Dagur - 24.03.1927, Síða 3

Dagur - 24.03.1927, Síða 3
12. tbl. SAOUB 45 Takið eftir! Ibúðarhús mitt í Lækjargötu 4 er til sölu nú þegar og laust til íbúðar 14. maí næstkomandi. Nákvæm lýsing á húseign þessari og öllu henni viðkomandi er í Islendingi nú þann 18. marz þessa árs, sem eg vil benda væntanlegum kaupendum á, til nánari athugunar, þar sem hún er of löng og dýr til þess að eg geti birt hana í heild sinni í fleiri blöðum. Þetta mönnum til athugunar. Virðingarfylst. Akureyri þ. 23. marz 1927. Carl F. Schiöth. Gúmmískófafnaður! Skóhlífar, gúmmískór og gúmmístígvél í afar stóru úrvali; allar venjulegar stærðir og gerðir fyrir karlmenn, konur og börn. Verðið altaf lægst í skóverzlun Hvannbergsbræðra. Hjartans þakkir til allra sem auðsýndu samúð og hluttekningu við andlát og útför dóttur og eigin- konu, Brynhildar Eyjólfsdóttur. Sérstaklega þökkum við stúkunni »Brynju« og karlakórnum »Oeysi«, er heiðruðu útför hennar á veg- legan hátt. Kristrún ]ónsdóttir. Stefán Ág. Kristjánsson. ágætiskona. Um langt skeið veitti hún forstöðu einu glæsilegasta heimili þessa bæjar, þar sem uppi var haldið stór- kostlegri risnu og höfðingskap. Hún var jafnfær um að standa fyrir slíku heim- ili og að búa við þessháttar lífskjör eins og hún var síðar fær um að taka á móti andstreymi lífsins, þegar misvindi ör- laganna gerði stórfeld umskifti á hag hennar. Hún andaðist á heimili sonar síns, Júlíusar sýslumanns, enda átti hún þar aðsetur hin síðustu ár. — U. M. F. Árroðinn í Eyjafirði hélt 20 ára afmæli sitt 27. jan. síðastl. í sam- komuhúsi félagsins. Fagnaðurinn hófst með kaffidrykkju og ræðuhöldum. Al- þingism. Einar Árnason mælti fyrir minni félagsins. Síðan var sýndur smá- leikur og skemt með söng og' dansi. Fé- laginú bárust heillaóskaskeyti frá U. M. F. í. og U. M. F. A. — Hæstaréttardómur féll nýlega í máli Sauðárkróksdrengsins, sem hlaut sjúkleika og örkuml fyrir hungur, vos- búð og misþyrmingu af hendi húsbænda sinna. Hjónin voru dæmd til að sæta refsingu, — tvisvar sinum fimm daga fangelsi við vatn og brauð og til þess að greiða allan legukostnað drengsins. Ekki voru dreng-num tildæmdar neinar ör- kumlabætur með því að engin krafa hafði komið fram um það. Blaðið Vísir í Reykjavík hefir safnað 1700 kr. handa dreng-num. — Síðan í byrjun febrúarmánaðar hefir verið hin mesta öndvegistíð um alt land. Norðanlands hafa skifzt á hlákur og staðviðri en stöðug hlýindi og er snjór fyrir löngu horfinn af láglendi. Sunnanlands eru stríðir hafstormar með slagviðii þegar hlákur eru norðanlands. Annai’s hafa veður þar verið hin beztu. Er tekið að sætna í rót hér norðanlands og þykir mörgum það vera of snemt. ------o------ Afurðasalan hefir geng'ið lákar en í meðal- lagi. Nokkuð af kjöti er enn óselt. Allmikið af fiski var óselt um ný- ár. Einnig hefir síldarsalan geng- ið mjög treglega. örðugleikar is- lendinga nú á tímum eiga að mjög litlu leyti rót sína að rekja til ills árferðis. Það hefir mátt kallast gott síðan 1920. örðugleikarnir rísa af því, að við erum eyðslusöm þjóð og hirðulítil um