Dagur - 27.05.1927, Blaðsíða 2

Dagur - 27.05.1927, Blaðsíða 2
84 DAOUR 22. tbl, Leirvörur N Ý KO MN AR: Diskar, djúpir og grunnir, sósuskálar, skálasett sex stykki á kr. 4.20, steikarföt og smáföt, litlir diskar, þvottastell frá kr. 7.50, kartöfíuföt, tarínur, smáfötog fl. Kaupfél. Eyfirðinga. mmmmmmmsMi Myndastofan í Oránufélagsgötu 21 er opin alla daga frá kh 10 — 6. Guðr. Funch-Rasmussen. vegsmegin 108 + 180 þús. — 288 þús. kr. II. Aðrir skattwr: 1. Fasteignask. 2. Erfðafjársk. 3. Leyfisbréfagjöld 4. Stimpilgjöld 228 þús. kr. 41 þús. kr. 13 þús. kr. 383 þús. kr. þús kr. Skattur þessi hvílir á öllum þegnum ríkisins í réttu hlutfalli við tekjur þeirra og eignir. Samkvæmt manntalsskýrslum fyrir árið 1920 telj- ast íbúar landsins vera 94 þús. manna. Af þeim lifa 40.614 af landbúnaði, en 17.947 af sjávarútvegi. Gera má ráð fyrir að sjávarútvegsmönnum hafi lítið eitt fjölgað. Og til þess að færa tölu- hlutföllin honum í vil, skulu þeir, sem af landbúnaði nærast taldir 40 þús. en hinir 18 þúsundir. Því miður eru ekki fyrir hendi skýrsl- ur, sem sýni, hversu þessi skattur hvílir á hinum einstöku atvinnustéttum í landinu. Þyngst og jafnast hvílir hann á verzlunum öllum og mönnum, sem lifa af launum. Viðskiftamenn verzlan- anna greiða í raun réttri skatt þann, er á verzlanir legst, með því að öll útgjöld þeirra, verða óhjákvæmilega að leggjast á vöruverðið. Þeim skatti má því með réttu jafna niður á landsmenn yfirleitt. Sama máli gegnir um laun embættis- manna. Þau eru greidd af hinum al- menna sjóði þjóðarinnar. Nú geri eg ráð fyri^ að á verzlunum og launa- mannastétt hvíli % skattsins og nemur það rúmlega 560 þús. kr. Hlutdeild landbúnaðarins í þeirri upphæð verður 40(560:94) þús. = 2j0 þús. kr„ en hlutdeild sjávarútvegs verður 18 (560 : 94) þús. — 108 þús. kr. Er nú eftir að gera grein fyrir % skattsins, sem nem- ur 280 þús. kr. rúmum. Ber að skifta því niður á handverksmenn, útgerðar- menn, sjómenn, bændur, verkamenn og vinnuhjú. Geri eg nú ráð fyrir að um 100 þús. hvíli á handverksmönnum, verkamönnum og vinnuhjúum. Er þá eftir óráðstafað 180 þús. kr. Af því að telja má að verzlun með sjávarafurðir sé mun meiri en með landbúnaðarafurð- ir og að sjávarútvegurinn beri því meira af tekjuskatti verzlananna en í réttu hlutfalli við fólksfjölda, þykir mér rétt að vilna honum rækilega í við þessi skifti og tilslæ honum því þau 180 þús. kr. sem afgangs eru. Úr þessum skiftum skrifast þá land- búnaðarmegin 240 þús. kr., en sjávarút- Samt. 665 þús. kr. Ölium þessum sköttum tel eg rétt að skifta niður á landsmenn yfirleitt. Verður þá hlutdeild landbúnaðar 40 (665 : 94) þús. = 280 þús. kr„ en hlut- deild sjávarútvegs verður 18(665 : 94) þús. = 126 þús. kr. III. Tekjur af stofnunum ríkissjóðs. Eru þar fyrst tekjur af pósti og síma, sem nema til samans 1.784 þús. kr. Þessar tekjur verða ekki taldir skattar, heldur gjald greitt fyrir afnot sam- göngutækja og koma því ekki til greina í þessari sundurliðun. Hinar tekjurnar eru: Af víneinkasölu 455 þús. Af tóbakseinkasölu 350 — Af steinolíueinkasölu 83 — Skólagjöld 15 — Tekjur af fasteignum ' ríkissjóðs 39 — Tekjur af bönkum, Ræktunar- sjóði, vei-ðbrjefum o. fl. 438 — Samt. 1380 þús. Tekjur af víneinkasölu og tóbaks- einkasölu falla jafnt á alla landsmenn. Tekjur af steinolíu mun sjávarútvegur- inn greiða að mestu og tilslæ eg honum þá upphæð að fullu. Hinir liðirnir falla að réttu lagi jafnt á alla landsmenn upp og ofan. Hlutdeild landbúnaðar úr þessum skiftum verður þá 40 (1297 : 94) þús. = 552 þús. kr„ en hlutdeild sjávar- útvegsins verður 18 (1297 : 94) þús. = 248 + 83 þús. = 331 þús. kr. IV. Aulcatekjur og óvissar tekjur, nema samtals 873 þús. Verður að skifta þeim hlutfallslega jafnt á alla lands- menn. Verður þá hlutdeild landbúnaðar 40(873 : 94) þús. = 371 þús. kr„ en hlutdeild sjávarútvegsins verður 18 (873 : 94) þús. = 167 þús. kr. V. Tollar eru þessir: 1. Útflutningsgjald 970 þús. 2. Áfengistollur 605 — 3. Tóbakstollur 526 — 4. Kaffi- og sykurtollur 1086 — 6. Vörutollur 1673 — Framsóknarfélag Akureyrar. Fundur á sunnudagskvöldið kemur kl. 8 í fundarsal bæjarstjórnar. Fundarefni: Alþingiskosningar. Áríðandi að Framsóknatflokksmenn mœti. Stjórnin. 