Dagur - 13.10.1927, Blaðsíða 1

Dagur - 13.10.1927, Blaðsíða 1
 DAGUR kemur út á hverjum fimtu- degi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjalddagi fyrir 1. júlí. Innheimtuna annast Jóna:- Sveinsson bóksali, Eyrar- iandsveg 3 (Sigurhæðir). A f g r e i ð s lan er hjá Jóni Þ. Þ6r, Norðurgötu 3. Talsími 112. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. des. Akureyri, 13. október 1927. 43. tbl. „M áttugirmen n.” Erindi flutt fyrir Gagnfræðaskólann á Akureyri 8. október 1927, af Sigurði Einarssyni presti í Flatey. Eg býst við, að svörin yrðu á ýmsan veg, ef eg spyrði yður, hvers vér þörfnuðumst mest. Eg ætla að hugsa mér, að nokkur hluti ykkar hafi svarað, ásamt mér: Orku og máttar. Á hverju ríður oss mest, ef hinn langþráði, blessaði dagur hins góða á nokkru sinni að koma, og vilji Ouðs að verða, svo á jörðu, sem á himni? Máttugra manna, sterkra sálna, andlegra fuilhuga. Oóðu máli verður aldrei gagn að liðiéttingum. Hvað er máttugur maður? Svörin verða sjálfsagt líka á ýmsan veg. En þá þykist eg kenna mega mátt- ugan mann, er eg sé mann, með heil- steypta, brestalausa skapgerð, geig- lausan vilja og hlýtt hjarta. Mann, sem er heill og lifandi í ást og vináttu, starfi og hvíld. Mann, sem getur orðinn snortinn af göfugum hugsjónum og þorir að leggja hamingju sína að veði við framgangi þeirra, ber mál þeirra fram gegn mótblæstri óvilja og haturs, og varðveitir hugrekki sitt og bjartsýni í vonbrigðum, sársauka og hugar- kvöl. Vanmáttugir menn eru þeir, sem hugsa kotungslegar hugsanir, vona smátt og eru andlegar kveifar, sem láta tískuna fjötra sig og oddborg- araháttinn gera sig að eintrjáningi. Slikir menn fá engu orkað, þvi er mætti þarf til að kosta. í 17. kapítula Lúkasarguðspjalls standa eftirtektarverð orð. Læri- sveinar Jesú biðja meistarann að auka sér trú. Og hann svarar: »Ef þér hefðuð trú, eins og mustarðs- korn, þá gætuð þér sagt við mór- berjatré þetta: Ríf þig upp með rótum og gróðurset þig í hafinu, og það mundi hlýða yður«. Hér er auðséð, að ekki er um trú að ræða í vanalegri merkingu. Ekki í þeirri merkingu að halda eitthvað satt að vera. Hér ræðir um mátt. Orðin gefa ágætlega hugmynd um, hvað við er átt með því, að vera mátt- ugur maður. Pað er ekkert lítið. Pað er viðbúið, að trú vor margra stæðist ekki þá eldraun, að oss brysti mátt til þess að vinna verk hins guðdómlega fullhuga. Það eitt, hve mörgurn koma þessi orð Jesú fyrir sjónir, eins og öfgar og fírra, sýnir það, hve máttugir menn eru fágætir á meðal vor. En lærisveinar Jesú gerðu þegar frá leið viðlíka hluti og þann, er hér ræðir um. Pað var óhemjulegt orkutak, að útbreiða fagnaðarerindið, engu minna en það, að segja við mór- berjatré: »Ríf þig upp með rótum og gróðurset þig í hafinu«. Par var margt, sem þurfti að rífa upp og gróðursetja. Ykkur finst ef til vill, fljótt á litið, sem hér sé ólíku saman að jafna. En það er það ekki. Orð Jesú gefa i skyn hvað gera megi með andlega orku. Saga lærisveinanna sýnir það. Munurinn liggur einungis í því. — Pað voru líka máttugir menn, sem báru sið- bótina fram til siguis í forboði keisara og páfa, gegnum fangelsi, orustur og eld, gegnum innbyrðis- deilur, flokkadrætti og hörmungar. Skoðið þér mynd af Lúther, Melank- ton, Bugenhagen eða Jústusi Jónasi. Pannig líta máttugir menn út. Menn, sem eitt sinn gengu í þjón- ustu heilags máls, allir og óskiftir, og tóku ákvarðanir fyrfr margar komandi kynslóðir á eigin ábyrð sína. Máttugur maður er af því auð- kendur, að hann vegur til beggja handa, til niðurrifs og viðreisnar, til eyðingar og sköpunar. Hann er jafn feikna fasthendur á gömlum hleypidómum og hann er fylgi- dyggur þjónn nýs sannleika, jafn tryggur vörður fornra verðmæta, sem hann er óvinur nýs hégóma. Þegar lagðar eru hlustirnar við því, sem hugsað er og talað í heiminum nú, þá er það ein hugs- un, sem öðrum fremur ómar í gegnum kliðinn. Pað er sú Vaxandi vissa mannkynsins, að nú dragi til nýrra tímamóta í heiminum, til endursköpunar og siðbqtar. Á máli trúarinnar heitir það svo, að þá kveðji Guð dyra hjá oss. Velfarnan