Dagur - 31.03.1927, Blaðsíða 2

Dagur - 31.03.1927, Blaðsíða 2
48 BA«IQ1 13. tbl. : KW k'Mt k'É!& Hörpuð D.C.B. eimkol eru nýkomin. Kosta kr. 50.00 smálestin meðan á uppskipun stendur. Önnumst heimflutning, ef óskað er. Hringið í síma 228. KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA. hús og leigi síðan býlin. Skal stjóminni veitast heimild til þess að taka alt að 1 millj. og 200 þús. kr. lán til þessara framkvæmda. Flugferðir. Jónas Jónsson flytur þingsályktunartillögu þess efnis, að kaupa eða leigja hentuga flugvél til póstflutninga á landinu og fá hæfan mann til að stjórna henni. Skal tilraun- in hefjast þegar á næsta sumri. Flug- ferðum hefir á síðustu árum fleygt svo fram að einsætt þykir, að íslendingar geti ekki lengur setið hjá, án þess að hagnýta sér þær samgöngubætur. ----o---- Brúarfoss. Brúarfoss kotm hingað inn á höfnina kl. 12 á mánudagskvöldið. Þrátt fyrir það að skipið kom þannig að næturlagi, var fjöldi fólks enn á ferli og margt ungra manna gerðu sér ferð á vélskip- inu Voninni út í fjörðinn til þess að fagna Brúarfossi með skotum og fagnaðarópum. Skipið lagðist að innri bryggju, því að Goðafoss lá við Hafnarbryggjuna. Fram- kvæmdastj óri Eimskipafélagsins Emil Nielsen var með skipinu. Hafði hann boð inni á þriðjudags- kvöldið. Sátu það um 24 gestir úr bænum. Fóru þar fram ræðuhöld undir borðum. Framkvæmdastjór- inn benti Ijóslega á það, að sjálfs- bjargarviðleitni íslendinga í sigl- ingamálum er algerlega komið undir umhyggju og ættjarðar- trygð landsmanna sjálfra og þá sérstaklega þeirra, er standa fyrir útflutningi og innflutningi vara. 'Benti hann og á þá staðreynd, að hörð samkepni er þegar hafin, og sem verður ennþá harðari, um siglingar til landsins. Er því mikil þörf sívakandi ástundunar lands- manna að standa vörð um þessa sjáifsbjargar- og sjálfstæðisstofn- un þjóðarinnar. Mæltist Nielsen forstjóra vel á ýmsa lund og af skilningi á íslenzkum högum en djúpri velvild til íslands. Brúarfoss er bygður í Flydé- dokken og kostaði 1 milljón og 50 þúsund krónur. Hann er litlu stærri — V2 feti breiðari — en Goðafoss, en tekur nokkru minna í lest, vegna kælieinangrunar eða stopps í byrðing og þyljum skips- ins. Hann á að geta flutt í einu 35—40 þús. dilkakroppa. Skipið er alt hið sterkasta og vandaðasta og útbúið með öllum „nýtízku vél- um og umbótum í skipasmíði. Það hefir sterka vél og gengur 13 og á 14. mílu á vöku Kælivélar af nýj- ustu gerð. Er hægt að frysta í einu til fjórum lestarúmum skipsins eftir vild og er mælir í vélarúmi er sýnir hitastigið í hverri lest. Skipið hefir miðunarstöð, sem sýnir stefnu á þær loftskeyta- stöðvar er það nær sambandi við. Það hefir sterkustu loftskeytastöð í skipum hér við land. Leitarljós skipsins hefir 20 þús. kerta Ijós- magn, en önnur sterkustu ljós í skipum hér eru 17 þús. kerta. Hraðamælir er á stjórnpalli svo og dýptarmælir. Skipið hefir 7 bómur og hafa 6 þeirra 5 tonna burðarmagn en ein þeirra 8 tonna. Þó eru þær gerðar svo sterkar að þær eiga að þola alt að þriðjungi meiri þunga. Farþegarúm eru 26 á I. farrými en 24 á II. farrými. Eru þau í alla staði prýðilega útbúin. íbúð skips- hafnar og þar á meðal háseta, er hin ágætasta. Allir svefnklefar skipsins eru ofan