Dagur - 17.03.1927, Blaðsíða 3

Dagur - 17.03.1927, Blaðsíða 3
11. tbl. ÐAOUB 41 0 0 í®) t@) (@) (§) í§) /@) (®) í§) (§) (@) /@5 Fermingarfötin eru komin! Ennfremur: Hv. Léreft frá kr. 0,50 mt. Tvisttau — — 0,85 — Flónel. Khakitau. Skyrtutau. Vinnufatnaðir mjög ódýrir o. m. fl. Brauns Verzlun Páll Sigurgeirsson. 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 (|i) (Q) (Q) (§) (Q) (j|) (ö) (§) (3) (ð) (2) (Q) (5) (S(ð) (52) !§)(§) (ð)(§) (§>(§) (|D(Í2)(j|) (§)(§) F r é 11 i r. — Frávikningarmál Sigurðar Sig- urðssonar búnaðarmálastjóra fékk þann endi á búnaðarþingi, að Sigurður var settur aftur inn í búnaðarmálastjóra- stöðuna, þó með þeirri breytingu, að verkum var skift með honum og Metú- salem Stefánssyni, sem einnig er skip- aður búnaðarmálastjóri. Nefnd sú, er starfað hafði ósleitilega um þriggja vikna tíma að rannsókn málsins var, að fengnu samkomulagi deiluaðila, látin hætta störfum, verk hennar alt og plögg vandlega innsiglað og sett undir lás. Býður það væntanlega dómsins eftir upprisuna. Verður í næsta blaði skýrt nánar frá þessu máli. — Rauðakross deildin hér í bænum efnir til hvikmyndasýningar í Akureyr- arbio mánudaginn 21. þ. m. kl. 8% e. h. Kvikmyndir þær, er sýndar verða, hefir yfirstjórn Rauðakrossins í París sent formanni deildarinnar Stgr. Matthías- syni. Sýna þær starfsemi Rauðakrossins á friðartímum í ýmsum löndum, berkla- varnir í Frakklandi, lífshætti ýmissa sýkla og útlit þeirra undir smásjánni, meðferð mjólkur eins og hún á ekki að vera og eins og hún á að vera og loks hlutverk flugunnar í að útbreiða sjúk- dóma. Myndirnar geyma þannig marg- háttaðan fróðleik og nauðsynlegan um þetta sífelda viðfangsefni mannanna: Baráttuna gegn sjúkdómunum. — Haraldur Björnsson og Anna Borg voru boðin til Stokkhólms þann 19. febr. síðastl., að tilhlutun Sænsk-íslenzka fé- lagsins þar í borginni og efndi það til samkomu þá um kvöldið. Sveinn Björns- son sendiherra flutti þar fyrirlestur um Alþingi, þau Haraldur og Anna lásu upp 4. þátt úr Fjalla-Eyvindi en Har- aldur flutti erindi um íslenzka leiklist og sýndi skuggamyndir. »Dagens Ny- h( ter« flutti myndir af þeim Haraldi og Önnu. — »Island« kom frá Reykjavík á þriðjudagsmorgunin. Meðal farþega voru Jón Sveinsson bæjarstjóri, Sig. Ein. Hlíðar dýralæknir, Bjarni Jónsson bankastjóri, Davíð skáld Stefánsson, Einar Metúsalemsson verzlunarstjóri, Eiríkur Kristjánsson kaupm., Ingvar Guðjónsson útgerðannaður, ungfrúnnar Guðríður Þórðardóttir frá Höfða og Gunnhildui' Árnadóttir frá G-renivík, frú Björg Björnsdóttir og Jónas Þor- bergsson ritstjóri. — Valdemar Steffensen læknir kom ásamt frú sinni úr Danmerkurför með Islandi síðast. — Kappskák þreyttu 16 gagnfræða- skólanemendur nýlega við jafnmarga nemendur Mentaskólans samkv. áskor- un hinna fyrr nefndu. Fengu gagn- fræðanemendur sigur, 10 á móti 6. Enn fremur þreyttu þeir kappskák við II. og III. flokks skákmenn í Taflfélagi Akur- ■ ureyrar og' unnu einnig þar með 10 á móti 8. — »Island« fór til útlanda í gærkvöld. Meðal farþega var Jakob Kristjánsson vélsetjari. — í kvæði Benedikts á Hálsi, er prentað var í 7. tbl. Dags þ. á., mis- prentaðist í 2. vísuorði 3. erindis heil fyrir heit: s>Viimið heit í kvöld--.« — Kíghóstinn er nú kominn hingað í bæinn. Álítur héraðslæknir að hann hafi borist í Glerárþorpið fyrir 4—5 vikum síðan og þaðan inn í bæinn. Veit hann með vissu um 4 sjúklinga, en telur lík- legt að veikin sé orðin talsvert útbreidd. Meðal annars er hún komin í Barna- skólann. -------o------ S í m s k e y t i. Rvík 14. marz. Frá Kovno: Fullyi't er að Engiands- stjórn reyni að koma á sættum milli I ithauen og Póllands í því skyni að . sameina löndin gegn Rússlandi. Frá London: Fulltrúar Japans, Eng- lands og Bandaríkjanna koma saman í júníbyrjun í Genf, til þess að ræða um takmörkun flotavígbúnaðar. Frá Moskva: Ráðstjórnin hefir sent stjóminni í Norðurkína öflug mótmæli, vegna þess að hún kyrsetti rússneskt skip í Shantung. Hótar ráðstjórnin venjulegum friðslitaráðstöfunum. Frá París: Vatnavextir miklir hafa orðið víða í Frakklandi. Frá Genf: Samkomulag hefir náðst í setuliðsmáli Frakka. Hverfa þeir úr