Dagur - 13.10.1927, Blaðsíða 2

Dagur - 13.10.1927, Blaðsíða 2
102 DAGUR 43. tbl. W Kolafarm af hinum ágætu hörpuðu D. C. B. eimkolum fá- um við í lok þessa mánaðar. Verða seld á bryggju fyrir 38,00 kr. tonnið. — Fáum einnig nokkur tonn af ágætu gas-koksi, sem verður selt á 55,00 kr. tonnið á bryggju. Peir sem enn eiga eftir að panta kol hjá okkur ættu að gera það hið fyrsta. — Sími 228. — Kaupfélag Eyfirðinga. SiiiBiiiiiiiiiiiiiilii Mannkynið hefir úthelt blóði sínu til þess að öðlast frelsi; borgara- legt og andlegt frelsi. Þegar mennina kennir til undan meinum sínum og vandkvæðum, eru þeir huggaðir með því, að þeir eigi þetta dásamlega frelsi. Þó er þetta í rauninni blekking ein. Frelsið er ekki meira en það, að jafnvel húsbændur mannkynsins og stóreigendur standa skjálfandi af angist, ef loftvog peninganna fellur um 1% á einhverri kaup- höllinni. Það getur orðið til þess, að heilt land engist í krampaflog- um, og þúsundir alsaklausra manna finni grundvöll heimilis- hamingju sinnar rugga undir fóí- um sér. Nú kann einhver að vilja gegna því hér til, að svona slæmt sé á- standið ekki hjá oss. Hér sé þó að minsta kosti svigrúm fyrir sann- færingu, og friður og ró til þess áð öðlast andlega dýpt. Það sýnist svo í fljótu bragði. Það er nóg af fásinni, einangrun og kyrð. En það er ekki nóg. Menn geta verið mjög ófrjálsir í kyrð og fásinni, og verið í úlfa- kreppu andlega, þótt rúmgott sé á milli bæjanna. Og einhvernveg- inn er það svo, að vér finnum fingraför rangsnúins tíðaranda hér um bil jafn fljótt á andnesj- um og dalabæjum, eins og í höf- uðborgunum. Vér erum engu bet- ur settir en aðrar þjóðijr í þessu efni, nema ver sé. Víðast hvar er það að verða hreint og beint pen- ingaspursmál, hvort menn hafa ráð á að eiga sannfæringu. Fyrir flestum af oss er ekki svigrúm fyrir aðra sannfæringu en eftir- mynd af sannfæringu voldugustu mannanna. Sú eftirmynd er eins og nokkurskonar verndargripur. Vér verðum að taka hana upp við hátíðleg tækifæri, ef vér eigum að fá að vera óáreittir í lífinu, og oss á vel að vegna. En þetta drepur alla alvöru, og liggur eins og farg á andlegu sjálfstæði manna. Og blöðin leggja einatt smiðshöggið á þetta verk. Þau hafa mörg hver verið langvoldugustu útverðir blekkinganna, mannfélagshræsn- innar og sálnadrepsins með þess- ari þjóð. Með þrotlausum vaðli og glamri, grúfa þau yfir hugura fjölda manna eins og pestnæm bölvun. Þau útskýra til þess að flækja, þau segja frá, til þess að leyna, þau ranghverfa til þess að drepa hvern vott sjálfstæðrar hugsunar, ef verða mætti. Og vér skyldum varlega ætla, að oss sé engin hætta búin af slíku, einkum meðan vér erum enn á þroska- skeiði ogþekking vor í molum. Það hefir margur unnið sér það verk tiltölulega létt, að týna sál sinni í öllum þeim þvættingi. Á þeim ár- um ríður oss lífið á, að varðveita þann heilbrigða-þorsta sálarinnar, sem gengur með viðfangsefni sín fyrir dómstól fullkonmustu fræðslunnar, sem vér eigum völ á, og beygja sig undir úrslit þess dómstóls með auðmýkt og karl- mannlegri ró. En þótt skilyrðin séu þannig