Dagur - 03.06.1927, Blaðsíða 2

Dagur - 03.06.1927, Blaðsíða 2
88 DAQUR 23. tbl. Kjötendurgreiðsla. 15 aurar verða endurgreiddir af hverju kílói kindakjöts seldu á sláturhúsi okkar á Akureyri síðastliðið haust. Endurgreiðslan fer fram á skrifstofu okkar hvern virkan dag kl. 1 til 6 frá 3. júní til 1. ágúst n. k. Peir, sem ekki hafa vitjað greiðsl- unnar fyrir tiltekinn tíma missa rétt-’ inn til endurgreiðslu. Kaupfél. Eyfirðinga. SiiiiiiiiftiiftftftiftiiiiiiiiiB Myndastofan í Oránufélagsgötu 21 er opin alla daga frá kh 10—6. Guðr. Funch-Rasmussen. Nokkur rit. Islenskt skákblað. Þessa blaðs hefir verið getið fyr hér í blaðinu. Það er gefið út af Skáksambandi Islandsi sem er stofnað fyrir forgöngu Taflfé- lags Akureyrar og hefir nú sem stend- ur aðsetur hér nyrðra. Ritstjórinn er Þorst. Þ. Thorlacius. Ritið kemur út ársfjórðungslega. 1 hverju hefti er grein um einn eða fleiri merka skákmeistara. Préttir af skákþingum innlendum og erlendum, ýmsar nýjungar um skák, skákir, skákdæmi og fleira. Ritið er vel frá gengið og eigulegt fyrir allá þá sem liafa hug á þessari stórfrægu og albeztu þeirra íþrótta, sem stundaðar eru til dægrastyttingar. Væri óskandi að skák- listin næði meiri ig meiri tökum á hug- um íslendinga og útrýmdi að einhverju leyti spilaæði þjóðarinnar og öðrum þessháttar fánýtari skemtunum, sem oft verða að ástríðum og eru stundum rekn- ar sem fjárglæfrafyrirtæki. Dagur vill ráða mönnum til að kaupa skákritið og nota sér það ósleitilega í frlstimdum, þegar eigi verður þarfara aðhafst. Almanak Ólafs Thorgeirssonar 1927, er nýkomið. Innihald þess er auk hins venjulega tímatals og smáfróðleiks um stjömufræðileg og söguleg efni: J6- hannes Jósefsson, eftir J. A. Sigurðs- son, með mynd af þeim hjónum, Hundr- að ára minnig Ottawa með mynd af nýja þinghúsinu, þar sem háð er sam- bandsþing Kanadaríkis, Uppruni friðar- pípunnar, Safn til landnámssögu ís- lcndinga i Vesturheimi, æfiágrip, ætt- artala o. fl. Útgefandinn ritar um sögu Islendinga í Norður-Dakota eftir Thor- stínu Jackson. Telur hann rangt með fama mynd af fyrsta landnemahúsinu í bygðinni. Sönn mynd af húsinu segir hann að hafi birzt í Almanakinu 1902 í grein Friðriks Bergmanns um s>Land- nám íslendinga í Norður-Dakota«. Myndin í bók Thorstínu er máluð af málaranum Emil Walters, eftir upp- lýsingum og telur Ó. S. Thorgeirsson að hún gefi alranga hugmynd um frum- byggingar landnemanna og sé að öðm leyti ósönn. Til dæmis sýnir myndin múrsteinspípu upp úr þakinu, en múr- steinn muni hafa verið sjaldgæf vara í óbygðum Ameríku á þeim áruml Fer Thorgeirsson og að öðru leyti allhörð- um orðum um bókina. Bók Thorstínu mun að miklu vera reist á Almanakinu, því það er, eins og kunnugt er, land- námabók Vestur-lslendinga og því eitt hvert gagnmerkasta rit. En oft hef- ir Almanakið verið veigameira en að þessu sinni. Þjóðvinafélagsbækurnar eru nýkomn- ar og eru þær snemma á ferðinni. And- vari flytur að þessu sinni ákaflega langa grein um Bjarna frá Vogi, eftir Ben. Sveinsson alþm. Bjarni Sæmunds- son ritar um »Fiskirannsóknir 1925 og 1926.