Dagur - 30.09.1927, Page 2

Dagur - 30.09.1927, Page 2
154 DAGUR 41, tbl. Nýkomhar vörur með e.s. ,,Goðafoss“ frá Þýzkalandi. ip Emaileraðar mjólkurfötur, allar stærðir, mjög ódýrar. Skólpfötur með loki. Hitageymar næstum óbrjót- anlegir. Mjólkurflutningsfötur. Eldhúsáhöld, allar tegundir, ódýrari en áður. Smá járnvörur, svo sem: Fatakrókar frá 10 aurum stk., verkfæri allskonar, eldhúshnífar og hnífapör. Verkfœrabrýni. Kaupfélag Eyfirðinga. •gg lillftiliiliiiiiiiiilliiP Myndastofan Oránufélagsgötu 21 er opin alla daga frá kl, 10 —ö. Guðr. Funch-Rasmussen. Eg fór fljótt yfir sögu, því kauptúnið skifti mig ekki svo miklu. Mér fanst nær að hypja mig upp á melana og þaðan upp í hlíðina norðan við bæinn og koma mér sem skjótast á gras. Tók eg þegar að kynna mér, hvort ger- legt væri að byrja á athugunum fyrir alvöru og komst eg fljótt að raun um, að svo var ekki. Mikill snjór var í fjölluím og víða lítt gróið. Töldu fjarðarbúar, að eg hefði verið óheppinn mjög, því sjaldan hefði þar svo seint gróið. Alstaðar sama sagan! En eitthvað varð að hafast að. Til þess að flýta fyrir mér síðar, kannaði eg norðurhlíðina inn frá botni fjarð- arins, upp í 500 m. hæð yfir sjó og tók allmargar plöntur til þurk- unar. Var eg furðu fengsæll. 3 nýjar tegundir fyrir Austurland, var ekki svo lítið: Tvíbluðka (list- era cordata), fuglaertur (lathyrus pratensis) og skógarfjóla (viola silvestris)! í hlíðinni innanverðri er allmik- ið af 1—3 metra háu birkikjarri, og var undirgróður þess, sem var mikill, kominn furðu vel á veg. Þar voru brönugrös og blágresi og mikið af sortu- og beitilyngi, auk annara algengari lyngteg- unda. Hitti þar einnig (og.víðar aftur seinna) eina af einkennis- plöntum Austurlands, hið snotra og fíngerða fagur blórm eða sjö- stjörnu, eins og hún er stundum kölluð. Á Norðurlöndum er planta þessi nefnd skógarstjarna (Skov- stjerne, Skogstjarna) og er það nafn vel við eigandi. Gaman væri að reyna að rækta fagurblómið í görðum, en óvíst er, hvernig það mundi taka ræktuninni. Auðsætt er, að snjór mikill ligg- ur yfir hlíð þessari á vetrum; enda er þar víða gróskumikið og gróður fagur, þegar blómgunar- tíminn stendur sem hæst. Eftir 4 daga kynningu af gróðr- inum í nánd við fjarðarbotninn, taldi eg rétt vera að yfirgefa Reyðarfjörð um stundarsakir, meðan greri. Afréð eg að fórna Fljótsdalshéraði þeim tíma, setm eg mætti missa frá Reyðarfirði, og það því frernur sem Jón Kerulf hafði boðið mig velkominn að Hafursá, hvenær sem eg vildi. I Fljótsdalshéraði. Sunnudaginn 19. júní, fór eg í vörubíl yfir Fagradal og niður að Egilsstöðum á Völlum; er sú vegalengd nálægt 35 km. Vegur- inn er hvergi brattur, líðandi halli austur og vestur af. Og eftir því sem eg komst næst liggur dalur- inn um 320 m. yfir sjó, þar sem hann er hæstur. Þar skiftir vötn- um. Héraðsmegin bugðar vegur- inn sig á löngum kafla í gegnum snotran kjarrskóg, Egilsstaða- skóg. En því miður hafði eg ekki tækifæri til að skoða þennan skóg, og hefði þó sjálfsagt eitthvað ver- ið á því að