hverju muni fram vinda. Fyrir þá sök verðum við um of háðir verzlunarviðskift- um við aðrar þjóðir, en í þeim leik erum við eins og máttvana peð á taflborði og göngum frá með skarðan hlut úr skiftum, A viðavangí. Íhalds-Templarinn á þingi. »— — Fyrir þá, sem hugsa ein- göngu um áfengismálið, er Jónas Kristjánsson tvímeelalaust álitleg- asti maðurinn af þeim, sem í boði eru«, sagði »Templar« fyrir kosn- ingarnár síðastliðið haust. Undir þetta tóku svo sárfegin öll »bann- blöðin« íhaldsins, alt ofan að »Stormi«. Fulltrúi Heimatrúboðs- ins danska velti vöngum af á- nægju og Pétur Halldórsson bann- maður varð mjóraddaður af hrifn- ingu. Sjálfur gerði Jónas í Verka- manninum grein fyrir skoðunum sínum. Mátti af þeirri greinargerð sjá, að hann er að vísu hlyntur á- fengisvörnum, en hefir ekki trú á banninu, eins og því er nú háttað. Ekki bar á öðru en áðurnefndir fulltrúar bannsins væru harðá- nægðir með fulltrúann og þing- mannsefnið eftir sem áður. Nú hefir fulltrúinn prófast á þingi. J. J. bar fram frv. til laga um ölvun embættis- og sýshmavmanna, lands- ins. Skyldi ákveða refsingu til handa þeim embættis og sýslunar- mönnuim, sem yrðu berir að því, að vera ölvaðir við að gegna störf- um sínum. Slík ákvæði hafa áður verið sett um bifreiðastjóra. Nóg dæmi eru fyrir höndum, sem benda á þörf slíkra refsinga. Það er kunnugt að skipstjórar drekka mikið. Dæmi er til þess, að læknir hefir skammað sængurkonu og barið ljósmóðurina í ölæði. Frum- varp þetta var þegar drepið með jöfnum atkvæðum í Ed. Með voru Framsóknarflokksmennirnir allir, Jón Bald. og Björn Kristjánsson. En á móti voru íhaldsmenn, nema B. Kr., og þar með talin »álitleg- asti maðurinn« Jónas Kristjáns- son. „Minningarorð“. ísl. 11. febr. síðastl. um tóbaks- einkasöluna eru komin fram of snemma. Hann segir, að ríkissjóð- ur hafi hagnast um 1/2 miljón kr. á afnámi einkasölunnar. Þessa niðurstöðu fær hann með því að bera tolltekjurnar saman við áætl- aða upphæð þeirra á fjárlögunum. En slíkt eru falskar röksemdir. Áætlanir fjárlaga hafa gengið mjög úr skorðum. Meðal annars fóru tekjurnar 21/2 miljón kr. fram úr áætlun síðastl. ár. Sam- bærilega upphæðin er samanlagð ar toll- og söiutekjur eins og þær reyndust síðasta ár einhasöhinnar. Kemur þá í ljós, að ríkissjóður hefir beðið um 3000 kr. skaða við breytinguna. Nú er það vitanlegt að innflutningur á tóbaki varð miklu meiri en áður um leið og sal- an var gefin frjáls og verzlunar- rekendur tóku að keppa. Eru því sterkar líkur til, að mikill aftur- kippur verði í tolltekjunum á yfir- standandi ári, íslendingur hefði því átt að bíða frekari reynslu, áður en hann hóf yfirsönginn. Raunar segir það sig sjálft, að ríf- legur verzlunarhagnaður af tó- baki, sem áður rann í ríkissjóð en nú rennur í vasa einstakra manna og félaga, er beint tap fyrir ríkis- sjóðinn og að það tap hlýtur að koma í ljós, þegar innflutningur- inn og þar með tolltekjurnar féer- ast í eðlilegt horf. Bókasafn Laugaskóla. Laugaskóli hefir nýlega keypt bókasafn af Jónasi Sveinssyni bóksala á Akureyri. 