Saar-dalnum, en 800 manns af alþjóða- lögregluliði verður þar fyrst um sinn. Jónas Kristjánsson, Bernharð, Möller og Einar Áraason flytja þingsályktun í Sameinuðu þingi um að skora á ríkis- stjórnina að láta fara fram stúdent- próf í Akureyrarskóla á komandi vori fyrir þá nemendur, er hafa notið fram- haldsnáms, er svarar til lærdómsdeild- arnáms Mentaskólans. Fjárhagsnefnd ber fram frumvarp um heimild til þess að 7. flokkur Veð- deildarinnar nemi alt að 4 miljónum kr. og sem heimilar ríkisstjórninni að taka lán erlendis, alt að 4% miljón kr., er megi verja til kaupa á bréfum Veð- deildar og Ræktunarsjóðs. Sé kaupverði og vöxtum bréfanna hagað svo, að rík- issjóður bíði ekki skaða á kaupunum, miðað við gengi íslenzkrar krónu á lán- tökudegi. — Samþykt eru frumvörp st.j órnarinnar um viðciuka við uAmulög og um uppkvaðningu dóma. Gísli Ólafsson er settur landssíma- stjóri. Rvík. 16. marz. Frá London: Herdeildir Wupeifus hafa gengið í lið með Cantonmönnum. Flestöll ski]) kínverska flotans eru sömuleiðis . Cantonher og nálgast Nan- king. Meirihluti allsherjarnefndar Nd. vill láta samþykkja fi*v. um að Hafnar- fjörður verði sérstakt kjördæmi. Miklar umræður hafa orðið síðustu daga um stöðvun á verðgildi íslenzkra peninga. Er frv. gengið til annarar um- ræðu og fjárhagsnefndar. Aðalfundur Fiskifélags ísl. var hald- inn í gær. Félagsdeildir eru nú 46. Mótorbáturinn Blikinn í Vestmanna- eyjum misti mann útbyrðis, Magnús Geirsson, austfirðing. Inflúenzan er í rénun allstaðar er- lendis. Ritstjóri: Jónas Þorbergsson. Preptsmiðja Odds Bjömssonar. » A viðavangi. Samvinnan. Nýlega er komið út 2. hefti 20. árgangs þessa tímarits. Fremst í heftinu er mynd af Benedikt á Auðnum og stutt grein um hann. Þá er yfirlit ritstjórans »Heima og er- lendis«, fjölskrúðugt og stórfróð- legt. Næst er áframhald af ritgerð Hallgríms Hallgrímssonar sagn- fræðings um »P>ingstjórn«. Fjallar hún um stjórnskipulag og þing helztu menningarþjóða og þróun þingstjórnarinnar. Væri þeim mönn- um, er ganga vilja milli bols og höf- uðs á þingræðinu og svo hinum, er spá hruni þess, nauðsynlegt að lesa þetta sögulega yfirlit.— Þá kemur grein eftir ritstjórann og nefnist »Samvinna Norðurlanda«. Er aðal- efni hennar ræða, sem hann flutti í »Vestmannalaget« í Björgvin 16. sept. 1924. Hafa niðurstöður þess- arar ræðu áður birzt i mörgum blöð- um í Noregi og nokkrum í Dan- mörku. Vakti ræðan mikla eftirtekt. — Þá er áframhald greinar um »Kaupfélögin« og sömuleiðis fram- hald greinar um »Byggingar« og myndir af nokkrum fyrirmyndarbýl- um. Loks er fróðleg yfirlitsgrein eft- ir ritstjórann og nefnist »Aðstaða til skuldanna«. Er þar sögulegur samanburður á aðstöðu samvinnu- félaganna og fyrirtækja samkepn- ismanna til skuldanna. Að öllu leyti er þetta hefti »Samvinnunn- ar« stórfróðlegt og skemtilegt til lestrar. Tvær bækur um Island ritaðar á enska tungu, hafa ný- lega borist blaðinu. Hin fyrri er »Iceland year book 1926«, rituð og saman sett af Snæbirni Jónssyni, en gefin út af Helga Zoéga í Reykja- vík. Hin bókin heitir »Iceland«. Er hún einskonar handbók til fróðleiks um land og þjóð, gefin út í tilefni af 40 ára afmæli Landsbanka fslands. Ritstjóri þeirrar bókar og höfundur að meiri hluta innihaldsins er Þor- steinn Þorsteinsson hagstofustjóri. Báðar þessar bækur hafa svipað augnamið og fjalla um mörg sömu efni. Síðarnefnd bók dvelur að vísu mestmegnis við þau efni, er að fjár- hag landsins lúta og atvinnuvegum. Fyrnefnd bók er fjölskrúðugri og P i 1 s n e r Bezt. — Ódýrast. lnnlent. Bezta hollenska REYKTÓBAKIÐ er: Aromatischer Shag. Feinr. Shag. Golden Bell. MUNDLOS - saumavélar eru beztar. Auglýsið / DEGI. með nokkuð víðtækari fróðleik og meira sniðin við þarfir almennings og ferðamanna. Má ætla að bók sú verði gefin út árlega, ef hún selst og í Ijós kemur að hennar er nægi- leg þörf. Má ætla að svo verði, því að bæklingar af líkri gerð og með sömu stefnu hafa selst með skjótum atburðum. Báðar þessar bækur munu vera vandvirknislega gerðar og stórum gagnlegar til kynningar á landi og þjóð meðal enskumælandf þjóða. —--o.. >

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.