Dagur - 31.03.1927, Blaðsíða 1

Dagur - 31.03.1927, Blaðsíða 1
DAOUR nemur út á hYerjum fimtu- degi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjalddagi fyrir 1. júlí. Innheimtuna annast Jónas Sveinsson bóksali, Eyrar- landsveg 3 (Sigurhæðir). A ffg r ej ð s 1 a n er hjá Jóni Þ. Þór, Norðurgötu 8. Talsími 112. Uppsögn, bundin við ára- . mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. des. X. ár. Akureyri, 31. marz 1927. 13. blað. Hérmeð tilkynnist, að jarðarför Jósefs Jónssonar ökumanns, sem andaðist 17. p m., e.r dkveðin laugar- daginn 2. apríl og hefst með húskveðju d heimili hans, Lundargöiu 15, kl. 1. e. h. Kransar afbeðnir. Eiginkona og börn. Þann 19. þ. m. andaðist fónina Stefánsdóttir húsfreyja á Öngulsstöðum. Jarðarlör hennar fer fram að Munkaþverá 11. apríl næstkomandi og hefst með húskveðju á heimiii hinnar látnu kl. 11 f. h. Aðstandendur. Mcntaskólinn hefir, til þess að útskrifa stúdenta. „ Fjárhagsviðreisnin “. Nú mun svo komið, að íhalds- málgögnin kenni lúa nokkurs í máltólunum af að hrósa Jóni Þor- lákssyní fyrir aðgerðir hans í fjár- hagsmálum landsins og þá miklu fjárhagsviðreisn, sem þau hafa talið, að hann hafi komið til leiðar, síðan hann tók við fjármálastjórn- inni. Myndi það hrós naumast hljóðna, er að kosningum dregur, ef málgögnin væri sér þess eigi meðvitandi að það yrði til háðs og spotts fjáimálagoðinu Jóni Þor- lákssyni. Sá höfuð-munur var á stefnu Framsóknar og íhaldsmanna í við- reisnarmálum landsins, að Fram- sóknarflokkurinn vildi leggja megin-áherzlu á að tryggja al- mennan efnahag með því, að hindra eyðslu og óhóf landsmanna eins og Þjóðverjar gerðu í sínum miklu þrengingum. Efnahagur al- mennings og traustir atvinnuveg- ir, er grundvöllurinn undir góðum ríkisfjárhag. íhaldsforingjarnir litu aðeins á yfirborðið. Þeirra rök voru á þessa leið: örðugur ríkis- fjárhagur veldur svo miklum á- litsspjöllum út á við, að af því stafar hin mesta hætta. Þessvegna ber að leggja megináherzluna á það, að greiða skuldir ríkissjóðs. Og niðurstöður þeirra rnála urðu þessar: Þjóðin hélt áfram og jók inn- flutning glysvarnings og óþarfa- vara. Hún keypti og kaupir enn alt, sem hún girnist að eiga og skuldar mikið af andvirðinu. í stað innflutningshafta voru sett lög um aukna tolla, gengis- toll, verðtoll o. s. frv. Þannig voru aurarnir reittir saman í ríkissjóð- inn en krónunum kastað til út- landa. Og kaupmennirnir fluttu inn ó- hófsvörurnar. Þeirra stundar- hagnaður og bráðabirgða-vel- gengni var komin undir því, að þjóðin héldi áfram að eyða sem mest og sem vitleysislegast. Að lokinni aura-samantínslu hvers dags, sendu þeir Jóni Þorlákssyni og öllum íhaldsberserkjunum hljóðar þakkir fyrir hinn ágæta skilning á þörfum þeirra og at- vinnuréttindum! Fjárhagur ríkissjóðs réttist nokkuð við, er upp var tekin hin harkalega innheimta. Jafnframt tók Jón Þorláksson upp sína kunnu gengishækkunarstefnu. Fjárhagsráðstafanir íhaldsins gagnvart almennum efnahag verk- aði til niðurbrots á tvennan hátt. Fjárheimta í ríkissjóðinn var auk- in með nýjum tollum. Og verðmæti allra framleiðsluvara féll snögg- lega í hlutfalli við hina öru geng- ishækkun krónunnar. Höfuðniðurstaðan varð þessi: Lausar skuldir ríkissjóðs voru greiddar og allmiklu fé varið til slcipakaupa, en á meðan sökk al- menningur í landinu, atvinnufyr- irtækin og svo bankarnir í nálega óbotnandi skuldir. Ofan á fyrri skuldir tekur Landsbankinn nú 9 milljóna króna reikningslán í Ameríku. Ennfrem- ur verður nú tekið 414 millj. kr. lán til nýs veðdeildarflokks að mestu handa nýbygðinni við sjó- inn, en eitthvað af láninu er ætlað Ræktunarsjóði. Þegar þessi lán eru talin með, skulda bankarnir út á við um 40 milljónir króna. Og talið er að hagur bankanna út á við hafi á síðastliðnu ári lak- ast um 15 milljónir króna. Með óyægilegi'i fjárheimtu í ríkissjóðinn hefir íhaldsliðinu tek- ist að bregða upp falskri mynd af