1 safninu eru hátt á 8. hundrað bindi. Eru það nálega alt íslenzkar bækur; þar á meðal margar fágætar bækur eða jafnvel ófáanlegar. Safnið er vel valið og heilsteypt einkum um sagnfi’æðileg efni. Tímarit og flokkaútgáfur alt í heilu lagi. Alt er safnið snirtilegt, hreint, bundið í ágætisband og að öllu leyti frá- bærlega vel frá gengið. Kaupverð- ið er 5000—5500 kr. eftir því hvort greitt verður á 1 eða 3 ár- um. Sigurður Benediktsson 14 ára gamall sonur bóndans í Barnafelli í Þingeyjarsýslu hefir verið sæmdur verðlaunum úr hetjusjóði Carnegies fyrir að bjarga móður sinni og yngri bróð- ur úr lífsháska. Tildrög þess voru sem hér segir: Vestanmegin Sjálfandafljóts stendur bærinn Barnafell í allbrattri fellshlíð. Jafnri brekku hallar alt frá hlað- varpanum og niður að fljótinu. En þar fellur Barnafoss niður í hrika- legt gljúfur. Munnmæli segja, að í fyrndinni hafi börn skriðið inn í tunnu á hlaðinu í Barnafelli og tunnan oltið með þau niður í foss- inn. Hafi fossinn hlotið af því nafn sitt og hæjarheitið breizt úr Miðfelli í Barnafell. Á öndverðum þessum vetri voru börnin í Barna- felli að leika sér á hlaðinu. Hjarn- fenni var áog svellalög. Kassi, sem börnin höfðu í gull sín rann fram af hlaðinu ög niður brekkuna. Drenghnokki, bróðir Sigurðar hljóp á eftir kassanum, náði hon- A t v i n n a! Nokkra menn vantar við plægingar og önnur jarðabótastörf í Framfara- félagi Öngulsstaðahrepps á næsta vori. — Lysthafendur snúi sér til Péturs Gunnarssonar Sigtúnum fyrir 15. apríl næstkomandi. Ritlingurinn FJÁRSTJÓRN ÍSLANDS eftir Jón Þorláksson, útg. 1923 eða 1924, óskast tii kaups. — F. B. ARNGRÍMSSON. um, en rann sjálfur niður hjarnið. Fékk hann með naumindum stöðv- að sig á hnjót nokkurum er stóð upp úr svellinu. Móðir drengsins vildi bjarga honum, en fór sömu för og hann. Lá við sjálft að þau steyptust bæði í gljúfrið. Þó fékk hún einnig stöðvað sig á sama stað og drengurinn. Sigurður litli hugsaði ráð sitt, tók sér reku í hönd og pjakkaði spor í hjarnið alla leið. Fengu þau með þeim hætti bjargast. Nokkrir góðvinir blaðsins »Politiken« í Khöfn, sem lásu í blaðinu um atburðinn, hafa haft samtök um að bjóða drengn- um til Kaupmannahafnar á næsta sumri. Verður ferð hans og dvöl kostuð að öllu leyti. Hefir hrepp- stjóri Ljósavatnshrepps fengíð bréf frá sendiherra islands í Khöfn hér að lútandi. Eru líkur til að drengurinn þiggi boðið. Annáll nítjándu aldar, 3. hefti II. bindis er nýkomin út. Nær það yfir árin 1843 til 1849. Eins og fyrri er frágangur verks- ins í bezta lagi og útgefandanum, syni síra Péturs, Hallgrími bók- bindara til sóma. Eins og fyr hefir verið greint, er bók þessi prýði- lega rituð, skemtileg og hin fróð- legasta. Eru þar raktir helztu at- burðir aldarinnar í dómstólamál- um, slysförum o. fl., rakin æfiat- riði merkra manna, lýst veðurfari, mannalát talin og margvíslegur annar fróðleikur saman tíndur. Eins og sést af ártalinu er verkið nú nálega hálfnað. Ættu sem flest- ir að gerast kaupendur þessa merkilega rits.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.