Dagur - 11.11.1927, Side 3

Dagur - 11.11.1927, Side 3
47. tbl. DAGUR 183 MEULSUHÆhH JMÚMIB MR1LAMÞ3. sumtiRHhm- v. »pfc=fc= Lýsing á Kristneshæíi. Húsið er 36 metrar á lengd og 8 m. á breidd. Við báða enda er útbygging norður úr aðalbyggingunni 7% X 8 m. og norður úr húsinu er þriðja álman 5 X 10 m. — Grunnflötur hússins er ca. 480 ferm. Húsið er tvær hæðir, kjallari og hátt ris (3% m.). / kjallara eru 7 íbúðarherbergi fyrir starfsfólk hælisins, borðstofa, eldhús, búr og bítibúr (matarúthlutunar) og brauðgeymsla. Herbergi fyrir leguföt úr leguskála, varamiðstöðvarstofa, þvottaherbergi og annað til að vinda og þurka lín og voðir. Á 1. liæð er læknisíbúð í vesturendaiv- um (7 herbergi og eldhús); 3 sjúkra- stofur, borðstofa og dagstofa sjúklinga. Ennfremur ljóslækningastofa, röntgen- stofa, ásamt skoðunarherbergi og skrif- stofa hælisráðsmanns. — Ein sjúkra- stofan á þessari hæð í suðvestur horni, er tileinkuð minningu Grundarhjónanna Magnúsar Sigurðssonar og Guðrúnar Jónsdóttur. Úr búi þeirra hafa samtals farið 30 þús. kr. til hælisins. — Á 2. hæð eru 9 sjúkrastofur, svefri- herbergi yfirhjúkrunarkonu, herbergi fyrir vökukonu og lyfjastofa. Á efsta lofti er geymsla fyrir farang- ur sjúklinga, lín og ýmiskonar vörur. í húsinu eru 4 baðherbergi, og 11 vatnssalerni. Á göngum beggja hæða eru 3 marmaraborð með 9 þvottaskál- um í. Austan við húsið er leguskáli fyrir sjúklinga, 30 m. á lengd og 3(4 m. á breidd. Undir honum er kjallari, sem ætlaður er fyrir líkhús, geymslu, og bifreiðarhús. Yfir leguskálanum er sól- pallur eða svalir fyrir sjúklinga og má aka út á hann rúmum þeirra, sem ekki eru rólfærir. Hælið er alt hitað upp með vatni úr Reykhúsalaug, leiðslan er c. 430 metrar og er vatninu dælt með rafmagnsdælu frá lauginni. Hitinn er yfirgnæfandi. Varamiðstöðvarkatlar eru þó í hælinu, ef til þyrfti að taka. Rafmagn er leitt frá Akureyri en reynist það ekki nægilegt, er vafmagns- mótorstöð norðan við leguskálann, sem notuð er í viðlögum. 1 þvottahúsinu er gufuketill, sem hit- ar þvottavélar og' 3 matsuðupotta í eld- húsi, Þar er allur matur soðinn við gufu. Þar er og bökunarofn, sem bakað er í alt brauð fyrir hælið. 1 þvottahúsinu er þvottavél, lútpott- ur, og vél sem vindur línið; og' í næsta herbergi er önnur vinda, sem fullþurk- ar og sléttir línið. Þær eru hitaðar með gufu. Úr bíti-búri í kjallara gengur matar- lyfta upp á efri hæðir hússins, sem hreyfist fyrir rafmagni — Loftleiðslur eru í allar sjúkrastofur og víðar og hringingaleiðsla að hverju sjúkrarúmi. Á aðalgangi beggja hæða eru greyptir í veggina fataskápar fyrir hvem sjúkl- ing. Allar leiðslur fyrir miðstöð, raf- magn, vatn og skólp eru ennfremur greyptar í veggi hússins. Á öllum gólf- um eru linoleumdúkar, nema í eldhúsi, baðherbergjum, þvottahúsi og salern- um, þar eru þau lögð gólf-flísum og einnig er neðri hluti veggja þar lagðir hvítum flísum. Gangflötur þrepa á að- alstigum hússins er lagður hvítum mannara. — Borðstofu- og dagstofu- húsgögn eru úr bónuðu birki. Sjúkra- rúm eru öll úr jámi með trégöflum og hvítmáluð, og fylgir lítið borð hverju rúmi. — Vandað orgel hafa bygginga- menn hælisins gefið því, og málarar, sem við það unnu, hafa gefið því stórt málverk af hælinu og umhverfi þess, ♦ málað af Freymóði Jóhannssyni. Bygg- nc -j/rjí! v7iv- /itnni jm- ingamieistarar við hælið, þeir Jón Guð- mundsson og Einar Jóhannsson hafa gefið hælinu 2 klukkur. Eyfirðingur einn í Reykjavík, sem eigi lætur nafns síns getið, hefir gefið hælinu borðstofu- klukku. Húsgagnasali Gunnar Stefáns- son gaf hælinu vandað taflborð. Á framhlið við borðstofu sjúklinga eru gluggahurðir og má opna þær inn, þannig að þær falli saman, svo að borðstofan vei'ður eins og opin verönd eða svalir. 