« »Norsk vísindastofnun« heitir grein eftir Sigurð Nordal. Er þar greint frá »Instituttet for sammenlignende kulturforskningz í Oslo. Sú stofnun er risin upp úr öngþveiti stríðsáranna og er ein af tilraunum hlutlausra þjóða, að sameina á vettvangi vísindanna hin- ar sundruðu og stríðandi þjóðir. Við- fangsefni stofnunarinnar eru saman- burðarrannsóknir á fornsögu, máli og menningu ýmsra þjóða. Er það stór- feld tilraun að skilja uppruna allrar menningar og sögulegt samhengi ýmsra þátta hennar. Loks eru »Þættir úr menningarsögu Vestmannaeyja« eftir Sigfús M. Johnsen. Fyrstu tvær rit- gerðirnar eru 100 bls. og munu þeim sem helzt vilja lesa fjölbreytilegt hrafl og ágrip þykja ritið fábreytilegt. Al- manakið 1928 er aftur á móti fjöl- breytilegt og skemtilegt til lesturs. Er nú tekin sú nýbreytni að birta myndir og æfiágrip þeirra manna úti um heim, sem hafa gerzt áhugamenn um íslenzk fræði og þjóðhagi. í þetta Almanak rit- ar Jón Stefánsson dr. um Englending- ana James Bryce lávarð og prófessor- ana W. P. Kerr, Sir Israel Collanscz og W. A. Craigie. Loks er að nefna fylgi- ritið: »Á norðurveg?. eftir Vilhjálm Stefánsson landkönnuðinn fræga. Koma hér fyrstu 96 bls. bókarinnar og endar í miðri setningu. Er þessi fyrsti hluti sögulegt og vísiadalegt yfirlit um land- nám veraldar einkum á síðustu öldum og landkosti heimskautalandanna. Er það ritað af mikilli víðsýni en jafn- framt hvarflað víða um og fyrir þá sök eigi jafnskemtilegt og vænta má að enn verði. Eimreiðin 1. hefti 1927 flytur »Við þjóðveginn eftir ritstjórann. Er það yf- irlit um merkustu heimsviðburði og má teljast einkarþörf nýlunda í fari ís- lenzkra tímarita, síðan Skírnir tók að stara nálega eingöngu inn í fortíðina. »Hún var svo rík hún Laufey« heitir þar saga eftir Hagalín. Haraldur Björnsson ritar um leikhús nútímans (með 7 myndum). Jakob Thorarensen yrkir nokkur góð Kvæði í ritið og fylg- ir mynd skáldsins, Alex McGill um Gor- don Bottomley (með mynd), Ricard Beck yrkir um Nótt, Jakob J. Smári ritar »Hugleiðingar um skáldskap«. Þá er framh. af Fundarbók Fjölnismanna, Raddir um mynd Bólu-Hjálmars og Ritfregnir. Eimreiðin hefir oft verið veigameiri. Vaka, I. 2. hefti, er nýkomin. Árni Pálsson ritar ítarlega grein um Mussol- ini. Er hún allnákvæmt sögulegt yfirlit yfir óöld þá, sem Mussolini hefir leitt yfir landið og röksamlegar ályktanir dregnar af atburðum í landinu og á- standi stjórnarfarsins. Greinin er fróð- leg. Jón Þorláksson ritar um »Silfrið Koðráns«. Skýrir hann frá annari hlið en Guðm. Finnbogason samtal þeirra Koðráns á Giljá og Þórdísar spákonu og virðist bert, að J. Þ. hafi þar fyllri rök að mæla. »Foksandur« heitir grein eftir Sigurð Nordal. Eru það athuga- semdir við síðustu skrif Einars H. Kvarans. Þykist S. N. hafa náð hand- föstu taki á gagngerðri mótsögn í kenn- ingum Kvarans og lífsskoðun. Greinin er röksamlega skrifuð sem vænta mátti. Kristján Albertsson skrifar um »Ber- sögli« og ferst það stórilla. Verður sú grein athuguð sérstaklega. Páll Isólfs- son skrifar um Beethoven, minningar- greip. Auk þessara greina eru ýmsar smá- greinar og síðast ritfregnir. í smágrein- unum ávarpar Guðm. Finnbogason %ig. Verður þeirri kveðju tekið í sérstakri grein. í ritfregnunum skrifar Sigurður Nordal ágætlega um Laugaskóla. Xemst hann að þeirri niðurstöðu, sem halciið hefir verið fram í sumum blöðum, að sumt í starfsháttum skólans sé fyrsta nýjungin, sem íslendingar hafa lagt til slcólamála. — Þetta