þylja og eru það stórmikil þægindi, því að opna má glugga nálega hverju sem viðrar. Þá hefir og skipið hádekk fyrir II. farrýmis farþega og yfirbygð- ar háþyljur á I. farrými. Skipherra er Júlíus Júliníusson en stýrimenn Sigurður Gíslason Haraldur ólafsson og Eymundur Magnússon. Voru þeir allir eins og skipherrann, á Lagarfossi. Fyrsti vélameistari er Sörensen, sem áður var á Goðafossi. Mun mega telja að Brúarfoss sé um margt vandaðastur af skip- um félagsins. Hann er dýrmæt og gleðileg viðbót í flota landsins. Mætti nú vænta, að þau heit um stuðning og fagurmæli er féllu í orðum sumra kaupsýslumanna þessa bæjar á móttökuhátíð skips- ins, reynist meira en orðagjálfur eitt. Allar vörur til og frá land- inu eiga að flytjast á skipum landsmanna sjálfra, ef þess er nokkur kostur. Ræktunarsjóðurinn og ræktun landsins. (Niðurl.). I reglugerð R.sj, segir að lánstím- inn til rafmagnsstöðva á sveitabæjum skuli vera 10 ár, og lánin fáist eigi út- borguð fyr en rafmagnsstöðin sé komin upp og hún reynist nothæf og góð. Þeg- ar á það er litið, hve þýðingarmiklar slíkar framkvæmdir eru, sem hér um ræðir, þá verður þetta ákvæði reglu- gerðarinnar mjög óviðunandi. Uppkom- in rafstöð með öllum útbúnaði — til suðu, ljósa og hitunar — fyrir meðal heimili í sveit, getur tæplega kostað minna en kr. 4000.00 eftir núverandi verði á vélum og vinnu, þó skilyrðin með notkun vatnsaflsins séu mjög góð. Ef gengið er út frá að lán til slíkra stöðva í K.sj., verður árleg greiðsla (í afborgun og vexti) á 6. hundrað krónur, með jöfn- um afborgunum. Auðsætt er að tiltölu- lega fáir bændur geta lagt út í jafn mikinn kostnað með svona dýru lánsfé, nema þeir geti lagt fram nokkuð af fénu úr eigin vasa. Samt sem áður er komin talsverð hreyfing á þetta mál. Hafa Skaftfellingar sýnt lofsverðan á- huga á þvi að koma upp rafmagns- stöðvum þessi síðastliðnu ár, og nú eru noklcrir famir að feta í fótspor þeirra út um land. Og ekki vantar vatnsork- una, nóg er af fossum ag fallvötnum. Sumstaðar þarf eigi annað en að beizla bæjarlækinn, svo hann fullnægi raf- magnsþörf heimilisins. Og ávinningur við notkun »hvítu kolanna« getur orðið mikill, ekki sízt á þeim heimilum, sem orðið hafa að brenna sauðataði, þar sem mótekja er léleg eða engin og kolaflutn- ingur langsamlega of erfiður og dýr. Á slíkum stöðum getur rafmagnið skapað aukna ræktunarmöguleiga, en þeim fylg- ir aukin framleiðsla. Hinsvegar er það fullljóst, að ekki er réttmætt að raflýs- ing og rafhitun sveitabæja gangi á und- an ræktun landsins og fjölgun býla í sveitum, en vegna aðstöðu okkar og náttúruskilyrðanna sem hér eru, ber að styðja þessar þýðingarmiklu fram- kvæmdir jafnhliða, því það er einn sterki þátturinn, sem framtíð sveitanna byggist á, og stuðlar að því að halda fólkinu kyn-u í sveitunum. Eins og kom- ið hafa fram tillögur í þá átt, að útvega R.sj. ódýrara veltufé (í Framsóknar- flokksbl. og á síðasta þingi), eins væri það hin réttmætasta krafa, að greiðslu- tíminn á lánum til rafmagnsstöðva á sveitabæjum yrði færður úr 10 árum upp í 20 ár, og ennfremur afborgunar- laus fyrstu 4 árin. Það væri ekki ósann- gjarnt, að slík lán væru með svipuðum kjörum og ræktunarlán. Að visu gefur vel bygð og góð rafmagnsstöð strax