fjárhagsástandinu. Ríkisskuldirn- ar hafa minkað nokkuð en um leið hefir þjóðin beðið margfalt fjár- munatjón og er sokkin í skuldir. Gengishækkunarstefna Jóns Þor- lákssonar hefir komið atvinnuveg- um landsins nálega á kné. Fyrir- tæki eins og Kveldúlfur greiddi engan tekjuskatt árið 1925. Kaup- mannalýður landsins hefir þotið upp eins og gróður hlýrra vordaga en almenning-ur hefir eytt sér til skaða og skuldaófarnaðar. Fjár- hagur ríkisins hefir á yfirborðinu rézt nokkuð en ábyrgðir ríkissjóðs á sívaxandi bankaskuldum vaxið margfaldlega. Og land og þjóð sýnist stefna að gjaldþroti. Slík er fjánnálastjórnin og — »fj árhagsviðreisnin«. -----0----- — Pálmi Hannesson kennari flytur erindi I Gagnfræðaskólanum kl. 5 ó sunnudaginn kemur »Um ógnir og und- ur náttúrunnar«. Frá Alþingi. Skólamál. Jónas Kristjánsson, Bernh. Stefánsson, Einar Árnason og Jak. Möll- er fluttu þingsályktunartiliögu í Sþ. um að skora á *ríkisstjómina að láta fara fram stúdentspróf í Akureyrarskóla á unglingum, sem hafa stundað þar fram- haldsnám undanfarin ár. Jónas Krist- jónsson byrjaði á því að mxla með til- lögunni og endaði á þv.í að drepa liana með atkvæði sínu. Mun slík framkoma vera einsdæmi í þingsögunni og verða lengi í minnum höfð. Gangur málsins var í stórum dráttum þessi: íhalds- og kennaralið Reykjavíkur virðist hafa sameinast til fjandskapar því, að Ak- ureyrarskóli fái útskrifað stúdenta. Fjandmenn skólans skutu máli þessu undir dóm og' tillögur háskólaráðsins. Lagðist meirihluti þess á móti því, að slík tillaga næði fram að ganga. Með- mæltir voru Guðm. Hannesson og Guðm. Thoroddsen. Björn Líndal reyndi að reka fleyg í málið, bygðan á þessum mótmælum meiri hluta háskólaráðsins. Þá stökk aðalflutningsmaður J. Kr. strax yfir til hans. Tillaga Líndals um fc-rðastyrk handa nemendunum til suð- urgöngu, féll við lítinn atkv.mun. Var J. Kr. orðinn svo ruglaður, að hann greiddi atkv. á móti sinni eig'in tilíögu og féll hún með jöfnum atkv., 21 : 21. Mótmælti meiri hluta háskólaráðsins voru bygð á því, að tillagan bryti í bág við ákvæði háskólalaganna, þar sem svo væri kveð- ið á, að Háskólinn mætti taka á móti stúdentum frá Mentaskólanum eða öðr- um skólum jafngildum. En tillaga J. Kr. og þeirra félaga fól í sér áskorun til ríkisstjórnarinnar um að veita Akur- eyrai-skóla jafngild réttindi þeim, er Samskóli Rvílcur er eitt af mjög eftir- tektarverðum málum þingsins. Reykja- víkurbúar vilja fá reistan skóla handa sér við Tjömina. Á hann að vera litlu minni en Landsspítalinn og kosta hátt upp í milljón kr. Er ætlast til að ríkis- sjóður og bæjai'sjóður Rvíkur leggi fram að jöfnu % byggingarkostnaðar en iðn- aðarmenn og kaupmenn að jöfnu %. Þarna á að steyiia saman unglingaskóla handa bænum, Iðnskóla, Verzlunarskóla og- Vélstjóraskóla. Auk þess er gert ráð fyrir að Stýrimannaskólinn og Kenn- araskólinn komi á eftir. Mun ætlast til að föst embætti, kostuð af ríkinu, verði stofnsett við þennan skóla. Framsóknar- flokksmennirnir í Mentamálanefnd Nd. spurðu íhaldsmenn um það, hvort svip- uð fríðindi myndu vera fyrirhuguð til handa öðrum alþýðuskólum landsins og var því svarað neitandi. Má af því ráða að íhaldið í Rvík þykist hafa fundið hér ráð til þess, að koma byrðinni af alþýðufræðsluþörf Rvíkur yfir á bak alþjóðar en láta aðra landsmenn vera að mestu óstyrkta um sína alþýðu- fræðslu. Auldð landnám. Auk frv. Halld. Stef., sem getið var í síðasta blaði, flytur J. J. mál sitt um Bygginga- ög- landnáms- sjóð í formi þingsályktunartillögu, þess ei'nis, að skora á ríkisstjórnina að leggja fyrir Búnaðai-félag Islands að semja frumvarp til laga um það efni fyrir næsta þing. Þá fiytur Jón Baldvinsson frv. Um stofnun nýbýla. Skal ríkisstjórnin leita kaupa á landsspildum nálægt þjóðveg- inum í Árnes- og Rangárvallasýslum, er næg’i til að stofna 50 nýbýli. Á ríkið að kosta ræktun og lóta reisa nauðsynleg

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.