Dagur - 30.09.1927, Page 1
D AGU R
kemur út á hverjum fimtu-
degi. Kostar kr. 6.00 árg.
Gjalddagi fyrir 1. júlí.
Innheimtuna annast Jónas
Sveinsson bóksali, Eyrar-
landsveg 3 (Sigurhæðir).
X. ár.
Afgreiðslan
er hjá Jáni Þ. Þór,
Norðurgötu 3. Talsími 112.
Uppsögn, bimdin við ára-
mót, sé komin til af-
greiðslumanns fyrir 1. des.
Akureyri, 30. september 1927.
41. tbl.
Kyst á vöndinn.
Fyrir tveim tugum ára síðan önn-
uðust Danir allar siglingar hér við
land. íslenzkir ferðamenni voru
þá, í augum þeirra, í álíka mikl-
um metum eins og búfénaðurinn,
sem þeir fluttu hafna á mílli.
Líkamleg aðbúð var litlu betri en
nautgiipanna. Andleg aðbúð lak-
ari. Rembilæti Dana og fyrirlitn-
ing á þjóðinni, sem þeir höfðu
misboðið og féflett öldum
saman í verzlunarefnum, lifði
lengst á skipunum:, þar sem ís-
lendingar voru ósjálfbjarga. Og
þó að sumir af dönsku skipstjór-
unum, sem önnuðust siglingarnar,
væru góðir menn, er alkunnugt að
fslendingar voru óspart hraktir
og svívirtir í sambúðinni við Dani
á skipunum með strömdum fram.
Fyrir rúmum áratug síðan hófu
íslendingar sjálfsbjargarsamtök í
siglingamálum og bygðu sér skip.
Um byggingu skipanna og aðbúð
farþega var fullnægt þeim kröf-
um, sem gert er um flutnimg sið-
aðra manna. Skifti þá brátt um
aðferð Dana. Gerðist í þessu efni
samskonar söguþáttur og í verzl-
uninni. Með samvinnufélagsskap
og annari innlendri viðleitni
knúðu íslendingar Dani til sið-
mennilegri verzlunarhátta. Nú
kappkosta Danir að senda hvert
skipið öðru vandaðra til íslands-
ferða. — Nú fá íslendingar ný-
bakað brauð á borðin hjá Dönum
á hverjum degi. Þessu hefir ís-
lemzk miannræna fengið áorkað.
Eins og enn er háttað siglinga-
málum íslendinga, er fjöldi ís-
lenzkra ferðamanna neyddur til
að sæta hinum hröðu ferðum sam-
einaða félagsins vegna tíma- og
fjársparnaðar. Verður ekki með
sanngirni krafist af fólki að það
vinni sér meira og minna fjár-
hagslegt tjón, til þess eins, að
sneiða hjá dönsku skipunum. Hins
ber að vænta, að íslenzku skipin
séu að öðru jöfnu látin sitja fyrir
viðskiftum. Einkum gætu inn-
flytjendur vara mikið bætt ráð
sitt í þessu efni.
Eftir að »Dr. Alexanderine«
hafði lokið fyrstu för sinni til fs-
lands birtist í »Politiken« grein,
þar sem mjög var rómað hvílík
hefði orðið sigurför skipsins og
hversu þessi fyrsta koma þess
hefði verið merkilegur atburður,
eigi sízt á Akureyri. Var þar upp
tekinn greinarstúfur af væmnu
Danasmjaðri, eignaður einhverj-
um ónefndum Akureyrarbúa.
Bréfkafli sá var lýsing á fagiftiði
þeim er skipstjóri efndi til, þar
sem; boðnir voru allmargir af
verzlunarrekendum og öðrum
borgurum bæjarins. Var getið
ræðumanna og lýst hversu hjart-
næmlega þeir hefðu talað í garð
Dana og danskra siglinga hér við
land. Klykti bréfritarinn út með
skáldlegri lýsingu á því, hversu
þakksamlega og mildilega mið-
nætursólin hefði, að fagnaðarlok-
um, skinið yfir hópinn, þar sem
nokkrir íslendingar voru að
beygja hálsinn í steinbítstak
danskrar siglingasamkepni.
Einn af ræðumönnunum, sem
til voru nefndir, var Ragnar ó-
lafsson konsúll hér í bæ.
Hann er einn þeirra íslendinga,
sem er ráðinn til þess danska nauð-
synjaverks að halda fótunum á
Eimskipafélagi íslands, meðan
Sameinaða félagið gangi af því
dauðu. Síðan kunnugt varð um
alt ísland, að hann lét af hendi al-
menna tiltrú í skiftum fyrir Odd-
eyrargróðann og að hann gerði
það á þann hátt, sem telja verður
brjóta bág við borgaralegt vel-
sæmi,* furðar engann að hann
vinnur afgreiðslustörfin sér til
fjár. Hann reyndist fús'á, að eiga
gróðaítök í þeirri jörð, sem sam-
borgarar hans þurfa að ganga á
eða nota til lífsviðurhalds. Hann
myndi einnig verða fús á að eiga,
í gegnum afgreiðslustörfin, gróða-
ítök í hverjum spæni og bita, sem
þeir leggja sér til munns, þó það
* Á borgarafundinum út af Oddeyrar-
málinu síðastliðinn vetur lýsti einn
bæjarfulltrúinn því, hvernig Ragnar
Ólafsson bæjarfulltrúi hefði ávalt
»sokkið í bæjarstjórninni þegar Odd-
eyrarsalan var þar til umræðu. Eer
þó ekki að skilja ummælin þann veg,
að hann hafi »skammast sín ofan í
hrúgu«, heldur snautaði hann jafnan
burt af hverjum fundi, af því að
hann var þegjandi að fara á bak við
samverkamenn sína, þegar um var að
ræða eitt af mestu velferðarmálum
bæjarins, sem hann, eins og þeir,
hafði verið settur til að gæta.
kynni að kosta líf hins íslenzka
skipafélags.