nokkurn beinan og óbeinan arð, en vaxtagreiðsla og afborgun lánanna verður þó hlutaðeigendum all tilfinnan- og því tilfinnanlegri, eða erfiðari, sem lánstíminn er styttri, þar eð þessháttar framkvæmdir geta eigi borgað sig á fá- um árum, heldur aðeins smátt og smátt, en eru þó jafn sjálfsagðar fyrir því. Það ættu að koma skýrar og ákveðnar tillögur frá sveitunum til þings og stjómar, um að efla svo R.sj. íslands, að hann megni að veita landbúnaðinum stm mestan alhliða stuðning. Annars skal það játað, að all vei'ulegt spor hef- ir verið stigið í þessa átt með stofnun sjóðsins og ræktunarlögunum, en það þarf að stíga sporið til fulls og á þann veg að leiði til öruggrar framsóknar á sviði ræktunarmálanna. Stefna ber að því aðalmarki, að gera svo lífvænlegt í sveitunum, að fólkið hætti að þyrpast til bæjanna, og það verður þegar rækt- un landsins er komin á viðunandi rek- spöl og möguleikar eru fyrir fjölgun heimila í sveitum. Allir vita hve víð- áttumikil landflæmi eru hér af ræktun- arhæfu landi, lítt eða ekki notuðu, þar sem reisa mætti hundruð nýbýla. Auð- sætt er því, að ræktuninni eru lítil tak- mörk sett á komandi árum, frá því sjónarmiði. Þeir, sem bjartsýnastir eru á íslenzkan landbúnað, hugsa sér að í náinni framtíð muni »sveitirnar fyllast og akrar hylja móa«, eins og H. H. kvað. Það er að segja á þann hátt, að búnað- urinn komist í svipað horf og hjá ná- grannaþjóðunum, eftir því sem stað- hættir okkar leyfa. Sá sem þetta ritar, vonar að þessar hugsjónir verði sem fyrst að veruleika, en ástandið sem rík- ir nú í landinu, gefur samt tæplega á- stæðu til þessara vona. Það er augljóst mál að þeir einstaklingar sem leggja út í það mikla starf að reisa nýbýli í sveit- unum, húsa býlin með varanlegum bygg- ingum og rækta upp land, þurfa á miklu fé að halda til þeirra framkvæmda. Slík- ir menn eiga hinn fylsta rétt á veruleg- um stuðningi þjóðfélagsins, því að þeir vinna meir en fyrir sjálfa sig, þeir vinna einnig fyrir komandi kynslóðir. Til nýbýlastofnunar er því nauðsynlegt að útvega fé með löngum lánstíma og lágum vöxtum. Flestum mun kunnugt vera frumv. Jónasar alþm. Jónssonar, um Bygginga- og landnámssjóð, sem felur þessi ákvæði í sér. Frumvarpið hefir nú verið flutt á tveimur síðustu þingum, án þess náð hafi fram að ganga. Það verður að krefjast þess af fulltrúum þjóðarinnar á Alþingi að þeir greiði fram úr þessu máli á viðeigandi hátt, annars getur eigi verið um nýbýla- stofnun að ræða í landinu svo neinu nemi. Að vísu geta altaf nokkrir efna- menn orðið til að leggja fé sitt í ný- yrkju og stofnun nýbýla út um sveitir, en þeir verða fáir móts við hina mörgu sem lítið eða ekkert fé hafa handa milli. — Fyrir skömmu stóð það í einu Ihaldsbl. að það yrði komið í fullkomið nútímahorf og neitar því enginn að mikið starf liggur þar framundan, en bændastéttin mun eigi skirrast við að leggja fram krafta sína, til þess að því takmarki verði náð. En engin goðgá væri að segja, að það yrði að ætlast til meiri áhuga og skilnings á ræktunar- málunum af forvígismönnum Ihalds- flokksins, en komið hefir fram að þessu í opinberum afskiftum á því þýðingar- mikla máli. Bjöm Guðmundsson. Sleðbrjótsseli,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.