fyrir öllum þorra af oss fremur óvænleg til eflingar máttugs per- sónuleika, þá er ekki réttmætt að varpa öllum vonum fyrir borð, fyrir þá sök. , í hugum ykkar æskumannanna brýtst svo þróttmikil vitsþrá og vaxtar þörf, að ekki verður slökt, ef rétt er á haldið. Þannig er allri æsku farið. Á þessari eigind æsk- unnar eru vonir mannkynsins grundvallaðar. Og þegar vér hinir eldri menn sjáum vandkvæðin nálgast, þau sem stafa munu af á- tökum og sviftingum komandi ára, um tilhögun alls mannlífs, þá heldur það höfðum vorum upp- réttum og hugum vorum óskelfd- um, ef vér megum vita, að í röð- um ykkar hinna yngri eru að hefj- ast menn, máttugir í skapgerð, varmir í hjarta, auðugir að dóm- greind og vizku. Það finnur það enginn betur en eg, hvað lítið eg get lagt yður af mörkum í heilsusamlegum ráðum, ef yður fýsir að leggja á þá leið, hve lítt eg er fær um að svara, ef þér kynnuð að spyrja: Hvað á eg að gera, til þess að verða máttugur maður? Egvilspyrjayður að ann- ari spurningu: Hvað er máttur, hvað er kraftur? Kraftur er framkvæmi þess, að einhverju hefir verið þrýst saman einbeitt, hert. Starfandi kráftur er ein- beiting, samþrýsting, herzla, sem leyst úr læðingi. Demant er sterkur. Þó er hann úr áþekku efni og kolin, sem vér brennum í ofnum vorum. En hann er skapaður við ógna þrýsting. Þér getið látið demant loga, en þá logar hann með ægilegum hita. Þá brýzt hin gífurlega herzla úr læð- ingi. Dynamit er sterkt, en það er efni, þar sem ógurlegum aflgjafa er þjappað saman í örlítið rúm- tak. Stál er sterkt. Það er járn, sem hefir fengið glóandi herzlu. Alt sem er útþynt, teigt og mjúkt, er máttlaust. Alt sem hefir verið hert, éinbeitt, þrýst saman, er sterkt. Hvernig á eg þá að verða máttugur? Með því að veita sjálf- um mér hliðstæða meðferð þeirri, sem sterkir hlutir hafa hlotið, með varðveizlu, herzlu, einbeit- ingu. Sjálfsvarðveizla er fyrsta boð- orð þess, er verða vill máttugur, varðveizla andlegrar og líkam- legrar heilbrigði, varðveizla vits og orku. Sá, er ’verða vill máttug- ur, verður að læra að skoða sem synd alt, sem skaðað getur heil- brigði hans, skoða sem synd alla sóun á sjálfum sér, alt sem drepið getur mætti hans á dreif. Hrein- leikur, hófstilling, tamning, verða hinar gullnu reglur lífs hans. Af öllu, sem eg hefi séð. sóað, hefir mér ekki orðið eins helsárt um neitt, eins og þá sóun heilbrigði og orku, sem vér gerum oss sek í, og æskan ekki hvað sízt. Vér týn- um á þann hátt meiri verðmætum árlega, en öllu því, sem eytt er fyrir fánýtar skemtanir, verð: laust tildur og deyfandi lyf. Og vér, hinir cldri, höfum einnig þungar syndir á baki í þtfí efni, enda var illa að oss búið með upp- fræðslu og hjálp. Eg er hræddur um að skólarnir okkar sumir, og le'iðtogar þeirra, eigi þar til alvar- legra saka að svara. Eg þekki fjölda af námsmönnum, og nokk- uð af skólum, þar sem það virtist vera ríkjandi samkomulag, að skólarnir reyndu að slá einhverja gjaldgenga mynt úr þeim leyfum vits og orku, sem afgangs voru þegar búið var að færa göturáp- inu, næturvökunum og byrjunar- stigum