græða. Egilsstaðir eru hvorttveggja í senn: stórbýli og gististaður. Þeir liggja á krossgötum Héraðs, því skamt fyrir norðan er brúin yfir Lagarfljót, og inn eftir fljótinu gengur vélbátur, alla leið til Hall- oi-msstaðar og Brekku. En sá sem í fyrstu hefir kosið sér hér bú- stað, hefir ótvírætt gengist fyrir einhverju öðru en útsýnisfegurð, því hana skortir Egilsstaði til- finnanlega. Eins og kunnugt er, er 19. júní merkisdagur kvenna; hafði því verið stofnað til samkomu á Eg- ilsstöðum, og var eg svo heppinn að njóta góðs af. Þar var tombóla, sýnishorn af heimilisiðnaði Hér- aðsbúa höfð til sýnis og fyrirlest- ur haldinn af hinum góðkunna kennara Benedikt Blöndal. Talaði hann um þýðingu heimilisiðnað- arins, og sýndi fram á í því sam- bandi, að ef þjóðina skorti starfs- áhuga og vinnúgleði, væri sjálf- stæði hennar í veði. Var mér sönn ánægja að því að hlusta á ræðu- mann. Mjög var kalt í veðri þenna dag og harðsótt að fást við gróðurat- huganir; enda lítið að því gert. Var gróður hér engu lengra á veg kominn en í Reyðarfirði. Um kvöldið var haldið inn að Hafursá, sem stendur austan fljóts og örskamt fyrir norðan HaMormsstaðaskóg. Var Jón Ker- ulf svo indæll að lána mér, hest. Bæði hann og fleira fólk, sem sótt hafði samkomuna, var með í för- inni. Þótti mér því ekki viðeigandi að taka »útúrdúra« í það sinn, og það því fremur sem leiðin var löng og nóttin framundan. Farið er yfir Vellina, þá yfir Grímsá, sem fellur eftir Skriðdal, stórum, albygðum dal í framhaldi af Völl- unum, og síðan eftir héraðshluta, er nefnist Skógar. Þar er Valla- nes; og í Mjóvanesi er alþýðuskól- inn hans Blöndals. — Á Hafursá dvaldi eg í bezta yfirTæti fram að 2. júlí. Er búand- inn, Guðmundur Kerulf, ræðinn og fróður um marga hluti og kon- an hin elskulegasta. Flesta dagana var veðrið ljóm- andi gott og notaði eg því tímann eftir föngum, til að líta eftir sjaldgæfuim plöntum og kynna mér útbreiðslu einstakra tegunda, þar um slóðir. Meðal annars fór eg um nyrzta hluta Skriðdals og um umhverfi Vallaness. Þar eru víða stærri og smærri tjarnir með gróðri í. Uppi í hálsinum, í norð- vestur frá bænum Sauðhaga, er stór tjörn og djúp, sem nefnd er Geirþangstjörn; í henni vex firn af síkjamara (myrisphyllum alt- erniflorum) og grasnykru (pota- mogeton gramineus), sem rekur í stórum stíl upp að löndunum og inn í tjarnarvikin. Heldur sauðfé, f að hér sé um gróið land að ræða og gengur sig þar tíðum á kaf. Kend mun tjörn þessi vera við aðra hvora plöntutegundina, en hvor þeirra það er, hefi eg ekki getað ráðið fram úr. Plöntuheitið Geirþang mun gamalt vera, og þætti mér vænt um, ef einhver gæti gefið mér upplýsingar um plöntu, sem nú ber nafn þetta. í Strandartjörn fann eg tjarn- arlauk (litorella uniflora), sem hingað til hefir aðeins fundist á Suðurlandi, milli Þjórsár og ölf- usár. Og víða á milli Mjóvaness og Hafursár vex hin fágæta dvergstör (carex pedata). Á þess- um stöðvum er mjög harðhnjósku- legt, eins og víðar í Inn-Héraði. Gægjast hvervetna fram smá- klappir