Dagur - 24.03.1927, Page 1

Dagur - 24.03.1927, Page 1
D AOU R hemur út á hverjumfimtu- degi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjalddagi fyrir 1. júlí. Innheimtuna annast Jónas Sveinsson bóksali, Eyrar- landsveg 3 (Sigurhæðir). X. ár. Akureyri, 24. marz 1Q27. A f g r e i ð s lan er hjá Jóni Þ. Þ6r, Norðurgötu 8. Talsími 112. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. des. 12. blað. Frávikningarmál Sigurðar Sigurðssonar búriaðarmálastjóra. Ekkert mál mun á síðastliðnu ári hafa vakið þvílíka eftirtekt um alt land, sem frávikningarmál búnaðarmálastjóra. Og er búnað- arþingið tók að starfa, var um ná- lega engin mál spurt önnur, hvorki á því þingi né á sjálfu Al- þingi. úrslit málsins eru nú kunn í stórum dráttum. En drög þess mörg eni og verða óupplýst af háifu þess aðila, er með rannsókn þess skyldi fara, með því að aðil- ar málsins gerðu sætt með sér og búnaðarþingið félst á, að fella þar með niður rannsóknina og láta atriði þau, er frávikningin var reist á og allur sá styr, er henni fylgdi, vera framvegis óupplýst fyrir almenningi. Dagur telur að eftir atvikum hafi málið fengið viðunanleg úr- slit, ef þeir menn, sem hlut eiga að máli og deilt hafa, bera gæfu til samvinnu. Eigi að síður má það virðast óviðkunnanleg ráðstöfun og teeplega rétt gagnvart almenn- ingi, að stinga rannsókn málsins gersamlega undir stól og láta orka tvímælis í allri framtíð um þau höfuðatriði þess, er ollu slíkum á- steytingum og ekki ómerkilegri at- burði en hlífðarlausum brott- rekstri þess manns, sem um þess- ar mundir nýtur einna mests álits og vinsælda meðal bænda af öllum þeim mönnum, er vinna að fram- kvæmdamálum í landinu. Frá sjónarhól áhorfandans voru ytri atburðir málsins þessir: Á síðastliðnum vetri komu á gang kviksögur um það, að Sigurður búnaðarmálastjóri myndi hafa brugðist skyldu sinni, eða jafnvel misnotað stöðu sína og framið þá óhæfu, að afhenda í leyfisleysi og á bak við stjórn Búnaðarfélagsins rétt þess til einkasölu á Noregs- saltpétri hér á landi. Sögunum fylgdi síðan sú staðfesting, að á öndverðu sumri 1926 var búnaðar- málastjöra vikið frá stöðu sinni fyrirvaralaust. Frávikningin var reist á bráðabirgðarrannsókn Búnaðarfélagsstjórnarinnar. For- maður Búnaðarfélagsins, Tryggvi Þórhallsson ritstjóri, skrifaði að vísu undir frávikninguna, en tók þá sérstoðu innan félagsstjórnar- innar, að hann vildi að Sigurður Sigurðsson gengdi stöðunni til búnaðarþings, sem síðar rannsak- aði málið og legði á það fullnaðar- úrskurð. Hinir stjórnarnefndar- mennirnir kváðu hiklaust upp sinn dóm og munu ekki hafa talið þörf á frekari rannsókn. Aðgerðir Tryggva Þórhallssonar voru síðan í samræmi við þessa afstöðu hans. Það er vitanlegt að ef meiri hluti félagsstjórnarinar hefði þorað að taka til sinna ráða og bera hann ofurliði hefði búnaðarmálastjóra- staðan verið þegar veitt á síðast- liðnu hausti og Sigurður Sigurðs- son rekinn, eða jafnvel borinn út úr húsakynnum Búnaðarfélagsins. í byrjun búnaðarþingsins var skipuð 5 manna nefnd, til þess að rannsaka tilefni frávikningarinn- ar. Nefnd sú vann að sögn ósleiti- lega að rannsókn málsins um 3—4 vikur og hafði nálega lokið áliti sínu, er hún fékk skipun búnaðar- þings um að hætta störfum og skila engu áliti. Um niðurstöður nefndarinnar er ókunnugt. En einstakir nefndarmenn létu hafa það eftir sér, að höfuðtilefni frá- vikningarinnar myndi vera bygt á misskilningi. Búnaðarþingið afgreiddi málið á þann hátt að skifta búnaðar- málastjórastarfinu í tvent. Skal annar hafa einkum á hendi fram- kvæmdirnar út á við, hinn heima fyrir. Eftirlit með starfsemi ráðu- nautana er og skift með búnaðar- málastjórunum og mun skifting starfsins eiga að surnu rót sína að rekja til »ónógrar samvinnu« milli Sig. Sig. og" tveggja af ráðunaut- unum. Fyrirmælum sínum um þessa skipun lét búnaðarþingið fylgja svofelda ályktun: »Um leið og Búnaðarþingið afgreiðir framanskráða heimild um nokkra breyt- ing á starfsháttum Búnaðarfélags ls- lands og leggur það mál og þar með framtíð féiagsins í hendur stjórnar Búnaðarfélagsins, væntanlegra búnaðar- málastjóra og annara starfsmanna þess, beinir Búnaðarþingið þeii-ri ósk til allra hlutaðeigenda, að sú misklíð verði látin falla niður, sem um hríð hefir í félaginu ríkt og að miklu á rót sína að rekja til óákveðinna starfshátta og ónógrar sam- vinnu. Jafnframt beinir Búnaðai-þingið þeirri ósk til stjórnarinnar, að Sigurði Sigurðssyni verði falið búnaðarmála- stjórastarfið út á við, þar eð viðurkent er að hann er frömuður og forgangs- maður í ræktunarmálum hér á landi.