svallsins, sínar ríkulegu fórnir. Þeir smáskildingar voru svo allur sá höfuðstóll, sem þessir menn áttu til þess að leggja fram í lífið. Þegar kynþroskatíma- bilið hefst, þá er það sannað mál, að orkuforði einstaklingsins vex til stórra muna. Ægilega miklu af þeirri orku sóum vér á meiðandi hátt fyrir manngöfgi og þrek. Það er til undra-spaklegt orð, í fornu hebresku kvæði, er svo hljóðar: »Vekið ekki ástina fyr en hún vill sjálf«. Það er engin hætta á því, að lífið geri yður afskift af unaði sínum fyrir þá sök. í þeim efnum er bezt að »hlýða réttu og góðs að bíða«. Og það getur farið svo nörmulega, að þér sitjið hungruð, en þó lystarlaus við háborð lífsins á sínum tíma, ef þér sóið mætti yðar á ötímastund. Það getur far- ið svo, að allur sá höfuðstóll, sem þér eigið að leggja fram í heimil- ishamingju yðar, verði leyfar þeirrar orku, sem týnd er í aur cg sand á þúsund gatnamótum, orku, sem hefði mátt stilla í hóf og temja til starfs og vaxtar, sem hefði getað orðið grundvöllur að vitþroska yðar, vinnuleikni og vel- gengni. Eg hefi gengið í gegn um þennan bæ á björtu kveldi. Eg hefi mætt hópum af kornungum meyjum og sveinum, sem virtust gunnreif og glöð. Eg á ekki mikið af andlegum næmleik, en þó finn eg að þessi hópur æskulýðs er þrunginn af lífsmáttugri orku. Svo er allstaðar.á fslandi. Ef þér tækjuð þessa orku og temduð, og beittuð henni á þau viðfangsefni, sem sama heilbrigðri æsku, sem stefnir til farsældar sér, þá mund- uð þér verða þess megnugir í vits- munum og þreki, sem engin kyn- slóð á undan yður hefir verið. En gætið þess, að hver sóun getur orðið þess valdandi, að máttur yð- ar hrökkvi yður ekki til fulltingis á úrslitastundum æfinnar, að dómgreind yðar sortni fyrir aug- um, þegar mest ríður á. Samhliða sjálfsvarðveizlunni hefst sjálfskönnun. Hún er fólgin í því, að þér hefjið rannsókn á innviðum persónu yðar, að þér reynið að kanna skapferli yðar sem vandlegast og skilja kost þess og löst, hvað það ber í sér þess eðlis, að *efla megi máttugan mann, og hvað þar sé það, er yður mætti verða rýrð eða óvirðing að. Þér kannið eftir mætti tilfinningalíf yðar, gætið þess hvernig yður liggur næst að andæfa utanaðkomandi áhrifum, frá umhverfi og mönnum og reyn- ið að skynja hvort svarið, endur- áhrifin frá yður eru í þeim tón, að þau göfgist eða auðvirðist á því að snerta persónu yðar. Þér rannsakið hneygðir yðar og vilja- líf, veilur viljans og þol. Sjálfs- könnun yðar verður að vera hlífð- arlaus og róleg, hlutlaus og djörf. Þér verðið að brjótast inn að dýpsta grunni sálar yðar, inn í instu launklefa hennar og horf- ast þar í augu við sjálfa yð- ur, eins og þér. eruð í raun og veru, vilja-þurfa, vits-þurfa, mátt- ar-þurfa. Og þaðan lítið þér á starfstæki yðar, reynið að skilja meginhæfileika yðar, og hvert hann stefnir, hvað það er í yður, sem þér þurfið að magna og efla, og hvað þar er, sem þér þurfið að sveigja til auðsveipni og þjónustu við höfuðtilgang yðar. Þegar sá skilningur er fehginn, er komið að þriðja höfuðatriðinu; herzlu

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.