Dagur - 21.07.1927, Page 2

Dagur - 21.07.1927, Page 2
116 DAGUR 31. tbi. Þá ræðst það, hvort okkur tekst að koma nýmyndun þjóðlífsins á ís- lenzkan grunn og móta hana ís- lenzkri hugsun, hvort okkur tekst að tryggja framtíðarheill lands- manna til sjávar og sveita, ellegar við verðum örmagna skuldaþrælar erlendra þjóða og rótslitin dreifi- lýður í örfoka Iandi. Gunnarshólmi hefir staðist flaum þungra strauma öld af öld og veitt viðnám skaðsemdaráhrif- um tímanna. Hann er heilagur staður, af því að einhver glæsileg- asti íslendingur og hetja hlýddi þar köllun hjarta síns og »sneri aftur«, þó að á móti sekt og dauða væri að ganga. ísland hefir staðist flaum aldanna, af því að þjóðin hefir jafnan átt trúa menn. Við erum arftakar hins liðna, en feður og mæður þess, sem á að verða. Framtíðarörlög lands og þjóðar velta á skapfestu okkar, órofa- trygð okkar við söguleg og and- leg verðmæti þjóðarinnar. Eins- konar innhvarf hvers og eins, inst að kjarna lundemis og skap- gerðar, er leiðin til þess að finna þau lífsgildi, er stæla vilja okkar, til þess að Ijúka drengilega þeim þætti, sem okkur er falinn í sögu íslendinga. J. Þ. -----o---- Kornmylnur. Eitt af framtíðarverkefnum þjóðarinar er að koma skipulagi á innflutning korns og mölun 1 landinu sjálfu. Liggja mlörg rök til þess, að þetta er hið mesta nauðsynjamál. Og skulu hér talin hin helztu: Innflutningur korns er með öllu skipulagslaus og er nú miðað- ur fremur við örar samgöngur heldur en við þörf hvers héraðs. Af þessum sökum eru landsbúar ótrygðir fyrir matar og fóður- skorti, ef mikil harindi bæri að höndum og ís kynni að loka sigl- ingaleiðum fyrir ströndum lands- ins. Kjorneinkasölufrumvarp Pét- urs heitins á Gautlöndum var reist á þesum staðháttabreytingum. Oft er um það kvartað og ef- laust með gildum rökum, að rúg- mél það, er til landsins flyzt, sé ill og óþrifaleg vara. Eru og eldri dæmi til þess, að til landsins hefir verið flutt maðkað mél og orma- korn. Alloft virðist rúgmél bland- að hálmi og annarlegum efnum. Verður örðugra eftirlit með því, að mjöl sé hrein og óskemd vara, heldur en ef um er að ræða kornið ómalað. Læknavísindin staðhæfa, að úr hveiti því, er selst á heimsmarkað- inum og sem tíðast er á borðum manna, séu sigtuð verðmætustu og næringarmestu efnin, þar sem er sjálft hýði kornsins. Er hveitið án hýðisins talið hálfgert ómeti. Hveitishýði og samfengið hveiti- mél flyzt ekki til landsins, svo að miklu nemi. Við það að flytja inn ómalað hveiti og mala það innan- lands, er okkur innan handar að blanda mélið til neyzlu á þann hátt, er hentast þykir og hollast, Kanadamenn eru aftur teknir að byggja Hudsonsflóajárnbraut- ina. Þegar hún er fullgerð, styttist verulega leiðin héðan og til beztu kornekra í heimi, — sléttufylkj- anna í Norður-Ameríku. Þaðan gætum við flutt hveiti í heilum fönnum og malað sjálfir til eigin þarfa. Hugsanleg eru bein vöruskifti við Rússa á