« Hið eina, sem kemur opinber- lega fram um sakarefni Sig. Sig. er það, að hér hafi verið um »mis- klíð« að ræða, sem sætt er gerð um og sú ein grein gerð fyrir, að hún eigi »að miklu rót sína að rekja til óákveðinna starfshátta og ónógr- ar samvinnu.« Þó að sú yfirborðs- skýring megi þykja óljós og ófull- nægjandi, felst raunar mikið í henni. Misklíðarefnið á rót sína að rekja til þeirra »óákveðinna starfshátta«, að Búnaðarfélagið fékst við verzlun með áburð, án þess að vera verzlunarfélag og varð því að lifa á bónbjörgum með veltufé og semja við aðra aðila um sölumeðferð áburðarins. Misklíðin og imisskilningurinn á að því leyti rót sína að rekja til »ónógrar sam- vinnu« að fljótræði Búnaðar félagsstjórn arinnar annarsvegar og viðkvæmni og þverlyndi Sig. Sig. liinsvegar rrmn hafa hamlað því, að málið varð í upphafi nægi- lega Ijóst. Með þessari ráðstöfun búnaðar- þings og framangreindri ályktun þess, er Sigurði búnaðarmála- stjóra gefin uppreisn og synda- kvittun, að því er snertir hina upphaflegu sakargift. Ef Sigurður Sigurðsson hefði við rannsókn málsins reynst sekur um bakferli, misnotkun stöðu sinnar, eða jafn- vel fjárdrátt, myndi búnaðarþing- ið aldrei hafa kallað slíkt »mis- klíð«, er jöfnuð yrði með sætt. Það myndi eigi heldur hafa leyft sér að fela slíkum manni trúnaðar- störf að nýju. Skipun þessi á framkvæmda- störfuim félagsins orkar að vísu tvímælis, enda mun hún miðuð að sumu við bráðabirgðarástæður. Kostnaðarauki verður ekki tilfinn- anlegur með því að hvorum bún- aðarmálastjóra er ætlað að hafa á hendi ráðunautsstarf að auki. Hitt skiftir mestu, að bændur landsins og svo Sigurður búnaðanmála stjóri sjálfur mega vel una þeirri höfuðniðurstöðu málsins, að hann er aftur settur inn í stöðu sína, sýkn saka um þá óhæfu, sem hon- um var borin á brýn, að hann kemur fram út á við sem fulltrúi landbúnaðarins, að hann heldur aðstöðu sinni óskertri, til þess að vinna að áhugamálum sínum og veita forustu höfuðframkvæmdum í ræktunarmálum landsins. Um aðstöðu Búnaðarfélags- stjórnarinnar í málinu skal ekki fjölyrt frekar. Aðeins skal bent á það, að eins og Ti-yggvi Þórhalls- son hamlaði frekari óhöppum í málinu á síðastliðnu sumri og hausti, eins hefir hann nú leitt málið til þessara lykta á búnaðar- þingi. Það er því einkum hans verk, að þeir sundruðu kraftar, er hér tókust á, hafa snúist til sam- vinnu. ---o-- ■ Frá Alþingi. Titanmálið vekur dálitla eftir- tekt í landinu. Helztu drög þess eru þessi. Félagið »Titan«, sem hefir náð undir sig vatnsorku Þjórsár, sækir nm leyfi til að virkja nokkurn hluta orkunnar. Býðst félagið til að leggja járn- braut austur ef ríkið leggi fram 2 miljónir af þeim kostnaði. En járnbrautin öll er áætluð 8 milj. kr. Telja má að Reykjavíkurbúar séu furðu tómlátir um málið, en Sunnlendingar munu þykjast sjá hilla þarna undir úrlausn þeirra mesta vandamáls. Að því leyti sem brestur á eðlilegan áhuga fyrir slíku stórmáli, bæði með og móti, má telja að hann stafi af efasemd- um manna um það, að félaginu takist að hrinda málinu fram á næstunni. En í gegn um þingið mun málið ganga og sæta liblum mótmælium. Þó má vænta að í það verði reknir þeir varnaglar, að fé- laginu verði sett tímatakmark til framikvæmda og strandi fram- kvæmdir á vissu skeiði, falli gerð mannvirki undir ríkið án endur- gjalds. Aukið landnámi. Halldór Stef- ánsson ber fram fmmvarp um að ríkissjóður leggi árlega fram 100 þúsund kr. og sé því fé varið til stofnunar nýbýla. Er það gott mál og fékk góðar undirtektir. Kept- ust íhaldsmenn í Nd. um að lýsa gleði sinni yfir svo góðu máli og þakklæti til flm. fyrir að bera það fram! Er nú komið annað hljóð í íhaldsstrokkinn en fyrst, þegar slíkt mál var borið fram. Þá var verið að gera bsendur að gust-

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.