta gjald fyrir, myndu skjótt verða rekin til föðurhús- anna. Aðalatriðið fyrir þessvm stéttmm verður, að koma skoðun- um í fólkið. útgáfukostnaðurinn er aukaatriði. Honum er auðvelt að ná saman með framlögum af ágóða 1—2 þúsund verzlana og hluta af tilikostnaði útgerðarfélag- anna,, gjafafé bankanna o. s. frv. — Enda verður ekki, þrátt fyrir almenna kreppu í landinu, séð, að íhaldsblöðin séu í minstu fjár- þröng. Það virðist ekki vera nein takmörk á fjárráðum þeirra. Niðurstaðan er þá þessi: íhalds- menn láta almenning leggja fram útgáfukostnað blaða sinna, gegn- um atvinnnfyrirtæki sín. Síðan senda þeir blöðin í drápsklyfjum um allar sveitir, leggja aðaláherzl- una á það að fólkið lesi, enga áherzlu á að það borgi blöðin. Þannig hafa þessar stéttir unnið að því á síðustu tímum, vitandi og óvitandi, að brjóta niður grund- völl heilbrigðra viðskifta við blöð- in. Sú venja er að komast á í land- inu að telja vanskil við blöð eklci vviklu varða og greiða þau ekki, nema ríkt sé eftir gengið og jafn- vel ekki þá. VI. Þessu næst skal minst á blöð jafnaöarm,anna, Verkamenn, sem einkum fylla flokk jafnaðar- manna, eru yfirleitt manna fátæk- astir. En þeir búa við tvenn skil- yrði, sem gerir þeim blaðaútgáf- una léttari en ella, Þeir eru í ná- býli og eiga hægt um samvinnu og þeir eiga lífsbjörg sína og atvinnu undir högg að sækja. Af þessum sökum eru þeir oftlega undir sterkum augnabliksáhrifum og jafnvel háðir æsingu, sem gerir það að verkum, að þeir verða örir á fjárframlög og jafnvel framar en geta þeirra heimilar. Þar að auki eiga þeir nær eingöngu er- indi til öreigalýðsins í bæj- unum. Innheimtan á áskriftar- gjöldum blaða þeirra verður því stórum hægari þeim en samvinnu- mönnum, sem eiga slíka sókn um allar sveitir landsins. Þessar tvær meginástæður: JARÐARFÖR eiginkonu minnar Brynhildar Eyjólfsdóttur, er ákveðin að Glæsibæ, laugar- daginn 19. marz n. k. og hefst með húskveðju frá heimili oklcar Brekkugötu 30, kl. 11 f. h. Stefán Ág. Kristjánsson. Hæg aðstaða og mikill og vaxandi áhugi gerir það að verkum, að jafnaðarmenn virðast eiga allhægt með útgáfu blaða sinna, enda hafa þeir aukið blaðakost sinn til stórra muna síðastliðið ár og nú um næstliðin áramót. VII. Samvinnumenn eiga í tvöfaldri bai'áttu við samkepnismenn. Ann- arsvegar að halda uppi vörn gegn háskalegum öfgmn fjárgróða- hyggjunnar við sjóinn. Hinsvegar að halda uppi siðmennilegmn við- skiftum ahnennings við blöðin. Með blaðagjöfum sínum vinna íhaldsmenn að niðurbroti þessarar greinar ahnenns viðskiftavelsæm- is og koma blaðamenskunni í land- inu í það ófremdarástand, sem er algerlega ósamboðið þjóðinni. Eins og fyr var tekið fram, eru samvinnublöðin reist á þeim von- um að kaupendur þeirra reyndust skilamenn. Nú mætti ætla, að í sveitunum væru nógu margir menn, sem vektu og sem væru á verði um málefni þeirra. Og að þeir menn skildu, að eigi muni of mikið í lagt að tvö blöð í landinu verji og haldi fram málstað sveit- anna á móti 14 blöðum, sem bera fyrir brjósti nýbygðina við sjóinn. Og ennfremur mætti ætla að þess- ir sömu menn skilji það, að ekki muni vera hægt til lengdar að gefa þeim blöð, sem eru sérstak- lega að verja málstað þeirra; — að ósanngjörn er sú krafa til sér- stakra áhugajmanna í landinu, að þeir láti sér stöðugt blæða fjár- hagslega fyrir þau málefni, er varða 'almenning og ættu að vera sameiginleg áhugamál bænda. Samt sem áður virðist það koma á daginn að of mörgum þyki góðar blaðagjafir stórkaupmanna og út- gerðarmanna og þyki sá háttur mjög til fyrirmyndar. Afleiðingin er: óviðunanleg vanskil við blöðin. Hér skal að vísu talað einungis fyrir Dag, því um það er blaðinu

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.