síld oklcar og rúgi þeirra. Mætti þá flytja þaðan rúg í heilum1 skipsförmum og mala í landinu sjálfu. Þannig yrði verzl- un með kornvörur handa þjóðinni og flutningur á þeim stórum hag- kvæmari og ódýrari. Flutningur á korni í heilum förmum og kornmylnur í landinu sjálfu myndi verða til margfaldra hagsbóta. Það myndi orka fóður- tryggingu, vöruvöndun, gera út- vegun varanna hagkvæmari og kostnaðarminni og skapa fastan og ókvikulan tekjustofn fyrir rík- issjóð. J. Þ. ------o------ Kosningaúrslit. Borgarfjarðarsýsla: Pétur Ottesen (í.) kosinn með 566 atkv. Björn Þórðarson (Fr.) fékk 368 atkv. Barðastrandarsýsla: Hákon Kristófersson (í.) kosinn með 340 atkv. Séra Sigurður Einarsson (Fr.) fékk 289 atkv. Pétur A. Ólafsson (Frjálsl.) fékk 204 atkv. Andrés J. Straumland (J.) fékk 109 atkv. Norður-ísafjarðarsýsla: Jón Auðunn Jónsson (í.) með 640 atkv. Fínnur Jónsson (J.) fékk 394 atkv. Strandasýsla: Tryggvi Þórhallsson (Fr.) með416atkv. Björn Magnússon (f.) fékk 198 atkv. Vestur-Húnavatnssýsla: Hannes fónsson (Fr.) með 317 atkv. Eggert Levý (í.) fékk 298 atkv. Eyjafjarðarsýsla: Einar Arnason (Fr.) með 1031 atkv. Bernharð Stefánsson (Fr.) með 1030 atkv. Steingímur Jónsson (í.) fékk 644 atkv., Sigurjón jónsson (í.) 554 atkv., Steinþór Guðmundsson (J.) 206 atkv. og fialldór Friðjónsson (J.) 185 atkv. Norður-Þingeyjarsýsla: Benedikt Sveinsson (Fr.) með 433 atkv. Pétur Zópóniasson fékk 62 atkv. Norður-Múlasýsla: Halldör Stefánsson (Fr.) með 571 atkv. Páll Hermannsson (Fr.) með 437 atkv. Árni Jónsson frá Múla (í.) fékk 370 atkv., Gísli Ffelgason (f.) 207, Jón Sveinsson (frjálsl.) 147 og Jón á Hvanná (frjáisl.) 61 ajkv. Suður-Múlasýsla: Sveinn Ólafsson (Fr.) kosinn með 839 atkv. Ingvar Pálmason (Fr.) kosinn með 817 atkv. Jónas Guðmundsson (J.) fékk 418 atkv. Þorsteinn Stefánsson (í.) 325, Sigurður Arngrímsson (í.) 304, Arnfinnur Jónsson 0.) 274 atkv. Kosningin I Skagafirðí. Atkvæðatölur þær, er í síðasta blaði voru birtar úr Skagafirði, eru rangar. At- kvæðamagn var sem hér segir: Magnús Guðmundsson hafði 740 atkv., Jón á Reynistað — 687 —, Brynleifur Tobiasson — 610 — og Sigurður á Nautabúi — 513 —« NYKOMIN VBFNAÐARYARA: Tvisttau, fjöldi tegunda. Kahki í skyrtur. Léreft, hvít. Dúnheld léreft og seglastrigi. Tilbúnar svuntur og morgunkjólar. Nærföt, karla, kvenna og barna. Náttkjólar og kven-skyrtur. Hvítar karimanna-peysur o. fl. o. fl. Kaupfél. Eyfirðinga. Myndastofan Oránufélagsgötu 21 er opin alla daga frá kh 10 — 6, nema sunnudagana 24., 31. þ. m. og 7. ágúst verður hún lok- uð þá daga. Guðr, Funch-Rasmussen. Munurinn á Br. T. og ílialdsmanninum Jóni á Reynistað er því aðeins 77 atkv., en ekki 97, eins og stóð í síðasta tbl. Kunn eru orðin úrslit kosninga í öllum kjördæmum, nema Suður- Píngeyjarsýslu, en eg leyfi mér að fullyrða, að Iugólfur Bjarnason sé kosinn þar. — Niðurstaðan er þessi: Kosnir eru 77 Framsóknarmenn í þrettán kjördæmum, 13 