Dagur - 13.10.1927, Blaðsíða 4

Dagur - 13.10.1927, Blaðsíða 4
164 DAGUR 43. tbl. Jarðirna r hálfir Helgastaðir og hálfur Kerhóll, báðar í Saurbæjarhreppi innan Eyjafjarðarsýslu, eru til sölu og lausar til ábúðar í næstu fardögum. Lysthafendur setnji við undirritaðann, sem gefur allar nánari upplýsingar, fyrir 10. desember n k. Möðrufelli 8. október 1927. Guðbrandur ísberg. Kaffibæfirinn ,Sóley‘. Efnarannsókn hefir sannað, að hann stendur í engu á baki þeim kaffi- bæti, sem beztur hefir þótt á landi hér. Atvik hafa sýnt, að vand- látustu kaffineytendur þekkja ekki tegundirnar í sundur á öðru en um- búðunum. SAMBAND ÍSL. SAMVINNUFÉLAGA. Herkules —heyvinnuvélar. Samband ísl. samvinnufélaga. Hreins-Kreolin er best. Og auk þess er það innlend framleiðsluvara. Sauðfjáreigendur! kaupið því Hreins-Kreolin. ingur, sem þar hefir umsjónar- maður verið síðustu árin, ekki lát- ið »gullið fara um greipar sér«. Úrganginn er gott að nota mulinn 1 blómagarða í staðinn fyrir skeljasand, og mundi vera hægt að fá þaðan í poka fyrir lítið verð. Þessar lítilsvirtu leifar segja til sín, vegna litsins, úr margra km. fjarlægð. Hálfgegn- sæir silfui’bergsmolar finnast annars ofanjarðar hér og hvar í Reyðarfirði, einkum hátt til fjalla. Á Helgustöðum óx mjaðjurt kippkorn ofan bæjar; var mér vísað á hana af Einari Loftssyni, sem þar var heimilismaður; mun hann fyrstur manna hafa tekið hér eftir plöntu þessari, sem er afar sjaldgæf í Austfirðingafjórð- Oederi) ; er hún ný fyrir Austur- ungi. Hér fann eg gullstör (carex land. Og í Helgustaðaárgilinu óx allmikið af klettafrú. 15. júlí stóð eg uppi á Grákolli; það fjall er í norðaustur frá’ Helgustöðum, og er nál. 800 m. að hæð. Fjallið er flatt ofan og þétt- vaxið grámosa (grimmia) ; af því dregur það nafn. 8 tegundir há- plantna fann eg þar á strjálingi á mosaþembunni. Austan í fjallinu eru hrikalegir klettar. Þangað hafa náttúrufræðingar stundum farið til þess að safna steinum, því í fjalli þessu er auðugt af fá- séðari steintegundum. Af Grákolli er útsýni bæði mikið og fagurt. Sér út yfir Hellisfjörð og yfir há- lendið alt austur fjarðarins og umhverfis Gerpi. Vestur af fjall- inu liggur leiðin niður í Hrafna- dalsbotn; þaðan er fljótfarið nið- ur í Hellisfjörð. Yfir þveran dals- botninn liggur all-mikill jökul- skafl; meðfram honum þrífst lítið annað en nokkrar mosategundir. Hér var eg svo lánssamur að fyr- irhitta afar-fágæta plöntu, snæ- narfagras (catabrosa algida). Planta þessi gerir ekki háar kröf- ur til lífsins; hún unir sér aðeins þar sem ískalt snjóvatnið leikur um hana. Þarna stóð hún í blóma og var bústin eftir hætti. Farið var á »trillu« yfir Reyð- arfjörð. Trillur nefna Reyðfirð- ingar færeyska vélbáta litla; eru þeir' þegar farnir að leggja niður hina algengu mótorbáta og hafa tekið þessa upp í staðinn; þykir þeir léttari í snúningum og ekki eins kostnaðarsamir þegar afli er rýr. Virtist mér bátar þessir vera einnig hin snjöllustu farar- tæki. Nú var eg staddur að Hafra- nesi, sunnan fjarðar; þar er stórt og myndarlegt steinsteypuhús, og gestrisnir húsbændur innan vegg- ja. Hér er láglendisspilda með sjó fram en skaimt til snarbrattra fjalla, með fátæklegum háplöntu- gróðri. Á Hafranesi fanst mér vera einkennilega falleg-t. Stuðla- bergshleinar eru víða, bæði við sjó fram og í fjöllum uppi. Sum- staðar er líkast því sem bergið vœri hlaðið upp af manna hönd- um. Háir, lóðréttir stuðlabergs- veggir standa á jafnsléttu — stundum fleiri saman; minnir það á kastalarústir fornár. Uppi í veggjunum hefir stöku planta náð að festa rætur; annars er þar ó- skaplega þurt, einkum mót sólar- átt. Þar fann eg bergsteinbrjót, sem áður var búið að geta um og liðfætlu (woodsia ilvensis). Hin síðarnefnda er lítil, snotur burknategund, sem óvíða finst norðanlands. f suðvestur frá Hafranesi geng- ur dalur einn óbygður inn í fjöll- in, Breiðdalur er hann nefndur. Þar er fjölgrösugt mjög; enda liggur dalurinn lágt (80—100 m.) yfir sjó, og nýtur sumpart betur sólar, en flestir aðrir staðir sunn- an fjarðar. Hér fann eg rauð- berjalyng (vaccinium vitis Iclæa). Hefir það áður fundist á einum stað horðanlands, í Núpasveitinni. Allmargir munu kannast við danska nafnið á tegund þessari; það er Tyttebær. Berin eru etin, og væri því reynandi að rækta tegundina hér í görðum. Blómin eru ljósrauð og berin hárauð. Áfram inn með firðinum! Víða eru fjöllin allsnakin; og sumstað- ar mætir hærukollur Grámosi ið- grænum láglendisgróðrinum, 100 m. yfir sjó. Einkennilegt! (Meira). -------o------ S im s k ey i i. Rvík 12. okt. 1927. Frá New York: Uppreist er hafin í Mexiko undir forustu Gomezar hershöfðingja, er virðist hafa sterka aðstöðu. Frá London: Styrjöld er aftur hafin í Kína og veitir ýmsum bet- ur. Frá París: óopinber fregn frá Moskwa segir að Rakovski verði kallaður heim. Frá Berlín: Jugoslafneskur hershöfðingi hefir verið myrtur, sennilega af Makedoníumönuum. Þetta, ásamt fleiru, hefir orsakað deilu milli Búlgara og Jugoslafa, sem þó virðist á enda kljáð vegna tilslakana hinna fyrnefndu. Frá London: Landsfundur brezkra íhaldsmanna hefir fallist á tillögur Baldwins viðvíkjandi breytingum á efri málstofunni. Anna Borg hefir verið ráðin til að leika Agnesi, í Brandi Ibsens, á Betty Nansens leikhúsinu _í Khöfn í vetur. Veðuráttan hefir verið ágæt á Suðurlandi, en nokkuð úrkomu- samt. Afli og sala togara er held- ur lakari en undanfarið. Frá- Berlín: Nýir verzlunar- samningar hafa tekist milli Persa og Rússa, er heimila innflutning fyrir 50 miljónir rúblur til Rúss- lands. ------o------ — Móttekið áheit á Strandakivkju frá N. N. kr. 20.00. — Kirkjan. Messa og altarisganga á sunnudaginn kl. 2. Góð kýr tii sölu hjá Sigtr. Guðlaugssyni Halldórsstöðum. Ritstjórn og ábyrgðarmenn: Stjórn útgáfufélags »Dags«. Prentsmiðja Odds Bjömssonar,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.