og melar, með toppóttum kyrkingslegum gróðri. Er lítið um raklendi og eldfjallaaska í yfir- borði jarðvegsins. Þetta ásamt öðru fleira veldur því, að gróðrar- lag verður allfrábrugðið því sem er í mörgum sveitum norðanlands og tegundirnar sumpart aðrar. Vantar hér t. d. »Gleym mér ei« (kattarauga) algerlega. Frá Hafursá blasir Snæfell við í suðri yfir Norðurdal, og er út- sýni það hið virðulegasta í björtu veðri. En sagt var mér, að af brúnunum yfir botni dalsins væri miklu tilkomumeira að sjá fjallið; enda er þá komið að aðalbrún há- lendisins. Þangað langaði mig til að koma. í dalbotninum er líka skógur, nefndur Kleifarskógur, sem gat verið fróðlegt að heim- sækja. Lagði eg því upp í 2 daga ferð, og var Jón Kerulf sjálfkjör- inn leiðsögumaður. Því miður brást veðrið í þetta eina skifti. Þoka yfir hálendinu og skógurinn votur, svo erfitt var við athuganir að eiga. — Komið var við á Valþjófsstað, og tók hinn gestrisni klerkur, séra Þór- arinn, okkur tveim höndum. Þar er laglegt umhverfi og útsýni; og yfir höfuð að tala fanst mér eitt- hvað hugðnæmt og hressandi við staðinn. örskamt vestan við bæ- inn er skjólgóð og grösug brekka. I henni óx hin smágerva og sér- kennilega planta, sem nefnd er villilín (lin-um cathasticum). Þá tegund fann Stefán skólameistari Stefánsson í för sinni um Austur- land 1895, á þessum sömu stöðv- um; annars er hún afar sjaldséð í Austfirðingafjórðungi. Gist var á Egilsstöðum í Norð- urdal. Þar var hinn bezti beini og borgun hafnað fyrir greiðann'. Árla morguns, 25. júní, vorum við Kerulf í Kleifarskógi. Jörð var vot mjög eftir hamslaust regn frá s. 1. sólarhring; maður naut sín því illa. Skógurinn er 1—3 metra hátt kjarr og liggur mót austri í allbrattri brekku, sem nær að snarbröttu klettagili. Á stöku stað, þar sem gilið er klettalítið, hefir skógurinn teygt sig alla leið niður að ánni. Grisjaður hefir skógurinn verið hér og hvar, og hefir það auðsjáanlega gert hon- um gott. Enn var hann tæplega laufgaður; enda »seint á ferð- inni« í þetta skifti, að sögn. Hvergi hefi eg séð á einum stað vaxa jafnmikið af eini og innan um kjarrskóg þenna. Og þar uxu hvannir (angelica og archange- lica) í stórum flekkjum, einkum í hinum röku giljadrögum, sem víða liggja niður í gegnum skóg- inn. Norðurdalur er fremur tilbreyt- ingarlítið bygðarlag. Eins og víða á Austurlandi eru þar fjöll og fjallshlíðar »beltaðar« blágrýti. Þessi innhöllu klettabelti gefa dalnum svip nokkurn. Sumstaðar í dalnum vestan ár eru klettarnir háir og hrikafengnir og vaxnir ofan birkikjarri, sem allmikið hefir aukist á síðari árum. Fram- an í klettunum eða á klettasyllum finnast líka þriflegar birkihríslur. Fyr á tímum hefir birkið auðsjá- anlega haft hér bólfestu víðar en nú. Það er alstaðar sama sagan. En sem betur fer, eru augu manna æ betur og betur að opnast fyrir því, að með verndun og aðhlynn- ingu skógargróðrarins, þá sé ekki aðeins viðhaldið fegurð og forn- um svip landsins, heldur jafn-

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.