Fyrir rúmum tveimur tugum
ára síðan, voru íslenzkir farþegar
dregnir upp úr sorpi danskra
skipalesta. Sú mannræna, er fékk
því orkað, lætur nú hljótt um sig.
Kemur þar bert í ljós þolleysi ís-
lendinga í samtökum og skortur
á sannri velvild og umhyggju fyr-
ir þjóðinni og framtíðarheill kyn-
slóðanna. — Fyrir skömmu
hrundu íslendingar ofurvaldi og
svívirðingum danskrar siglinga-
drotnunar. Þegar fyrstu átökin
eru gerð, slakna taugar og sinar
í hverjum armlegg. Nú gerast ís-
lendingar sjálfir öflugir styrktar-
menn erlendra fjörráða. Nú kyssa
þeir á vöndinn, sem þeim er rétt-
ur í mynd ríkilátrar siglingasam-
kepni. J. Þ.
------o-------
Gróðrarrannsóknir
eftir
Ingimar óskarsson.
(Frh.).
Yfirlit.
Reyðarfjörður er á að gizka 30
km. langur og liggur mjög fyrir
opnu hafi. Aðal-lega hans er VNV
—ASA. Innanvert klofnar hann í
tvent og ber nyrðri fjörðurinn
nafnið Eskifjörður, en hinn er
samnefndur aðalfirðinum. Nes
það, er klýfur fjörðinn heitir
Hólmanes. Beggja megin fjarðar-
ins og fyrir botni hans er fjöllótt
mjög. Hagar víða þannig til, að
upp frá 450—550 m. háum hlíð-
arbrúnum rísa hvassir, 400—500
m. liáir fjallakambar eða tindar.
Og þar sem þeir og brúnirnar
mætast, myndast stórar skeifu-
laga hvilftir inn í hálendið. Það
nefna Reyðfirðingar »Botna«. Á
stöku stað rísa fjöllin svo að
segja úr sjó.
Láglendi er víða af skornum
skamti, og ganga klif og kletta-
hlíðar sumstaðar í sjó fram sunn-
anvert við fjörðinn; enda er bygð-
in þar strjál. Helzta láglendið er
inn frá botni fjarðarins (Reyðar-
fjörður) og nær inn að instu bæj-
um: Áreyjum og Stuðlum. Þar
inn af ganga dalir 3: Skógdalur,
Áreyjadalur og Fagridalur nyrst
(til norðvesturs). Fyrir æfalöngu
hefir sjór náð alla leið inn að döl-
Hin viðurkendu ágætu
„Svendbo rg“-eldfœri
sem reynsla er fengin fyrir, að eru
eldiviðardrýgst og kostaflest allra
eldfæra á Norðurlöndum, eru nýlega
nijög mikið
fallin í verði
svo nú er gott tækifæri að fá sér
ódýra ofna og eldavélar.
Jón Stefánsson.
Strandgötu 35. — Akureyri.
um þessum; en framburður ánna
úr dölunum hefir smátt og smátt
»þurkað sjóinn út«, líkt og víða á
sér stað annarstaðar á landinu,
þar sem líkt hagar til.
Jarðvegur er víða hrjóstrugur
og gróðurinn þyrkingslegur. Er
og sjaldgæft að fyrirhitta mýr-
lendi, svo teljandi sé; enda er hin
alþekta gulstör sjaldgæf mjög
þar um slóðir.
En allmikill munur er á jarð-
vegi og gróðri, eftir því, hvoru
megin fjarðarins er. Lega fjarð-
arins gerir það að verkum, að
suðurbygðin verður altaf olboga-
barnið, því morgunsólin er langt-
um dýrmætari fyrir gróðurinn
heldur en kvöldsólin.
Töluverður munur er á veðr-
áttufari í út- eða innfirðinum. í
innfirðinum er jafn-lygnara og
snjóþyngra a vetrum heldur en í
útirðinum; enda ber gróðurinn
þess glögg merki. T. d. finst ekki
eiginlegt birkikjarr fyr en all-
langt inn fyrir fjarðarbotna kem-
ur.
Fjarðarbúar (bændur) stunda
landið og sjóinn jöfnum höndum
og búnast hið bezta. Nálega all-
staðar er mjög vel hýst og fólkið
gestrisið.
Annars munu lesendurnir kynn-
ast stöðvum þessum nánar áður
en ferðastjái mínu er lokið.
Fyrstu dagamir.
Fyrsta verk mitt var að skoða
kauptúnið (Reyðarfjörð); það
stendur nálega inst við fjörðinn
norðanverðan. Er það tiltölulega
fáment og húsin dreifð mjög. En
heill sé því, að túnskikar fylgja
mörgum húsunum! Verzlanir eru
fáar, og er kaupfélagið þeirra
lang-stærst. Þó eru viðskiftasam-
bönd þar í ágætu lagi, því óslitinn
bílvegur yfir Fagradal tengir
saman Reyðarfjörð og Fljótsdals-
hérað.