annað hefti Vöku er mjög læsilegt og tekur um það fram hinu fyrsta hefti. En ekki verður enn vart neins í ritinu, ’ sem verður mt-ð réttu talin vökumenska. -------o------ Rauða Kross skemtun mjög marg- breytt verður haldin á annan Hvíta- sunnudag til eflingar Rauða Kross Deild bæjarins. Skátar og ungar stúlkur selja Rauða Kross merki á götunum og gefa þau aðgang að skemtisamkomunni og veitingum í Samkomuhúsinu. Kl. 3—7. Þar flyt- ur Jóhannes Jósefsson erindi, Ingi- mundur Árnason og Steingr. Matt- híasson syngja tvísöngva, horna- flokkurinn spilar, Steinþór Guð- mundsson klæðskeri syngur gaman- vísur. —f Dans á eftir, Á víðavangi. ,Kjötsalan“. ísl. 21. tbl. reynir að haida uppi vörn fyrir ósannindaþvættinginn úr »Stormi« um kjötsölu Sambandsins. Bætir hann nú gráu ofan á svart með því að gera ráð fyrir, að Jón Árnason muni á Sambandsfundi* gefa villandi skýrslu um málið, tii þess að fegra frammistöðu sma! Virðist engin takmörk fyrir ósvífni íhaldsblaðanna í garð fulltrúa bænda og í garð félagsskapar þeirra. Skýrsla J. Á. er nú komin hingað norður, í 22. tbl. Tímans. Sést af henni, að öll atriði í ásök- unum »Storms« og nálega öll frá- sögn hans eru rakalaus ósannindi. Höfuðatriðin eru þessi: 1. S^mbandið seldi alt það kjöt sein framast var unt að selja á hausti fyrir hið háa verð, 150 kr. tn. Skýrsla J. Á. í bréfum til Sam- bandsfélagana í byrjun kjötsölu- tímans sýna, að hann var svartsýnn á horfurnar. Hefði hann því tregð- ast við að selja, vitandi það að verð- ið myndi faila, hlaut það að vera af því að hann hefði viljað að bændur fengju sem lægst verð fyrir kjötið! En hver trúir slíku? 2. Sambandið hafði til sölumeð- ferðar 13.521 tn. af dilkakjöti og 1265 tn. af kjöti af rosknu fé. Af þessu kjöti seldi það í fyrstu kvið- unni nálega 6000 tn. Um nýjár voru óseldar 5.350 tn. Kaupmenn og fé- lög utan Sambandsins höfðu til sölumeðferðar um 7700 tn. Af því telur J. Á. að óselt hafi verið um ný- ár um 3000 tn. Sala á öllu kjötinu drógst fram á vordaga. Þegar skýrslan var gefin voru óseldar af kjöti Samb. 200 tn. af dilkakj. og 400 tn. af ærkjöti. Er þetta nokkru meira en Dagur skýrði frá í 20. tv.I. Stafar missögnin af skakkri eftir- tekt í símtah. Sii staðhæfing íhaldsblaðanna að Samb. liafi selt minna af kjöti fy*ir hæsta veið, en þá var unt og að kaupmenn hafi þá selt alt sitt kjöt, er alger ippspuni. Vill Dagur skora á ísl. að bæra fyrir þá óráðvend ú í garð bænda og blaðamenskusví- virðingu að lepja þessi ósanniadi úr »Síormi«, með því að taka upp n"f- uðatiiðin úr skýrslu J. Á. „þjóðernisbaráttan vestra". Mbl. 30. marz hefir tekið upp og lagt út a ummælum úr Degi, þar sem blaðinu fórust svo orð: »íslending- ar vestan hafs heyja baráttu fyrir þjóðerni sínu, sem eftir öllum eðli- legum mörkum hlýtur að vera von- laus«. Þetta þykir Mbl. vera illa mælt og ómaklega. Ummæli Dags styðjast við umhugsun, bygðri á þekkingu og reynslu, þar sem fimb- ulfamb Mbl. er aðeins gaspur út í loftið. Um Ieið og tekur að mestu eða öllu fyrir fólksflutninga frá fs- landi vestur uin haf, hverfa Vestur- Islendingum öll hugsanleg ráð, til þess að halda þjóðerni sínu nema um stundarsakir, þrátt fyrir einlæg- an vilja þeirra. Aðalvígi þjóðernis-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.