íhaldsmenn í tíu kjördæmum (en tvö þessara kjördæma á íhaldið þó ekki nema að hálfu leyti: Rvík og Rangárv.), 4 Jafnaðarmenn í þremur kjördæm- um (eiga þó ekki eitt þeirra, nema til hálfs: Rvík), 1 úr frjálslynda flokknum og 1 uían flokka (Gunn- ar Sigurðsson). Þegar landkjörnir þingmenn eru taldir með, verður þingmannatala flokkanna á þessa leið: Framsókn 19 nienn íhald Jafnaðarmenn Frjálslyndi fl. Utan flokka 16 ->- 5 1 maður 1 —42. íhaldið hefir tapað fimm þing- sætum 9. þ. m.: Vestur Skaftafells- sýslu, fsafirði, Vestur-Húnavatns- sýslu, Akureyri og Norður-Múlasýslu ('/2), en ekkert sæti unnið. Fækkar því íhaldsmönnum á þingi um 5 (úr 21 niður í 16). — Framsókn hefir tapað Dalasýslu og Rangárv,- sýslu (V2), og er þó líklega hæpið að komast svo að orði, því að Gunnar Sigurðsson, er lýst hefir sig utan flokka, er talinn standa nærri Fr. Unnið hefir flokkurinn þrjú þingsæti: V.-Sk., V.-Húnv. og N.-Múl (V2). Fjölgar þvi Framsókn- armönnum á þingi um 1 (úr 18 í 19). — Jafnaðarmenn hafa unnið þrjú þingsæti: Akureyri, ísafj. og eitt í Rvík. Fjölgar því Jafn.m. á þingi um 3 (úr 2 upp í 5). — Frjálslyndi flokk. tapaði sæti í Rvík (Jak. Möller), en vann í staðinn Dali (Sig. Eggerz). Ritfregn. Jóhannes úr Kötlum: Bl bí og blaka. Reykja- vík. ' Prentsmiðjan Acta 1926. í fyrra koml út fyrsta ljóðabók Jóhannesar B. Jónassonar, kenn- ara, sem hann nefnir »Bí bí og blaka«. Mörg eru kvæðin prýðis- vel ort, og vandvirknislega frá þeim gengið, og flest eru þau lipur og létt, og efnið hugnæmt, þó að ekki sé Jóhannes sérlega frumleg- legur. Svartsýni og siðleysi, sem oft virðist aðaleinkenni margra nútíðarskálda, gætir þó sama og ekkert í kvæðum hans. Eitt feg- ursta, bezta og frumlegasta kvæð- ið í bókinni er »Þegar alt grét« (ljóðrænt kvæði), og fleiri eru þess verð, að þeirra væri nánar getið, þó að ekki sé hér rúm til þess. Það, sem vekur einna mesta eftirtekt lesandans, er háttalykill mikill; getur þar að líta fimtíu fornhætti, og skal nú háttalykils þessa getið nokki*u nánar. Fyrst er »Inngangur«, kvæði um íslenzka tungu, ort undir hrynhendum hætti, og er hið á- gætasta að efni og orðavali. Göll- uð er þó fyrsta braglína þriðju vísu: »Móðurmáls í dýrðardraum- um ....«, því að hér vantar skot- hendingar. í þessu vísuorði eru stuðlanir tvennar, bæði framstæð stuðlan, og braghæf fallstuðlan, sem verður því hér skiftistuðlan. — Fyrsta vísan, á eftir »Inn- ganginum«, er ort undir fornyrð- islagi, og er nýstárlegt að sjá rétt ort undir þeim hætti, því að það, sem flest skáld kalla nú fornyrðis- lag, er hiærigrautur af mála- hætti, bálkarlagi, stikkalagi, fornyrðislagi, galdralagi, Starkað- arlagi og jafnvel enn fleiri hátt- um, ogJónas Hallgrímisson, Matth. Jochumsson o. fl. góðskáld hafa ort rangt undir fornyrðislagi, þó að talið sé það einna léttast og auðveldast allra hátta, og er það allra hátta elst.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.