6. Annað aðflutningsgjald 86 — 7. Verðtollur 898 — Vegna mismunar á magni útfluttra sjávarútvegs- og landbúnaðarafurða, vil eg skifta útflutningsgjaldinu þannig, að gera ráð fyrir að 6/7 hvíli á sjávar- útvegi en 6h á landbúnaði. Verður það sem næst 840 þús. kr. á móti 130 þús. kr. Hina tollana munu landsmenn greiða nokkurnveginn hlutfallslega jafnt upp og' ofan. Verður þá hlutdeild landbún- aðar 40(4774:94) þús. = 2.032 + 130 þús. = 2.Í62 þús. kr„ en hlutdeild sjávarútvegsins verður 18(4774:94) þús. = 914 + 840 þús. = 1.75U þús. kr. Loks kemur flokkur tekna, sem nem- ur samtals 86 þús. kr. Eru það gjöld af brjóstsykurgerð, lestagjöld, bifreiða- skattur og fleira. Verður honum slept hér, enda myndi ekki breyta höfuðnið- urstöðu. Skulu nú dregnar saman niður- stöður framangreindra athugana og sundurliðunar. Kemur þá í hlut land- búnaðar: ' Af eignar- og tekjuskatti 240 þús. Af öðrum sköttum 280 — Af tekjum af stofnunum ríkis- sjóðs 552 —- Af auka- og óvissum tekjum 371 — Af tollúm 2.162 — Samtals 3.605 þús. en hlutdeild sjávarútvegs: Af eignar- og tekjuskatti 288 þús. Af öðrum sköttum 126 — Af tekjum af stofnunum ríkis- sjóðs 331 — Af auka- og óvissum tekjum 167 — Af tollum 1754 — Samtals 2.666 þús. Alls hvíla á landbúnaði 3.605 þús en á sjávarútvegi 2.666 þús. Mismunur 939 þús. Af þessu yfirliti sést, að á landbúnaði hvíla 939 þús. eða nálega milljón króna meira en á sjávarútvegi. Þetta verður vel skiljanlegt þegar það tvent er at- hugað, að tekjur ríkissjóðs eru mest- megnis óbeinir skattar, sem 'hvíla hlut- fallslega jafnt á öllum landsmönnum og að töluhlutfallið milli þeií’ra, sem lifa af landbúnaði og hinna sem af sjávar- útvegi lifa er 40 : 18 ’ Vera má að þessar töluniðurstöður kynnu að haggast lítið eitt við frekari rannsókn en hér er hægt að beita. En til þess að hnekkja þeim munu ritarar íhaldsins þurfa að beita skarpari rök- um, en að byggja á verðhlutföllum út- fiuttra vara eingöngu, eins og gert er í íslendingi. Sést af slíkum rökum hverjar kröfur þeir gera til skilnings og þroska kjósendanna. Næst verður at- huguð við hver rök muni styðjast sú staðhæfing, að sjávarútvegurinn standi undir bh hlutum alls þjóðarbúskapar- ins. -------0------ Sjór og land. í 9. og 10. tbl. íslendings, hefir hr. Jón E. Bergsveinsson svarað grein minni s>Sjór og land«. Eg ætlaði mér í fyrstu ekki að svara honum, en við nánari athugun sé eg að tvö eða þrjú af þeim atriðum, sem okk- ur greinir á um, geta skýrst við frek- ari umræður og þar sem það eru atriði, sem eg tel mikilsvert að allur almenn- ingur skilji, vil eg leggja minn skerf til þess, með því að stinga aftur niður penna. Okkur greinir á um eignarréttinn á sjónum. Þar á eg ekki við flæðarmáls- beltið (60 faðma), því á því er eins og á landinu, löghelgaður eignarréttur. Það gengur kaupum og sölu milli manna, eins og jarðirnar, og þeil’ sem það belti eiga, verða að borga rentur af þeim höfuðstól, sem þeir kaupa það fyrir. En J. E. B. segir að landhelgin þar fyrir utan, sje sameign þeirra sem veiði stunda, en eg segi, að hún sé sameign allra þegna ‘ríkisins. Um þennan grein- armun vildi ég fara nokkrum orðum, því hann er undirstaða á rétttnn skiln- ingi á sjávarútvegi og landbúnaði, og skattaálögur á atvinnuvegina. Eg held því óhikað fram, að ríkið, öll þjóðarheildin, eigi sjóinn innan landhelgislínunnar, og allir einstakling- ar þjóðarinnar hafi sama rétt til að nota hann. Að öll þjóðin hafi rétt til að setja lög og' reglur um veiðina, skyldu til að sjá um strandgæzluna o. s. frv. J. E. B. vill aftur á móti einskorða eignarréttinn við þá sem nytja sjóinn. Eg held því fram að í sjónum sé mikill höfuðstóll, og þar sem allir noti hann ekki, sé ekki nema sanngjamt, að þeir sem það geri, borgi leigu eftir notin, til heildarinnar, alveg á sama hátt og þeir þurfa að gera, sem búa á ríkiseign. Eg geri ráð fyrir því, að ef til þess kæmi, að einhver vildi fara að selja sjóinn innan landhelgislínu, þá yrði það öli þjóðin en ekki sjómenn eingöng'u, sem fengi að ráða því, hvort yrði selt og fyrir hvaða verð. Auðvitað geri eg ekki ráð fyrir því, að nokkriun íslendingi dytti slíkt í hug í alvöru, en það getur skýrt eignarrétt- inn, að hugsa það. Og hugsi J. E. B. það, sér hann strax að það er öll þjóð-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.