vor er undir því komin, hvernig vér erum viðbúnir því kalli. Á máli þeirra, sem meir fást við ytra borð mannlegra mála, heitir það svo, að þá beri framvindan oss að höndum þau vandkvæði, er heill vor öll sé undir komin, hversu leyst verði. Mér er sama hvort orðalagið þér óskið að nota. Meginkjarni hvors fyrir sig er þessi spurning: Hversu máttugir menn erum vér? Erum vér við því búnir, að ganga fiam heilskygnir og vitandi vits, og taka á eigin ábyrgð vora ákvarðanir fyrir margar komandi kynslóðir? Kunnum vér að skilja hvar vötn deilir milli velfarnaðar og ógæfu, og megnum vér að hverfa til giftu- samlegrar áttar þeim straumurn, sem annars bæri til óheilla? Eða erum vér í sannleika vanmáttugir menn? Pá mun oss verða eitt af tvennu: Að rekast viljalausir fyrir öllum vindum, eða sverfa sjálfa oss upp í blindu, vanmegna trássi við máttuga verðandi vorra tíma. Hvernig er oss faiið í þessum efnum nú? Pað mætti ætla, að nokkuð mætti ráða í það, með þvi að virða fyrir sér þá, sem skipa hin hærri sætin hjá þjóðinni, þá, sem ganga í broddi skoðananna.' Bera þeir einkenni máttugra manna, andlegra fullhuga? Hvað kemur yður í hug, er þér heyrið þeirra getið? Máttur, siðgæði, hreinleikur? eða eitthvað annað? Nei, öllum glöggskygnustu dóm- urum þessara tíma kemur saman um það, að það er ekkert, sem oss skortir eins átakanlega, eins og mátt, andlegan mátt. Vér prestarnir köllum það mátt frá Guði. Pér megið kalla það eitthvað annað, ef þér viljið. Mér er nóg, að þér skiljið, að framför alls mannkyns byggist á því, að með mönnunum býr orka, sem látlaust hnígur að því, að sigr- ast á því ástandi, sem er, og verða drotnandi þeirra möguleika, sem það ber í sér. Pað er þessi orka, þessi máttur, sem eg á við. Mennirnir, sem eru hlaðnir þessum mætti, eru vaxtar- broddar mannkynsins. Hvort sem yður er það Ijóst eða ekki, þá er öll von yðar um að verða afreks- menn, bygð á því, að þér getið öðlast þenna mátb Pað mundi eflaust þykja fávís skógræktarmaður, sem sniði alla vaxtarbrodda af viðum þeim, er hann skyldi rækta. Pau tímabil eru kölluð tímabil minkandi manna, þá er tíðarandi og lífshagir búa svo að hæfileikum manna og andlegri Hér með tilkynnist vinum og ættingjum nær og fjær, að jarðar- för dóttur okkar elskulegrar, Tlelgu Pálínu, fer fram frá Hólum í Saurbæjarhreppi, fimtudaginn 20. þ. m. Hólakoti 13. okt. 1927. Anna Pétursdóttir. Guðm. Gunnlaugssoru megu. Og þessi kynslóð er í mörgu kynslóð lágvaxinna manna og máttlítilla. Pað er oflangt mál, að rekja rök þess til nokkurrar hlýtar, hve margt horfir öndvert eflingu þeirra kosta og þeirra manna, er mest þurfum vér. En á nokkuð verður að drepa. Pað er ákaflega torvelt að verða máttugur maður við þann hag( sem allur þorri manna á við að búa nú á dögum. Hafið þér veitt því athygli, hve fáir menn eru sjálfum sér ráðandi í raun og veru. Hve fáir bera einir ótakmarkaða ábyrgð á veiferð sinni. Menn kalla að vísu, að svo sé. En það er í rauninni blekking ein. Viðskifti manna eru orðin svo margvísleg, að hver einasti maður á meira eða minna undir öðrum, heiður eða völd, húsnæði eða at- vinnu, eitthvað sem hann telur sér lífsnauðsyn. Og það er ákaflega örðugt, að eignast svo mikið af sjálfsvirðingu, að taka sjálfan sig og hlutverk sitt í alvöru, ef maður er þannig settur, að enginn tekur mark á manni fyrir fátæktarsakir eða einhverra líkamslýta. Pað er ákaflegaT örðugt, að eignast og varðveita trúna á manngildi sitt og eilifðar verðmæti, ef maður er aðeins vesalings, fáfróður og valda- laus öreigi í leigukofagarmi. Pað er örðugt, að læra að skynja sjálfan sig, sem virkan og fullá- byrgan aðila að velferðar- og hamingjumálum mannkynsins, ef maður á það undir geðþótta annars manns, hvort maður fær að vinna á morgun Og hafa þannig brauð fyrir sig og börn sín til næsta máls. Pannig er háttað högum yfirgnæfandi meirihluta manna nú á tímum. Og mat vort á þessu ástandi byggist að miklu leyti á blekkingum, sem oss hefir verið kent að trúa. — Eg skal nefna sem dæmi eina þessara blekkinga.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.