1 hælinu eru öll nýtízku Röntgen- og ljóslækningaáhöld. — Öll glerílát, áhöld og' tæki, eru hreinsuð í gufu-suðuköss- um og er einn slíkur kassi á hverri hæð. Hrákakrukkum er raðað á bakka og þeir síðan settir í stóran málm- stamp; í honum er dálítið vatn og er hann svo hitaður með rafmagni og krukkur og hrákar sótthreinsað alt saman í sjóðandi vatnsgufu. Heita vatnið er notað í öll böð og vaska í húsinu. Aðalinngangur í hælið er norðan í miðálmu hússins, sérinngangur frá norðri í læknisbústaðinn og í sambandi við hann inngangur í kjallara. Úr legu- skála er einnig inngangur austan í hús- ið. Hælið tekur til starfa um miðjan þenna mánuð og tekur á móti 50 sjúkl- ingum; en mun geta bætt við 10—15 sjúklingum þegar lengra líður. Um- sóknir eru þegar fleiri en hægt er að sinna. Hið fasta starfsfólk við hælið er, auk læknisins, yfirhjúkrunarkona ungfrú Sólborg Bogadóttir, aðstoðarhjúkrunar- kona ungfrú Steinunn Jóhannesdóttir, ráðskona ungfrú Ása Jóhannesdóttir, ráðsmaður Eiríkur Brynjólfsson og vélavörður og bifreiðarstjóri Bjarni Pálsson. Þá eru og' ráðnir 3 hjúkrUnar- nemar og þjónustustúlkur eftir þörfum. — Himi 27. f. m. fór rannsókn- ardómarinn, með nokkra menn með sér, út í Hnífsdal og tók þá Hálfdán Hálfdánarson og Eggert Halldórssoni fasta og flutti þá til ísafjarðar í varðhald, Eggert þó á sjúkrahús. Eftir síðustu símfregnum að dæma er hreppstjórinn í Bolung- arvík flæktur inn í málið og horf- ir þar einnig til uppreisnar frá hálfu þorpsbúa gegn rannsóknar- dómaranuim. Fer málið því að verða all umfangsmikið. — f gær var þeim Hálfdáni og Eggert slept úr gæzluvarðhaldi gegn tryggingu, var sagt í símtali frá ísafirði. --------o------ Metúsalem Stefánsson búnaðarmála- stjóri hefir verið skipaður annar gæzlu- stjóri Ræktunarsj óðsins í stað Gunnars Viðar hagfræðings, er frá gekk sam- kvæmt hlutkesti. Sli/s. Maður að nafni Jón Bergsson frá Dufþekju í Hvolhreppi, varð ný- skeð undir bifreið á Fríkirkjuvegi í Reykjavík. Var hann þegar í stað flutt- ur á sjúkrahús, og andaðist þar nóttina eftir slysið. — Líkið var krufið og kom þá í ljós að maðurinn hafði dáið af blæðingum frá beinbrotum, einkum mjaðmarbroti. Sighvatur Bjamason fyrv. banka- stjóri varð 27. f. m. fyrir manni á Fóðurmjöl handa mjólkurkúm innihaldandi: 40 hluti Bómullarfrækökur. 15 — Solsikkakökur. 10 — Jarðhnetukökur. 12 — Soyaskrokökur. 12 — Kokoskökur. 5 — Rapskökur. 8 — Pálmakökur. Petta fóðurmjöl panta eg fyrir þá sem óska þess, mót greiðslu um leið og það kemur hingað, nokkra sekki fyrirliggjandi, á 70 kg. verð 23.50. 1000 kg. af góð- ri töðu vil eg kaupa komið á Hafnarbryggju hér. Akureyri u. Nóvember 1927. A. Schiöth. reiðhjóli í Bankastræti í Reykjavík, og slengdist á götuna. Féll hann þegar í ó- megin, en fékk rænu aftur skömmu eft- ir að búið var að flytja hann heim til sína. Hann hafði meiðst á höfði og mar- ist á mjöðm og víðar. Liggur hann enn með miklum hita þungt haldinn eftir meiðslin. Maðurinn, sem var á hjólinu, hrökk af því, en sakaði ekki. Hafði hann runnið aftan á Sighvat á flugferð. Gegnir furðu hversu ógætilega er farið með farartæki á götum bæjanna. Jón Sigurðsson bóndi í Yzta-Felli er á fyrirlestraferð í Eyjafjarðarsýslu, um þessar mundir, á vegum héraðssam- bands Ungmennafélaganna hér í sýslu. Flytur hann erindi um þjóðemisvernd og menningarhlutverk ungmennafélag- anna. Jón Ingimundarson bóndi á Brekku £ Núpasveit lézt 4. þ. m. úr krabbameini. Hafði hann legið rúmfastur síðastl. sumar. Jón sál. var rúml. 60 ára; hafði hann búið lengi á Brekku og verið hraustmenni mikið. Sigurjón Friðjónsson á Laugum flyt- ur erindi og les upp í Samkomuhúsinu á Laugardaginn kemur, kl. 8(4 s. d. — Aðgöngumiðar verða seldir á 1 krónu. Frú Lizzie Willia/msdóttir á Hall- dórsstöðum í Laxárdal kom til bæjar- ins með »Goðafossi« síðast. Hún hefir ákveðið að halda söngskemtun í Þing- húsi önguls^taðahrepps á Þverá n. k. Laugardag, 12. þ. m., kl. 8 s. d., og aðra í samkomuhúsinu í Hrafnagilshreppi á Sunnudagskveldið þ. 13. á sama tíma. Frú Lizzie er svo alkunn fyrir sína á- gætu og hljómþýðu söngrödd, að búast má við mikilli aðsókn, að samkomum þessum. Á eftir söngnum verður dansskemtun á báðum stöðum. í siðasta bl. hafði fallið úr símfrétt, að kaupverðið á Bessast. er 120 þús. kr.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.